Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 V Í ð t Q I ...—; Kjartan Kjartansson, trillukarl og fangavörður. Hann var á nætur- vakt í Hegningarhúsinu í nótt, skrapp á sjóinn beint úr vinnunni og kom að aftur um tvöleytið. Þjóðveija. Auk þess kynntist hann mörgum íslenskum stúdentum, sem hann .hafði ‘mikið samneyti við og minnist þeirra með hlýju. Sérstaklega er honum minnisstætt úr þeirra hópi “góðmennið sjálft”, ein og hann orðar það, Sveinbjöm Bjömsson, núverandi háskólarektor. “En ég hef verið of skyldur Hrafn- keli bróður mínum, var ekki við eina fjölina felldur og fór illa að ráði mínu. Auk þess hef ég ekki verið neitt sérlega vel rómaður í hjónaböndum mtnum, því ég er aldrei heima, ég er alltaf úti á sjó, tala ekki um annað en sjó og vinn helst alla aukavinnu við línur og net. Nemahvað að ég fer í þriggja mánaða sumarfrí til Islands og dvel þann tíma á vegum Sveinbjamar, hjá pabba hans og stjúpu. í rælni hringdi ég eftir auglýs- ingu í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir rennismið, ætlaði eiginlega ekkert að gera nema að vita hvaða kaup rennismiðir hefðu hér heima, sem reyndist vera helmingi lægra en ég hafði úti. Það var Sveinbjöm í Ofna- smiðjunni sem auglýsti og það er ekk- ert með það að hann stráði fyrir fætur mér alls konar gylliboðum, en ég hafði ekki áhuga, vildi fara aftur út, og kvaddi hann með virktum. Daginn eft- ir hringdi hann og bað mig að koma aftur og tala við sig. Það endurtók sig einum þrisvar sinnum og í síðasta sinn tók ég konuna með. Þá bætti Svein- bjöm íbúð ofan á annað sem hann var búinn að bjóða áður. Þá steig konan ofan á tæmar á mér, sem þýddi: Taktu það.” Hvílík helv ... neyðarskömm í Ofnasmiðjunni var ég í sex ár, eins og í Þýskalandi. Með Ofnasmiðjunni vann ég mikla aukavinnu, réri á nótt- unni, vann annað hvort kvöld á Hótel Sögu og svo á rjúpna- og gæsaskitteríi þess á milli. Ég verð að segja að ég held að hvergi sé betra að vera en á íslandi og mér hefur alltaf liðið afskaplega vel á öllum sviðum allt ffarn á þennan dag. Ég hef alltaf getað litið til sólar og hlakkað til hvers einasta dags, alltaf nóg að gera. Unga fólkið nú til dags hefur ekki þau tækifæri sem við höfð- um, nú er atvinnuleysi og vonleysi í ungu mönnunum. Þeir hafa hæfileik- ana, en fá ekki tækifæri. Þá kem ég að þessu með smábátana, hvílík helv ... neyðarskömm það er að eyðileggja það fyrir íslendingum að geta farið á effi ámm yfir á smábát og dundað sér við þetta í ellinni. Hafa af því ánægju, skapa sér svolitlar tekjur og geta lagt eitthvað smávegis til þjóð- félagsins í sköttum. í staðinn eru þeir gerðir að ómögum sem þurfa að ganga bónarveg að atvinnuleysisbótum og láta stimpla sig á einhverri skrifstofu í hverri viku. Þetta er sorgarsaga. Það er vagga samfélagsins að ungir drengir þroskast upp í að leika sér á bátum, vera á bátum, læra að vinna fyrir sér, fara svo á stóru skipin, af þeim aftur á efri árum niður minni bátana og vera í sakleysi sínu á vogum og víkum að draga svolítinn ftsk. Réttlætið hefur mistekist í framhaldi af þessum síðustu orðum Kjartans er rökrétt að biðja hann um mat hans á því kerfi sem notað er við stjóm á fiskveiðum okkar íslendinga. “Kvótakerfið er alveg hryllingur á “Heyrðu, ég skal segja þér það kallinn minn”, og tóbakið flæddi út úr honum og út um allt, “að það er nóg að hafa einn drullusokk um borð, þótt maður bæti ekki öðrum við.” marga lund. Ástæðumar til að það var sett á í upphafi er auðvitað augljósar, þær að það þurfti að koma stjóm á þá skefjalausu veiði sem var til þess að menn eyðilögðu hráefnið í stóram stfl. En það er sorgarsaga að réttlætið hefur mistekist í vinnubrögðunum. Það er kannski hægar um að tala en í að kom- ast og eiga að stjóma þessu. Ég ber virðingu fyrir Þorsteini Pálssyni, hann er satt að segja ákaflega réttsýnn mað- ur. Ég hef þurft að tala við hann og verða að segja að ég hef átt við hann ákaflega ánægjulegt viðtal, miklu ánægjulegra en ég bjóst við. Hann hef- ur tekið á sig vammir og skammir, en það þýðir ekkert að vera að íjandskap- ast út í menn sem era að bjarga þjóð- inni. Hins vegar getur þeim auðvitað missýnst. Haffannsóknarstofnunin er náttúrlega potturinn og pannan í þessu hræðslubandalagi öllu. Hún er of rög á ýmsum sviðum. Auðlindin er full af fiski núna. Að vísu er farið að auka gjöfina á garðann núna, en frá árinu 1990 er búið að drepa niður stóran hlut útgerðarmanna. Kvótabátamir em nán- ast gufaðir upp. Það er ægilegt að segja ifá því að af fjörutíu og tveggja tonna kvóta á ég ekki eftir nema kannski um tvö tonn og gæti ekki haldið þessu áfram nema af því að ég hef geta keypt nokkur tonn. Það hefur verið skorið niður þannig að við höfum lifað eigin- lega blóðrauðan feril niður í núll. Aðr- ir hafa getað skarað eld að sinni köku, keypt báta og fært sig til í pottinum og em með mikinn kvóta. Síðan mega þeir veiða ýsu, ufsa, karfa og fleiri tegundir og það heitir utankvótaafli. Þeir gætu þess vegna veitt 100 tonn af ýsu sem telst ekki kvóti. Á síðasta kvótaári vora tekin af mér þijú tonn af ýsu og svipað árið áður og sett yfir í einhvetja aðra sjóði sem ég fékk aldrei neina skýringu á. En bróðir minn er á krókabáti og hann má veiða ýsu og ufsa utan kvóta eins og hann vill. Þetta er ekki rétt- læti”, segir Kjartan og er mikið niðri fyrir. “Ég kaupi ýsukvóta fyrir bein- harða peninga, svo er hann tekinn af þér og afhentur einhveijum öðram. Maður getur orðið bijálaður þegar maður hugsar út í þetta”. Talsvert skattþungur maður Kjartan hefur átt nokkra báta um ævina og sótt sjóinn samhliða launuðu starfi í landi. Flestir vilja því kalla sjó- mennskuna aukastarf hjá honum, en hann er á öðra máli. “Ég get ekki annað séð en að það sem hugurinn er allur við sé aðalstarf, og einnig vegna þess að þeir sem era duglegir geta aflað þó nokkurra tekna. Ég verð að viðurkenna að ég er talsvert skattþungur maður, sennilega fyrir það að ég afla nokkuð drjúgt á bátinn. Ég hef þetta frá fjóram upp í sex milljónir á hann árlega. Af því fer megnið í skatta og annað í tilkostnað. Það er ekkert eftir. Ýmsir spyija mig til hvers ég sé að þessu. Svarið er alltaf það sama, ég segi þeim að það sé vegna þess að ég hafi yndi og ánægju af því. Maður þakkar bara fyrir að geta endur- nýjað veiðarfærin. Það er gulli betra að horfa á þau ný og falleg og hlakka til næstu vertíðar þegar þau fara í hafið og aftur byrjar skefjalaus þrældómur. Þetta er alveg satt. Hvað sem ég hef Ég kaupi ýsukvóta fyrir beinharða peninga, svo er hann tekinn af þér og afhentur ein- hverjum öðrum. Maður getur orðið brjálaður þegar maður hugsar út íþetta”. verið þreyttur þegar ég skríð í rúmið að kvöldi, með bakverk, höfuðverk og tak hér og þar, þá vakna ég hress og endur- nærður klukkan fjögur og þá halda mér engin bönd frá að koma mér aflur til hafs. Þetta er hroðaleg árátta. Það hljómar ekki trúlega, en það er þannig að menn sem eru haldnir þess- ari áráttu finnst þeim líka gaman að vera á hafinu í bijáluðu veðri. Hvað það snertir hef ég stundum hagað mér illa og verð að viðurkenna að hjartað hefur skolfið dálítið af hræðslu og stundum hef ég orðið veralega hrædd- ur”. Þurfti að taka “punginn” Kjartan settist í Stýrimannaskólann í desember í fýrra, fannst hann þurfa að taka “punginn” (þ.e. réttindi til að stjóma báti upp að 30 rúmlestum). Hann sagði að menn hefðu verið hund- eltir af kerfinu og reknir í land ef þeir höfðu ekki réttindi og hann var orðinn hræddur um sig. “Hver getur kennt mönnum með 50 ára reynslu?” spyr hann. “Er ekki dálítill derringur í að halda það?” Hann segist raunar ekki hafa tekið neitt sérstaklega gott próf f því sem kennt var í skólanum, “en ég kann allt annað.” Kjartan sækir ekki langt, hann veið- ir helst hér inni á Sundunum, upp í mynni Hvalfjarðar og fer stundum eitt- hvað út fyrir Gróttu. Hann veiðir nær eingöngu í net og segir að fiskurinn sem hann veiðir um þessar mundir sé geysilega fallegur, stór og vel feitur. “Það er nógur fiskur héma rétt undan, mér hefur dottið í hug að leggja þvert fyrir hafnarkjaftinn, en hef ekki þorað það vegna skipaumferðar. Ég get svar- ið að það hefur kakklóðað héma um Sundin. Eitt kvöldið nýlega lagði ég fá- eina metra norðaustur af Engey og dró aftur klukkan ellefu eina trossu og í henni vora 700 kg. Lagði aftur og dró korter fyrir þijú. Þá vora 800 kg. í henni, boltaýsur af bestu gerð.” Spyrja hvað mig hafi dreymt Því er haldið fram af sumum mönn- um sem til þekkja að Kjartan sé alltaf aflahæstur af trillukörlunum hér um slóðir. “Nei, það er ekki satt, en stundum hef ég verið hundheppinn. Ég hef farið á vissum augnablikum, af því að ég er nákunnugur þessum smáblettum öll- um, það eru bara smáblettir þar sem veiðivon er. Ég er draumspakur maður og ég fer mikið eftir draumum hvað snertir afla, veður og raunar allt, jafn- vel heilsuna iíka. Þetta er satt og marg- ir telja mig stórfurðulegan vegna þessa, en aðrir spyija í tvísýnu útliti hvort mig hafi eitthvað dreymt. Ég hef ekki lórantæki um borð, ég nota fjöllin. Ég nota gömlu miðin sem menn hafa notað um aldir, þrautreynd af gengnum kynslóðum. Enginn getur sagt að þetta sé ekki rétt staðreynd. Lóraninn er staðsetningartæki sem get- ur hjálpað manni að finna aftur staðina, alveg eins og fjallamiðin. En ég held að þegar maður hættir að horfa í kring- um sig og les bara tölur á tækjum inni í brúnni, þá missir maður sambandið við náttúruna og þá er þetta ekki leng- ur skemmtilegt starf, bara brauðstrit.” Að lifa með náttúrunni Kjartan Kjartansson rabbaði við blaðamann svo klukkustundum skipti. Hér er birt brot af því helsta sem hann sagði í spjallinu, en margt gott verður að bíða betri tíma eða glatast. Þessi kraftalegi trillukarl og vinnuþjarkur virðist geyma með sér bamssál, fulla af bjartsýni, lífsgleði og dýrkun á náttúr- unni, en er jafnframt hlaðinn visku hins lífsreynda og herta manns. Hann talar ekki illa um menn, en vorkennir þeim sem taka að sér verk sem þeir ráða ekki við en mest finnur hann til með unga fólkinu sem nú elst upp í útreiknuðu þjóðlífi nútímans og hefur verið svipt möguleikanum á að læra að lifa með náttúranni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.