Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 1
MMÐU6LMÐ Fimmtudagur 27. febrúar 1997 Stofnað1919 30. tölublað - 78. árgangur Verkföll hefjast níunda mars og allsherjarverkfall 23 mars. Við látum sverfa til stáls - segir Björn Grétar Sveinsson en verði ekki samiö áður fara 80 þúsund manns í verkfall. "Gengur hvorki né'rekur í viðræðum." "Skelli verkfallið á, þá fara nær allar samningaviðræður í baklás," segir Halldór Björnsson formaður Dags- brúnar. "Þegar horft er yfir sviðið eru menn ekki að tala um nein einangruð verkföll, við erum að tala um að nær allt Alþýðusambandið er að fara í verk- fall, um 80 þúsund manns. Það er langt frá að þetta sé nokkur gamanleikur eða sumarfrí," segir Halldór. "Það getur verið mjög erfitt að snúa ofan af þessu þegar það er komið á fulla ferð, ég er sammála Guðmundi Gunnarssyni í því," "Það er ekki að ástæðulausu sem formenn landssambandanna skora sameiginlega á félögin að boða til verkfalls. Því fylgir gífurleg alvara og menn skyldu ekki ætla að það sé gert f kæruleysi," sagði Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasambands fslands. "Það gengur hvorki né rekur í samningaviðræðunum. Kröfur okkar eru reiknaðar þvers og kruss, upp og niður og við getum ekki haldið svona áfram. Stjórnvöld mega heldur ekki bíða. Þeirra hlutur er óaðskiljanlegur hluti af þessari erfiðu stöðu. Ég er hissa á að frá ríkisstjórninni hafa ekki komið nein svör," sagði Björn Grétar. Mikið er um fundarhöld hjá Dags- brún þessa dagana, margir vinnustaða- fundir á hverjum degi. í gærkvöldi var fundur í stóru sanminganefndinni og félagsfundur klukkan 13:00 í dag í Bíóborginni. Á þessum fundum verður farið yfir fyrirhugaðar verkfallsboðan- ir, sem eru þessar: Verkfall hjá Mjólk- ursamsölunni og MS-ís 9. mars, ef ekki verður búið að semja, 12. mars hjá hafnarfyrirtækjunum, Samskip, Eim- skip og löndun, 16. mars hjá olíufélög- unum og allsherjarverkfall 23. mars. "Það er engin ástæða til að ætla ann- að en að til verkfalla komi. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til ann- ars," segir Halldór Björnsson. "Vilji menn semja er það enn hægt." "Við látum sverfa til stáls," segir Bjöm Grétar Sveinsson, "það er nauð- synlegt." ¦ Útvarpsréttarnefnd fjallar um yfirtök- una á Stöð tvö og Stöð brjú. Vill lögfræðilegt mat á framsali Árni Gunnarsson: "Skýr ákvæði um það að óheimiít sé að versla með sjónvarpsrásir." "Að mínum dómi eru skýr ákvæði um það að óheimilt sé að versla með sjónvarpsrásir sem útvarpsréttar- nefnd hefur úthlutað," segir Árni Gunnarsson fulltrúi Alþýðuflokksins í Utvarpsréttarnefnd en nefndin mun koma saman klukkan hálfníu í dag til að fjalla um yfirtöku Stöðvar tvö á Stöð þrjú, "Ég mun óska eftir ítarlegu lög- fræðilegu mati á framsali á þessum rásum, hvort þar hafi rétt verið að verki staðið," segir Ami og vildi ekki segja meira um málið að svo stöddu. Sjá fréttaskýringu á síðu sjö. /tSKUlJOr 3 Bln drlim ListakonanSvavaSkúladóttirerfæddárið1910en Hjörtur Guðmundsson hagleiks og uppfinningamaður árið 1928, bæði sýna þau verk sín á Nýlistasafninu þessa dagana. Svava sýnir vatnslitamyndir og leirverk en Hjörtur það sem hann kallar uppfinningar. Hjört- ur er mikill hagleiksmaður og það er ekki til það heimilistæki eða fjölmúlavíl sem hann getur ekki lagað þegar iðnaðarmennirnir hafa dæmt það á öskuhaugana, Svava hefur fundið lífi sínu tilgang í listinni nú þegar ellin hefur færst yfir með sín gráu hár. Bæði flokkast þau undir að vera æskulistafólk eða svokall- aðir naivistar í listsköpun sinni því þau hafa enga menntun hlotið eða tilsögn í myndlist. Hylltur af Alþingi Á morgun kemur Lars Emil Johansen formaður grænlensku landsstjóraarinnar til íslands og mun hann heimsækja þingpalla Alþingis klukkan 15.45. Gert er ráð fyrir að sem flestir þing- menn verði viðstaddir og munu þeir hylla hann með því að rísa úr sætum. Slíkt er sjaldgæft þegar um opinberar heimsókmr er að ræða. Stephansstofa Mörður Arnason hefur lagt fram á Alþingi tillögu þess efn- is að hér á landi verði stofnuð skrifstofa sem sinna muni mál- efnum Vestur-íslendinga. Hug- myndin er sú að skrifstofan verði kennd við Stephan G. Stephansson og nefnd Steph- ansstofa. Allt bendir til að hún verði samþykkt, en það er sem kunnugt er fremur fátítt þegar um tillögur stjórnarandstæð- inga er að ræða. Sjá bls. 7. Loksins! Loksins! Loksins! „^^^^^^__^_^ |>riii»^l».i|y^^jgi.jg| « 5 rwmmumm ísíí t/mmum íummmjmmmmmmmmm * í H btí t»¦*• » m mttimi 11 tu*• i > ¦¦ '» 'mm lOnUAmiifc — ¦ ¦¦ 'jm-m m t ii.—nnmwiin tmmmmmmmimmm »11 f 111 lUtitllfili u ) i I * «I»fiMnirtffimi LlltiJJ!«tlii íi t» M 1» J 1*1""' Það sem allir hafa veríð að bíða eftir. Sérsmíðaðar álrimlagardínur á verði sem á engan sinn líkan, framleiridar af Sólargluggatjöldum með sömu frábæru þjónustunni eins og alltaf. Tökum mál - Gerum tiíboð - Setjum upp. Gerið samanburð. Velium íslenskan iðnað. T> *"' ^•^^ Sbúlanntn M _ cím gluggatjöld. Skúlagötu 51 - símar 5513743 og 551 5833

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.