Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 4
4 -----------------------------------------------E! ALÞÝÐUBLAÐIÐ æ k u MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 9 ■ Tfáðin til frelsis nefnist sjálfsævisaga Nelson Mandela sem Fjölvi gefur út. Al- þýðublaðið fékk leyfi útgefanda til að birta brot úr bókinni. í þeim köflum sem urðu fyrir valinu segir Mandela frá fang- elsisvist sinni á Robbeneyju, en hann sat í tuttugu og sjö ár í fangelsi. Efdr nokkra mánuði var Kf okkar fallið í ákveðnar skorður. Líf í fangelsi er skipulegt, hver dagur öðrum líkur, hver vika annarri lík og mánuðir og ár hvert öðru líkt. Allt sem truflar þetta skipulag er yfirvöldum þymir í augum, því skipulag er aðals- merki vel rekins fangelsis. Skipulagið er einnig þægilegt fyrir fangana og einmitt þess vegna er það gildra. Skipulag getur verið góður förunautur sem erfitt er að standast, því það lætur tímann líða. Það var bannað að hafa armbandsúr og klukk- ur á Robbeneyju svo við vissum aldrei nákvæmlega hvað tímanum leið. Við þurftum að reiða okkur á bjölluhring- ingar, flautur og hróp fangavarðanna. Þar sem hver vika var annarri lík var erfitt að henda reiður á hvaða dagur var og hvaða mánuður. Eitt af mínum fyrstu verkum var að útbúa dagatal á vegginn í klefanum. Þegar tímaskynið er farið er auðvelt að missa tökin og hönnuð til að beygja fólk andlega og eyðileggja staðfestu þess. Til að ná þessu fram reyna yfirvöld að nýta sér alla veikleika, drepa niður allt frum- kvæði og öll merki um sjálfstæði - allt miðar þetta að því að slökkva neistann, sem gerir okkur að mennskum mönn- um og mismunandi einstaklingum. Að lifa af krafðist skilnings á því, sem yfirvöld voru að reyna að gera og þess að deila honum með öðmm. Það væri erfitt ef ekki ómögulegt fyrir ein- samlan mann að beijast á móti. Ég veit ekki hvort mér hefði tekist það ef ég hefði verið einn. En stærstu mistök yfirvalda vom að hafa okkur saman, því samveran styrkti okkur. Við studd- um hver annan og fengum styrk hver af öðmm. Við deildum öllu sem við vissum og lærðum og með því marg- faldaðist það hugrekki sem hver og einn hafði til að bera. Með þessu er ég ekki að segja að viðbrögð okkar allra við erfiðleikunum hafi verið eins. Fólk Mandela og de Klerk viö afhendingu Friðarverðlauna Nóbels í Osló árið 1993. jafhvel ganga af vitinu. Tíminn líður hægt í fangelsi; dag- amir virðast óendanlega langir. Orð- takið að tíminn líði hægt er venjulega notað um aðgerðaleysi og leti. En ekki á Robbeneyju. Við vorum næstum alltaf önnum kafnir við vinnu, nám og að leysa þrætur. Samt leið tíminn hægt. Að hluta til stafaði það af því, að það sem tók nokkra daga utan fangels- is tók mánuði eða ár innan þess. Það gat tekið frá hálfu ári upp í eitt ár að fá afgreidda beiðni um nýjan tannbursta. Ahmed Kathrada sagði eitt sinn, að í fangelsi væri mínúta eins og ár, en árin eins og mínútur. Dagur, sem eytt er í að mylna steina í fangelsisportinu virðist óralangur, en allt í einu er árið liðið og maður veit ekki hvert allir mánuðimir fóru. Það verkefni sem ögrar öllum fóng- um, einkum pólitískum föngum, er hvemig á að halda sönsum í fangelsi, hvemig á að koma úr fangelsi óskadd- aður, hvemig á að viðhalda og jaíhvel endurnæra það sem maður trúir á. Fyrsta skrefið er að læra hvað á að gera til að lifa af. Maður þarf að þekkja tilgang óvinarins til að geta gert áætlun um að ónýta hann. Fangelsi eru er ólíkt og bregst á mismunandi hátt við streitu. En þeir sterku styrkja hina veikari og með því eykst báðum styrk- ur. Við urðum að skapa okkur líf í fangelsinu. Þegar allt kom til alls var skipulagið frá okkur komið, en ekki fangavörðunum og jafnvel yfirvöld gerðu sér það ljóst. Leiðtogar þurfa stundum að taka ákvarðanir sem em óvinsælar og oft koma afleiðingamar ekki í ljós svo ár- um skiptir. Til em þeir sigrar sem eng- inn veit hvað mikilvægir em nema sá sem vann þá. Þetta á einkum við í fangelsi, þar sem menn verða að hugga sig við að vera trúir sannfær- ingu sinni, jafnvel þótt enginn annar viti það. Nú stóð ég á hliðarlínunni, en ég vissi að ég gæfi baráttuna ekki upp á bátinn. Ég var á öðmm, minni baráttu- velli, velli þar sem einu áhorfendumir vomm við og kúgaramir. Við litum á baráttuna í fangelsinu sem smækkaða mynd af baráttunni í heild. Við börð- umst í fangelsinu eins og við höfðum barist utan þess. Kynþáttafordómamir og kúgunin var sú sama; ég þurfti að- eins að beijast á annan hátt. Fangelsi og fangelsisyfirvöld vilja Hver sá maður eða stofnun sem reynir að svifta mig sjálfsvirðingu mun tapa, þvf hana læt ég ekki af hendi fyrir nokkurn mun og ekki fyrir nokkurn þrýsting, segir Mandela sem 27 ára fangavist fékk ekki bugað. svifta menn sjálfsvirðingu. Sú stað- reynd varð til þess að ég ætlaði að sigra, því hver sá maður eða stofnun sem reynir að svifta mig sjálfsvirðingu mun tapa, því hana læt ég ekki af hendi fyrir nokkum mun og ekki fyrir nokkum þrýsting. Ég hugleiddi aldrei í alvöru að ég ætti ekki eftir að sleppa úr fangelsi. Ég hef aldrei talið að lífstíð- arfangelsi þýddi í reynd lífstíðarfang- elsi og að ég ætti eftir að deyja á bak við lás og slá. Ef til vill afneitaði ég þeirri hugmynd vegna þess að hún var of dapurleg. En ég vissi alltaf að einn góðan veðurdag ætti ég eftir að ganga á grasi úti í sólskini sem fijáls maður. Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Hvort það er meðfætt eða áunnið veit ég ekki. Hluli af því að vera bjartsýnn er að horfa í sólarátt og halda áfram. Ég lifði margar myrkar stundir þegar vemlega reyndi á trú mína á maimkyn- ið, en ég vildi ekki og ætlaði ekki að leggjast í volæði. Það var leiðin til uppgjafar og dauða. Einangrunarklefamir vom í okkar byggingu en í annarri álmu. Okkur fannst þeir langt í burtu þó að þeir væm aðeins hinum megin við portið. í einangrun fær maður engan félags- skap, enga hreyfingu og engan mat: aðeins hrísseyði (soð af hrísgijónum) þrisvar á dag í þijá daga. Okkar venju- lega mauk er herramannsmatur saman- borið við þetta. Fyrsti dagurinn í einangrun er alltaf verstur. Maður er vanur að borða reglulega og líkaminn er ekki vanur fóstum. Annan daginn hafði ég aðlag- að mig matarleysi og þann þriðja lang- aði mig lítið í mat. Afríkumenn em ekki óvanir matarskorti, sjálfúr var ég matarlaus dögum saman íyrst eftir að ég kom til Jóhannesarborgar. Ég hef þegar minnst á það, að ég tel einangrun vera erfiðasta hlutann af fangalífinu. Þar er ekkert upphaf og engin endalok, maður er bara einn með hugsunum sínum sem geta orðið býsna skrýtnar. Var þetta draumur eða raunvemleiki? Maður fer að efast um allt. Gerði ég rétt, var fómin einhvers virði? I einangmn bægir ekkert þess- um áleitnu hugsunum frá. En mannslíkaminn getur ótrúlega aðlagast erfiðum aðstæðum. Ég hef reynt það að maður getur borið hið óbærilega ef hugurinn er sterkur þegar reynir á líkamann. Sterk sannfæring er leyndardómurinn við að þola skort, andinn getur verið mettur þótt maginn sé tómur. Á þessum fyrstu árum komst það upp í vana að vera í einangrun. Við vomm iðulega kærðir fýrr smæstu sak- ir og settir í einangrun. Stundum misstum við máltíðir fyrir augnatillit og við gátum hafnað í einangmn fýrir að standa ekki á fætur þegar fanga- vörður kom inn í herbergi. Sumir PAC fangamir bmtu reglumar bara til þess að brjóta þær og eyddu því löngum stundum í einangrun. Fangelsisyfir- völdin töldu að einangrun læknaði okkur af því að sýna andstöðu og upp- reisnargimi. Annað skiptið sem ég lenti í ein- angrun var skömmu eftir hið fyrra. Eins og ég hef sagt, gekk okkur illa að fá kvartanir okkar teknar til greina. Yfirvöld töldu, að vegna þess hve eyj- an var afskekkt, gætu þau að meina- lausu hundsað okkur. Þau töldu að ef við töluðum íýrir daufum eyrum, gæf- umst við upp og að fólk utan fangelsis- ins myndi fljótt gleyma okkur. Einn daginn þegar við vorum að vinna í kalknáminu kom fangelsis- stjórinn ásamt herramanni, sem við þekktum ekki í fyrstu, til að fýlgjast með okkur. Einn af félögum mínum hvíslaði því að mér að þetta væri Au- camp liðsforingi ffá aðalskrifstofunni, yfirmaður fangelsisstjórans (Ekki má rugla honum saman við nafna hans sem stjórnaði Pretóríufangelsinu). Mennirnir tveir stóðu álengdar og horfðu á okkur. Aucamp var lágvaxinn og þrekinn, klæddur jakkafötum. Hann var vanur að koma í eftirlitsferð til eyjarinnar annað hvert ár, og þá var okkur skipað að standa í viðbragðsstöðu við rimlana í klefunum og halda á fangakortunum meðan hann gekk hjá. Ég sá strax að óvænt heimsókn Au- camps var einstakt tækifæri til að koma kvöitunum á framfæri við mann, sem hefði vald til að bregðast við þeim. Ég lét hakann frá mér og gekk til þeirra. Verðimir brugðust við og komu í áttina að mér. Ég vissi að ég var að bijóta reglumar, en ég vonaði að verðimir yrðu svo hissa á nýstár- legri hegðun minni að þeir stöðvuðu mig ekki. Það reyndist vera rétt. Þegar ég kom til mannanna tveggja sagði fangelsisstjórinn hvasst, „Man- dela, farðu á þinn stað. Það hefur eng- inn kallað í þig.“ Ég skipti mér ekki af honum og ávarpaði Aucamp og sagði að ég hefði tekið þetta óvenjulega frumkvæði vegna þess að ekki væri bmgðist við kvörtunum okkar. Fang- elsisstjórinn greip fram í: „Mandela, ég skipa þér að fara á þinn stað.“ Ég sneri mér að honum og sagði rólega: „Ég er hér og fer ekki til baka.“ Ég var að vona að Aucamp vildi hlusta á mig, en hann virti mig kuldalega fyrir sér, sneri sér að vörðunum og sagði rólega: „Kærið hann.“ Ég hélt áfram að tala á meðan verð- imir drógu mig í burtu. „Farið með hann í klefann," sagði fangelsisstjór- inn. Ég var kærður og enn hafði ég ekkert mér til vamar. I þetta sinn var refsingin fjórir dagar í einangrun. Ég gat dregið lærdóm af þessu, lærdóm sem ég kunni en hafði í örvæntingu minni gleymt. Enginn, síst af öllu embættismaður í fangelsi, h'ður það að vald hans sé dregið í efa. Aucamp hefði þurft að lítillækka undirmann sinn til þess að svara mér. Embættismenn fangelsismála bregðast betur við tveggja manna tali. Besta leiðin til að bæta aðstæður á Rob- beneyju var að reyna að hafa áhrif á yfirmennina í einkaviðræðum. Ég var stundum sakaður um að vera of hallur undir embættismenn fangelsisins, og var fús að sitja undir því til að ná fram umbótum. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.