Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ u r FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Framleiðsla og sala á fiski- kerum frá Borgarplasti hef- ur stóraukist á síðustu ár- um og hefur framleiðslan verið seld til um 30 landa auk innanlandsmarkaðar Veltan á þessu ári um 380 milljónir - segir Þorsteinn Óli Sigurðsson sölu- og markaðsstjóri „Við reiknum með 35 - 40% veltu- aukningu milli ára sem þýðir að veltan fari í um 380 milljónir á þessu ári. Það hefur þegar orðið 170% veltuaukning í útflutningi á þessu ári og gera má ráð Þorsteinn Óli Sigurðsson markaðsstjóri Borgarpiasts. Ljósm. e. ói. fyrir að við flytjum út fyrir 120 til 130 milljónir króna á árinu,“ sagði Þor- steinni Óli Sigurðsson sölu- og mark- aðsstjóri Borgarplasts hf. í samtali við blaðið. Fyrirtækið framleiðir ýmsa hluti fyrir sjávarútveg, þar á meðal einangr- uð fiskiker, en gífurleg söluaukning hefur orðið á þeirri framleiðslu, bæði innanlands og erlendis. En hvað veld- ur þessari aukningu á sölu fiskikera? „Fyrir þremur árum fengum við ISO 9001 gæðavottun. Til að lýsa því hveiju það hefur breytt í starfseminni héma innanhúss má nefna, að galla- prósenta í framleiðslu var áætluð up- pundir 5%. Núna erum við hins vegar óánægðir ef hún fer upp fyrir hálft prósent. Þetta þýðir að varan er mjög jafngóð í framleiðslunni og gæðin hafa aukist. Það er það sem er að skila sér auk þess sem við höfum stóraukið sölustarf okkar og það er orðið mjög öflugt.“ Fer framleiðslan víða um heim? ,Já, ætli við höfum ekki selt til um þijátíu landa og kaupendur eru útgerð- FLOTTOGS HLERAR FYRIR ALLAR FLOTTOGS VEIÐAR" J. HINRIKSSON H.F. SUÐARVOGI.4 104 REYKJAVIK SÍMAR 588 6677 / 568 0775 MYNDSENDIR 568 9007 / / FRAMLEIÐENDUR TOGBUNAÐARIARATUGI" ■ t ar- og fiskvinnslufyrirtæki eins og hér heima. Ég get nefnt sem dæmi um hvað kerin fara víða að um daginn fór gámur frá okkur til Filippseyja og við höfum selt til Argentínu, Suður-Afr- íku og Perú. Við framleiðum sex stærðir af kemm fyrir sjávarútveginn, frá 300 lítra upp í þúsund lítra,“ sagði Þorsteinn ÓIi Sigurðsson. Borgarplast var stofnað fyrir aldar- fjórðungi í Borgamesi og hóf þá fram- leiðslu á frauðplasti. Sú framleiðsla er enn í Borgarnesi en síðan er verk- smiðja á Seltjamamesi þar sem hverfi- steypan fer fram. Búið er að kaupa nýjan vélbúnað til þeirrar framleiðslu sem þrefaldar framleiðsluna. Veiðarfærafyrirtækið Dfmon hf. hefur sent frá sér nýja flotlínu sem hefur vakið mikla athygli. Sníkjulínan fiskar og fiskar „Menn hafa verið að veiða með þessari nýju línu út af Reykjanes- hryggnum. Hún er lögð lóðrétt og er lögð á botn sem er mjög sár og menn hafa ekki náð annarri línu uppaf. Það er mjög stutt á milli króka á þessari línu og fiskurinn virðist lesa sig upp eftir henni. Menn em að vinna á mun færri króka en áður og munar þar lík- lega um þriðjung, sem þýðir mun minni beitu,“ sagði Einar Sævarsson hjá veiðarfærafyrirtækinu Dímon hf. í spjalli við blaðið. Hin nýja flotlína var sett á markað í sumar. Éinar sagði að hún hefði verið þróuð í samvinnu við norska veiðar- færafyrirtækið A/S Fiskvegn sem Dímon er í samstarfi við. Hann sagði að línan yrði þróuð áfiram í samvinnu við sjómenn, en hún hefði vakið mikla athygli og ánægju meðal sjómanna. Enda er það skiljanlegt í ljósi þess að með nýju flotlínunni þarf kannski að- eins að beita um 10 þúsund króka í stað allt að 30 þúsund á venjulegum línuveiðum. Þeir hjá Dímon kalla þessa nýju línu „sníkjulínu". Það nafn byggir á gömlu norsku orði um tækni sem þessa, en einnig er þetta gamalt ís- lenskt heiti á hákarlaslóð. Veiðarfæra- fyrirtækið Dímon hefur starfað í nokk- ur ár og er nú til húsa að Austurbugt við Reykjavíkurhöfn. „Við erum með alls konar veiðar- færi, mest fyrir báta. Auk línunnar höfum við allt til netaveiða, grásleppu, þorsk, ýsu og ufsanetaveiða. Við íeggjum aðaláherslu á að þjóna báta- flotanum,“ sagði Einar Sævarsson. Aukin fullvinnsla á sjávar- afurðum hérlendis eykur ekki aðeins atvinnu í fisk- vinnslufyrirtækjum og verðmæti útflutnings, held- ur hefur hún keðjuverkandi áhrif í atvinnulífinu Veruleg verð- mætaaukning í framleiðslu fiskumbúða -segir Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri Plastprents hf. Aukin fullvinnsla sjávarafurða hér á landi hefur keðjuverkandi áhrif í at- vinnulífinu. Gott dæmi um það er er að stærsti vaxtarbroddur í framleiðslu Plasprents hf. er í umbúðum utan um fisk sem unnin er á neytendamarkað hér á landi. „Allar okkar fjárfestingar um þessar mundir miðað að því að þjóna þessum smásölupakkningum betur, bæði hér innanlands og erlend- is,“ sagði Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri Plastprents í samtali við Alþýðublaðið. „Það hefur orðið gjörbreyting hvað þetta varðar á síðustu árum. Fram að því vorum við með framleiðslu á hefðbundnum umbúðum fyrir sjávar- útveginn, en að undanfömu hefur orð- ið vemleg verðmætaaukning á þessum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.