Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 Konur hafa tilhneigingu til að taka meiri ábyrgð á öðrum en sjálfum sér meðan karlarnir eru uppteknari við að þjóna eigin þörfum, segir Oddi Er- lingsson sem starfað hefur sem sálfræðingur síðustu fimmtán ár. Þetta vita flestir, en fæstir fara eftir því.“ En er ekki of dýrt að fara til sál- frœðings? „Það er afstætt. Ef þú eyðileggur brettið á bílnum þínum þá finnst þér sjálfsagt að borga fyrir viðgerðina. Ef eitthvað bjátar á innra með þér er þá ekki líka sjálfsagt að leita sér lækn- inga og borga fyrir þá þjónustu? Ég álít að fjárfesting í góðri geðheilsu sé trygging fyrir jákvæðum samskiptum og heilbrigðum afkomendum. Mér finnst því eðlilegt að opinberir aðilar greiði fyrir þessa þjónustu á markviss- ari hátt en nú er gert. Það er að minnsta kosti gert í öllum nágranna- löndum okkar.“ ■ A hverju ári leitar fjöldi fólks aðstoðar sálfræðinga. Kolbrún Berg- þórsdóttir ræddi við Odda Erlingsson sálfræðing sem hefur sérhæft sig í kvíðavandamálum Góð geðheilsa tryggir jákvæð samskipti „Ég held að þörfrn hafi ekki endi- lega aukist, en fólk er reiðubúnara að leita til sálfræðings en áður var,“ segir Oddi Erlingsson sem starfað hefur sem sálfræðingur síðustu fimmtán ár. Oddi segir fólk úr öllum þjóðfélags- hópum leita sér aðstoðar en konur þó í meira mæli en karlar. „Því fyrr sem einstaklingur leitar aðstoðar því betra. Þá er verið að fyrirbyggja vanda sem annars kynni að vinda upp á sig,“ seg- ir Oddi. „Það þarf oft ekíd mikið til að leiðrétta hluti í byijun, það er erfiðara þegar allt er komið í hnút. Körlum er síður ætlað að bera vandamál sín á torg og því loka þeir fremur á tilfinningar sínar og afneita þeim. Konur tala fremur um tilfinn- ingar sínar og leita sér fyrr aðstoðar en karlar. Konur hafa tilhneigingu til að taka meiri ábyrgð á öðrum en sjálfúm sér meðan karlamir eru uppteknari við að þjóna eigin þörfum. Farsælast er hins vegar að þræða miUiveginn, hafa bæði til að bera sjálfsvitðingu og sam- ábyrgð." En hvað um það viðhorf að fólk eigi að bera harm sinn í hljóði og takast á við eigin vandamál án utanaðkomandi aðstoðar? „Það er mjög göfug hugsun að ein- staklingnum beri að taka ábyrgð á eig- in lífi. En menn geta einmitt tekist á við vandamálin með því að leita sér aðstoðar, og sá sem leitar sér aðstoðar er auðvitað hvattur til að takast sjálfur á við vandamálið. Ef fólk gerir þá kröfu að ég leysi vandamálið þá reyn- ist sú lausn yfirleitt mjög skammvinn. Það er enginn þess umkominn að taka ábyrgðina frá einstaklingnum." Hver eru algengustu vandamál þess fólks sem til þt'n leitar? „Ég hef sérhæft mig í kvíðavanda- málum og eru konur í meirihluta þeirra sem leita aðstoðar vegna shkra vandamála. Karlmenn koma hins veg- ar oftast ef einhver kvartar undan þeim, iðulega vegna stjórnsemi eða ábyrgðarleysis, eins og til dæmis áfengisneyslu. Þessi vandamál eru mjög fyrirferðarmikil í samfélagi okk- ar. I nýlegri íslenskri könnun kemur fram að 30 prósent líkur eru á því að nýfæddur einstaklingur muni eiga við áfengisvandamál að stríða einhvern tímann á lífsleiðinni og um 20 prósent líkur á því að hann muni þurfa að glíma við almenn kvíðavandamál. En það er sjaldnast að einkennin birtist ein sér. Það eru til dæmis 70 prósent líkur á því að einstaklingur sem á áberandi erfitt með að umgangast ann- að fólk eigi við fleiri vandamál að stríða." Þú hefur sérhœft þig í kvíðavanda- málum. Hvemig lýsa þessi vandamál sér? „Það er stundum sagt að kvíðin jafngildi því að vera í hugarheimi ann- arra í stað þess að dvelja í sínum eigin. Það sem einkennir heilbrigðan ein- stakling er að hann dvelur með sjálf- um sér. Hinn kvíðni er hins vegar allt- af að máta sig við umhverfið og gerir ráð fyrir harkalegum viðbrögðum. Það er mjög algengt að þeir sem glíma við einhvers konar kvíðavandamál líti svo á að þeim megi ekki mistakast; ein- hvers konar fullkomnunartilhneiging er oft rót sjúklegs kvíða. Mistakist þessum einstaklingi glatar hann bæði sjálfsáliti og sjálfsvirðingu. En sem manneskja er einstaklingurinn ekki verri þótt honum mistakist. Sjálfsmat hans á að geta verið 100 prósent þótt honum takist ekki fullkomlega það sem hann hefur ætlað sér. Kvíði hverfur aldrei og er eðlilegt fyrirbæri, kúnstin er að kunna að tak- ast á við sjúklegan kvíða með því að breyta þessum óraunhæfu kröfum sem maður setur sér sjálfur." Leita einstaklingar til þín án þess að láta maka st'na vita? ,Já, það hvílir stundum leynd yfir þessum viðtölum. Hluti vandans er þá að viðkomandi skammast sín svo, að hann má ekki til þess hugsa að nokkur viti af því að hann eigi við vanda að stríða." Hveturðu þá viðkomandi til að segja maka sínumfrá því? , Já, ef hann treystir sér til. Það get- ur verið hluti af meðferðinni. Einstak- lingur, sem treystir sér ekki til að segja maka sínum hvemig honum líð- ur, hlýtur að búa við mikla vanlíðan. Það einkennir oft samskipti hins kvíðna að hann gefur alltaf eftir, þorir ekki að segja ef honum mislíkar. Og það er ákveðið einræði sem getur komist á í samböndum og hjónabönd- um þar sem annar aðilinn er mjög kvíðinn. Þá er ein skoðun ofan á og aðrar eru ekki taldar eiga rétt á sér. En það er merki um þroska að geta sagt það sem öðrum mislíkar og geta tekið því að öðmm mislíki. Og það er hið besta mál að vera ákveðinn og segja skoðun sína svo lengi sem maður virðir skoðun liins aðilans.“ Efþú mœttir einungis gefa sjúkling- um þi'num eitt ráð, hvaða ráð vœri það? „Að leitast við að vera sáttur við sjálfan sig. Að dvelja með sjálfum sér fimm mínútur á dag með því að loka augunum og slaka á. Ég nota slökun mikið í meðferð og lít á hana sem eins konar sjálfstraustsæfingu. Það er álitið að um 70 prósent af þeim vandamálum sem fólk leitar með til heimilislæknis séu að einhverju leyti tengd streitu. Streita getur bæði verið orsök eða afleiðing líkamlegra sjúkdóma. Það er því mjög mikilvægt að menn taki ábyrgð á heilsu sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.