Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 m e n n i n c ■ Lofsamlegir ritdómar um Tröllakirkju Ólafs Gunnarssonar „Saga, ekta saga“ - segir ritdómari The Tlmes Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnars- í mjög lofsamlegri grein. Ritdóm- son hefur fengið góða dóma í ar' telur bókina raunsæislega breskum blöðum cn bókin kom út skáldsögu sem nái áhrifum sínum hjá forlaginu Mare’s Nest í Lund- « !'|fe með því að kynna okkur fjöl- únum í þýðingu David McDuff Æ 1 j skyldulíf sem hægt sé að taka trú- og Jill Burrows. Þrír dómar hafa Hfe anlegt. Lærifaðir höfundar sé Do- þegar birst. Stórblaðið The Times §ML stojevskí en Ólafur Gunnarsson getur bókarinnar með fyrirsögn- é \ ^ || minni um margt á annan höfund, inni: „Saga, saga, ekta saga.“ HBm * ‘ Æjájjjk. ý.Æmgm Japanann Shusku Endo sem einn- Ritdómari The Times segir að í PM - ' ‘W* ÆmŒíksi' ig hali 'læfileika lil að Aéttó sam- Tröllakirkju sé að finna flest af l, J an raunverulegu lífi og tilvistar- því sem einkenni íslendingasög- FjB umræðu og sýna fram á yfirþyrm- urnar. The Mail on Sunday, fjallar -fmk ^BMHuMP andi vissu um nað- Skáldskapur einnig um bókina og ritdómarinn *j^^fe beggja hafi til að bera þéttleika sem reyndar kvartar yfir þýðing- Ólafur Gunnarsson hefur fengið nítjándu aldarinnar og tilvistar- unni segir sögupersónurnar birt- lofsamlega dóma fyrir Tröllakirkju í kreppu þeirrar tuttugustu, samfara ast lesanda í skýru ljósi og þjóna Bretlandl' örvæntingarfullri löngun til þess bæði stórfenglegu en einföldu söguefni. The Tim- að koma einhvers konar formi á brotakenndan es Literary Supplement fjallar ítarlega um bókina huga nútímamannsins. ■ Skáldsagan Svanurinn komin út á frönsku hjá Gallimard Ekkert háskóla- kjaftæði - segir Guðbergur Bergs- son rithöfundur. „Það hringdi í mig frönsk blaða- kona frá Le Monde og það var einnig beðið um ljósmynd af mér í skyndi vegna þess að það ætti að koma umsögn um bókina og jafn- vel umfjöllun,“ sagði Guðbergur Bergsson rithöfundur í samtali við Alþýðublaðið. „Eg veit þó ekki nema það sé ■Til hamingju meðfallið - nýr diskur frá Megasi Öll þessi föll sem þoka okk- ur áleiðis -segir Megas um nýjasta diskinn sinn. „Það er ótrúlega margt sem ég er að syngja um á disknum, „Til hamingju með fallið,“ segir Megas um væntan- legan geisladisk sinn sem ber nafnið, „Til hamingju með fallið.“ „Ég er að tala um hlutfallið og fimmta fallið og öll þessi föll sem þoka okkur áleiðs í lífinu, þess vegna Íykkjuföllin." Eru einhverjar breytingar á þessari plötu? „Það breytist í sjálfú sér ekki neitt nema ef vera skildi að það tekur alger- um stakkaskiptum. Ég notast einungis við akústíkhljóðfæri, það er ekkert raf- magn heldur silkimjúk hljómgítar- áferð og svo em skrifaðir hljómar íyrir selló trompet og klarinett. Þetta er hæg plata og einskonar andóf gegn skelfingu trommuheila og fjölmiðla enda baðstofuplata og hljómtækin ganga fyrir lýsi og diskurinn sjálfur eru gerður úr mó.“ En textamir? Eru þeir í sauðalitun- um? „Ég hef aldrei gert texta nema í sauðalitunum en þeir eru samlitir inn- volsinu. Ég er alltaf eins í textagerð nema hvað að ég tek stakkaskiptum." Hvað ertu að yrkja um? „Ég er að yrkja um það sem er í líf- inu allt kringum okkur. Þegar stigið er á rófuna á kettinum mjálmar hann en menn hafa mislöng skott.“ Ætlarðu (tónleikaferðalag? „Nei, ég ætla ekki í ferðalag. Ég verð nokkum veginn á sama stað en staðimir fara kannski á ferð í kringum mig.“ „Baöstofutonlist þar sem hljóm- tækin ganga fyrir lýsi en diskurinn sjálfur er gerður úr mó," segir Megas um nýjasta diskinn sinn. Haraldur Jónsson: Umhverfið fellur að efninu eins og lykill af læstum fangaklefa og klefinn sjálfur að íslandi. ■ Sýningin Tukt opnar í Síðumúlafangelsi á Laugardag Eru listamenn meðvitaðir um sína fangavist? -spyr Haraldur Jónsson myndlistarmaður „Þegar ég kom inn skall á mig þrýstingsbylgja, ekki ósvipuð því og að ganga inn í reimt hús eða vera á miðilsfundi," sagði Haraldur Jónsson myndlistarmaður en hann tekur þátt í sýningunni Tukt sem er nú í undir- búningi. Haraldur hefur áður fjallað um einangran í verkum sínum. Sýningin opnar í Síðumúlafangels- inu á Laugardag en alls taka sextán listamenn þátt í samsýningunni og hefúr hver þeirra einn klefa til umráða fyrir „innsetningu." Hugtakið Innsetn- ing er þekkt í myndlist en það er notað þegar listamaðurinn tekur mið af rým- inu þegar hann setur inn verk sín eða þá ef verkin era unnin sérstaklega fyr- ir rýmið. Hugtakið er einnig notað um fangelsun fólks. Það má leiða að því rök að manneskjan þurfi einnig að taka mið af rýminu þegar hún er lokuð inni, oft með skelfilegum afleiðingum. Það var Illugi Eysteinsson arkitekt sem fékk hugmyndina að sýningunni en hann á einnig klefa á sýningunni en að auki má nefna þau Áslaugu Thorl- acius, Magneu Þ. Ásmundsdóttur, Finnboga Pétursson og Þórodd Bjarnason. „Það var draugagangur þama inni,“ sagði Haraldur. „Það var eins og allt gæti þá og þegar farið á fljúgandi ferð. En inni i slíkum fang- elsum er allt boltað niður og engin hætta á þvr að lausamunir fari af stað. Umhverfið fellur að efninu eins og lykill af læstum fangaklefa og klefinn sjálfúr að íslandi. Er ísland fangelsi?. Eg hugsa um það fólk sem hefur dval- ið á þessum stað og ímynda mér að það hafi verið vakjúmpakkað. Hvar það sé statt í tilveranni, hvort það hafi Almanak Þjóðvinafélagsins komið út Almanak Hins íslenska Þjóðvinaféiags er nýkomið út í 123, sinn. Það konr fyrst út í Kaupmannahöfú árið 1874. Auk almanaksins hefur árbók Þjóðvina- félagsins verið fastur liður í ritinu og má þannig finna í almanakinu yfirlit um sögu síðustu 120 ára og nflega það. Fjallað er um árferði, helstu atvinnuvegi, stjómmál, íþróttir, mannslát og fleira. Almanakið fyrir árið 1997 er 208 bls. að stærð. Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur hefur reiknað og búið almanakið sjálft til prentunar en ár- bókina, fyrir árið 1995, ritar Heimir Þorleifsson menntaskólakennari. Árbókin er í lengra lagi að þessu sinni vegna umfjöllunar unr alþingiskosningar og stjómarmyndun á árinu 1995. Ég hef ekki lent í slrku áður. Að stíga þar inn fyrir dyr er eins og að koma inn á myrkustu búlluna í vafasömu hverfi í stórborg. Maður stígur út úr landakortinu og gatnakerfinu og er staddur í algerri einangrun. Þetta er ögrandi og krefjandi verkefni fyrir listamenn en efnið býður uppá að menn festist í klisju. Það er þvf spenn- andi að sjá hvað listamenn eru með- vitaðir um stna eigin fangavist." Eygló Harðardóttir myndlistarmað- ur gengur frá verkum sínum á sýn- inguna. fengið tilfinningalega og félagslega anorexíu og hangi nú uppi t hjalla ein- hversstaðar rétt fyrir utan bæinn. Ég heimsótti eitt sinn höfuðstöðvar Gestapó r Berlín en Síðumúlafangels- ið hafði margföld áhrif á við það. Það er ferskari þrýstingur í Síðumúlanunt. Guðbergur Bergsson: Það hafa yfir- leitt birst umsagnir um íslenskar bækur en það er þá kurteisishjal og ég vil frekar vera laus við það. bara ritdómur. Það er sjaldgæft en mikill heiður ef erlendir höfundar fá einhverja aðra umfjöllun." Skáldsagan Svanurinn eftir Guð- berg kom út í Frakklandi þann 24. október og nœstu daga verður for- vitnilegt að vita hvað þarlendir hafa að segja um verkið. Þegar hafa margir blaðamenn hringt til að forvitnast um höfundinn en Mil- an Kundera mun hafa sett hugleið- ingar sínar um verkið á blað og mun greinin birtast í Le Nouvelle Observateur, sem er vikurit frönsku intelligensíunnar. Jáhann Páll Valdimarsson stað- festi í samtali við Alþýðublaðið að það vœri að koma heilsíðuviðtal við Guðberg í Le Monde. Guðbergur sagðist vera á leið til Frakklands í nœstu viku til að rceða við forlagið vegna útgáfu á verkum hans. En Guðbergur ertu ekki spennt- ur að sjá hvað þeim finnst um bók- ina ? „Það hafa yfirleitt birst umsagnir um íslenskar bækur en það er þá kurteisishjal og ég vil frekar vera laus við það. Ég veit ekkert neyð- arlegra." En ttú hefur heyrst að sjálfur Milan Kundera hafi skrifað grein um bókina sem mun birtast á nœstu dögum ? „Ég hef heyrt ávæning af því og ég bjóst ekki við að hann mundi skrifa um þetta. Það eru mjög fáir rithöfundar sem fjalla um bók- menntir en hann er einn af þeim og skrifar á vitsmunalega hátt og af þekkingu enda skilur hann bók- menntir. Hans álit er því ekki há- skólakjaftæði heldur umfjöllun um bókina sem slíka. Það er lítil hætta á því að hann komi með umsögn sem hæfir gerlagreiningu en ekki bókmenntum. Það kemur gerla- svipur á ritdómara eins og Sú- sönnu svo maður tali ekki um gerlafræðinginn Jón Viðar en það er vont fyrir leiklistina að fá á sig gerlana hans. Ef listamenn rrsa ekki upp gegn gerlafræðingum, svara fullum hálsi og fjalla sjálfir unt listina leysast þeir upp og fræðingarnir komast upp með að drepa listina í landinu. Listin verð- ur verslunarvara og snoturt föndur fyrir félagasamtök og stuðnings- hópa. List getur ekki lifað góðu lífi undir smásjá þessa fólks. En hvað um það bókin var þýdd á tékknesku og Milan Kundera las hana á tékknesku en hann situr í bókmenntaráði frönsku útgáfunn- ar, Gallimard," sagði Guðbergur. Svanurinn kom út í sérstakri út- gáfu hjá Gallimard í Frakklandi sem nefnist, Du Monde Entier, en þar eru einungis skáldverk eftir valda höfunda. Fyrri hlutinn af Sölku Völku kom út r þessari út- gáfu og þótti sérstakur heiður. Seinna bindið kom ekki hverju sem um er að kenna. „Þeir hafa hringt oft í mig frá út- gáfunni og eru ánægðir með bók- ina og vilja framhald á útgáfustarf- semi,“ sagði Guðbergur. „Ég er á leið út r næstu viku til að ræða við þá um þá hluti.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.