Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k o ð u n ■ Dr. Benjamín H.J. Eiríksson skrifar um táknmál Guðs og forsetana á Bessastöðum Forsetarnir og táknin Eg held að það sé langt síð- an, að fram komu menn fyrst, sem sögðu sem svo, að það væri eitthvað dul- arfullt við íslensku þjóð- ina og hennar örlög. Sjálfur heft ég stundum vikið að þessu í skrifum mínum. Nú ætla ég enn að víkja að þessu þýðingarmikla máli. Guð fjallar um þetta mál á sínu alþjóðamáli, tákn- málinu. Um táknmál Guðs heft ég áður fjallað nokkuð í skrifum mínum. Fyrir fáum árum voru gefin út spil, og sett á markaðinn, með myndum á bakinu af öllum forsetunum fjórum, þeim sem þá voru komnir til sögunn- ar, þrír karlmenn, ein kona. Fljótlega vakti það athygli mína að myndimar voru, að því er mér fannst, táknrænar. Það fyrsta sem vakti athygli mína var hið einkennilega nafn Kristjáns Eld- jáms. Á degi sem kallaður hefur verið stofndagur kirkjunnar, Hvítasunnu- daginn, settust líkt og eldtungur á lærisveina Jesú. Um leið fengu þeir heilagan anda. Allt frá þeirri stundu hafa menn talið eldinn tákna Heilagan anda. En heilagur andi er stjómandi kirkjunnar. I nafni Ásgeirs Ásgeirssonar er orð- ið Ás tvítekið, ÁsÁs. Hann táknar því hinn “æðsta ás”, það er að segja Guð Almáttugan, Föðurinn. Hann var guð- fræðingur að mennt og tengdasonur biskupsins. Það má því vel segja að hann hafi verið vel tengdur kirkjunni, þótt tengdafaðir hans hafi neitað að vígja hann, sakir æsku hans. En raun- verulega ástæðan hefur sennilega ver- ið sú, að hann þurfti enga vígslu. Ég þekkti Ásgeir dálítið persónu- lega. í eitt skipti þegar ég var staddur á Bessastöðum fór Ásgeir með mig út í kirkju og sýndi mér hana. Hann hafði lagt sig fram um það að skreyta hana. Þama vom biskupamir í glugg- unum. Hann spurði mig hveijir þeir væm, hvort ég þekkti þá, því að öllum þeirra fylgdu einhver einkenni. Mér skjátlaðist um þá alla. Á jólum syngjum vér um sveininn sem borinn var í Betlehem. Hann er alveg jafn auðþekktur, þótt hann fái stóran staf í nafnið. Sveinn Bjömsson táknaði soninn. Ég átti erindi við Svein tvisvar eða þrisvar, víst í Kaupmannahöfn, þar sem hann var sendiherra. Ég þurfti að ræða við hann um námsstyrkinn minn. Hann sendi mér styrkinn til Þýskalands, Svíþjóðar og Sovétríkj- anna. Hann var mjög elskulegur mað- ur og gott að tala við hann. Ég hefi þegar rætt um táknið Krist- ján ELdjám. Mér var sagt að á yngri ámm hefði hann einhvemtíma látið prenta litla bók, með kveðskap, sem annars sæist aldrei á prenti, óprenthæfur. Þetta skýrði aðeins táknið fyrir mér. f bók minni Ég Er útskýrði ég, að þeir Hitler, Goering og Goebbels hafi táknað heilaga þrenningu. Líf- vörður þeirra hér SS, Spiritus Sanctus. Goer- ing táknaði Heilagan Anda. Þar sem andi kirkjunnar væri sjáan- lega ekki heilbrigður, heldur orðinn spilltur, þá væri það aðeins eðli- legt að Goering væri eit- urlyfjaneytandi. Eitt sinn kom Krist- ján með mér í Ölvers- holt. Þetta var áður en hann varð forseti. Ég sýndi honum gamla garða um tún eða gerði, kurl sem komið höfðu upp úr skurði, þar með hnyðju sem sýndi aug- ljós axarför, lítið axar- kjagg fomt, sem mágur minn hafði fundið í tóft- arbroti ásamt leikföng- um, og dýratennur sem komið höfðu upp úr gröf. Hann bauðst til að láta ryðverja öxina sem ég þáði. Ég álít að tákn heilagrar þrenningar á forsetasetrinu að Bessastöðum, merki þess að íslenska þjóðin sé með einhverjum hætti útvalin þjóð Guðs, ætlað eitthvert sérstakt hlutverk. Það hlutverk gæti svo verið skemmtilegt eða óskemmtilegt eftir atvikum. Að- eins rás tímans getur leitt fram sann- leikann í því máli. En staðreyndin sjálf, táknin að Bessastöðum, gæti ekki verið tilviljun. Þá er komið að konunni, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Hún hlýtur að vera eitt af táknunum. Hvað táknar hún? I fyrstu vafðist svarið fyrir mér, en svo kom svarið þar sem svörin er að finna: í Biblíunni. Dæmisögur Jesú eru flestar í Matteusarguðspjalli. í dæmisögunum merkir himnaríki kirkju Jesú frá fyrri komu hans til endurkomunnar. Þetta sést fljótlega þegar farið er að rýna í þær. Dæmisögumar eru táknræn for- spá um þróun kirkjunnar. Þetta er einn af “leyndum dómum himnaríkis,” (Matt. 13;11) sem lærisveinunum er gefið að þekkja, segir Jesús. Hann hafði verið að segja þeim söguna af sáðmanninum. Önnur dæmisaga er í þessum sama kapítula: “Líkt er himnaríki súrdegi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt saman.” (33.v). Mjölið er kirkjan, söfnuðurinn, hinir kristnu. (“Hveitikom þekktu þitt.” H.P.) En nú er kirkjan í þrennu lagi, þar sem Vest- urkirkjan er klofin í tvennt, kaþólikka og mótmælendur. Jesús útlistaði dæmisöguna við annað tækifæri: “Hvemig má það vera að þér skynj- ið ekki, að ég var ekki að tala um brauð við yður. Varist súrdeig farisea og saddúkea. Þá skildu þeir, að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði, heldur kenningu farisea og saddúkea”. (Matt 16;ll-12v). Þá er það og, að Gyðingar verða að fjar- lægja allt súrdeig úr húsum sínum á páskum, þar sem páskalambið er heil- agt og hreint. Súrdeigið táknar óhreinindi í and- legum málum, falskenningar, fölsk trúarbrögð (Matt. 16; 6-12), sem þama er sagt að lætt muni verða inn í kirkjuna. Konan táknar því fyrst og fremst heimshyggju og heiðindóm af ýmsu tagi. Það er þetta sem frú Vigdís táknar, konuna með súrdegið. Nýi forsetinn er ekki á spilunum, svo sem liggur í hlutarins eðli. Hann er tákn, eins og hinir forsetamir, eigi að síður. Hvað Ólafur Ragnar á Bessastöðum táknar sést, þegar vér minnumst þess, að ekki þurfti að breyta rithætti nema eins stafs í fullu nafni Sveins Bjömssonar, til þess að sjá að hann táknaði sveininn sem bor- inn var í Betlehem. Það er eins með nafnið á nýja forsetanum: Ólafur ragnar á Bessastöðum. Ennfremur eram vér minnt á kalviðinn, sem lengi stóð á bakvið Stjórnarráðið. Þá má og minnast þess, í þessu sambandi, að það var sama fólkið sem gerði hann að forseta, og á sínum tíma hafði gert frú Vigdísi að forseta. Utkoman svip- uð fyrir þjóðina. Sveinn Björnsson. “Á jólum syngjum vér um sveininn sem borinn var í Betlehem... Sveinn Björnsson táknaði soninn.” Ásgeir Ásgeirsson. “Hann táknar því hinn “æðsta ás”, það er að segja Guð Almáttugan, Föðurinn.” Kristján Eldjárn. “Það fyrsta sem vakti athygli mína var hið einkennilega nafn Kristjáns Eldjárns.” Vigdís Finnbogadóttir. “Það er þetta sem frú Vigdís táknar, konuna með súrdegið.” Ólafur Ragnar Grímsson. “Ennfremur erum vér minnt á kal- viðinn, sem lengi stóð á bakvið Stjórnarráðið.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.