Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Unnið við iöndun úr Helgu RE í Reykjavíkurhöfn eftir fyrstu veiðiferðina sem skilaði 64 milljónum í aflaverðmæti. Mynd E. ói. Helga RE komin úr fyrstu veiðiferðinni Aflaverðmæti 64 milljónir „Skipið hefur reynst alveg sérstak- lega vel og allur búnaður góður. Það voru smá byijunarörðugleikar eins og við mátti búast en nú er það að koma úr sinni fyrstu veiðiferð og verið að landa 350 tonnum af rækju að afla- verðmæti um 64 milljónir króna,“ sagði Armann Armannsson forstjóri Ingimundar hf. í spjalli við Alþýðu- blaðið í síðustu viku. Nýtt skip Ingimundar, Helga RE 49 kom til landsins I. september. Það var smíðað í Slippen í Sandnessjoen í Noregi og er allt hið glæsilegasta. Afl- inn í fyrstu veiðiferðinni fékkst á rækjumiðunum norður af Eyjafirði. „Við verðum á eingöngu á rækju alla vega næstu árin meðan stofnin er svona sterkur. Við höfum sameinað aflaheimildir fjögurra skipa í afla- - heimild Helgu sem nemur um 2.700 þorskígildum og það nægir okkur al- veg,“ sagði Armann. Hann sagði að fréttir um verðlækkun á rækju á mörk- uðum snerti lítið útgerð Helgu RE. .JÞessi lækkun á eingöngu við pill- aða rækju. Það er mjög h'tið af okkar rækju sem fer til pillunar. Stærsta rækjan er heilfryst um borð fyrir Jap- ansmarkað og síðan er suðurækja sem fer til Evrópulanda. Þessi rækja er seld ópilluð og verð á henni hefur ekki lækkað. Þetta er úrvalsvara." í áhöfn Helgu eru ráðnir 30 menn, 20 um borð í einu, en tíu í fríi, enda eru túramir oft langir. Ekki er hægt að segja að mikil yfirbygging sé í útgerð skipsins. „Ég er einn í fullu starfi í landi, en er með skrifstofumann í hálfu starfi sem vinnur fyrir hádegi," sagði Ar- mann Armannsson. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Kosning fulltrúa á 48. flokks- þing Alþýðuf lokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands Kosning fulltrúa félagsins á 48. flokksþing Alþýðuflokksins fer fram á skrifstofu flokksins Hverfisgötu 8- 10 laugardaginn 26. október kl. 13.00-18.00 og sunnudaginn 27. október kl. 13.00-16.00. Listi upp- stillingarnefndar um fulltrúa liggur frammi á skrifstofu flokksins frá og með 17. október. Stjórnin. Bæjarmálaráð Alþýðuflokks Hafnarfjarðar Fundur verður í bæjarmálaráði flokksins mánudaginn 21. október næstkomandi kl. 20.30. í Alþýðuhúsinu. Dagskrá: Tillögur að nýrri stjórnsýslu fyrir Hafnarfjörð Ómar Smári Ármannsson Mál fyrir bæjarráði ÖNNUR MÁL C Landsvirkjun ÚTBOÐ Sandblástur og málun Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að sandblása og mála stálklæðningar í vatnsvegum Búrfellsstöðvar, í samræmi við útboðsgögn BÚR-07. Verkið felst í að sandblása og mála sográsir, snigla, þrýsti- pípur og greiningu fjögurra af sex vélasamstæðum. Sam- tals um 1563 fermetrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 21. október 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,- m. VSK fyrir hvert eintak. Tekið verður á mót tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík til opnunar miðvikudaginn 6. nóvember 1996, kl. 14:00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. ■ Samstarfsnefnd jafnaðarmannaflokka og verkalýðshreyfinga á Norð- urlöndum fundaði um síðustu helgi í Helsinki. Jón Baldvin Hannibals- son varfulltrúi íslenskra jafnaðarmanna á fundinum Atvi n n ustef na og Evrópusamstarf Jafnaðarmenn teija að sameinast beri um sáttmála sem hafi að markmiði að draga úr atvinnuleysi, skapa fulla atvinnu og tryggja Evrópusamband- inu þau stjórntæki sem þurfi til að fylgja fram slíkri stefnu," segir Jón Baldvin, en þetta var ein af niðurstöðum fundar Samstarfsnefndar jafnað- armannaflokka og verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum sem haldin var um síðustu helgi í Helsinki. Samstarfsnefnd jafnaðarmanna- flokka og verkalýðshreyfmga á Norð- urlöndum (SAMAK) hittist nokkrum sinnum á ári og um seinustu helgi hélt hún fund sinn í Helsinki. f SAMAK eiga sæti formenn jafitaðarmannaflokk- anna á Norðurlöndum og forsetar al- þýðusambanda annars staðar en á ís- landi. Paavo Lipponen var í hlutverki gest- gjafans. Auk hans sóttu fundinn Göran Persson forsætisráðherra Svía, Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Norðmanna, Ole Stavad varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins var fulltrúi íslenskra jafnaðarmanna. Forsetar alþýðusambandanna í lönd- unum fjórum voru allir mættir, enda var aðalmál fundarins atvinnustefna og aðgerðir gegn atvinnuleysi innan Evr- ópusamstarfsins. Ymis önnur mál voru einnig á dagskrá. Þar má nefna mál er varða samstarf Norðurlanda og grann- svæða, stefnumótun er varðar Ríkjar- áðstefnuna sem nú stendur yfir, áhersl- ur í orkumálum og orkumarkaði á Norðurlöndum og rædd voru drög að skýrslu sem unnin hefur verið á vegum verkalýðshreyfingarinnar um endumýj- un opinbera geirans á Norðurlöndum. Einnig var rætt um undirbúning að fundi sem haldinn verður í Búdapest í lok þessa mánaðar þar sem forystu- menn jafnaðarmannaflokka í Vestur Evrópu og forystumenn jafnaðarmanna í Mið- og Austur Evrópu munu ræða um opnun Evrópusambandsins til aust- urs. Jón Baldvin segir að umræðan um aðalmál fundarins, atvinnustefnu og aðgerðir gegn atvinnuleysi, hafi að vemlegu leyti snúist um samspil ríkis- Qármáia og atvinnustigs. „Athyglisvert var að flestir þeir sem þessi mál reifuðu af hálfu hinnar norrænu verkalýðs- hreyfingar voru eindregnir stuðnings- menn þess að þau Norðurlönd sem að- ild eiga að Evrópusambandinu gerist aðilar að peningamálastarfinu EMU,“ segir Jón Baldvin. „Menn telja að sam- eiginlegur gjaldmiðill myndi hafa já- kvæð áhrif á stöðugleika, draga úr kostnaði við gjaldeyrisbreytingar, og hafi þannig þegar á heildina er litið já- kvæð áhrif á hagvöxt og þar með at- vinnuþróun. Á fundinum bentu menn á hversu ■ Innrás leikara í viðskiptalífið Ríðum engum feitum gelti - segir Öm Árnason leikari og hlut- hafi í fyrirtækinu Hljóðsetning ehf. „Við ríðum engum feitum gelti, þetta er ekki stór markaður, en þetta gæti kannski orðið ágætt þegar fram líða stundir," segir Öm Ámason leik- ari í samtali við Alþýðublaðid Hljóðsetning ehf. er fyrirtæki sem leikaramir Öm Ámason, Jóhann Sig- urðarson og Sigurður Sigurjónsson eiga ásamt gítarleikaranum Stefáni Hjörleifssyni. Fyrirtækið hefur aðal- lega einbeitt sér að talsetningum á barnaefni fyrir sjónvarp og kvik- myndahús en það er þensla í fyrirtæk- gríðarlegir fjármunir færu nú í að standa undir vaxtaafborgunum af skuldum aðildamkjanna. Það hefði aft- ur áhrif í þá átt að hækka vexti og draga þannig úr fjáríéstingum og hag- vexti. Þessi staða er í hag þeim fá- menna hópi fjármannseigenda sem byggir afkomu sína á vaxtatekjum, auk þess sem sparnaði almennings væri fremur beint að kaupum á ríkisskulda- bréfum en til þátttöku í atvinnuh'fi." Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar lögðu mikla áherslu á að félagsmála- sáttmáli Evrópu, sem er hluti af Maast- richsamkomulaginu, væri mikilvæg réttindaskrá launþega. Því bæri að stefna að því að fá hana í heild sinni tekna inn sem skuldbindandi sameigin- lega stefnu í grundvallarsáttmála Evr- ópusamstarfsins. „Alveg eins og jafn- aðarmenn telja að stefna skuli að sam- runa gjaldmiðla og samræmdri pen- ingamálapólitík þá telja þeir að samein- ast beri um sáttmála sem hafi að mark- miði að draga úr atvinnuleysi, skapa fulla atvinnu og tryggja Evrópusam- bandinu þau stjómtæki sem þurfi til að fylgja fram slíkri stefnu," segir Jón Baldvin. „Það er vitað mál að það eru einkum fulltrúar ríkisstjóma stærstu ríkjanna sem standa í vegi fyrir því að þessi stefna nái fram að ganga og þá einkum og sér í lagi fulltrúar ríkisstjórnar Kohls kanslara, Chiracs í Frakklandi og Mayors í Bretlandi. Hins vegar hef- ur mikið starf verið innt af höndum af hálfu fulltrúa minni ríkja, ekki síst Norðurlanda, Austurríkis, Spánverja, Portúgala og fra.“ Tillögur í þessu máli liggja nú fyrir en Jón Baldvin telur líkur á því að þær nái fram að ganga á Ríkjaráðstefnunni vera tvísýnar. „Þetta er þó dæmi um það að sameiginleg stefnumótun á veg- um jafnaðarmanna er farin að hafa um- talsverð áhrif í starfi ríkisstjóma. Sama mál, það er áhrif alþjóðavæðingar á at- vinnustigið, var eitt af aðalmálum þings Alþjóðasambands jafnaðarmanna í New York í september. Niðurstaðan er sú að þar sem jafnaðarmenn em við völd í ríkisstjómum aðildarríkja Evr- ópusambandsins þá reyna þeir nú að samræma stefnumótun sína og taka sameiginlega á vandamálum af þessu tagi, og þá í ljósi þeirrar staðreyndar að hvert og eitt þjóðríki hefur ekki lengur tök á þeim þáttum sem úrslitum ráða um atvinnustigið, svo sem eins og Ijár- magnsflutningum, fjárfestingum, vaxtaþróun og svo framvegis.“ Leikararnir Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Stefán Hjörleifsson gítar- leikari og Sigurður Sigurjónsson í fyrirtæki sínu Hljóðsetning. inu því það hyggst gefa út hljóðbækur á geisladiskum: Ljóð Davíðs Stefáns- sonar í flutningi Arnars og Helgu Jónsbarna, Smásögur og Vaski grí- sinn Baddi er meðal efnis sem fyrir- tækið sendir frá sér fyrir næstu jól. >rJú, það er nóg að gera í listinni - núna,“ segir Öm. Þegar fram í sækir dofnar yfir því þegar ungt fólk ríður fram á sjónarsviðið og við hættir að vera ungir og fallegir. Verðurn bara fallegir," segir Öm sem ekki vill gera of mikið úr rekstrinum. Líkir þessu við það að sumir em með súkkulaði- eða bijóstsykursgerð í kjallaranum. Öm tekur undir það að listamenn verða seint taldir hafa viðskiptavit. „Þess vegna höfum við Stefán með í þessu. Hann er útskrifaður úr Versl- unarskólanum. Hann hefur vit á því að hugsa þetta eins og þeir hjá Eint- skip - það er fimm ára áætlun í gangi. Hugsanlega má hafa lífsviðurværi af fyrirtækinu í framtíðinni,“ segir Öm. Hljóðsetning ehf. var upphaflega stofnað í kringum talsetningar fyrir Stöð 3 og Örn segir ekki séð fyrir endan á því ævintýri. Samkvæmt heimildum blaðsins er Hljóðsetning ehf. eitt af mörgum lyrirtækjum sem tapar milljónum f nauðarsamningum sem sjónvarpsstöðin hefur lagt fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.