Alþýðublaðið - 21.11.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 21.11.1996, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Guðmundur Amlaugsson kom mér alltaf fyrir sjónir sem tengiliður gamla tímans við þann nýja í skáklífí fslend- inga. Flest sín bestu afrek við skák- borðið vann hann á tímabilinu 1935- 1950 en hápunkti náði hann í Argent- ínu 1939 þegar íslendingar unnu sigur í B-riðli Ólympíumótsins og til eignar bikarinn fræga, Copa Argentina. Hann varð skáknieistari íslands 1949 og virði^t hafa dregið mjög úr tafl- meru^sku upp úr því. Hann nam á þessum árunr í Kaupmannahöfn og mun vera eini íslendingurinn sem hef- ur áunnið sér sæti í landshði íslend- inga og Dana. Þó hann starfaði látlaust að skák- málurn hér á landi um áratuga skeið þá efast ég stórlega um að nokkur af kynslóð bestu skákmenn þjóðarinnar hafi séð tefla sjálfan. Hinn fræðilegi þáttur skáklistarinnar virtist ná æ meiri tökum á honum eftir því sem ár- in liðu. Hann ritaði nokkrar bækur um skák, ein þeirra Skák í austri og vestri er merk heimild um skáksögu síðustu aldar og fyrri hluta þessarar en efni- viður þessa tímabils var honum ávallt hugleikinn. Þá skrifaði hann áratugum saman í hin ýmsu blöð og tímarit, ýtti við skák í sjónvarpi, hélt úti skákþátt- umri' útvarpi um langt árabil, varð fyrstur íslendinga til að vera útnefndur alþjóðlegur dóm:iri og var á þeim vett- vangi trúað fyrir hinum mestu ábyrgð- arstörfum. Skákþættir í útvarpi Skákmenn eiga allir sínar persónu- legu minningar um Guðmund. Ég hygg að skákþættir hans í útvarpinu hér á ámm áður hafi verið æði mörg- um þar á meðal mér sérstakt tilhlökk- unarefni. Efnistök hans voru yfirleitt fremur hefðbundin, hann tók gjaman fyrir einhverja þætti í ævi gömlu meistaranna og í lok þáttanna fylgdi gjarnan skákþraut. Kannski var það rödd hans og virðing fyrir viðfangs- efninu sem gerði þessa hætti svo heill- andi. Það fór ekki á milli mála að skákdæmi og tafllok af ýmsu tagi voru í sérstöku uppihaldi hjá Guð- mundi og eftir hann liggur ein bók um þau efni, Skáldskapur á skákborði. Hann lét uppskátt um dálæti sitt á dæmum einfaldrar gerðar. Eftirfarandi dæmi bar hann eitt sinn á borð fyrir hlustendur sína: Kasparjan -1935 Hvítur á að vinna. Svartur er talsverðu liði yfir en kóngur hans stendur tæpt. Lausnin er eftirfarandi: 1. Re8 Kg6 (Hvítur hótaði 2. Rg7+ Kg6 3. Bf5 mát. Svartur gat einnig leikið 1. ... Hxf4 en þá fylgir sama lausnin og hér birtist.) 2. h5+! Hxh5 3. f5+! Hxf5 4. g4 Hfl 5. Bf5+! Hxf5 6. Rg7! - og svartur er óveijandi mát: Annað dæmi í sama dúr: Kubbel -1925 Hvítur á að vinna. Með þvf að tvinna saman máthótan- ir og eltingarleik við svörtu drottning- una getur hvítur þvingað fram vinn- ing. Lausnin er þessi: 1. Re3+ Kg3 2. Dg4+ Kf2 3. Df4+ Ke2 4. Dfl+ Kd2 5. Ddl+ Kc3 6. Dc2+ Kb4 7. Db2+ Rb3 (Ekki 7. ... Ka5 vegna 8. Rc4+ og mát á b3.) 8. Da3+! - Til þess að tapa ekki drottningunni á svartur engan annan leik en... 8.... Kxa3 9. Rc2 mát. Skákdómarinn Með nærveru sinni virtist Guð- mundur setja virðuleikasvip á hvert það mót eða einvígi sem hann kom nálægt. Um svipað leyti og Walter Shawn Browne og Robert James Fi- scher voru að flytja inn í skáksali ver- aldar „lögmál götustrákanna“, svo maður vitni í fleyg orð Bent Larsens, og finna þurfti tvo dómara til „einvígis aldarinnar" í Laugardalshöll sumarið 1972, lá auðvitað beinast við að fá rektor Menntaskólans við Hamrahlíð til starfans: Hann hafði undanfarin misseri fengist við hina svokölluðu „68-kynslóð“. Þau tröllaukna vanda- málin sem biðu Guðmundar og aðal- dómarans Lothars Schmidts og skipu- leggjenda einvígisins fengu farsæla lausn. Guðmundur var aftur kontinn til starfa í heimsmeistaraeinvígi er Anat- oh' Karpov og Viktor Kortsnoj tefldu í Merano á ítalíu 1981. Allt hafði logað í deilum er þeir tefldu í Baguio á Fil- ippseyjum þrem árum fyrr en leikregl- umar sem settar vom fyrir einvígið í Merano útilokuðu nú stríð um jógúrt og dulsálfræðinga. Varla að nokkru sinni haft kastast í kekki með kepp- endum fyrir utan þetta eina skipti þeg- ar Kortsnoj gat ekki lengur setið á strák sínum og hreytti út úr sér ónot- um miðri skák þannig að nærstaddir heyrðu: „helv... ormurinn þinn!“ uð- mundur var dómari í nokkrum ein- vígjum áskorendakeppni FIDE til dæmis þegar Spasskí og Hort mættust í reykjavfk 1977, í London 1989 þegar Karpov mætti Artur Jusupov og í Ku- ala Lumpur vorið 1990 er Karpov tefldi við Jan Timman um réttinn til að skora á heimsmeistarann Kasparov. „Öllum sem kynnt- ust Guðmundi ber saman um að auk rósemi og stað- festu hafi einkennt hann eldlegur áhugi á hverju því sem hann tók sér fyrir hendur ásamt óvenjulega opnum hugur fyrir nýjum sjónarmiðum," segir Helgi Ólafs- son í grein sinni. Síðasta verkefni Guðmundar á þessu sviði var í ársbyijun 1993 þegar tefldu í E1 Escorial á Spáni Jan Tim- man og Nigel Short. Enn var teflt um réttinn til að skora á heimsmeistarann Kasparov. Buenos Aires 1939 Ólympíuskákmótið í Buenos Aires haustið 1939 hefur greipst í huga mér sem einhverskonar hliðarstef við smá- sögu Stefán Sweig, Manntafl. Nokkrir þátttakenda áttu ekki afturkvæmt til heimalands síns fyrr en að loknum hildarleik seinna stríðs. Miguel Naj- dorf setti heimsmet í blindfjöltefli í því skyni að vekja athygli pólskrar fjölskyldu sinnar á sér. Islendingar sendu fimm skákmenn til Argentínu auk Guðmundar, sem mun einnig hafa átt þess kost að tefla í danska landslið- inu, Baldur Möller, Ásgeir Ásgeirs- son, Jón Guðmundsson og Einar Þor- valdsson. Þeir voru marga mánuði á siglingu. Island tefldu í B-riðli úrslitakeppn- innar og vann þar frækilegan sigur. „Islendingurinn Jón Guðmundsson vann allar tíu skákir sínar í úrslita- keppninni," stóð skrifað í danskri bók. Uppfrá því hafa skákmót sennilega orkað á þennan íslenska Mr. B sem hreinn hégómi að minnsta kosti var ekki nokkur vegur að fá hann að tafl- inu aftur. Einar Þorvaldsson kom ekki mikið við sögu eftir þetta Ólymgíumót en Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson og Guðmundur héldu uppi merki ís- lands á fjölmörgum alþjóðlegum keppnum eftir. Baldur varð til dæmis Norðurlandameistari í tvígang. Öllum sem kynntust Guðmundi ber saman urn að auk rósemi og staðfestu hafi einkennt hann eldlegur áhugi á hverju því sem hann tók sér fyrir hendur ásamt óvenjulega opnum hug- ur fyrir nýjum sjónamúðum. Skákdómarinn. Myndin er tekin í boði sem Kristján Eldjárn forseti íslands hélt í tilefni af einvígi Spasskís og Horts i Reykjavík 1977. Frá vinstri: Kristján, Spasskí. Guðmundur og Marína Spasskís. Guðmundur var yfir- dómari í einvíginu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.