Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Launamenn og lífsbaráttan. Inýjasta tölublaðið Kirkju- ritsins er grein eftir séra Þorgrfm Daníelsson þar sem hann gerir að umtals- efni innri mál kirkjunnar með tilliti til þess að margir hafi talað um árið 1996 sem hið hræðilega ár í sögu íslensku þjóðkirkjunnar. Þorgrímur segir að allt tal um reglur og kirkjuaga sé markleysa ef ekki liggi fyrir einhverjar lág- markskröfur. „Með öðrum orðum, það verður að vera raunhæfur möguleiki að prestur sé sviptur embætti fyrir agabrot, á sama hátt og það er raunhæfur möguleiki að maður missi ökuréttindi fyrir ölvunarakstur...Prest - eða biskup - sem veldur ekki hlutverki sínu á að stöðva rétt eins og bílstjóra, sem er ófær um að aka sökum ölv- unar," segir séra Þorgrímur í grein sinni... I^norska bókmenntaheiminum er litið á úthlutun bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs til Dorrit Willum- sen sem hneyksli. Þetta kem- ur fram í fréttasímbréfi um norrænt samstarf. -Skáldsagan „Bang, Skáldsaga um Herman Bang“ gerir Herman Bang meinlausan. Mótsagnarkennd- ar persónur úr fortíðinni eru skáldaðar inn í vinalegt sósí- aldemókratískt umhverfi, seg- ir Bang-sérfræðingurinn Oy- stein Ziander í viðtali við Af- tenposten. Willumsen fékk 3,5 milljónir króna í verðlaun og vísar þessari gagnrýni á bug... Olafur Ragnar Gríms- son veitti hin íslensku bókmenntaverðlaun í gær og féllu þau í skaut Böðvars Guðmundssonar í flokki fagurbókmennta og Þor- steins Gylfasonar í flokki fræðibókmennta en báðir eru vel að því komnir. Báðir verðlaunahafar eru skóla- bræður forsetans en Böðvar hefur komið viða við í skáld- skaparlist sinni og var hirð- skáld róttæklinga um tíma. Böðvar mun hafa ort vísu um Ólaf er sá síðarnefndi varð formaður Alþýðu- bandalagsins og varð vísan sú ansi fleyg. Hún er svona: Uti í snjónum flokkur frýs fána sviptur rauðum, Ólafur Ragnar Grímsson grís, gekk afhonum dauðum. "FarSide" eftir Gary Larson Nú á síðustu vikum hafa aðilar vinnumarkaðarins verið að þok- ast í það gamalkunna far að vísa mál- um sínum til sáttasemjara. Viðræðu- áætlanaferli fór eins og stjómarand- staðan spáði vinnuveitendur skildu ekki einu sinni það hlutverk sem þeim Pallborð I Gísli S. ^ ** I Einarsson skrifar var ætlað í þeim leik. Þeir tóku sér allan þann mögulega tíma sem þeir gátu í því ferh og þegar þeir loks mættu til fimdar höfðu þeir ekki einu sinni lesið yfir gögn frá verkalýðsfélögunum. Stjómvöld á fslandi hafa setið hníp- in hjá og ekkert hafst að, forsætisráð- herra lætur í ljósi að hann telji að menn séu að tala sig inn í verkföll. Fé- lagsmálaráðherra telur mál í góðum farvegi, allt sé að koma og í góðum gír í kjölfar samninga í loðnubræðslu- verksmiðju á Austfjörðum. Samræmd skoðunþað! Hvað er það sem blasir við? Vinnuveitendasambandið í skjóli ríkisstjómar hefur boðið 10 kr launa- hækkun á tímann á lægstu laun í kjöl- far steftiu ríkisstjómar um 3 % launa- hækkun samkvæmt fiárlögum fýrir ár- ið 1997. Semsagt 1700 kr á mánuði eða þar um bil fyrir lægst launaða fólkið. Ríkisstjómin hefði átt að hafa for- göngu um að hvetja VSÍ til þess að bjóða mannsæmandi hækkun lægstu launa, það er 80 þús. kr lágmarkslaun. Það em launin sem gerð er krafa um fyrir lægst launuðu hópanna. Mín Það hefur verið margskorað á ríkisstjórnina og það er ítrekað hér setjið þið nefnd til að reikna út viðmiðunartölu til framfærslu einstakiings þá getum við talað út frá einhverju sem ef til vill gæti verið sátt um. skoðun er sú að það væri ásættanlegt að launahækkanir færu síðan stig- lækkandi að 200 þúsundum, þeir sem bera laun ofan við þá upphæð fái enga hækkun fyrr en að tveimur ámm hðn- um þá þarf engin að óttast óðaverð- bólgu á íslandi. Hverskyns vinnustaðasamningar geta gengið fram innan þessa ramma og þeir sem ekki skilja þessa aðferða- fræði vilja það þá ekki eða þá að þeir vilja viðhalda gamla prósentuhækkana kerfinu þannig að þeir sem hafa minnst fái minnst en þeir sem best hafa kjörin fái mest. Réttlætið! Getur verið að réttlætið sé afstætt eins og fátæktin hjá forsætis - og fé- lagsmálaráðherra. Þeir hafa svarað úr og í þegar menn hafa reynt að ræða þau mál. Ég fuh- yrði að þegar allt að 8 - 10% launa- fólks er á einhvem hátt á ffamfæri fé- lagsmálastofnana sem greiða fólki í og án vinnu allt að 1,4 milljörðum til framfæris á síðastliðnu ári þá er fátækt við lyði. Það hefur verið margskorað á rík- isstjómina og það er ítrekað hér setj- ið þið nefnd til að reikna út við- miðunartölu til framfærslu ein- staklings þá getum við talað út frá einhverju sem ef til vill gæti verið sátt um. Fátækt er við lýði þegar þúsundir manna þurfa að leita eftir matargjöf- um og fatagjöfum eða að nota úttekt- arseðla félagsmálastofnanna fyrir lífsnauðsynjum. Þetta hefur gerst slag í slag hjá mörgum sem meira að segja hafa verið í fullri vinnu en á lægstu launum. Rfkisstjórn hefur lýst því yfir að hún ætli að koma að samningamál- um en bara ekki strax. Ríkisstjórn ber að hafa fmmkvæði í samninga- málum þegar ástandið er eins og raun ber vitni. Það verður að liggja ljóst fyrir aðilum vinnumarkaðarins hvað það er sem ríkisstjóm ætlar sér og vill gera í kjarasamningum lands- manna. Skattaaðgerðir em mikilvæg- ur þáttur sem ekki er unnt að ákvarða um milli aðila vinnumarkaðarins. Þær geta verið lausnarorð ef menn ætla að ná kaupmáttaraukningu án kollsteypu. Þessvegna verður svefni ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að ljúka nú þegar. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins. fimm á förnum v e g Hverjirfengu íslensku bókmenntaverðlaunin? Þröstur Valdimarsson raf- eindavirki: Það hef ég ekki hugmynd um. Sveinn Björnsson tón- skáld: Böðvar Guðmundsson er ann- ar þeirra en ég man ekki hver hinn er. Andrés Pétursson upplýs- ingafulltrúi: Eg man að Böðvar Guðmundsson vann fyrir fagurbókmennúr, en ekki hver vann í flokki ffæðibókmennta. Björgvin Pálsson mynd- bandaframleiðandi: Ég hlustaði ekki á fréttir og veit það ekki. Óskar Tómasson smiður: Það er mér hulin ráðgáta. v i t i m e n n Þjófur fékk áfallahjálp eftir ránið. Starfsmaður í myndbandaleigu var handsamaður á heimili sínu eftir að hafa gengist undir áfalla- hjálp eftir vopnað rán í leigunni. Við nánari athugun kom í Ijós að hann var með í ráðum. Það er greinilegt að áfallafræðingarnir teygja anga sína víða. Mogginn,í gær. Nú berst teiknarinn við áráttu- kennda hegðun og drauma um að gera heila bíómynd, þar sem Björk kemur utan úr geimnum og heimsækir jörðina. Kricfalusi heitir teiknari sem var aö gera tónlistarmyndband með Björk. Nú er hann kominn meö hana á heilann. Mogginn í gær. Hún vlll halda þulunum, finnst þær gegna hlutverki heimilisvinar fyrir einmana sálir sem eigi eng- an að. „Þá er þetta líka orðið að sjúkraliðastarfi og ef þula getur sinnt slíku myndi ég segja að hún væri að gera mjög góða hlut!.“ Rósa Ingólfsdóttir fyrrverandi súperþula hefur sínár skó6ahir 'á tllgangi þUlustárféWé. DT í gær. Því dettur mér það snjallræði ( hug að doðinn verði hristur af Rás tvö og hún skikkuð til að lesa barnasögur og spila barnatónlist svona klukkutíma að morgni og svo aftur að kvöldi. Eru blessuð börnin ekki í skólanum á morgnana. Sigríður Halldórsdóttir DV í gær. Rætið og ómálefnalegt skíkast rit- stjórans er honum ekki samboðið og í rauninni ekki svaravert. Þó ætla ég að gera honum þann heiður að svara nokkrum atriðum þessa leiðara í hans eigin blaði. Hermann Sveinbjörnsson „heiðrar" Jónals Kristjánsson sem hann segir hafa tekið upp haugsuguna og ausið svívirðingum yfir Hollustuvernd Ríkisins. Dv í gær. Ég er ein þeirra sem flensan hefur tekið föstum tökum, búin að liggja í 7 daga og finnst ég hvergi nærri orðin frísk. Og það sem verra er eru eftirköstin sé ekki farið mjög vei með sig. Sigrún varar við inflúensunni á lesendasíð- um DV í gær. Geithvönn, Angelika sylvestris Getur orðið allt að 1.25 m á hæð. Vex í rökum jarðvegi í giljum og inn- an um viðarkjarr í öllum landshlutum. Blómgast í júlí. Er einnig ræktað til skrauts. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.