Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Stofnað 1919 171. tölublað - 77. árgangur ■ Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að forystumenn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags hljóti að íhuga samstarf vegna sömu stefnu í Evrópumálum og andstöðu við veiðileyfagjald Fylgir Davíð stefnu Svavars og Hjörleifs? - spyr Sighvatur Björgvinsson. „Athyglisvert að Morgunblað- inu finnst Sjálfstæðisflokkurinn helst eiga eitthvað sameigin- legt með tilteknum hópi í Al- þýðubandalaginu. „Það er mjög athyglisvert að leið- arahöfundur Morgunblaðsins, sem þekkir mjög vel til innviða Sjálfstæð- isflokksins, og er honum alls ekki alltaf sammála, skuli komast að þeirri niðurstöðu að nú eigi Sjálfstæðis- flokkurinn helst eitthvað sameigin- legt með tilteknum hópi innan Al- þýðubandalagsins," sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðu- flokksins um leiðara Morgunblaðsins í gær, þar sem sagði að forystusveitir Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags hljóti að íhuga samstarf, vegna þess að flokkarnir séu samstiga í grundvallaratriðum á borð við Evr- ópumál og andstöðu við veiðileyfa- gjald. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að um leið og Framsóknarmenn nálgist jafhaðarmenn, sé ekki óhugs- andi að fleiri snertifletir finnist á af- stöðu Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags en nokkum hefði órað fyr- ir. Um þetta sagði Sighvatur enn- fremur: „Þá er bara einni spumingu ósvarað: Hvort telur leiðarahöfundur að þessi hópur innan Alþýðubanda- lagsins hafi verið að nálgast Sjálf- stæðisflokkinn, eða að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið að nálgast þann hluta Alþýðubandalagsins sem Íýtur forystu Svavars, Steingríms og Hjör- leifs? Kannski Davíð Oddsson geti svarað þessu, ef Morgunblaðið er ófært um það.“ Morgunblaðið ijallaði einnig nokk- uð um Alþýðuflokkinn, og kvað Sig- hvat eiga eftir að sýna hvemig hann ætlaði annarsvegar að ná til kjósenda Sjálfstæðisflokksins og hinsvegar að mynda kosningabandalag á vinstri vængnum. Aðspurður um þessi orð Morgunblaðsins sagði Sighvatur: „Við emm að beijast fyrir samstarfi jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn er meðal annars að finna meðal kjós- enda Sjálfstæðisflokksins. Við viljum að þeir taki höndum saman við aðra jafnaðarmenn, sem era meðal annars í Alþýðuflokknum, Alþýðubandalag- inu, Kvennalista, Þjóðvaka, Fram- sókn og meðal óháðra kjósenda. Það er ekkert óljóst hvar Alþýðu- flokkurinn haslar sér völl í pólitík- inni. Alger samstaða var um ályktanir flokksþingsins sem era mjög afdrátt- arlausar og skýrar. Enginn fer í graf- götur með fyrir hvað Alþýðuflokkur- inn stendur. Áherslur flokksþingsins era í fullu samræmi við nútímafega jafnaðarstefnu, sem hefur hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Jafhaðarmenn eru í andstöðu við stefnu Sjálfstæðis- flokksins, sem orðin er stefna sér- hagsmuna á kostnað almannahags," sagði Sighvatur Björgvinsson for- maður Alþýðuflokksins. ■ Konur í meirihluta framkvæmdastjórnar Al- þýðuflokksins Petrína hlaut flest atkvæði Þrír ungir jafnaðarmenn náðu kjöri þegar valdir voru sex framkvæmdastjórnarmenn. Petrína Baldursdóttir varaþing- maður frá Grindavík varð efst í kjöri til framkvæmdastjómar. Átján gáfu kost á sér, en kosið var um sex sæti. Formaður framkvæmdastjórnar er kosinn beinni kosningu, en auk þess skipa stjórnina formaður Alþýðu- flokksins, varaformaður, ritari og gjaldkeri. Alls voru 357 á kjörskrá en at- kvæði greiddu 312. Einn seðill var ógildur. Eftirtaldir hlutu kosningu til fram- kvæmdastjórnar: Petrína Baldurs- dóttur (235 atkvæði), Gestur G. Gestsson (230),- Hólmfríður Sveins- dóttir (174), Hervar Gunnarsson (165), Reynir Ólafsson (151) og Að- alheiður Sigursveinsdóttir (138). Röð annarra frambjóðenda var sem hér segir: Helga E. Jónsdóttir (114), Steindór Haraldsson (112), Oktavía Jóhannesdóttir (95), Krist- mundur Ásmundsson (93), Gylfi Þ. Gíslason yngri (88), Rúnar Geir- mundsson (61), Cecil Haraldsson (54), Ægir Hafberg (51), Kristinn T. Haraldsson (37), Böðvar Gíslason (36), Sólveig Adolfsdóttir (23), Helgi Gunnlaugsson (9). Úrslitin þýða að konur eru nú í meirihluta í framkvæmdastjórn flokksins, eða sex af ellefu. Þá náðu ungir jafnaðarmenn mjög góðum ár- angri. Gestur er formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, og þær Hólm- fríður og Aðalheiður eru liðsmenn SUJ. Engillinn Emelíana Torrini heldur útgáfu- tónleika í kvöld í ís- lensku óperunni. Nýi diskurinn heitir Mer- man en fyrsti sóló- diskurinn hennar, sem kom út í fyrra, seldist í 9 þúsund eintökum. Merman ertvískiptur að því leyti að helm- ingur laganna er eftir Emelíönu og Jón Ól- afsson en hinn er eftir erlenda höfunda. ■ Menningarstofnun Bandaríkjanna á íslandi lögð niður Bandaríkjamennverða andlitslausir á íslandi - segir Þórunn Jónsdóttir að- stoðarframkvæmdastjóri. „Sparnaðurinn jafngildir nokkrum skrúfum í herþotu." „Nú er komið á hreint að stofhunin mun loka. Verst er að Bandaríkja- menn verða andlitslausir hér á landi, þegar menningartengslin rofna svona algerlega. Það er svo komið að banda- rísk stjómvöld vilja ekki heyra minnst á orðið menning,“ segir Þórunn Jóns- dóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Menningarstofnunar Bandaríkjanna um þá ákvörðun bandarískra stjóm- valda að hætti rekstri stofhunarinnar. Menningarstofnunin hefur verið rekin undirþessu nafni síðan 1971, og gegnt veigamiklu hlutverki í samskiptum Bandaríkjanna og Islands. Þórunn sagði að deildin sem hún starfaði við hefði lagt mikla rækt við að auka menningartengsl landanna. Þeir íslendingar skipta trúlega þúsund- um sem gegnum árin hafa farið til Bandaríkjanna á vegum stofnunarinn- ar. Fjölmargir bandarískir listamenn og rithöfundar hafa komið til íslands fyrir atbeina Menningarstofnunarinn- ar, sem auk þess hefur styrkt fyrir- lestrahald, listviðburði, útgáfustarf- semi, leiklist og margt fleira. Richard Lundberg hefur veitt Menningarstofnuninni forstöðu, og þar hafa að undanfömu unnið fjórir ís- Íendingar í þremur og hálfu starfi. Samdráttur hefur sett mark sitt á starfsemina síðustu ár, og 1993 var Ameríska bókasafnið lagt niður. Þór- unn segir að Bandaríkjamenn reki stofnanir af þessu tagi um allan heim, en víðast sé verið að skera niður. Mestur er niðurskurðurinn í Vestur- Evrópu, enda hafa Bandaríkjamenn einbeitt sér að því að auka tengsl við nýfrjáls ríki Austur-Evrópu. Þórunn segir glapræði af Banda- ríkjamönnum að skera með svo afger- andi hætti á menningartengsl, enda séu þau afar þýðingarmikil í samskipt- um ríkja: „Þetta eru smáaurar sem sparast - jafngilda nokkram skrúfum í herþotu.“ ■ Ungir jafnaðarmenn eru sáttir eftir flokksþingið Ný vopn í hendurnar - segir Gestur G. Gestsson for- maðurSUJ. „Þetta var mikil gleði, mikið gaman. Ég er tiltölulega sáttur við hlut ungs fólks. Við hefðum mátt koma fleiram að í flokksstjóm en hlutur okkar í fram- kvæmdastjóm er mjög góður. Við er- um tvö til þijú þar inni eftir því hvemig það er metið," segir Gestur G. Gests- son formaður SUJ um flokksþingið. Gestur var orðaður við flest þeirra embætta sem kosið var um en sóttist ekki eftir neinu þeirra. „Ég er formaður SUJ, er í fullri vinnu að auki og það er nóg fyrir mig. Sólahringurinn er bara 24 tímar og ég vil geta sinnt því sem ég tek mér fyrir hendur," segir Gestur. Niðurstöðumar í formannskjörinu komu honum ekki á óvart, hann bjóst við því að kosningin milli Guðmundar Áma Stefánssonar og Sighvats Björg- vinssonar yrði jöfn. „En það er mjög ánægjulegt að tekist hafi að halda flokksþing með formannskjöri án þess að einhverjir eftirmálar séu. Það að kunna að vinna og kunna að tapa er vísir að betri tíð með blóm í haga. Grandvöllur að stóram jafnaðarmanna- flokki eru einmitt slík vinnubrögð," segir Gestur. Hann segir að næsta skref hljóti að vera að standa við öll kosn- ingaloforðin. „Hressa uppá flokksstarf- ið, endurskipuleggja skrifstofuna, ráða framkvæmdastjóra og svo framvegis. Ungir jafhaðarmenn geta nú staðið að því í gegnum hina sterku stöðu í fram- kvæmdastjóm flokksins. Þar emm við komin með í hendurnar nýja mögu- leika - ný vopn í hendumar. Við erum þrjú af ellefu en áður var einungis einn fulltrúi frá okkur í framkvæmdastjóm." ■ Skapgerð Árna Magnússonar Skapmikill safnari „Um Ama Magnússon hefur lengst- um verið fjallað í nokkurs konar dýr- lingastíl. Hann er talinn hafa verið heiðarlegur, hreinlyndur, með sterka réttlætiskennd. Ég er ekki að halda því fram að það sé rangt en í erindi mín er ég að varpa á Arna öðru Ijósi en því sem tíðkast hefur og fjalla um öfga- kenndustu viðbrögð hans,“ segir Már Jónsson sagnfræðing- ur sem í kvöld klukk- an 20.30 flytur erindi í Skólabæ, Suð- urgötu, sem hann nefnir Skapgerð Áma Magnússonar. Erindið ber upp á 333. afmælisdag Áma. „Ég beini sjónum að hinum skap- mikla Áma Magnússyni, manni sem átti til að reiðast ógurlega," segir Már. f því sambandi fjalla ég um tvö mál þar sem viðbrögð hans gefa til kynna ofsa- fengið skap. Annars vegar þegar hann var rétt tæplega þrítugur og Þormóður Torfason, sagnaritari konungs, vændi hann um að standa sig ekki sem skyldi í viðskiptum þeirra sem tengdust bóka- kaupum. Við þessu brást Ámi ókvæða og hellti sér yfir Þormóð. Síðara málið, veigameira og frægara, er þegar Magn- ús í Bræðratungu ber upp á Áma hór- dóm með Þórdísi konu sinni. Almennt tóku menn ásakanir Magnúsar ekki trú- anlegar en Ámi brást óskaplega hart við, saksótti Magnús fyrir áburðinn og stóð í þriggja ára stappi vegna þessa eða allt þar til Magnús dó. Eg ætla að fjalla um þessi mál og setja þau í sam- hengi við aðra þætti í karaktergerð Árna, þar á meðal söfnunaráráttu hans.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.