Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 s k o ð a n 21211. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Simi 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð (lausasölu kr. 100 m/vsk Stórsigur kvenna Alþýðuflokksmenn hafa lítt flíkað þeirri staðreynd, að það var ekki fyrren árið 1978 sem kona var fyrst kosin á þing fyrir flokk- inn. Alþýðuflokkurinn var stofnaður vorið 1916 og því liðu hvorki meira né minna en 62 ár uns fyrsta konan náði kjöri sem þingmaður á hans vegum. Og nú, þegar flokksmenn minnast 80 ára afmælis, gætu þeir spurt hvemig standi á því að flokkurinn sem frá öndverðu boðaði jafnrétti kynjanna, getur aðeins státað af tveimur konum sem náð hafa kjöri í þingkosningum - Jóhönnu Sigurðardóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur. Það er greinilega ekki ófyrirsynju sem því var oft haldið fram, að konur ættu erfitt uppdráttar í Alþýðuflokknum. Nú eru sem betur fer teikn á lofti um að þetta sé að breytast. Einhver athyglisverðasta niðurstaða flokksþings Alþýðuflokksins um síðustu helgi er stóraukinn hlutur kvenna í forystusveit flokksins. Ásta B. Þorsteinsdóttir var kjörin varaformaður flokks- ins með miklum yfirburðum, Sigrún Benediktsdóttir var klöppuð y_ inn í embætti gjaldkera og Valgerður Guðmundsdóttir var endur- kjörin sem ritari. Petrína Baldursdóttir varð efst í kjöri til fram- kvæmdastjómar, og Hólmfríður Sveinsdóttir og Aðalheiður Sig- ursveinsdóttir náðu líka kosningu, og tryggðu þannig meirihluta kvenna í þessari mikilvægu valdastofnun flokksins. Það er eftir- tektarvert að konur á flokksþinginu náðu kjöri til allra embætta sem þær sóttust eftir, og sigmðu karlkyns keppinauta með stæl. Þrátt fyrir glæsilegan árangur kvenna í kosningum á flokks- þinginu vom þær ekki nema um þriðjungur 350 þingfulltrúa. Því er ekki um að ræða að konur hafi gert byltingu gegn körlum í flokknum. AJmenn samstaða myndaðist um að rétta hlut kvenna, og sýna afstöðu flokks jafnaðarmanna í verki. Niðurstaðan var afgerandi: Staða kvenna í flokknum er nú allt önnur en áður, og enginn af gömlu flokkunum hefur jafnmörgum konum á að skipa í forystusveitinni. Pólitískir steingervingar Morgunblaðið sendir Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins föst skot í leiðara í gær, og er ekki annað á blaðinu að skilja en Davíð eigi helst heima í fóstbræðralagi með Hjörleifi Guttormssyni, og öðmm pólitískum ellilífeyrisþegum Alþýðu- bandalagsins. I forystugrein var því slegið fram að forystusveitir Sjálfstæðisflolíksins og Alþýðubandalagsins væru orðnar svo samstiga í gmndvallarmálum, að flolckarnir hlytu að huga að samstarfi. Morgunblaðið tók tvö dæmi um sálufélag forystusveita Sjálfstæðisflolcks og Alþýðubandalags: Harkalega afstöðu gegn aðild íslands að ESB og andstöðu gegn veiðileyfagjaldi. Reyndar hefðu Morgunblaðsmenn sem hægast getað tíundað fleiri mál, þar sem er alger samhljómur í skoðunum klíkunnar í kringum Davíð og þeirra fulltrúa fortíðarinnar sem ennþá ráða mestu í Al- þýðubandalaginu. Það em óneitanlega tíðindi þegar Morgunblaðið setur formann Sjálfstæðismanna í flokk með pólitískum steingervingum. En þar á Davíð Oddsson auðvitað heima og hvergi annarsstaðar, enda hefur enginn stjómmálamaður barist af jafnmikilli einurð gegn framtíðinni. ■ Verða smáskjálftar á vinstri væng að stórhlaupi? Ég er sannfærður um að það er best fyrir okkur Fram- sóknarmenn að halda okkur á miðjunni sjá hverju fram vindur og halda ró okkar. Við erum að byggja upp flokkinn f takt við breyttan tíma. Ég mætti hinum nýja formanni Al- þýðuflokksins og ritstjóra Alþýðu- bíaðsins á förnum vegi á dögunum og skiptist á við þá nokkrum orðum sem enduðu á því að ég lofaði rit- stjóranum að senda honum línu. Mér er ljúft og skylt að standa við það. Ég vil byrja á því að óska Sighvati Björgvinssyni til hamingju með for- mannsembættið. Vandi fylgir veg- semd hverri. Formennska í stjórn- málaflokki er ekki á færi neinna meðalskussa og það er eins gott að menn hafi harðan skráp og góðar taugar í slíkt embætti. Sighvatur hef- ur marga hildi háð og er ódeigur bar- dagamaður. Hins vegar fylgja Sighvati þær óskir í embættið að hann sameini vinstri menn í landinu, enda fulltrúi og andlit „nútíma jafnaðarstefnu". Smáskjálftar sameiningarinnar hafa verið tíðir á þessu sumri og hausti, og er nú beðið eftir því hvort stíflur Grímsvatna vanafestu og sérskoðana springa og úr verður Skeiðarárhlaup og nýtt pólitískt landslag. Það getur verið hentugt að for- ustumennirnir tali saman um að rugla reitum sínum, en á einhverju stigi sameiningarferilsins hlýtur þó að þurfa að tala um málefhi. Alþýðuflokkurinn og Jón Baldvin. Alþýðuflokkurinn skar sig úr öðr- um flokkum undir stjóm Jóns Bald- vins að því leiti að hann markaði þá stefnu að rétt væri að ganga í Evr- ópusambandið. Vafalaust eru skiptar skoðanir í þessu í öllum flokkum, en eindregnust andstaða við þessa inn- göngu er þó í þeim flokkum sem eiga að ganga fram undir sama merki í næstu kosningum ef draumur sam- einingarsinna rætist. Nú eru þær fréttir af flokksþingi Alþýðuflokks- ins að stefnan í Evrópumálum hafi verið áréttuð. Þetta er ekki hægt að afgreiða sem smámál. Stefna flokkanna um sam- skipti við erlend ríki er það sem framar öðru skapar vatnaskilin í ís- lenskum stjórnmálum og Alþýðu- flokkurinn hafði óneitanlega sér- stöðu og skýra stefnu að þessu leiti. Kosningabandalag án skýrrar stefnu um inngöngu í Evrópusambandið er óhugsandi. í innanlandsmálum er afstaðan til sjávarútvegsmála heitasta málið um þessar mundir. Alþýðuflokkurinn hefur skipað sér í sveit með þeim sem mæla með veiðileyfagjaldi, þótt ekki Iiggi Ijóst fyrir mér hvaða af- stöðu hinn nýi formaður hefur í þess- um efnum. A þessu er ótal skoðanir á vinstri væng stjórnmálanna, þótt það megi vera að hægt sé að bjóða upp á einhverja moðsuðu í þessum efnum fyrir sameiginleg framboð. Þessar tillögur eru hvort sem er óút- færðar að öllu leiti. IMýjar áherslur. Eftir fréttum af ræðum forystu- manna Alþýðuflokksins frá flokks- þinginu að dæma hefur verið lögð mikil áhersla á að marka andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar heyrði ég að hinn nýi formaður var að biðla til fylgis flokksins. Hann hefur vafalaust ætlað sér að fiska í gruggugu vatni Evrópustefnu flokks- ins. Ég er ekki viss um að þetta fisk- irí rími mjög vel við sameiningartil- raunir á vinstri vængnum. Ég er sannfærður um að það er best fyrir okkur Framsóknarmenn að halda okkur á miðjunni sjá hverju fram vindur og halda ró okkar. Við erum að byggja upp flokkinn í takt við breyttan tíma. Stefna framtíðar- innar byggir á meiri alþjóðasam- skiptum heldur en áður, þótt að sjálf- sögðu sé ekki á stefnuskránni að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum sem nú er boðið upp á. Við teljum að það sé ekki hægt að létta innflutningsvemd af landbúnað- inum í einum vettvangi né afnema opinberan stuðning við hann einir þjóða í Vestur Evrópu. Við teljum einnig að það þurfi að hafa kostnað- arvitund í framlögum til velferðar- mála til þess að tryggja að þau fram- lög komi þeim til góða sem þurfa á þeim að halda og stuðla að jöfnuði í þjóðfélaginu. Við viljum ná sem mestum sáttum á milli dreifbýlis og þéttbýlis meðal annars um kosninga- réttinn. Við styðjum aflamarkskerfi í sjávarútvegi, en útilokunt alls ekki umræður um lagfæringar á því kerfi til þess að ná sátt í þjóðfélaginu um það. Breyttir tímar krefjast endurmats og nýrra viðhorfa. Það er skylda stjómmálamanna að upplýsa grasrót- ina í flokkunum um skoðanir sínar og verja þær á þeim vettvangi. Með því rækta þeir garðinn sinn. Hug- myndafræðin um stóru flokkana er dæmd til að mistakast ef þetta er lát- ið undir höfuð leggjast. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. nóvember Atburdir dagsins 1851 Skeytasendingar hefjast millum Parísar og Lundúna. 1920 Fimmþúsund fulltrúar frá 41 landi hiltast á fyrsta fundi Þjóðabandalagsins. 1939 Þýska flutningaskipið Parana sökk út- af Patreksfirði. 1945 Franska þingið samþykkir í einu hljóði að kjósa Charlcs de Gaulle for- seta lýðveldisins. 1963 Hand- ritastofnun og Háskólinn minntust þess að þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu Árna Magnússonar handrilasafnara. 1987 Hollenski stríðsglæpa- maðurinn Pieter Menten deyr. Hann höndlaði með listaverk á stríðsárunum og var sakaður um að hafa myrt fjölda Gyð- inga og um lislaverkaþjófnað. Afmælisbörn dagsins Játvarður III 1312, konungur Englands sem beið ósigur fyrir Skotum. Robert Louis Ste- venson 1850, skoskur rithöf- undur, skrifaði meðal annars Gulleyjuna og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Eysteinn Jónsson 1906, formaður Framsóknar og ráðherra um árabil. Varð fyrst fjármálaráðherra 27 ára. Adri- enne Corri 1930, bresk leik- kona. Annáisbrot dagsins Á alþingi aftekinn Jón Ingi- mundsson frá Tjarnarlandi, austan úr Fljótdalshéraði, bóndi þar, ógiptur, fyrir herfilegt morð, er liann vann á þeim manni, er Sigfús hét Eiríksson. Vallaannáll 1729. Ofbeldi dagsins Þcgar kratarnir eru að telja verkalýðnum trú um, að hann megi ekki beita olbeldi, þá eru þeir að leiða hann undir lallöx- ina. Afneitun ofbeldis af verka- lýðsins hálfu er sama sem að beyja sig undir ok auðvaldsins um aldur og ævi. Brynjólfur Bjarnason, leiötogi kommúnista, 1933. Málsháttur dagsins Á fótum skal frú þekkja. Ferð dagsins Menn ferðast um víða veröld í leit að því, sem þeir finna þegar þeir snúa heim aftur. George Moore. Orð dagsins Lífs er orðinn lekur knör, líka rœðin fiiin, hdsetanna farið fjör, en fonnaðurinn fhíinn. Páll Ólafsson. Skák dagsins Hollendingurinn Van der Wicl er sókndjarfur þegar vel liggur á honum, en hann þarf lítið fyr- ir hlutunum að hafa í skák dagsins. Hann helur svart og á leik gegn hinum seinheppna Andruet, sem tellir undir fána Frakklands. Einn leikur - og allt er hrunið. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dxh2+!I Andruet gafst upp - hann er mát í næsta leik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.