Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 8
flMIIIIRIMHI Miðvikudagur 13. nóvember 1996 171. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Eiga Alþýðubandalagsmenn fremur samleið með forystusveit Sjálfstæðisflokksins en stjórnarand- stöðuflokkunum? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins velti upp þessari spurningu í gær, og Hrafn Jökuls- son ræddi af þvítilefni við nokkra þingmenn um málið Eigum samleiö með Davíð Oddssyni í Evrópumálum - sem eru þýðingar- mestu mál þjóðarinnar, segir Hjörleifur Gutt- ormsson þingmaður Al- þýðubandalagsins. Svavar Gestsson segir ekki grundvöll fyrir sam- vinnu við Sjálfstæðis- flokkinn og Árni M. Mat- hiesen telur að grund- vallarágreiningur sé enn til staðar milli Sjálfstæð- ismanna og Alþýðu- bandalagsmanna. ,J stuttu máli sagt er svarið nei. Al- þýðubandalagið hefur aldrei verið í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum," - sagði Svavar Gestsson formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, aðspurður hvort grundvöllur væri fyrir samvinnu Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins, einsog Morgunblaðið vék að í forystugrein í gær. Morgunblaðið fjallaði einkum um hræringar á vinstrivæng og lfkur á kosningabanda- lagi stjórnarandstöðuflokkanna. AI- þýðuflokkurinn var sagður eiga í erf- iðleikum vegna þess að á sama tíma og forystumenn flokksins tala máli kosningabandalags vinstri flokka, sé yfirlýst markmið að sækja fylgi til hægri með hörðum árásum á Sjálf- stæðisflokkinn. Leiðarahöfundur segir að stefna Framsóknar sé smámsaman að þokast í átt til sjónarmiða Alþýðu- flokksins, á sama tíma og „fleiri snertifletir finnist á málefnaafstöðu Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags en nokkum hefði órað fýrir.“ í þessu sambandi nefndi Morgun- blaðið andstöðu Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks við aðild íslands að Evrópusambandinu (ESB), og að trú- lega væri meirihluti í báðum flokkum gegn veiðileyfagjaldi, sem er mesta ágreiningsefni stjómmálanna nú um stundir. { samtalinu við Alþýðublaðið í gær gerði Svavar að umtalsefni þau orð Ossurar Skarphéðinssonar að formað- ur Sjálfstæðisflokksins væri því miður í þeirri aðstöðu að geta valið hvem af minni flokkunum sem er til samstarfs, Davíð Oddsson væri „Úllen-dúllen- doffari" stjórnmálanna. Um þetta sagði Svavar: „Úllen-dúllen-doff kenningar Össurar vinar míns eiga því við Alþýðuflokkinn og Framsóknar- flokkinn en ekki Alþýðubandalagið. Spumingin núna snýst um það, hvort Alþýðuflokkurinn er, einsog Alþýðu- bandalagið, tilbúinn að segja: Við ætl- um að verða samferða í ríkisstjóm fé- lagshyggjuafla eftir næstu kosningar." Svavar kvaðst sammála því sem sagði í leiðaranum um að Alþýðuflokkurinn yrði að gera upp við sig á hvorum miðunum hann ætlaði að vera. Veiðileyfagjald ekki póiitískt grundvallaratriði Morgunblaðið segir að stefna AI- þýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins í Evrópumálum og afstaða gegn veiðileyfagjaldi sé dæmi um „snertifleti" flokkanna. Um það segir Svavar: „Ég tel veiðileyfagjald ekki pólitískt gmndvallaratriði, þótt Morg- unblaðið og Jón Baldvin Hannibals- son séu þeirrar skoðunar. Evrópusam- bandsmálið er hinsvegar í eðli sínu mörg mál, og snertir ekki bara aðild íslands að ESB heldur fjölmörg gmndvallaratriði. f þeim efhum eigum við Alþýðubandalagsmenn samheija í öllum flokkum, en vissulega er lengst bil á milli Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins í þessum málum. Eg er hinsvegar ósammála því sjónarmiði Davíðs Oddssonar að ESB sé ekki á dagskrá. Það er á dagskrá." Tökum eftir merkja- sendingum „Það er vissulega athyglisvert að fylgjast með þeim þreifmgum sem nú fara ffam, og merkjasendingum milli forystumanna einstakra flokka. Við í Alþýðubandalaginu tökum ekki síst eftir orðsendingum sem farið hafa milli forystu Framsóknar og Alþýðu- flokksins, samanber leiðara í Alþýðu- blaðinu 30. október síðastliðinn og umræðu í framhaldi af því,“ sagði Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins. Hann sagði stærstu tíðindin í þeirri umræðu vera þá stefnu sem Halldór Ásgrímsson væri að búa Framsóknarflokkinn undir með yfirlýsingum sínum. „Þær fela í sér að til greina komi fljótlega að skoða aðild að ESB, og fleira sem Al- þýðuflokkurinn hefur fagnað sérstak- lega,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði vangaveltur Morgun- blaðsins um hugsanlegt samstarf Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, ekki geta verið annað en hálf-akadem- íska umræðu á þessu stigi málsins. Hindranir á vegi samstarfs á vinstri væng „Það blasir við að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur í þýðingarmesta máli sem við þjóðinni blasir, spumingunni um aðild að ESB, tekið mjög ákveðna af- stöðu gegn aðild í fyrirsjáanlegri framtíð," sagði Hjörleifur, sem er einn harðasti andstæðingur aðildar íslands að Evrópusambandinu. „Þegar spurt er um möguleika Afþýðuflokks og Al- þýðubandalags til samstillingar í þjóð- málunum, komast menn ekki hjá því að taka eftir stefnu Alþýðuflokksins um ESB-aðild, sem var ítrekuð ræki- lega á nýafstöðnu flokksþingi.“ Hjörleifur nefndi fleira í stefnu Al- þýðuflokksins, sem hann taldi að tor- veldaði samvinnu við Alþýðubanda- lagið, meðal annars tillögur um fjár- festingar útlendinga í sjávarútvegi, af- stöðu Alþýðuflokksins í landbúnaðar- málum, kröfur um uppstokkun kjör- dæmakerfis og kosningalaga. „Ef stefna Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags er borin saman sé ég ekki að þar sé efniviður til að byggja upp náið stjómmálalegt samstarf á næstunni. Þama em stórar hindranir í vegi, sem valda því að mínu mati að samstarf við Alþýðuflokkinn er ekkert nærtæk- ari spuming fyrir Alþýðubandalagið en samstarf við aðra flokka sem nú em með fulltrúa á þingi.“ Hjörleifur kvaðst reiðubúinn að eiga hlut að málefnalegu samstarfi við Alþýðuflokkinn og aðra stjómarand- stöðuflokka, enda ættu flokkarnir í mörgum tilvikum samleið í velferðar- málum og réttindamálum launafólks. ,,En ég vil einnig leita bandamanna í öðmm málum, sem kannski em ennþá stærri, og þá á ég ekki síst við afstöð- una til Evrópumála. Þar á Alþýðu- bandalagið samstöðu með mörgu því fólki sem kaus Framsóknarflokkinn á fölskum forsendum í síðustu kosning- um, og með Davíð Oddssyni og öðr- um sem taka undir með honum í Sjálf- stæðisflokknum og hafna nú hug- myndum um að sækja um aðild að ESB,“ sagði Hjörleifur Guttormsson. Grundvallar ágreiningur enn til staðar „Ég sé ekki að Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að nálgast í stefnumálum. Það er ennþá gmndvallar ágreiningur um hlutverk ríkisins, og sá ágreiningur ristir mun dýpra en þau mál sem Alþýðuflokks- menn hafa verið að gera að deiluefni," sagði Ámi M. Mathiesen þingmaður Reykjaness. Hann sagði að í flestum málum ættu Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur ennþá mesta samleið, og pólitískur leikaraskapur að halda öðm fram. ,ÁJér frnnst leiðinlegt að Jón Baldvin skuli enda feril sinn með því að agnúast út í Sjálfstæðisflokk- inn. Þrír fjórðu hlutar af pólitískum ferli Jóns Baldvins einkenndust af mótlæti, en hans verður minnst sem stjómmálamanns fyrir það sem hann kom í verk í ríkisstjóm með Sjálfstæð- isflokknum," sagði Ami. Hann sagði að Alþýðuflokksmenn gerðu of mikið úr ágreiningi við Sjálf- stæðisflokkinn í Evrópumálum, sjáv- arútvegi og landbúnaði. Árni sagði að í raun væri ekki margt sem skildi flokkana að í land- búnaðar- og sjávarútvegsmálum, þótt Alþýðuflokksmenn reyndu að magna ágreininginn upp. Þá sagði hann að alls ekki væri óbrúanleg gjá milli flokkanna í Evrópumálum: „Við emm á fleygiferð í Evrópusamstaríinu. Við emm í EES, sem dekkar um það bil 80 prósent af innri markaði. Við eig- um náið samráð við Evrópuríkin í gegnum Nató og Vestur-Evrópusam- bandið. Við eram líka að verða aðilar að Schengen-samkomulaginu, sem er meira en sagt verður um sumar ESB- þjóðir." Árni sagði að Evrópustefna Al- þýðuflokksins bæri vott um sýndar- mennsku: „Auðvitað vita Alþýðu- flokksmenn að fiskveiðistefna banda- lagsins er þröskuldur sem við kom- umst ekki yfir. Alþýðuflokkurinn er að leita sér að afsökun til að gera farið að dufla við vinstri öflin," sagði Ámi M. Mathiesen. ■ Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður um þá málefnalegu samleið forystusveita Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks sem Morgunblaðið gerði að umtalsefni í forystugrein Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins ósammála forystunni Alþýðublaðið innti Jón Baldvin Hannibalsson alþingismann eftir skoð- un hans á þeim viðhorfum sem sett voru fram í forystugrein Morgun- blaðsins í gær. Svar Jóns Baldvins fer hér á eftir: Sú var tíð að hið mikla hagsmuna- bandalag auðstéttanna á Ítalíu, Kristi- legir demókratar, boðuðu nýja tíma í ítölskum stjómmálum og smíðuðu til þess sérstakt hugtak - apertura a sin- istra - það er að segja opnun til vinstri. Þetta var rökstutt með því að kommúnistaflokkurinn ítalski væri smámsaman, þá undir forystu Ber- linguer, að losa um sovéska faðmlagið og að færast inn í tuttugustu öldina. Þannig var, að hin katólska valdastétt vildi ná þessum próletarísku trúar- brögðum inn í valdakerfi sitt, og koma í veg fyrir að jafnaðarmenn gætu hald- ið lykilhlutverki og þannig deilt og drottnað í ítölskum stjórnmálum. Af þessu varð nú aldrei, vegna þess að hið mikla hagsmunabandalag hrandi til granna undan álagi eigin spillingar og ranglætis. Gamli kommúnista- flokkurinn, sem var stórveldi, er orð- „Það er ekki víst að kjósendur fylgi villuráfandi forystusveitum Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks," segir Jón Baidvin Hanni- balsson. inn að smáflokki - en öll stjómmála- öfl vinstra megin við miðju ítalskra stjórnmála hafa endurskipulagt sig í nýjum jafnaðarmannaflokki, sem vann sigur í síðustu kosningum og fer með völdin á ftah'u. Það er athyglisvert að hinn svokallaði millistéttarhópur, það er að segja frjálslyndir og umbótasinn- aðir kjósendur, sem áður kusu Kristi- lega demókrata, tilheyra nú kosninga- bandalagi jafnaðarmanna. Það er þessvegna hægt að læra mik- ið af opnuninni til vinstri á Ítalíu, sem Morgunblaðið reyndi á sínum tíma að heimfæra uppá íslenskan veraleika. Rök Morgunblaðsins fyrir því að forystusveitir Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins íhugi nánara sam- starf era vissulega umhugsunarverð. Hvað sameinar forystusveitirnar? Andúð á Evrópusambandsaðild, varð- staða um óbreytt landbúnaðarkerfi, andstaða við aukið fijálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir, einsog kom í ljós þegar GATT- samningnum var snúið upp í GABB í tíð núverandi rík- isstjómar, og síðast en ekki síst sú harða stefna Sjálfstæðisflokksins sem tekin var upp á seinasta landsfundi í sjávarútvegsmálum og felst í afdráttar- lausri höfnun á gjaldtöku fyrir veiði- leyfi. Um þá stefnu Sjálfstæðisforyst- unnar segir Morgunblaðið í eldheitri og snjallri ádrepu í síðasta Reykjavík- urbréfi, að vont sé þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti. Um leið og rit- stjórar Morgunblaðsins taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að stefna blaðsins í sjávarútvegsmálum sé ekki rannin undan rifjum fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins, segja þeir að hún sé hin eina og sanna birtingar- mynd sjálfstæðisstefnunnar um at- vinnufrelsi og virðingu fyrir eignar- rétti. En menn verða að staldra við hug- takið „forystusveitirnar". Það er rétt að Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon virðast deila þessum áhuga- málum með Davíð Oddssyni og nán- ustu samherjum hans. En einsog Morgunblaðið minnir á, þá er meiri- hluti kjósenda, og mikill meirihluti þeirra sem segjast styðja Sjálfstæðis- flokkinn, á öndverðum meiði við for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins í öllum þessum málum: 66,8 prósent kjósenda era fylgjandi veiðileyfagjaldi, 50 pró- sent kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja láta á reyna á hvað íslendingum býðst með aðildaramsókn að ESB, og allur þorri kjósenda flokksins á suð- vesturhominu er andvígur landbúnað- arkerfmu og GATT-klúðrinu. Það er einnig vitað að stuðningur við veiði- leyfagjald og nútímalegri sjónarmið í landbúnaðarmálum og milliríkjavið- skiptum fer ört vaxandi innan Alþýðu- bandalagsins, meðal kjósenda þess al- mennt, sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni og á sér einnig talsmenn í þing- flokki Alþýðubandalagsins. Þetta svarar seinni spumingu Morgunblaðs- ins: Getur Alþýðuflokkurinn efnt til kosningabandalags jafnaðarmanna, jafnvel með þátttöku Alþýðubanda- lagsins, undir merkjum nútímalegrar jafnaðarstefnu, sem virðist eiga djúp- an hljómgrann hjá stórum hluta hefð- bundinna kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins? Það er nefnilega ekki víst að kjós- endur fylgi þessum villuráfandi for- ystusveitum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.