Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 2
2_________________________________________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 s k o ð a n i r MÞYDUBLdDID 21240. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Þeir ættu að skammast sín Síðasta jólagjöf Pósts og síma til landsmanna áður en fyrirtæk- ið var háeffað inn í Vinnuveitendasambandið, var að stórhækka verð á símtölum innanlands. Þau rök voru einkum færð fyrir þessari hækkun að fyrirtækið þyrfti að borga svo mikinn arð í rík- issjóð. Þeim sem mótmæltu hækkuninni var bent á að nú gætu þeir hringt til útlanda fyrir lægra verð en áður, en fáum var hugg- un í þeim upplýsingum. Það liggur hins vegar í augum uppi, að það er vegna þess að vísir að samkeppni er komin á um símtöl milli landa sem Póstur og sími lækkar gjöld á þeirri tegund þjón- ustu. En það er ýmislegt fleira sem hefur hækkað að undanfömu. Fasteignagjöld hafa hækkað um sjö prósent og ríkið hefur í raun hækkað skatta á einstaklinga með því að breyta ekki skattleysis- mörkum. Kjör fólks hafa einnig verið skert með ýmsum öðmm hætti. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs hækkað um tvö prósent síðastliðna tólf mánuði. Það stoðar lítt þótt forkólfar ríkisstjómarinnar hampi einhveijum pró- sentutölum um aukinn kaupmátt launþega. Þegar prósentumar em umreiknaðar í krónur er um gráthlægilegar upphæðir að ræða. Nú er kreppan sem skall á árið 1988 að baki. Tími er kominn til þess að bæta kjör launafólks sem tók á sig miklar byrðar svo komast mætti út úr vítahring óðaverðbólgu. Verkamannasam- bandið hefúr sett fram kröfú um að lægstu laun hækki í 70 þús- und krónur á mánuði á tveimur ámm. Þetta er hógvær krafa, ekki síst í ljósi þess að skattleysismörk ættu að vera komin nokkuð yf- ir þessa upphæð ef ríkisstjómin hefði staðið við sitt. Viðbrögð samtaka atvinnurekenda við þessum kröfum eru vægast sagt furðuleg og í raun óskiljanleg. Vinnuveitendur hafa boðið að hækka taxtakaup láglaunafólks um þrjú prósent á tveimur ámm. Þeir ættu að skammast sín fyrir að sína þessu fólki slíka fyrirlitn- ingu. Gengi þetta eftir væri fólk enn á 50 þúsund króna mánaðar- launum næstu tvö ár. Hveijum er ætlað að lifa af þeirri upphæð? í því góðæri sem nú ríkir er það bein móðgun við láglaunafólk að bjóða því slíkar smánarhækkanir sem vinnuveitendur gera. Engir samningar verða gerðir meðan þetta viðhorf ræður ríkjum í Garðastræti. Forráðamenn launþegafélaga fara að afla verkfallsheimilda um næstu mánaðamót, hafi ekkert miðað í samningaviðræðum. Það er því skammur tími til stefnu. Vinnuveitendur virðast treysta því að verkalýðurinn sé svo hart keyrður að hann þoli ekki verkföll. Þeim væri nær að spyrja sig hversu lengi fólk láti bjóða sér eymdarlíf á þeim smánarkjörum sem lægstu taxtar eru. Þá má spyrja hvort atvinnureksturinn þoli verkföll ffekar en launþegar, svo ekki sé minnst á þjóðarbúið í heild. Ef hækkun lægstu launa upp í 70 þúsund krónur kallar á óðaverðbólgu og gengisfellingar er eitthvað meira en lítið bogið við þetta þjóðfélag. Verkamanna- sambandið krefst þess að í komandi kjarasamningum verði sett skilyrði um, að sú hækkun sem fæst á lægstu taxta leiði ekki til sambærilegra prósentuhækkana fyrir alla aðra launþega. Þetta er eðlilegt skilyrði því annars verður ekki dregið úr þeim gífurlega ójöfnuði sem ríkir hér á landi. Það er hins vegar ljóst að seint gengur að bæta kjör almennra launþega að gagni meðan verð á matvælum er að meðaltali nær 50 prósent hærra en í löndum Evrópusambandsins. Meðan haldið er áfram að níðast á neytendum með einokun og fákeppni í land- búnaðarframleiðslu er lítil von til þess að verð á lífsnauðsynjum lækki. Þar verður að koma til virk samkeppni hið fyrsta sem og á fleiri sviðum eins og dæmið um hækkun á símtölum innanlands sýnir. ■ þegar dauðinn sótt'ann". Áður er aðstandendur leyfa dauðanum að sækja Alþýðu- blaðið vil ég að kannað verði hvort blaðstjórnin geti ekki fallist á að fara í einhvers konar meðferð. Mottó: „Það var sem mér þótti verst þegar dauðinn sótt'ann". Líklega eru um fimmtán ár síðan blaðstjóm og framkvæmdastjóm Al- þýðuflokksins samþykktu að Al- þýðublaðið yrði lagt niður. Þessa samþykkt lagði síðan framkvæmda- stjómin fyrir flokksstjómarfund, sem haldinn var á mánudegi í Iðnó, uppi. Háborð | Efnisrök framkvæmdastjórnarinn- ar vom að skuldir væm miklar og tíu mánaða skyndiuppgjör sýndi dagleg- an taprekstur. Fróunarrök hennar með tillögunni voru, að flokknum væri engin nauð- syn að gefa út blað. Blað væri ein- asta tæki til að kynna málstað hans og markmið. Og kraftmikill þing- flokkur, þó smár væri, gæti skapað sér tækifæri í öðram fjölmiðlum og á þingi til að kynna málstað Alþýðu- flokksins. Til að halda svo hjörðinni saman og söfnuðinum við rétttrúnað- inn, þá væri öflugur flokkskontór þýðingarmeiri en illa rekið blað. Og þar sem bæði væri til staðar rómsterkur þingflokkur og vel rekinn flokkskontór þá hefði flokkurinn næg færi til að bæta skaðann af dauða Alþýðublaðsins. Málfrelsi Flokksstjómin hafnaði fróunarrök- unum, að vísu voru menn sammála um að það væri ekki verkefni stjóm- málaflokks að halda úti blaði til að segja fréttir af heilsufari kóngafólks eða færð á vegum. En stjórnmála- hreyfing með sjálfsvirðingu, sem hefði eitthvað að segja, yrði að tryggja sér málfrelsi. Hún gæti ekki unað því að fjölmiðlafólk gæti rang- túlkað eða þagað um málstað hennar og þó stjómmálahreyfing, sem ekk- ert hefði að segja, þyrfti ekki mál- gagn þá væri Alþýðuflokkurinn ekki enn orðinn að slíku pólitísku „nóbo- dý“. Flokksstjórnin skildi aftur á móti þau efnisrök, að ekki væri til lengdar hægt að gefa úr blað með daglegu tapi. En þrátt fyrir fróunarrökin um lifandi þingflokk og sprækan flokks- kontór þá vildi flokksstjómin að allra leiða yrði leitað til að halda blaðinu á lífi. Dauðadómi framkvæmdastjómar var því frestað og kosin nefnd í mál- ið. Og til að gera langa sögu stutta þá tókst að snúa tapi í hagnað og blaðið hefur komið út síðan. í fullri hógværð sagt þá átti ég dijúgan hlut í þeirri ákvörðun flokks- stjórnar að hafna því að leggja Al- þýðublaðið niður og tel ég það til betri verka, sem ég hef unnið flokkn- um. Blaðið tryggði umræðu um brautryðjendamál Alþýðuflokksins og umræða þess, þó smátt væri, þröngvaði oft og tíðum öðmm til að taka afstöðu. Mér brá því að vonum þegar ég fékk fregnir af að núverandi blað- stjóm teldi réttast að leggja niður Al- þýðublaðið og fá gull á koddann fyr- ir að leggja áskrifendur þess í ann- arra sæng. Og mér komu í hug vísu- orðin: „Það var sem mér þótti verst/þegar dauðinn sótt’ann". Traustur fjárhagur Það varð mér þó líkn í þraut er ég heyrði formann minn skýra frá því í útvarpi að það hefði orðið hagnaður af rekstri blaðsins á árinu 1996. Því ég trúi að tala megi blaðstjómina til skilning á því að ekki er rétt að loka fyrirtæki, sem skilar hagnaði. Einnig minnist ég þess að hausttð 1995 gaf framkvæmdastjórn út yfír- lýsingu um að fjárreiður og fjárhagur flokks og blaðs væru í afar góðu standi og til fyrirmyndar. Og sam- eiginlegur fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar staðfesti þessa yfirlýsingu vorið '96 eftir umræður um reikninga flokks og blaðs. Og á flokksþingi í haust var fullyrt að fjár- hagslega stæði flokkur og blað afar traustum fótum. „...þegar dauðinn sótt'ann" En þrátt fyrir allar þessar yfirlýs- ingar þá er mér ekki alveg rótt. Hafi það verið flokknum þungbært að missa málgagn sitt fyrir fimmtán ámm þá er það óbærilegt nú. Fróun- arrökin sem menn höfðu til málsbót- ar þá, eru ekki til staðar nú. Þá var flokkskontórinn lifandi. En það breyttist „þegar dauðinn sótt’ann“ haustið ’95. Lífgunartilraunir era þó hafnar undir verkstjórn okkar nýja formanns og með atbeina okkar flokksmanna munu þær auðvitað lánast og þrekþjálfunin líka. Og fróunarrökin fyrir fimmtán ár- um um að þingflokkurinn geti kýnnt málstað Alþýðuflokksins em heldtir ekki tiltæk í dag. FÍókkuririn átti að vísu ágætlega sprækan þirigflokk eft- ir síðustu kosningar. „En það var sem mér þótti verst/þegar dauðinn sótt’ann”. Því klukkan fjögur einn þriðjudag á Kornhlöðuloftinu féll þingflokkur Alþýðuflokksins fyrir eigin hendi í beinni útsendingu. Og þingmenn sem kosnir voru af A- lista í síðustu kosningum biðjast nú formlega afsökunar ef þeim verður það á að kenna sig við þingflokk Al- þýðuflokksins. Fjölmiðlar hafa því ekki frá neinu að segja um störf AI- þýðuflokksins á þingi. í meðferð Fyrir fimmtán árum fylcfyi.ég.piig- an pilt, sém'aílá daga gekk'lcýíqbög- inn í'keng. Harin var s'vó Kræd'dúr um að deyja að hann þorði ekki að lifa. Þessi dauðakvíði olli honum að lokum svo óbærilegri angist að hann ákvað að ljúka dæminu og „óverdós- aði“ sig með svefnlyfi. En áður en „dauðinn sótt’ann" komust aðstand- endur í málið og lyfinu var pumpað upp. Þegar pilturinn vaknaði féllst hann á að líldega væri hann eitthvað tmflaður á sönsum og óskaði eftir að fá að fara í meðferð. í dag er hann heilbrigður og hamingjusamur fjöl- skyldufaðir. f takt við það er ég hef hér ritað, þá verður áleitin í huga mínum sú til- gáta að ekki sé alveg allt í lagi Inéð sansana hjá blaðstjórninrii, og áðtir en aðstandendur leyfa dauðanum að sækja Alþýðublaðið vil ég að kannað verði hvort blaðstjórnin gæti ekki fallist á að fara í einhvers konar meðferð. ■ gallerí einar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.