Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 m e n n i n g Á flokksþinginu sjálfu kallaði stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna til lokaðs aukafundar þar sem konur réðu ráðum sínum enn frekar. ■ Bryndís Kristjánsdóttir skrifar Kvennaþingið mikla Nýkjörinn formaður Alþýðuflokks- ins - Jafnaðarmannaflokks íslands sagði í lokaávarpi sínu að 48. flokks- þings yrði án efa minnst sem „kvenna- þingsins mikla“. Ekki amalegur titill það! Fráfarandi formaður, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í blaðaviðtali að það hefði sömuleiðis komið á óvart hversu mikið konur í flokknum styrktu stöðu sína. Og sömuleiðis ungt fólk. Aftur á móti sagði við mig einn af þessum gömlu, góðu krötum að nú væri um það rætt í sínum hópi að nú væri flokkurinn í höndum kvenna og bama. En hvað gerðist? Hvers vegna tókst konum loks að ná einhveijum árangri í kosningum? Svarið er að konur tóku sig saman og réðu ráðum sínum. Enda tími til kominn og meir en það. Landsfundur Sambands Alþýðu- flokkskvenna var haldinn á fimmtu- dagskvöldinu fyrir þing. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðarmanna, rakti þar í stuttu máli sögu kvennabaráttunnar í flokknum á liðnum árum. Einnig rifjaði hún upp mörg þau góðu mál sem Alþýðu- flokkskonur hafa komið inn í stefnu- skrá flokksins, sem mörg hver hafa orðið að veruleika. Rannveig hafði þegar svarað því að hún hygðist ekki að svo stöddu gefa kost á sér í for- mannsembættið, né önnur embætti sem kosið yrði um, en konum þætti skipta miklu máli fyrir ásýnd flokks- ins að í forystuhlutverki hans væru bæði karl og kona. Þetta kvöld hvöttu konur því Ástu Bryndísi Þorsteins- dóttur til að gefa kost á sér sem vara- formann og hétu henni stuðningi sín- um í komandi kosningum. Sama kvöld var einnig kosin ný stjóm Sam- bands Alþýðuflokkskvenna. Á þessu flokksþingi töldu konur að nú væri lag til að fá sem flestar konur í önnur ábyrgðarembætti í flokknum og gerðu því áætlun til að það mætti ná fram að ganga. Á flokksþinginu sjálfú kallaði stjórn Sambands Alþýðu- flokkskvenna til lokaðs aukafundar þar sem konur réðu ráðum sfnum enn frekar. Samstaða varð um að styðja ákveðnar konur í þau embætti sem þær gáfu kost á sér í og sá stjómin um að dreifa nafnalista meðal þingfulltrúa þar sem fram kom að óskað væri eftir stuðningi við þessar konur. Nú, allir vita hver árangurinn varð. Ekki bara konur sem studdu konur Þennan árangur má því fyrst og fremst þakka samstöðu kvenna. En ljóst er að augu margra karla í flokkn- um hafa einnig opnast fyrir því að löngu var orðið tímabært að sýna jafn- rétti í verki í flokknum, það sýndu kosningaúrslit. Af þingfulltrúum vom konur nefnilega ekki nema um 30 pró- sent og því ljóst að ekki dugði að ein- göngu konur kysu konur. Jafnframt sýna úrslit að tími yngra fólks í flokknum er einnig runninn upp og eru konur tilbúnar að taka höndum saman með þeim um að breyta áhersl- um innan flokksins. Sem sagt, flokk- urinn kominn í hendumar á börnum og konum... Hvert er svo framhaldið? Konur í flokknum hafa uppi áform um að efla starf sitt verulega og er ný- kjörin stjóm Sambandsins tilbúin að axla þá ábyrgð. Löngum hefur verið nefnt að innra starf flokksins sé í mol- um og nýkjörin forysta hefur sagt að það verði sitt fyrsta verk að gera þar bragarbót á. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu máli skipt- ir að konur taki ríkan þátt í að efla fé- lagsandann en til þess að við verðum öflugar á því sviði þurfum við fyrst að taka til í vomm ranni. Um leið og að- búnaður á skrifstofu hefur verið bætt- ur gerir stjómin ráð fyrir að þar fái hún aðstöðu til að vinna að því að ná til kvenna um allt land. Stjórnin áformar að gera markvissa starfsáætl- un sem unnið verður eftir og standa að ýmsum uppákomum sem hafa eiga það að markmiði að gera konur hæfari til að starfa á hinum pólitíska vett- vangi. Því segi ég nú: „Áfram stelp- ur!“ Höfundur er formaöur Sambands Aiþýöu- flokkskvenna. ■ Stafabók fyrir yngsta fólkið X ersvolítill - segir Bergljót Arnalds rithöfundur og leikkona. „Ég skrifaði þessa bók fyrir mörgum árum en þá var ég að kenna litla syni mínum að lesa,“ segir Bergljót Arnalds en hún hef- ur nýverið sent frá sér bókina Stafakarlarnir. Bergljót hefur skrifað leikrit en hún er menntuð sem leikkona auk þess sem hún hefur lagt stund á bókmenntafræði við Háskóla Islands. „Það voru til Bergljót Arnalds leikkona: í lok bókarinnar komast stafakarlarnir að þeirri niðurstöðu að ef þeir standa einir eignast þeir bara einn og einn hlut en standi þeir saman þá geti þeir eignast ailan heiminn. ruddi margskonar lestrarbækur en þær náðu ekki til hans á þann hátt sem ég vildi. Hann lærði þetta fljótt eftir að upphaflega sagan varð til. Ég fór út til að læra leiklist á tímabilinu en mér fannst svo að bókin ætti að koma út og bar hana undir útgef- anda og honum leist vel á handrit- ið.“ Bókin, Stafakarlarnir, hefst er þau Ösp og Ari koma inn á leik- völl. Öspfer að skoða bók um staf- ina en sofnar útfrá henni og vind- ur feykir blaðsíðum bókarinnar svo stafakarlarnir fjúka út um allt. „Þeir eru ekki fyrr komnir inn á leikvöllinn en þeir fara að metast um hvaða stafur á mest,“ segir Bergljót. „En þeir eiga það sem byrjar á þeirra staf. Flestir stafirnir eiga marga hluti en þó lenda ein- hverjir útundan eins og til dæmis litla ð, sem á ekki neitt. EnX á heldur ekki neitt. Er hann nýbúi og skilinn útundan ? „Hann á ekkert en er þó svolítill ruddi og er alltaf að bryðja kex. V er að vola en þá segir X honum að hann skuli ekki vola, hann á jú, allan völlinn. Ég las alla orðabók- ina til að finna sem flesta viðeig- andi hluti handa litlu körlunum en auðvitað stóðu sumir þeirra uppi tómhentir. í lok bókarinnar komast stafakarlarnir að þeirri niðurstöðu að ef þeir standa einir eignast þeir bara einn og einn hlut en standi þeir saman þá geti þeir eignast all- an heiminn. Þetta verður til þess að þeir ákveða að vera góðir bræð- ur og fljúga aftur inn í bókina.“ En afhverju eru þeir strákar. Ertu ekki hrœdd við að femíniskir ritdómarar tœti þig í sig? „Það er spurning sem ég velti fyrir mér. En þeir eru jú ekki með nein tippi. Geta þeir þá verið karl- ar? Eru þeir ekki bara kynlausar verur. Annars er lengi hægt að velta sér upp úr svona sprurning- um. Til dæmis mætti ætla að eitt- hvað hafi gerst á milli A og E þeg- ar maður lítur á stafinn Æ. En það er ekkert dónalegt í bókinni." Eitthvað að lokum? „Já, ég vil nefna myndirnar en þær eru eftir Jón Hámund Marin- ósson en hann myndskreytti meðal annars bókina Georg í Mannheim- um. Ég er mjög ánægð með þessar myndir og þær falla vel að efninu og auka gildi bókarinnar. Það eru líka leikir og vísur aftast í bókinni svona til að krydda lestrarnámið þegar það er hafið.“ Fíneríis diskur Jetz Jetz Útgefandi: Gunnar Bjarni Ragnarsson Dreifing: Skífan Jetz: Gunni Bjarni, Kristinn og Guðlaugur Júníussynir. Hjálparkokkar: Móeiður Júníusdóttir (söngur, orgel), Einar Hjartarsson (gítar), Pórhallur Bergmann (orgel) Eyþór Arnalds (selló), Heiðrún Anna, Ragga Dís, Kate Nelson (söngur) o.fl. Upptökustjórn: Ólafur Halldórsson Gunni Bjami hefur ekki lagst í vol og víl við það að missa félaga sinn úr. Jet Black Joe, Pál Rósenkranz, í trúnna. Hann gefur nú út disk með tríóinu Jetz. Þar er hann sjálfur aðal- maðurinn og hinir tveir heita Kristinn og Guðlaugur, tvíburabræður Móeiðar Júníusdóttur sem hjálpar lítillega uppá sakimar með söng og orgelspili. Þegar fréttist að Hafnfirðingurinn Gunnar Bjami væri kominn í slagtog með ein- hverju Kópavogsliði héldu margir að hann væri kominn í hundana. En svo virðist ekki vera. Á disknum eru átta lög, öll eftir Gunna Bjarna utan tvö, annað eftir Diskaspjöll | Jakob Bjarnar >mam Grétarsson skrifar Lou Reed og hitt sem er eftir Kristinn Júníusson. f lok plötunnar'eru tvö geimhljóðaflippuð tóndæmi sem að skaðlausu hefði mátt sleppa en þetta er svo sem ekkert fyrir manni. Til að gera langa sögu stutta þá er hér á ferðinni alveg fíneríis diskur. Greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í hljóminn og sú vinna skil- ar sér. Það er erfitt að lýsa því en ein- hvem veginn er nýju og gömlu sándi blandað saman og sá kokteill er hreint afbragð. Þegar með sinni fyrstu plötu hefur Jetz tekist að ná eigin hljómi sem er ekki svo lítið. Lögin em gríp- andi án þess að hafa á sér einhvem bólustimpil. Besta lagið er You Know sem sagt er að Kate Nelson syngi. Hver er Kate Nelson? Gunni Bjami er góður lagasmiður og umfram allt heiðarlegur tónlistar- maður. Maður hefur það á til- finningunni að hann hafi gaman að því sem h;mn er að gera og sé að spila nákvæmlega þá tónlist sem honum finnst góð. Það er auðvitað eina leiðin og því miður ekki eins fjölfarin og mætti ætla í fljótu bragði. Allir text- amir em á ensku og ég nenni ekki að tuða út af því. Þetta er ungir menn sem ömgglega ætla sér hluti og haldi þeir sínu striki er engin ástæða til að ætla annað. Með eyrun sperrt einsog asni Hermes Súkkulaði og kók Hermann Stefánsson Upptökustjórn: Árni Gústavsson og Flosi Bjarnason Súkkulaði og kók augljóslega diskur sem er gerður og gefinn er út af miklum vanefnum. Hermes er.eins- konar trúbador, kassagítarinn er í önd- vegi en þó bregður fyrir öðrum hljóðfæmm og Hermes leikur nánast á þau öll ásamt því að syngja. í tónlist sem þessari skipta textarnir oft ekki minna máli en tónlistin en diskurinn, sem er tekinn upp í Fellahelli, er einkar klaufalega hljóðblandaður og erfitt að greina orðaskil. Ég þurfti að sperra eyrun til að heyra hvað Hermes var að syngja um og það er einkar ergilegt að vera með sperrt eyru eins- og asni í hálftíma. Þarna hefði textablað komið að góðum notum en þá komum við enn að vanefnunum. Að þessu sögðu hefði kannski verið réttast að afskrifa Hermes sem hvem annan labbakút en það er eitthvað í þessu. Ég hef alltaf haft gaman að gítarglamri í líkingu við það sem Hermes framkallar og lögin mörg hver eru ágæt. Nú er bara að koma manninum í almennilegt hljóðver og heyra hvort það kemur ekki eitthvað, Jón?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.