Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 4
I 4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 ■ Þing hefst 28. þessa mánaðar en þeir stjórnarþingmenn sem Alþýðublaðið heyrði í segja af og frá að þeir liggi á meltunni Þeysum um landid - segir Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Nú er erum við á þeysingu um kjördæmin, sinnum fundum og ýmsum verkum sem er hefðbundið hvort heldur sem er á þingfunda- tíma eða ekki. Það er ekkert sér- stakt prógramm á vegum flokksins, við erum með fundi ýmist allir eða sjálfstætt,“ segir Arni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins en Alþýðublaðinu lék forvitni á að vita hvað stjórnarþingmenn væru að bardúsa nú meðan þinghlé er. „Þetta er ekkert frí. Þinghlé er aldrei frí. Allaveganna þekki ég það ekki frá 12 ára þingmannsferli mín- um. Það er síður en svo og alltaf nóg að gera. Það er eins og menn átti sig ekki á því að þingfundir eru ekki nema brot af starfi þingmanns- ins. Hins vegar má segja að þessi tími er kærkominn. Þá er hægt að hella sér betur út í annað sem safn- ast upp.“ Árni var inntur eftir því hvort stjómarliðar hefðu ekki áhyggjur af samningamálum en það var ekki að heyra það lægi þungt á þingmann- inum. „Maður getur ekkert sagt um komandi samninga. Maður bara vonar að þeir verði farsælir. Það eru auðvitað alltaf einhverjar áhyggjur - að hlutir fari úr bönd- um. En allir aðilar eru vel upplýstir og menn vita betur að hverju þeir ganga nú en til dæmis fyrir 10 til 15 árum. Menn geta, beggja vegna borðsins, auðveldlega metið hvað er raunhæft og á því hafa samning- ar undanfarinna ára byggst; sameig- inleg niðurstaða og þekking á möguleikunum." Við leggjum heilmikið á okkur Alþýðublaðið náði tali af Guðna Ágústsson, þingmanni Framsóknar- flokksins þar sem hann var á ferð um Suðurland með ísólfi Gylfa Pálmasyni, vini sínum og félaga. „Við fsólfur erum hér á ferð um kjördæmi okkar, höldum fundi og förum á vinnustaði. Þetta er ekkert Árni Johnsen: Það er eins og menn átti sig ekki á því að þingfundir eru ekki nema brot af starfi þing- mannsins. Guðni Ágústsson: Fólkið hér á Suðurlandi veit að minnsta kosti að ísólfur liggjum ekki á meltunni. frí, langtífrá. Síðan er mikill fundur á fimmtudag og föstudag á vegum flokksins um atvinnu og byggða- mál,“ segir Guðni og að fríið standi til þrettándans og síðan ekki söguna meir. „Þá tekur við mesta vinna sem fram fer á árinu. Við leggjum heil- mikið á okkur og nú eru voðalega skemmtilegir dagar; þegar við ferð- umst um kjördæmið og ræðum við mann og annan. Fólkið hér á Suður- landi veit að minnsta kosti að ísól- fur liggjum ekki á meltunni, það verður þess vart þegar við komum, leitum hjá því ráða og segjum af því hvað við erum að basla,“ segir Guðni en vísaði öllum spurningum um lausa samninga til ísólfs Gylfa, „hann svarar öllum flóknum spum- ingum en ég segi einsog skáldið: Ég veit hestinn minn traustan, og mig heimvonin gleður. Það er bjart fyrir austan, það er blíðskaparveður. ■ Niðurskurður á framlagi ríkisins til SÁÁ á sama tíma og vímuefnavandinn vex hröðum skrefum Rukkaðir um milljónir vegna lifrarbólgurannsókna s - segir Þórarinn Tyrfings- son yfirlæknir og formað- ur SÁÁ „Með fjárlögum þessa árs fáum við minna fé til ráðstöfunar en áð- ur. Nú er Landspítalinn að rukka okkur um kostnað vegna alnæmis- og lifrarbólgurannsókna á Vogi. Þetta er reikningur upp á sjö millj- ónir króna. Til að mæta þessu var framlagið til okkar aðeins aukið um þrjár milljónir króna sem jafngildir því að það lækki um fjórar milljón- ir,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir og formaður SÁÁ í sam- tali við Alþýðublaðið. „Árið 1992 voru allir sammála um að það vantaði talsverðar upp- hæðir inn í rekstur SÁÁ. Síðan höf- um við verið að borga með með- ferðinni af eigin fjármunum í vax- andi mæli þar sem við höfum ekki fengið leiðréttingar á eðlilegum hlutum eins og aukins kostnaðar vegna lifrarbólgufaraldurs. Umræð- an um nauðsyn þess að efla baráttu gegn vímuefnum hefur ekki skilað sér í verki, að minnsta kosti ekki til okkar,“ sagði Þórarinn. í máli Þórarins kom fram að vímuefnavandi ungs fólks færi hratt vaxandi. Þessi aukni vandi kæmi ekki síst fram á meðferðarstofnun- um SÁÁ. Þar færi fram stærsti hluti meðferðar- og forvama hér á landi. „Þörfin er alls staðar fyrir hendi. Við rekum göngudeild á Akureyri sem er hin eina sinnar tegundar ut- an Reykjavíkur. Starfsemi deildar- innar hefur gefið mjög góða raun og hefur einnig létt mjög á almenn- um deildum og geðdeild sjúkra- hússins þar. Samt fáum við ekki krónu úr ríkissjóði til að reka deild- ina þrátt fyrir að leitað hafi verið til fjárlaganefndar og þingmanna um þetta mál undanfarin þrjú ár,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson. Auknar forvamir hafa verið mjög til umræðu. SÁÁ hefur haft þrjá starfsmenn í vinnu við forvarnar- deild samtakanna. Til er sérstakur forvarnarsjóður sem heilbrigðisráð- herra ræður yfir og hafði sjóðurinn 30 milljónir króna til ráðstöfunar á síðasta ári. Þórarinn sagði að SAA hefði ekki fengið neitt framlag úr þessum sjóði og kæmi það spánskt fyrir sjónir. „Það er óskiljanlegt að öll sú um- ræða um hinn geigvænlega vímu- efnavanda sem við er að etja og embættismenn og stjórnmálamenn hafa tekið þátt í skuli ekki skila sér í verki til SÁÁ,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.