Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 7
FIIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r q t t i r ■ Kvóti í læknadeild þrátt fyrir skort á læknum Verið að tak- marka aðgang að stéttinni - segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formaður Stúdentaráðs. Guðrún Guðmundsdóttir að- stoðarlæknir: Kerfið vinnur gegn heimilis- læknum.” “Mér finnst skjóta skökku við að verið sé að takmarka inn- göngu í Læknadeildina þegar ljóst er að það vantar lækna á ís- landi og sérlega á landsbyggðina og sagt er að eftir aldamót verði orðinn verulegur skortur á lækn- um í landinu,” segir Vilhjálmur H. Vihjálmsson formaður Stúd- entaráðs. “Nú þegar er mikill skortur á heilsugæslulæknum á landsbyggðinni en á sama tíma, á síðustu árum hefur nýnemum f Læknadeild fækkað úr 39 í 30. Nú eru 39 á fyrsta ári vegna mis- taka við prófgæslu, deildin virð- ist geta annað því leikandi létt, svo maður hlýtur að draga þá ályktun að það sé viljandi verið að takmarka aðgang að stétt- inni.” “Það er ljóst að það er ekki heimild fyrir því að nota klásus- inn í læknadeild til að skammta • • .■ . Út-í atvinnufífið og það virkar á báða vegu,” segir Guðrún Guð- mundsdóttir aðstoðarlæknir. “En mér sýnist að hann sé ekki not- aður samkvæmt yfirlýstum markmiðum í núverandi kerfi, því deildin á að geta tekið inn fleiri nemendur en hún gerir að einhverjum ástæðum. Menn hafa ekki fullreynt hagræðingu innan deildarinnar og notfært sér þá minni sjúkrahús. Það er fyrst á síðustu tveimur árum sem far- ið er að nota heilsugæslustöðvar úti á landi en það á auðvitað að gera. Það vantar heilsugæslu- lækna og því á að vekja áhuga þar. Eins og málin standa núna er ekki hægt að taka einn einasta mánuð úti á landi á kandfdatsár- inu. Kerfið vinnur því gegn heimilislæknum en því er hægt að breyta án þess að fjölga ný- nemum í læknadeild, það eitt og sér er engin trygging, því nem- endumir fara ekki nauðsynlega í heimilislækningar.” ■ Tillaga um að efla tengslin við Vestur-íslendinga Mörður vill stofnun Stephansstofu “Ég varð strax var við það þegar ég lagði tillöguna fram að hún naut meiri stuðnings og áhuga en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hér á þing- inu og utan þings,” segir Mörður Ámason en hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu þess efhis að hér á landi verði stofnuð skrifstofa, kennd verði við Vestur- íslendinginn Steph- an G. Stephanssonar, sem sinna muni málefnum Vestur-íslendinga. Mörður segir áhuga þingmanna á þessari tillögu hafa endurspeglast á ýmsan hátt meðal annars í því að sér- staklega hefur verið hliðrað til fyrir henni á þinginu. í kjölfar tillögunnar hefur komið fram áhugi á því að tengja Stephans- stofuna við Vesturfarasetrið á Hofs- ósi. Mörður tekur vel í þær hug- myndir. “Ég tel það ágæta hugmynd að finna Stephansstofu stað á Hofs- ósi og reka hana í tengslum við Vest- urfarasafnið þar. Þama yrði þá mið- stöð stjómsýslu, upplýsingamiðlunar og ættfræðirannsókna gagnvart Vest- ur íslendingum og fleiri hópum,” segir Mörður. Því má bæta við að í tillögu Marð- ar er varpað ffarn þeirri hugmynd að Stephansstofa taki að sér upplýsinga- miðlun og samskipti við íslendinga sem búsettir em í öðrum löndum til dæmis á Norðurlöndum og Ástralíu. Málið var rætt á þingi í fyrradag og hefur fengið mjög jákvæðar und- irtekir frá þingmönnum úr fjórum flokkum, þar á meðal frá Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra. Mörður um Stephansstofu: “Þarna yrði þá miðstöð stjþrnsýslu, upplýs- ingamiðlunar og ættfræðirannsókna gagnvart Vestur- Islendingum og ■ Pólitískur skollaleikur og leikflétta Jóns Ólafssonar Yfirtekur Stöð þrjú Stöð tvö Hugmyndin um að Jón Ólafsson og Sigurjón Sighvatsson hafi þegar samþykkt að selja sinn hlut til Stöðvar þrjú hefur fengið byr undir báða vængi og þá að ákveðið hafi verið að lempa rásirnar yfir til Stöðvar tvö áður en gengið yrði frá kaupunum. Samkvæmt heímildum blaðsins hafa báðir aðilar gengið út frá því að það myndi ganga nær sjálfkrafa fyrir sig en eins og segir í frétt á forsíðu blaðsins er það ekki endilega rétt mat. Kolkrabbinn talaði um hreðja- tak Stöðvar tvö á sjónvarpsmark- aði á sínum tíma enda var Jón Ólafsson grunaður um vissa sam- úð með vinstriöflunum vegna upprunans, kolkrabbinn vildi hinsvegar hafa tögl og hagldir áfram gegnum Morgun- blaðsveldið. Hægri menn sökuðu Stöð tvö um vinstri villu og aðil- ar innan kolkrabbans töluðu um vinstri slagsíðu á fréttum stöðv- arinnar. Þegar ákvörðun um stofnun Stöð þijú, var tekin á sín- um tíma með þáttöku Árvakurs, Eimskips og Sjóvá Almennum, og Stöðin fékk úthlutað tilskyld- um rásum til mótvægis tókst reksturinn með ólíkindum illa og þeir töpuðu á níunda hundrað milljónum á íyrirtækinu. Frá upphafi hefur gilt jafnræð- isregla við úthlutun rása. Á sín- um tíma þegar útvarpsréttamefnd fækkaði leyfum til sjónvarpsrása hjá báðum stöðvum vegna til- komu nýrra umsækjenda hrikti í stoðum Morgunblaðsveldisins enda meðeigendur í Stöð þijú. Þar til útvarpsréttamefnd hefur skorið úr um framhald málsins nú er erfitt að geta sér til hvað verður. Almenna reglan er sú að framsal er bannað en það þarf að skoða það í samhengi hvort um framsal er að ræða í lögffæðileg- um skilningi. Ef að tvö hlutafélög sameinast gerist það þannig að þau eignast hlut í hvort öðm og til verður eitt hlutafélag. Er þá verið að afhenda rásir milli fé- laga? Stöð þijú, eignast eftir sam- mnann tæplega tíu prósent hlut í íslenska útvarpsfélaginu en gefn- ar hafa verið yfirlýsingar um að hlutabréf fari á almennan mark- að. Eftir sarnmna hlutafélaganna hafa báðir aðilar lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að selja sinn hlut ef rétt verð fáist. Líkt og kom ffarn í umfjöllun blaðsins í gær var gerður gagnvirkur kaup- samningur sem kveður á um for- kaupsrétt beggja aðila á ákveðnu verði en verðið sem nefnt er fyrir hlut Siguijóns og Jóns er milli 6 til 7 milljarðar. Skollaleikurinn, pólitísk átök um völd yfir þeim volduga miðli sem sjónvarpið er, hefur leitt af sér stærsta fjölmiðlaveldi á ís- landi. Jón Ólafsson og Siguijón Sighvatsson hafa í trássi við Kol- krabbann haldið þannig á sínum spilum, að það hefur skapað geysileg verðmæti. Kolkrabbinn situr eftir með sárt ennið og ef þeir ætla að kaupa sér leið inn á sjónvarpsmarkaðinn er enginn önnur leið fær en að versla við Jón Ólafsson og Siguijón Sig- hvatsson. Sirkusinn færir Jóni Ólafssyni enn meiri auðæfi, en sögusagnimar benda til þess að í leikfléttu Jóns sé gert ráð fyrir að Kolkrabbinn fái svo fer fram sem horfir sjónvarpsspilin á hendum- ar. ■ Frestun síldveiða um hálfan mánuð Gæti aukið aflaverð- mæti um 300 milljónir - segir Finnbogi Jónsson Neskaupstað. w Verðmæti síldaraflans gæti aukist um 300 milljónir krónur ef veiðum yrði frestað um hálfan mánuð,” segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar á Neskaupstað. “Það er talað um að leyft verði að hefja veiðamar 3. maí, en ef því væri frestað fram yfir miðjan mánuðinn verður sfldin orðin miklu feitari og lýsisinnihaldið meira svo það myndi skapa verulega verðmætaaukningu. Best er sfldin þegar komið er fram í hjá Síldarvinnslunni á júní,” sagði Finnbogi. Hann gefur sér þær forsendur að lýsisinnihald sfldar- innar í maí sé 8% en 17% í júní. Verði veiðar ekki hafnar fyrr en 17. eða 18. maí mætti búast við að lýsis- innihaldið yrði að meðaltali 12% það sem eftir lifði mánaðarins. Miðað við jafna dreifingu veiðanna reiknast honum til að verðmætaaukningin gæti orðið 300 milljónir króna, eða jafnvel meiri. Leiðrétting Um hin þöglu mótmæli Friðrik Þór Guðmundsson, ritstjóri Vikublaðsins, vill taka eftirfarandi fram vegna forsíðufréttar Alþýðu- blaðsins í gær, miðvikudag: Síðastliðin þriðjudag sló ég á þráð- inn til Alþýðublaðsins og rabbaði við Siguijón Valdimarsson blaðamann. Við áttum saman ágætt einkasamtal. í spjalli okkar greindi ég Siguijóni frá því að ég hefði (persónulega) sagt upp DV vegna þróunarinnar á fjöl- miðlamarkaðinum og spurði hann við hvem ég ætti að tala ef ég hygð- ist segja upp Alþýðublaðinu. Sigur- jón benti á áskriftardeid DV, þar væri annast um áskriftar- og dreifingarmál Alþýðublaðsins. Ég sagði Alþýðu- blaðinu aldrei upp, enda hafði ég ekki geð í mér til að hringja í DV til að segja upp sjálfu Alþýðublaðinu. Lái mér hver sem vill. En mergurinn málsins er að sam- ræður okkar Siguijóns voru einka- samræður. Það er sannast sagna furðuleg vinnubrögð að taka slflcar samræður upp í forsíðufrétt án þess að bera það undir viðmælandann. Það er um leið ótrúleg og nöturleg staðreynd að hér eftir þarf maður að gæta tungu sinnar þegar hringt er í símanúmer Alþýðublaðsins. Ég nefni að lokum að margt fleira fór okkur Siguijóni á milli. meðal annars um innanbúðarmál Alþýðublaðsins, sem með samskonar vinnubrögðum gæti ratað á síður Vikublaðsins. En gera það ekki. Friðrik Þór Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.