Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ð t a I i ð WM Björn Friðfinnsson hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem stjórnandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Hann er nú snúinn heim og starfar sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Kolbrún Bergþórsdótt- ir hitti Björn og forvitnaðist um framkvæmd EES- samningsins, Evrópusamstarf og sitthvað fleira Það eru til reglur um lögun banana... Nú er oft sagt að Evrópusambandið og EES séu að drukkna (lagasetning- um og reglugerðum. Þar séu staðlað- ar reglur um allt, meira að segja það hvemig gúrkur eigi að vera í laginu. „Þetta með gúrkumar er þjóðsaga, en það eru til reglur um lögun banana; þeir skulu vera að „venjulegri“ stærð og lögun. En frægasta sanna dæmið um sérkennilega reglugerð er þegar fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sátu í þijú ár við að semja reglur um ávaxt- asultu. í endanlegri tilskipun segir síð- an að í skilningi þessarar reglugerðar teljist gulrætur ávöxtur. Þetta stafaði af því að Portúgalar börðu í borðið og harðneituðu að skrifa undir nema fall- ist yrði á þessa skilgreiningu, því í Portúgal eru sultuframleiðendur vanir því að blanda gulrótum í ávaxtasultu. Þegar menn ætluðu sér að koma á innri markaði með einum samræmd- um markaði töldu þeir að það yrðu að vera til samræmdar reglur um aUt. En þetta „allt“ er mjög víðtækt og til urðu reglur sem voru ofur nákvæmar og smásmugulegar. Auðvitað hafa menn smám saman verið að gera sér grein fyrir því að það gengur ekki að setja svona nákvæmar reglur um hlutina. Nýjustu reglur sem settar em um ein- stakar vörur em því örstuttar, íjalla um öryggi vörunnar og almannaheill og síðan er vitnað í Evrópustaðla. Atvinnulífið kemur að samningu þessara staðla. Það gerist þannig að fram kemur fmmvarp að staðli sem er samið af staðlaráðunum í Evrópu og fmmvarpið er svo sent til umsagnar í aðildarríkjunum. Þar höfum við Is- lendingar tækifæri til að gera athuga- semdir og þær hafa alveg jafn mikið vægi og þær sem koma frá meginland- inu. Við verðum því að fylgjast með þannig að ekki séu settar reglur í þessa staðla sem eru andstæðar íslenskum hagsmunum." Stóri bróðir er ekki í Brussel Nú er stundum talað um Brussel eins og þar sé aðsetur Stóra bróður. Hvemig líkarþér sá tónn? „Mér líkar hann ekki. Þessi tónn heyrist áberandi oft frá Bretum, sem hafa málað sig út í hom í Evrópusam- starfmu. Þeir tala um að þetta eða hitt sé ákveðið í Bmssel og láta sem það sé gert án þeirra þátttöku. En það er ekkert ákveðið í Brussel. Ákvarðanir em teknar í höfuðborgum aðildarríkj- anna og endanleg undirskrift fer svo ffam eftir fundi í Bmssel. Stundum er talað um mikinn starfsmannafjölda ESB í Bmssel en menn gleyma því þá að helmingur þeirra em túlkar og þýð- endur sem þýða skjöl og ræður milli hinna ellefu opinbem tungumála sam- bandsins. Svo er hérlendis talað um reglurnar frá Brussel, eins og þær komi íslenskum rétti lítið við. En þessar reglur eru ekki teknar upp í EES-samninginn án vilja íslendinga og íslenskur landsréttur er aðlagaður þeim, þannig að hér er um að ræða ís- lenskar reglur sem almenningur og lögaðilar geta sótt rétt sinn til. Ágætt dæmi um þetta er tilskipun sem fjallar um réttindi starfsfólks við yfirtöku fyrirtækja. Tilskipunin er ekki sérlega vel orðuð, hún er óljós og hefur orðið tilefni fjölmargra dómsmála í öðrum EES-ríkjum. Það hafa líka verið kveðnir upp dómar hjá dómstóli Evr- ópusambandsins vegna sömu tilskip- unar og EFTA-dómstóllinn hefur sent frá sér ráðgefandi álit á túlkun hennar að beiðni norskra dómstóla. Auðvitað eiga íslenskir starfsmenn þama sömu réttindi að gæta og aðrir vegna lög- töku tilskipunarinnar í íslenskan rétt, en að mér vitandi hefur enginn vitnað til þessa í málflutningi fyrir íslenskum dómstólum." Er munur áframkvœmd EES-samn- ingsins eftirþjóðum? „Já. Mér fannst Svíar og Finnar standa sig langbest meðan þeir voru aðilar að EFTA. Þar er skilvirkasta stjórnsýslan. fsland er hins vegar í slöku meðallagi miðað við öll EES- ríkin, en við verðum að standa okkur vel ef EES-samstarfið á að verða lang- líft. Það byggist á því trausti sem EFTA-ríkin hafa hjá öðrum aðildar- ríkjurn þess.“ Hver er ávinningur íslendinga af EES-samningnum ? „Hann er í fyrsta lagi fjárhagslegur, samanber umtalsverðar tollalækkanir. Síðan er það mín trú að veruleg breyt- ing hafi orðið á útflutningi hér á landi í kjölfar hans. Unnar vörur eru fluttar út í meira mæli en áður. Skemmtileg- asta dæmið sem ég þekki um þetta er að í Covee, verslunarkeðju í Belgíu, eru seld 55 vörunúmer af íslenskum fiski og sjávarafurðum frá tveimur frystihúsum á Norðurlandi og þeir selja nú lambakjöt frá Homafírði, sem pakkað er í smásölupakkningar á Höfh. Ekki má gleyma því að það hefur reynst íslenskum fyrirtækjum og rann- sóknarstofnunum mjög mikilsvert að fá aðild að rannsóknarverkefnum og þróunaráætlunum innan EES. Þetta hefur skilað talsverðu og á eftir að skila meiru. Menn öðlast þekkingu á því sem er nýjast á þeirra sviði og margvísleg tengsl myndast í tækni- samvinnu og markaðssamvinnu milli fslenskra og erlendra fyrirtækja.“ Hvaða mál hafa komið upp sem varða brot íslendinga á samningnum? „Þau eru ekki mörg, en þar má nefna kærur vegna vörugjalds og áfengiseinkasölu. Þá var lagt auka- gjald á innfluttan bjór, sem fellt var niður eftir að Eftirlitsstofnunin hafði gert athugasemdir við það. Margar kvartanir koma vegna þess að menn telja sig hafa mætt viðskipta- hindrunum í öðrum EES ríkjum. Við knýjum þá á um að leiðrétting fari fram. Sumir þeirra sem senda kæru til okkar til dæmis gagnvart eigin stjóm- völdum, vilja ekki láta nafhs síns getið og Eftirlitsstofnunin getur þá tekið málið upp í eigin nafhi.“ Velferðarsvæði framtíðarinn- ar Finnst þér að íslendingar eigi að sœkja um aðild að Evrópusamband- inu? „Ég held að við ættum að sjá til hver þróunin verður á allra næstu ár- um, en við misstum af tækifæri til þessa á árunum 1993 - 94. Hitt er ljóst að ef ríkjunum fjölgar breytist ESB og það kann að verða tilefni til endurmats á stöðu okkar.“ Finnst þér við jylgjast nœgilega vel með samrunaferlinu íEvrópu? „Nei. Það er afdala- eða eyja- mennska í okkur eins og vinum okkar Bretum, en mörgum finnst núverandi stjórnvöld þar í landi vera búin að mála sig út í hom í Evrópumálum. Við fáum mikið af firéttum í gegnum breska fjölmiðla og túlkun þeirra á niðurstöðum funda í Brussel er oft verulega ffábrugðin túlkun til dæmis belgískra, þýskra og franskra fjöl- miðla. Það er engu líkara en maður sé ekki að fá fréttir af sama atburði. En íslendingar hafa aðeins hina bresku túlkun. Kannski þyrfti að leggja meiri áherslu á nám í öðrum tungumálum Evrópu til viðbótar við ensku og dönsku. En varðandi framgöngu íslenskra stjómvalda þá má spyija um metnað þeirra? Vilja þeir taka þátt í þessari uppbyggingu eða sinna einungis sínu. í Evrópusamstarfinu eru menn að hugsa um álfuna sem heild, sjá hana sem velferðarsvæði framtíðarinnar og miða stefnu sína við það. Okkur hættir til að hugsa eingöngu um okkur sjálf og fylgja fyrst og ffemst efnahagslegri þjóðernisstefnu. Við höfum minni áhyggjur af þróun mála í álfunni í heild.“ íslenskir stjómmálamenn eru sem sagt ekki áberandi miklir alþjóða- hyggjumenn? ,Eg held að viðhorfin fari eftir kyn- slóðum. Yngri kynslóðin er mun með- vitaðri um Evrópuþróunina en sú eldri og sýnir henni áberandi meiri áhuga. í því sambandi er rétt að minna á að EES-samningurinn býður upp á sam- eiginlegan vinnumarkað sem kemur unga fólkinu til góða, vilji það kynn- ast öðrum Evrópuþjóðum nánar. Það er öllum hollt og það jafnvel skerpir umhyggju okkar og virðingu fyrir kostum Islands. En það er umhugsunarefhi að þegar við ráðum fólk í vinnu hjá stofnunum EFTA í Brussel að í raun skulum við verða að setja það skilyrði að viðkom- andi hafi viðbótamám frá erlendum háskóla. Próf úr Háskóla íslands er einfaldlega ekki tahð nægilega traust- ur grunnur í þeim greinum sem við ráðum fólk til. Þetta er vissulega áhyggjuefhi." Hefði verið lengur úti Ertu sáttur við að vera kominn heim? „Já, ég er það, en ég hefði verið lengur úti hefði ég vitað hvað við tók eftir að heim var komið.“ Nú ertu ráðgjafi rikisstjómarinnar í Evrópumálum? Felst íþvíeinhver við- urkenning á því að ríkisstjómin standi sig ekki varðandi framkvœmd EES- samningsins? „Nei. En staðreyndin er sú að þijú ár eru liðin ffá því samningurinn tók gildi. Mannabreytingar hafa orðið í ráðuneytunum og ljóst er að minnk- andi þekking er á samningnum. Það er erfitt fyrir stjómvöld ’að standa sína pligt þegar starfsmennirnir þekkja ekki nákvæmlega til efnis þessa viða- mikla samnings. Eins þarf að kynna samninginn meðal almennings. Mitt verkefni nú í augnablikinu felst því fyrst og fremst í því að fræða menn um samninginn.“ Hverju finnst þér helst að megi breyta í íslensku þjóðfélagi? „Við höfum enn fyrirmyndir að sækja til nágrannaþjóða okkar og þá fyrst og ffemst til Norðurlandanna. Á Islandi er of mikil streita í fólki og eft- irsókn eftir vindi. Ég held að við ætt- um að reyna haga því svo að vinnu- tími verði hér styttri en afköst meiri. Við þurfum að hlúa betur að fjöl- skyldunni og nánasta umhverfi okkar og ná meira jafnvægi í líf okkar og samfélagið." „í Evrópusamstarfinu eru menn að hugsa um álfuna sem heild, sjá hana sem velferðarsvæði framtíð- arinnar og miða stefnu sína við það. Okkur hættir til að hugsa eingöngu um okkur sjálf og fylgja fyrst og fremst efnahagslegri þjóðernisstefnu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.