Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWÐIB Fimmtudagur 16. janúar 1997 Stofnað 1919 7. tölublað - 78. árgangur ¦ Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins segir gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum alltof hátt Reynt að selja þjóðinni heimildir sem úthlutað var ókeypis - segir Sighvatur og hefur fengið þakkir frá fjölda fólks fyrir að segja það sem margir hugsa. „Ef við núvirðum aflakvótana sjö ár fram í tímann erum við að tala um, að það sé litið svo á á hlutabréfamarkað- inum, að sameiginlegt verðmæti sjáv- arútvegsfyrirtækja á fslandi séu 150 milljarðar króna. Ef gerð er sú krafa að útvegurinn skili arði til eigenda sinna sem miðast við slíkt mat, þá er það útilokað," sagði Sighvatur Björg- vinsson formaður Alþýðuflokksins í samtali við blaðið. Sú skoðun Sighvats að gengi hluta- bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum sé alltof hátt hafa vakið mikla athygli og umtal. Hann sagðist hafa fengið við- brögð frá fjölda fólks úr öllum stjórn- málaflokkum alls staðar að af landinu. , ,Þetta fólk hefur þakkað mér fyrir að segja það sem margir hafa verið að hugsa," sagði Sighvatur þegar hann var spurður um viðbrögð við ummæl- um sínum. En á hverju byggir hann þessa skoðun? „Nú er verið að selja varanlegan þorskveiðikvóta á kvótamarkaði á sex hundruð krónur kflóið. Það er gersam- lega útlokað að reka neina útgerð á stíku verði. Svo hátt verð á aflakvót- um er svo úr takt við möguleika sjáv- arútvegsins, að ekkert fyrirtæki getur starfað á þeim grundvelli. En á grund- velli þessarar verðlagningar á afla- heimildum, sem kunna að verða til ráðstöfunar hjá viðkomandi fyrirtæki, er verið að verðleggja hlutabréf í sjáv- arútvegi. Með því að verðleggja hluta- bréfin jafn hátt og raun ber vitni er verið að gera algjörlega óraunhæfar kröfur um arðsemi," sagði Sighvatur. „Það er líka önnur hlið á þessu máU. Með því að verðleggja fyrirtæk- in langt umfram möguleika á að skila arði og bjóða eignir til sölu á markaði á þessu verði, er verið að reyna að selja þjóðinni aflaheimildir sem ein- staklingar fengu úthlutað frá henni ókeypis. Það er verið að láta fólkið í landinu kaupa þessar heimildir til baka á sex hundruð krónur kílóið. Það gengur ekki," sagði Sighvatur enn- fremur. Nú er sumir sem halda þvífram að þú sért með þessu að ráðast á sjdvar- útvegsfyrirtœki á landsbyggðinni og varajölk við aðfjátfesta íþeim? „Eg er ekki að því. Það á ekki að láta „eigendur" kvóta komast upp með það að selja almenningi kvótann sem þeir fengu fyrir ekki neitt og það á þessu ofurverði. Hingað til hafa út- gerðarmenn verið að kaupa og selja aflaheimildir sfn á milli. Nú hafa þeir dottið ofan á það snjallræði að láta þjóðina kaupa þetta af sér, en halda öllum stjórntaumum í sínum höndum. Fyrir áramót var fólk að kaupa í hluta- fjársjóðum til að losna við skatt- greiðslur. Nú standa þessir sjóðir með fullar hendur fjár. Þeir verða að kaupa hlutabréf fyrir peningana en það er lít- ið framboð af nýjum ábatalegum hlutabréfum. Menn eru því alltaf að kaupa og selja sömu bréfin. Það verð- ur til þess að verðið á bréfunum hækk- ar stöðugt burtséð frá því hvaða möguleika fyrirtækin hafa til að greiða arð af því verði. Eg á því ekki von á að ábendingar mínar verði til að lækka gengi hlutabréfa á markaðinum. En það getur kannski orðið til þess að for- ráðamenn sjóða hugsi sig betur um hvar þeir velja að bera niður til að ávaxta fé," sagði Sighvatur Björgvins- son. ¦ Fyrsti fundur Dagsbrúnar og Fram- sóknar með VSÍ hjá sáttasemjara Höfum engan áhuga á slímsetum - segir Halldór Björnsson for- maður Dagsbrúnar „Við fórum ofurlítið yfir stöðu mála á fundinum og lögðum áherslu á að þessu yrði hraðað eft- ir mætti svo menn sæu fyrr en seinna hvort viðræður bæru ein- hvern árangur. Við höfum engan áhuga á slímsetum á fundum ef þeir skila engum árangri og ég held að sáttasemjari hafi það ekki heldur," sagði Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar í samtali við Alþýðublaðið. Dagsbrún og Framsókn mætti til fundar hjá sáttasemjara í gær ásamt fulltrúum Vinnuveitenda- sambandsins. Halldór kvaðst ekki búast við að annar fundur yrði á vegum sáttasemjara í þessari viku. Hins hefði sáttasemjari óskað eftir því að félögin héldu áfram beinum viðræðum við vinnuveitendur. „Málin hafa í sjálfu sér ekki breyst neitt nema að það er formbreyting hver stýrir þessu," sagði Halldór Björnsson. Halldór Björnsson og Þórarinn V. Þórarinsson voru hressir í bragði við upphaf fundar- ins í gær. Ljósm. E. Ól. V*^ ¦ Diskasala ársins 1996. Emilíana Torrini langsöluhæst en platan Merman seldist í 11.700 eintökum Við erum ekki eins blönk og við vorum - segir Jón Ólafsson tónlistar- maður og útgefandi. , ,Það er vissulega gaman fyrir gaml- an jaxl einsog mig að upplifa það að tapa ekki á plötuútgáfu. Þessi sala seg- ir manni fyrst og fremst hvað Emil- íana er vinsæl," segir Jón Ólafsson í samtali við Alþýðublaðið. Jón er með- útgefandi Emilíönu Torriní að plöt- unni Merman sem er söluhæsta plata ársins 1996. Jón segist ekki enn vera búinn að fá uppgjórsreikninga frá Jap- is sem dreifir plötunni og segir að sér reiknist ekki neitt til eða frá á þessu stigi. „Við erum ekki eins blönk og við vorum," segir Jón. Emilíana Torrini má vel við una og nýtur langmestra vinsælda íslenskra poppara. Plata hennar, Merman, seld- ist í 11.700 auk þess sem Croucied'oú Lá, plata Emilíönu frá 1995, seldist í 2,637 eintökum á árinu og er í 20 sæti. Jón Ólafsson segir þennan árangur einstæðan í poppsögulegu samhengi, að stelpukorn selji fyrstu plötu sína í um átta þúsund eintaka og Merman í rúmum 11. Þá telur Jón engan vafa leika á um að góð sala disksins Stone -#>' / Free hafi mikið með vinsældir Emil- íönu að gera. Japis hefur verið að taka saman sölulista síðasta árs á undanförnum dögum og að sögn Guðjóns Berg- mann markaðsstjóra fyrirtækisins, eru þeir margir sem mega bíta í það súra epli að hafa ekki uppí kostnað. „Það var auðvitað vitað að margir sem sendu frá sér plötu myndu ekki selja. En auðvitað eru vonbrigði, til dæmis með að diskar Kolrössu krókríðandi, Megasar og Önnu Halldórsdóttur skyldu ekki seljast betur miðað við þá frábæru dóma sem þeir fengu. Kol- rassa og Megas seldust í tæpum tvö þúsund og Anna seldist minna." Topp 20 listinn lítur þannig út: 1. Merman, Emilíana Torrini - 11.700 eintökseld. 2. Strumpastuð - 10,000 eintök. Guðjóns segir þetta ótrúlegastu diskasölu ársins en þetta er plata sem Spor gefur út. Undirleikurinn er feng- inn frá Bretlandi og síðan er settur ís- lenskur texti við. 3. Pottþétt jól, ýmsir flytjendur - 8,900 eintök. Þessi útgáfa er samkrull Spors og Skífunnar, tvöfaldur diskur þar sem annar er með íslensku efni og hinn er- lendu. 4. Stone Free, lög úr söngleiknum - 7,900 eintök. 5. Allar áttir, Bubbi Morthens - 7,400 eintók. Guðjón segir þetta minni sölu en oft áður hjá Bubba, sagt hefur verið að hann eigi 8 þúsund áskrifendur. 6. Seif, Páll Óskar - 6,100 eintök. Páll má vel við una að mati Guð- jóns sem segir Pál koma á óvart að ná þetta miklu fylgi með dansplötu. 7. Kvöldið er okkar, safnplata með upptökum Ingimars Eydal heitins - 5,700 eintök. 8. tíl 12. Pottþétt plötur, safhplöt- ur með vinsælum erlendum lögum í bland við nokkur íslensk lög - 4,000 eintök. 13. Greifarnir dúkka upp, Grei- farnir-3,400. Greifarnir voru ótvfræðir sigurveg- arar á sveitaballamarkaðinum í sumar og Guðjón telur þetta afrakstur þess erfiðis. Þetta er „Best of' plata auk tveggja nýrra. 14. Óskalög sjómanna, ýmsir flytj- endur - 3,200 eintök. Þarna er söngkonan María Björk Sverrisdóttir og félagar á ferðinni. Guðjón segir þennan disk hafa komið út rétt fyrir sjómannadaginn og selst vel í kringum þann tíma. 15. Pottþétt dans, ýmsir flytjendur - 3,200 eintök. 16 til 18. Milli mín og þín, Bjarni Arason, Einsog er, Stefán Hilmarsson og Sígildar sögur, Brimkló - 3,000 eintök. 19. Fólk er fífl, Botnleðja - 2,900 eintök. ¦ Hetjan úr frumskóginum til sýnis í Þjóðarbókhlöðu Tarzan á íslandi í 75 ár Richard Korn, kontrabassaleikari í Sinfóníunni á sér ansi sérkennilegt áhugamál en hann hefur safnað bókum Burroughs um Tarzan apa- bróður frá barnsaldri en afrakstur þessar söfnunaráráttu gefur að líta á sérstæðri sýningu sem opnar í Þjóðarbókhlöðunni í næstu viku. „Maður sagði mér þessa sögu sem hafði engan hagnað af því að segja mér hana, eða nokkrum öðr- uui." Með þessum upphafsorðum hóf göngu sína ný framhaldssaga í Alþýðublaðinu þann 21. janúar árið 1922 en hún hét Tarzan og var eftir Edgar Rice Burroughs. Þar með var landnám Tarzans hafið á ís- landi. Maðurinn í sögu Burroughs sem ekki hafði neinn hagnað af sög- unni um Tarzan ætti að vera uppi á okkar tímum því að Tarzan er í dag eitt uppáhaldsviðfangsefni safnara og dýrasta frumútgáfa af fyrstu bókinni um Tarzan er margra milljóna virði. Richard Korn segir þó að á sýningunni sé einungis eftir- líkingu af henni. Á baksíðunni er að finna viðtal við Richard Korn og ágrip af sögu Tarzans. Sjá baksíðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.