Alþýðublaðið - 20.11.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 20.11.1996, Síða 1
I ■ Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðisnefndar Alþingis gagnrýnir „band- orm" ríkisstjórnarinnar Mjög ámælisverð vinnubrögð Sjúkrahúsum á landsbyggð- inni gert að skera niður um 160 milljónir. „Umdeildar tillögur og því reynt að smygla þeim gegnum þingið," segir Össur. ,JRíkisstjómin er að reyna að læða í gegn grundvallarbreytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er um svo viðamikið mál að ræða, fráleitt er að gera þessar breytingar samhliða því sem verið er að breyta sautján öðmm lagabálkum," segir Össur Skarphéð- insson formaður heilbrigðisnefndar Alþingis um þær breytingar í heil- brigðismálum sem „bandormur" ríkis- stjómarinnar felur í sér. „Bandormur- inn“ er samansafn lagabreytinga sem ríkisstjórnin þarf að ná fram til að uppfylla markmið íjárlaga. Össur seg- ir að. eðli slíkra breytinga sé að þær eru tímabundnar, en annað sé upp á teningnum í þessu máli. Þá segir hann að sumar af tillögum ríkisstjómarinnar komi ríkisfjármálum ekkert við. „Þetta em hinsvegar umdeildar tillögur og - segir Rannveig Guðmunds- dóttir. „Það er greinilegt að í þetta fmm- varp byggir á því að þrengja bótarétt atvinnulausra á næstum öllum svið- um,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður um fmmvarp Páls Pét- urssonar um atvinnuleysistryggingar- sjóð. „Með fmmvarpinu virðist mér sefn taka éigi upp hér á landi „danska kerfiÓ", en það er sniðið að 10-15 prósent atvinnuleysi og hópum sem hafa verið atvinnulausir langtímum saman og vilja jafnvel ekki fara á vinnumarkað," segir Rannveig, sem hefur miklar efasemdir um að þetta kerfi henti íslenskum þjóðfélagsað- stæðum. Rannveig telur að í frum- varpinu séu nokkur alvarleg skerð- ingarákvæði. Þar á meðal nefnir hún ákvæði þess efnis að einstaklingar yngri en 18 ára eigi ekki rétt á at- vinnuleysisbótum, jafnvel þótt þeir hafi verið á vinnumarkaði allt frá unglingsámm. Annað ákvæði kveður því er verið að reyna að smygla þeim í gegn þama. Það er sérstaklega ámæl- isvert, að lagt er til að ráðherra sé veitt takmarkalaust leyfi til að breyta starfs- sviði og verkaskiptingu sjúkrastofnana sem em reknar af ríkinu, jafnvel sam- eina þær. Að greininni samþykktri getur ráðherrann breytt því sem hún vill, jafnvel sameinaÓ sjúkrastofnanir án þess að bera það undir þingið." Össur segir að í greinargerð með fmmvarpinu sé sagt fullum fetum, að þetta sé nauðsynlegt til að ná ffarn 160 milljón króna spamaði á sjúkrahúsum úti á landi. Hann sagði ennfremur: „Ráðherrann hefur auðvitað fulla heimild til að leggja fram frumvörp um þessi mál, en það er í hæsta máta andstætt vinnuhefÓum þingsins, og úr takti við kröfur um lýðræðislega um- fjöllun svo mikilvægra mála, að þessu eigi að læða í gegn samhliða breyting- um á sautján öðmm lagabálkum." Össur segir bersýnilegt að ríkis- stjómin óttist umræðu um málið, bæði í eigin liði og annarsstaðar. á um að þeir sem hafi verið atvinnu- lausir í fimm ár missi atvinnuleysis- bætur. Þriðja atriði fmmvarpsins sem Rannveig gerir athugasemd við er á þá leið að enginn á að geta fengið hærri bætur en nemur dagvinnulaun- um síðustu sex mánuði. I þessu sam- bandi bendir Rannveig á að dag- vinnulaun fiskvinnslufólk nemi oft einungis 60 prósent launa þeirra. Rannveig segir greinilegt að með fmmvarpinu og aðgerðum samhliða því sé verið að ná fram sparnaði. Áætlaður sparnaður verði 40-50 milljónir árið 1997. 85-105 milljónir 1998 og 135- 160 milljónir 1999. „- Þetta segir okkur auðvitað að það er verið að skerða bótaréttinn gífurlega. Þetta fmmvarp Páls Péturssonar er skerðingarfrumvarp. Við jafnaðar- menn viljum gott félagslegt öryggis- net þar sem réttur hvers einstáklings er skilgreindur og skýr. Um það er ekki að ræða í þessu frumvarpi," sagði Rannveig. Hann segir ríkisstjórnina ekkert samráð hafa við sjúkrahúsin á lands- byggðinni um málið, og engar tillögur liggi fyrir um hvernig eigi að ná spamaÓinum fram. Niðurskurðurinn eigi að nást 1997, og því aðeins sex vikur þangað til grípa verður til að- gerða. Össur sagði vinnubrögð ríkis- stjómarinnar mjög ámælisverð: „Það á aÓ auka miðstýringarvaldið í Reykja- vík, draga úr samráði og ákvörðunar- rétti landsbyggðarinnar. Það er hlálegt að þetta gerist á sama tíma og ríkis- stjómin talar um að auka vald lands- byggðarinnar í málum sem tengjast heilbrigðisþjónustunni.“ ■ íslensku bókmennta- verðlaunin 60 bækur lagðar fram 60 bækur hafa verið lagðar fram til íslensku bókmenntaverðlaun- anna en þau verða afhent snemma á næsta ári. Þama er um að ræða 25 bækur í flokki fræðibóka og 35 skáldverk í flokki fagurbókmennta. Dómnefndin sem velur bestu fræði- bækurnar er skipuð Sigríði Er- lendsdóttur, Hjalta Hugasyni og Þorsteini Vilhjálmssyni og í dóm- nefnd um fagurbókmenntir sitja Baldvin Tryggvason, Dagný Krist- jánsdóttir og Kristín Steinsdóttir. Tilnefningar um bestu bækur í hvorum flokki verða væntanlega kynntar 9. desember. ■ Forvitnilegar endurminning- ar Benjamíns H.J. Eiríkssonar Reginskyssa Alþýðuflokksins „Eðlilegast hefði verið, að Héðinn Valdimarsson og við hinir, sem gátum ekki sætt okkur við afstöðu og starfs- aðferðir kommúnistanna, hefðum gengið í Alþýðuflokkinn. Líklega hef- ir Héðinn viljað það undir niÓri. En hann var þykkjuþungur maður og skapstór og hefir ekki viljað fara bón- arveg að fyrri flokksbræðrum sínum, mönnum eins og Stefáni Jóhanni Stef- ánssyni, Guðmundi í. Guðmundssyni, Haraldi Guðmundssyni, Finni Jóns- syni og Emil Jónssyni, en um þau mál veit ég ekkert. Á þessum örlagaríku tímamótum gerðu þeir reginskyssu, að því er mér er sagt. Þeir gerðu sérstaka samþykkt um það, að þeir vildu að vísu þiggja fylgið frá honum, Héðins- mennina, en þeir vildu ekki Héðin sjálfan. Ég held, að Guðmundur í. Guðmundsson hafi ráðið meiru um þetta en formaðurinn, Stefán Jóhann. Síðar kynntist ég Stefáni Jóhanni vel. Hann var prýðismaður, hæglátur, vel skapi faritin, ljúfmannlegur í fram- komu og mittnti um það á Ásgeir Ás- geirsson." Þetta segir dr. Benjamín H.J. Eiríksson í eníurminningum s£n- um sem Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur skráð, og koma út á næstu dögum. Alþýðublaðið birtir í dag kafla úr bókinni um Héðin, klofning Alþýðuflokksins 1938 og starfshætti kommúnista á fslandi. Sjá blaðsíður 6 og 7 ■ Stjórnarfrumvarp um atvinnuleysistryggingasjóð Alvarlega þrengt að bótarétti atvinnulausra ■ Hörð gagnrýni á útdeilingu styrkja til heilsárshótela á landsbyggðinni Nefndarmenn eru að gefa vinum sínum peninga - segir Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri sem hefur kært stjórnsýslulega meðferð málsins til umboðsmanns Alþingis. „Augljóslega eru nefndarmenn að gefa vinum sínum peninga og því verður haldið fram þar til annað verður sannað,“ segir Pétur Snæ- björnsson hótelstjóri á Hótel Reyni- hlíð við Mývatn í samtali við Al- þýðublaðið. Einsog blaðið hefur greint firá út- deildi nefnd undir forystu Sturlu Böðvarssonar 20 milljónum til 11 hótela á landsbyggðinni. Sturla sagði í samtali við blaðið að megin- tilgangurinn væri sá að skjóta stoð- um undir ferðaþjónustu á ákveðn- um svæðum á landsbyggðinni. Pét- ur gefur ekki mikið fyrir þær skýr- ingar þingmannsins. „Þetta er fjarstæða og ótnílegt að Sturla skuli halda þessu fram. Onn- ur fyrirtæki en þau hótel sem hlutu styrkina eru miklu meiri burðarás- ar í ferðaþjónustu. Við höfum ekki fengið nein svör og samgönguráðu- neytið hefur ekki getað sýnt framá það með neinum rökum hvaða fag- leg sjónarmið réðu því að þessi til- teknu hótel fengu styrkina,“ segir Pétur. Honum þykir einnig sérkennilegt að Samband veitinga- og gistihúsa þegi þunnu hljóði vegna málsins og telur skýringanna að leita í þeirri staðrevnd að formaður samtak- anna, Áslaug Alfreðsdóttir, hlaut styrk sem hótelstjóri á ísafirði sem og stjórnarmaðurinn Sigurður Skúli Bárðarsson, hótelstjóri í Stykkishólmi. „Þá væri gaman að fá skýringar Sturiu og félaga á því hvemig fyrir- tæki á borð við Hótel Stykkishólm getur verið burðarás og leiðandi afi í ferðaþjónustu á sama tíma og það skuldar 9 milljónir í Ferðamála- sjóð? Ætli hótelið þurfi ekki að greiða þessar skuldir sínar áður en það stendur fyrir einhverjum nýj- ungum á sviði ferðaþjónustu? Og þá er þægilegt til þess að vita að einn þriggja nefndarmanna, sem út- hiutaði styrkjunum, er Bjöm Jósep Arnviðarson fyrir Ferðamálasjóð. Sá þriðji er Þorleifu* Þór Jónsson fyrir Ferðamálaráð. Ég gæti trúað að lánadrottnum mínum hefði þótt þægilegt að eiga sinn fulltrúa í þess- ari nefnd,“ segir Pétur sem telur það útí hött að hann sé greiði háa vexti til Ferðamálasjóðs auk skatta þegar keppinautum hans er siðan úthlutað styrkjum. Góður í samanburði Neqld vetrardekk fylgja öllum Accent bílum. HYunpni til framtídar [Samanburðurínn hjálpar þér að velja rétt 3 dyra bílar HYUNÖAI vw TOYOTA OPEl NISSAN Acwnl LSI GolfCL Corolla XLi Astra GL Almera LX Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392 Hestöfl 84 60 75 60 87 Lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Vökva- og veltistýri J J J J J Utvarp + segulb. J J N J/N J VERÐ 979,000 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 dyra LSi. Verð frá •nii i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.