Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13, NOVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Hefur orðið gengisfall í íslenskum stjórnmálum? En hvers vegna fer hann í taugarnar á fólki? Maður sem stendur keikur og fer geyst með leiftrandi blik í auga og fljúgandi skarpa hugsun. Fer stundum offari og kann ekki að fara fetið eða halda sig til hlés hvað þá sýna feimni eða hlédrægni. Hann sat fyrir miðju og beið örlaga sinna. Salurinn var þétt setinn, þar voru samankomnir meðal annarra bændur og búalið, verkafólk og opin- berir starfsmenn, allir áhugasamir um þjóðfélagsmál, Sú hugsun var vakin meðal gesta: „Skyldi maðurinn verða tekinn á beinið? Er það satt að Al- þýðuflokkurinn sé óvinur bænda og andsnúinn landsbyggðinni?" Nú feng- ist úr því skorið í eitt skipti fyrir öll. Til hliðar á vinstri hönd sátu bræður Pallborð | tveir, rammir að afli og ekki skorti þá hugrekki. Annar var formaður Búnað- arsambandsins, hinn fulltrúi verka- lýðshreyfingarinnar. Til hægri hliðar sátu ritstjórar og blaðamenn héraðs- fréttablaða. Klukkan var orðin 20:30 og stjóm- andi þessa sérkennilega fundar bauð alla viðstadda velkomna, lýsti tilgangi fundarins og gaf fundarmönnum eins- konar munnlegt veiðileyfi á fulltrúa hins meinta sakbornings, Alþýðu- flokkinn. Yfirheyrslur frá vinstri og hægri gátu nú hafist, fundargestir máttu einnig kalla frammí spumingar hve- nær sem þeim datt í hug og fylgja eftir ef svarið þótti ekki fullnægjandi. Það var sérkennileg stemmning í loftinu, eitthvað nýtt og öðmvísi á ferð en venja var þegar stjómmálaflokkar halda fundi á Austurlandi. Fólk er vant því að mæta og hlusta á flokks- ánægju og draumaland flokkshollust- unnar. En hér vom engir draumar á ferð, heldur ískaldur raunveruleikinn. Um- deildasti stjórnmálamaður landsins elskaður af fáum en hataður af mörg- um sat fyrir svörum í sjálfri Vala- skjálf. Engar ræður mátti hann flytja, að- eins svara þegar hann var spurður. Kannski kom það engum á óvart að hvergi var maðurinn banginn, heldur var yfir honum stóísk ró og brosið, sem leiddi út í annað, bar vitni um sjálfstraust. Afslappelsi mannsins virt- ist þó dálítið ögrandi. Hvers vegna hatar Alþýðuflokkur- inn bændur? Hvers vegna er hann á móti hinum og þessum greinum í bú- vörusamningnum? Hvers vegna GATT samningar með fijálsum inn- flutningi á landbúnaðarvörum og hormónakýldu kjöti? Hvar eru verka- lýðstengslin í málefnum Alþýðu- flokksins?. Slíkar og miklu fleiri og sérhæfðari spumingar dundu nú eins og fallbyssuskot frá vinstri hlið. Ætlar Alþýðuflokkurinn að selja landið með aðildarumsókn að ESB? Hvað með stórvirkjanir og erlenda álfursta? Á að sökkva grænum grandum ofan í miðl- unarlón?. Vélbyssuskothríðin gall við frá hægri hlið. Framan úr salnum hváðu við skot af lengra færi. Allar spumingamar áttu rétt á sér og voru kærkomnar, því verri og gífuryrtari þeim mun betra. Maðurinn í stólnum brosti sífellt breiðar og ánægjan leyndi sér ekki, svörin komu líka á færibandi. Allt virtist hann vita og kunna, svörin lágu rétt á bak við eyrun. Það var sama hvað það var, hvort spurt var um ein- hverjar greinar búvörusamnings eða Gatt samninga hann kunni þetta allt eins og faðirvorið. Ef erlenda stjómmálamenn bar á góma þekkti sá brosmildi þá alla og sögu þeirra eins og um gamla skólafélaga væri að ræða. Það var greinilegt að heyskapur formanns Alþýðuflokksins hafði tekist vel því hvergi var komið að tómri hlöðu, hvað þá að tugga sæti föst. Áreynslulaust, með umhyggju og þol- inmæði kennarans braut hann allar sóknir á bak aftur með skemmtileg- heitum. Fundurinn átti að standa til kl 22:30 en dróst fram undir miðnættið. Auðvitað buðum við jafnaðarmenn á Héraði einnig upp á afmæliskaffi því 80 ár vom um þessar mundir frá stofn- un flokksins. Og ekki nóg með það heldur lék snillingur á slaghörpuna í kaffihléinu, myndarlegt skyldi það vera. Þetta var fimmti fundurinn á vegum þessa litla félags sem formaður Alþýðuflokksins Jón Baldvin var að- algestur. Hann er sagður vel máli farinn, set- ur hugsanir sínar fram á skýran og af- dráttarlausan hátt, tungumálið okkar tæra nýtur sín til fulls. En hvers vegna fer hann í taugamar á fólki? Maður sem stendur keikur og fer geyst með leiftrandi blik í auga og fljúgandi skarpa hugsun. Fer stundum offari og kann ekki að fara fetið eða halda sig til hlés hvað þá sýna feimni eða hlé- drægni. En hvers vegna er hann svona óvinsæll í könnunum og í þjóðarsálar- þáttum? Það væri verðugt rannsóknar- efni. Ekki verður gerð tilraun til að sálgreina það hér en eitt er víst að þjóðin hefur ekki kunnað að meta þennan son sinn að verðleikum. Kannski er hann á undan sinni samtíð, eða hefur of mikla hæfileika á stjóm- málasviðinu, hugsanlega fer hann þess vegna í taugamar á fólki. Það er eins og enginn megi standa uppúr meðal- mennskunni því þegar svo er virðist tilhneiging í þjóðarsálinni til að draga viðkomandi niður með öllum tiltæk- um ráðum. Þjóðin þarf að breyta þessum óvana og leyfa hverjum og einum að njóta hæfíleika sinna því hún þarf á öllum að halda, ekki síst framsýnum leiðtog- um. Höfundur er formaður Félags jafnaðar- manna á Fljótsdalshéraði. Hann er án nokkurs vafa fyrsti rithöfundurinn á ísienska tungu, frá því að íslandsklukka Halldórs Laxness kom út, sem náð hefur mikiili útbreiðslu út fyrir hina fjarlægu eyju. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum þar sem gagnrýnendur nefna nöfn Dostójefskís og Ibsens til að finna verðugan samanburð. Mogginn vitnar í fréttaskeyti frá Vöku- Helgafelli sem vitnar í franska blaðiö La Croix undir fyrirsögninni Undraverður höf- undur um Ólaf Jóhann Ólafsson. Mogginn í gær. Þótt allt sé rólegt á yfirborði íslenskra stjórnmála um þessar mundir er þess vegna vel hugsan- iegt, að þar sé á ferðinni meiri gerjun en ætla mætti við fyrstu sýn. Ályktun leiðarahöfundar Moggans í gær. Guðmundur Ragnarsson kallar mig svikara og vitnar til málefna Kópavogshælis. Ég hef ekkert svikið. Páll Pétursson félagsmálaráðherra þvær hendur sínar á síðum Moggans í gær. h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Spjallmeistaranum Ingólfi Margeirssyni er margt til lista lagt, til dæmis liggur kennsla ákaflega vel fyrir honum en Ing- ólfur kennir viðTómstundaskól- ann og hefur gert um árabil. Þar fjallar hann, ásamt nemendum sínum, um það sem heitir á ensku „creative writing" eða skapandi skriftir. (Ætli það sé til eitthvað sem heitir óskapandi skriftir?) Undir lok námskeiðsins hefur Ingólfur þann háttinn á að hann lætur bekkinn velja snjall- asta rithöfund núlifandi íslend- inga og má segja að valið að þessu sinni komi nokkuð á óvart. Að undanförnu hefur Einar Már Guðmundsson orðið fyrir valinu með einni undantekningu sem var Einar Kárason. En nú hefur semsagt þessi einaraokun verið rofin því bekkurinn valdi fyrir skömmu Práinn Bertelsson. Ingólfur mun hafa varpað þeirri spurningu fram hvort það hefði með útvarpsmennsku Þráins að gera en svo mun ekki vera. Nem- endur reyndust þaulkunnugir rit- verkum Þráins sem einkum samdi skáldverk á 8. áratugnum auk þess sem hann skráði sögu Ladda fyrir skömmu... Rithöfundar og tónlistarmenn þurfa þessa dagana að leggja höfuðið rækilega í bleyti og finna uppá brögðum til að koma afurð- um sinum á framfæri. Afþreying- arþættir bera þess glögg merki. Fáirtaka þó Jóni Ólafssyni, sem kallarsig „Jón góði" til aðgrein- ingarfrá hinum, fram að þessu leyti. Helsta auglýsingapró- grammiðtil margra ára, Laugar- dagskvöld með Hemma Gunn hefur nú fengið keppinaut á Stöð 2 þar sem Gísli Rúnar Jónsson er með hliðstæðan þátt. Jón gef- ur út disk ásamt Emelíönu Torr- ini fyrir þessi jól og áttar sig á gildi þess að komast í slíka þætti. Hins vegar missa skemmtiatriði gildi sitt fyrir Gísla ef þau eru í þætti Hemma og öfugt þannig að ekki verður bæði sleppt og haldið - nema þegar Jón á í hlut. Þáttur Hemma er tekinn upp á fimmtu- degi og sýndur á laugardags- kvöldi. Þáttur Gísla er tekinn upp á laugardegi og sýndur á sunnu- dagskvöldi. Á fimmtudegi var Gísli með æfingu fyrir upptökuna en fékk óljós skilaboð frá Jóni þess efnis að vegna óviðráðan- legra orsaka kæmist hann ekki á æfinguna. Það var látið gott heita og hliðrað til fyrir Jón og Emel- íönu. Eftir að Stöðvar tvö menn voru búnir að taka upp Gísla-þátt- inn settust þeir spenntir niður til að fylgjast með hvort þáttur þeirra væri ekki betri en Hemma- þátturinn. Þeir ráku upp stór augu þegar þeir sáu að þar var Jón mættur ásamt Emelíönu sem var í viðtali hjá Hemma og söng eitt lag, hliðstætt því sem þeir höfðu verið að taka upp fyrr um dag- inn... Gitarleikarinn Friðrik Karls- son er að gera það gott úti London um þessar mundir sem „session"-leikari. Eitt laugardags- kvöld var hringt í hann frá [slandi og var sjálfur Björgvin Halldórs- son á hinum endanum, að for- vitnast. Friðrik segir honum að það sé nú aldeilis allt fínt að frétta af honum, til dæmis sé hann að leika á plötu með tenórsöngvar- anum José Carreras. Þá mun Björgvin hafa sagt, sjálfum sér lík- ur: „Já, hann var nú alltaf sístur þeirra þriggja." Þetta minnir óneitanlega á fleyg ummæli Bjögga þegar hann einhverju sinni sagði við Karl Örvarsson sem mættur var baksviðs á Hótel Islandi í splunkunýjum jakkaföt- um, en þeir voru þá að syngja í einhverju showinu: „Flott föt - en sama röddirí'... „Ftjómakökugildra! ... Þá vitum við það, við erum komnir í land Grínverjanna." f i m m á f ö r n u m v e g i Hefur þú séð þættina Örninn er sestur í Ríkissjónvarpinu? Súsanna Gunnarsdóttir hársnyrtir: Já, mér frnnst þeir ágætir en samt í grófara lagi. Bergsteinn Vigfússon bíl- stjóri: Já, mér finnst þeir svo- lítið fyndnir en þreytandi eftir því sem á líður. Eiríkur Sigurðsson aug- lýsingateiknari: Já, þeir em hræðilegir. Bjarkey Valgeirsdóttir verslunarmaður: Já, mér finnst þeir ömurlegir. Soffía Bjarnadóttir nemi: Já, mér finnst þeir frábærir. Jón Gnarr fer á kostum. Ágæti Ómar! Ég ætti reyndar að ávarpa þig: Kæri vinur, því það ertu allra þeirra sem unna landinu sínu, íslandi. Albert Jensert í upphafi opins bréfs til Ómars Ragnarssonar í Mogganum í gær. „Það vantar ekki bjartsýnina í þennan bæ,“ sagði Jón í Hlíð þegar róninn reyndi að slá hann um krónu. Bjartsýni kratanna virðist af svipuðum toga, og það merkilega er að sumir taka þá alvarlega. Oddur Ólafsson spáir í flokksþing krata. DT í gær. Bióðugur upp að öxium í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, formælt af öldruðum og öryrkjum fyrir lyfjahækkanir, óthrópaður af máisvörum smælingjanna. Óvin- sæll svo enginn stóðst saman- jöfnuð. Kallaður Tortímandinn. Stefán Jón Hafstein í leiðara sínum um ný- kjörinn formann Alþýöuflokksins í gær. Margvísleg góðvild Guðmundar í garð bágstaddra einstaklinga olli erfiðleikum í samskiptum í ríkisstjórninni og almanna- tengslum flokksins. Jónas Kristjánsson í leiðara undir fyrirsögninni „Guðmundur góði" um Guð- mund Árna Stefánsson. DV í gær. fréttaskot úr fortíð Dugnaðurinn, sem þarf að fela. Ólafur Thors útmálaði það mjög á al- þingi í gær, hve ágætlega togaraút- gerðin sé rekin og hve feikilega dug- legir þeir séu, útgerðarmennimir. En hann sagði, að almenning varði ekk- ert um reikninga togarafélaganna og eigi því ekki að fá að sjá þá. Þjóðin má sem sé ekki kynnast dugnaðinum nema eftir sögusögn „hinna duglegu" sjálfra. Og Ölafur varð mælskur af æsingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.