Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWÐIÐ Fimmtudagur 6. mars 1997 Stofnað 1919 3Q. tölublað - 78. árgangur Island á niðurleið - meðal Evrópuþjóöa í heilbrigðismálum, ég held við viljum þetta alls ekki, segir Ólafur Ólafsson landlæknir. "Það er ekki auðvelt að ganga lengra í niðurskurði en komið er. Ef við lítum á heildarkostnað við heil- brigðisþjónustuna þá erum við nú í 14. til 18. sæti meðal OECD-land- anna, en vorum í 8. til 9. sæti og höf- um því hrapað um mörg sæti á allra síðustu árum. Viljum við þetta? Það held ég alls ekki," sagði Ólafur Ólafsson landlæknir um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. "Sannarlega höfum við áhyggjur af öllum þessum niðurskurði og höfum ¦ Bankadeilan Finnur bakkar 'Dregið úr einkavæðingu til að lægja óánægjuöld- ur Framsóknar Minni hlutur ríkisbankanna verður seldur einkaaðilum en fyrirhugað var að hálfu ríkis- stjórnarinnar. I stað þess að selja 49 prósent einsog forsætisráð- herra tilkynnti á dögunum, hefur hlutfallið verið lækkað niður í 35 prósent. En innan Framsókn- ar var hart deilt á að viðskipta- ráðherra væri heimilt að selja 49 prósent bankanna án þess að þurfa að leita heimildar þings- ins. Eins og Alþýðublaðið greindi frá var Finni Ingólfssyni gert af þingflokki Framsóknarflokksins að lækka hlutfallið verulega. Til að deyfa andstöðuna innan Framsóknar hefur hann nú feng- ið heimild forsætisráðherra til að lækka hlutfallið niður í 35 pró- sent. Innan Framsóknarflokksins telja menn ennþá að hlutfallið sé of hátt og of miklar líkur séu á að hluturinn lendi í höndum kol- krabbans, verði svona mikið sett á markað. Bankafrumvörpin verða lögð fram á Alþingi á mánudag og er búist við hörðum umræðum um þau í vikunni. látið frá okkur heyra í þessu máli. Það gerðum við líka þegar verið var að skera niður hér í Reykjavík," sagði landlæknir, þegar hann var spurður um fyrirhugaðan niðurskurð í heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni. "Heilbrigðismál í dreifbýli eru ná- tengd byggðarmálum. Við skulum hafa það hugfast, að oft er verið að ræða um stærsta vinnustaðinn í byggðarlögunum, og það skapar óróa að hreyfa við þessum vinnu- stöðum. Það er ótti vegna atvinnu- leysis og það sem er verra er, að það dregur úr aðflutningi fólks. Við fáum iðulega að heyra að barnafólk spyr um heilbrigðisþjónustu ef það ætlar að setjast að úti á landi. Eins eykur þetta á fábreytni í atvinnulífi, þannig að niðurskurðurinn er spurn- ing um byggðarstefnu. Auk þess bætist við, á þessum stöðum, kvíði hinna löngu nátta, vetrarhörkur og fólk er hrætt um að lokast inni. Þeg- ar ófært verður í tvo til þrjá sóalr- hringa, og ekki einu sinni hjúkrunar- fræðingur á staðnum óttast fólk. Margir virðast eiga erfitt með að skilja þetta, og virðast halda að fátt sé um manninn fyrir ofan Elliðaár." "Frekari niðurskurður getur skap- að óöryggi, en það er ekki þar með sagt að þjónustan þurfi að versna. Það er árviss viðburður að einni persónu er kennt um vandann, það er þeim sem er heilbrigðisráðherra. Á löngum embættisferli hefur það ætíð verið svo að hver sem er heil- brigðisráðherra, sama úr hvaða flokki viðkomandi kemur, er skot- skífan. Þetta er einföldun og það sæmir okkur ekki að einfalda málin á þann veg, því að vitaskuld bera þeir ábyrgðina sem við hófum kosið á þing." jHBfÍJt' ^""^HhVI^PI he' '^K^hI hWhhW HlBl ' *s^ÉHHI BS^ ^V* ^0sm^.>:- ^^^VHJHHH \w^^ -4*-^ t * ¦' -> ? \\ - 0*T" ^^áM ^x Nú brettum við upp ermarnar! Þetta var boðskapurinn frá borgar- stjóra á vel sóttum fundi Reykjavík- urlistans á þriðjudagskvöldið, sem var upptakturinn að undirbúningi kosningabaráttunni. "Ég er ánægð með stöðuna hjá borginni, og get ekki annað en glaðst yfir úrslitum síðustu skoðanakannana. Þær sýna svipaða stöðu okkar og Sjálfstæðis- flokksins, og það tel ég meira en við- unandi á þessum tímapunkti," sagði glaðbeittur borgarstjóri í lok fundar- ins. En hún verður opinbert "leyni- vopn" Reykjavíkurlistans í kosning- um næsta árs einsog kom fram í skoðanakönnun hjá Frjálsri verslun, sem sýndi mun meiri stuðningi við borgarstjórann en Arna Sigfússonar, oddvita D-listans. "Jú, ég er auvitað þakklát fyrir stuðning fólks við mig, en við erum liðsheild, sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkur- inn," sagði Ingibjörg Sólrún að lok- um. H Jafnaðarmenn með frumvarp um sölu kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum Seljum síldarkvótann - nauðsynlegt að gera tilraun með sölu aflaheimilda, segir Sighvatur Björgvinsson. Fjórir þingmenn jafnaðarmanna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að sjávarútvesráðherra bjóði út veiðiheimildir úr norsk-ís- lenska síldarstofninum. Fyrsti flutn- ingsmaður er Sighvatur Björgvins- son. "Það er engin veiðireynsla úr þess- um stofni, það hefur ekki verið stunduð veiði úr honum í um 30 ár. Það er því ekki um það að ræða að sömu aðstæður séu fyrir hendi og á veiðiheimildir á hefðbundnum mið- um. Hér er um að ræða veiðiheimild- ir sem verða til vegna samnings Is- lands við önnur rfki. Þannig að okk- ur þykir mjög óeðlilegt að árangur af slíkum samningaviðræðum verði notaður til að úthluta ókeypis afla- heimildum til tiltekinna útgerðar- manna. Þetta er tilvalið tækifæri til að gera tilraun með sölu aflaheimilda á frjálsum markaði. Þá kemur í ljós um hvaða verðmæti er að ræða og hvað menn eru reiðubúnir að borga fyrir aðganginn að aflaheimildun- um," sagði Sighvatur Björgvinsson. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðeins þær títgerðir sem eiga skip geti boðið í aflaheimildirnar og eins takmörk fyrir hversu mikið einn aðili geti keypt. I greinargerð með frumvarpinu segir: "Tekjum af úfboði aflaheim- ilda skal varið til haf- og fiskirann- sókna og til slysavarna sjómanna, þar á meðal til rannsókna sjóslysa samkvæmt nánari ákvörðun Alþing- is." ¦ Borgarbyggð Samvinna vinstri manna •"Það veitir ekki af öflugum einingum í sveitarfélagi sem okkar," sagði Sigurður Már Einarsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Borgarbyggð, en í kvöld verður fyrsti sameig- inlegi bæjarmálafundur Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Hvor flokkur á einn full- trúa í níu manna bæjarstjórn þessa sameinaða sveitarfélags. "Við förum hægt af stað, tök- um skref fyrir skref. Eg er nokkuð bjartsýnn á að okkur takist að vinna vel saman. Það hefur reynt á samvinnu okkar frá þvf Jenni R. Ólafsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði sig úr meirihlutanum síð- astliðið haust. Frá þeim tíma höfum við átt ágætt samstarf." Á fundinum í kvöld mætir Hólmfríður Sverrisdóttur frá Grósku og kynnir félagið. "Ég er spenntur fyrir þesum sameiningarhugmyndum á ¦ Merkur bréfafund- ur varpar Ijósi á póli- tíska sögu Alræði ör- eiganna var hafnað I næstum 70 ára gömlu bréfi virðast foringjar íslenskra kommúnista, þeir Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirs- son, hafna sovéska módelinu um alræði öreiganna sem heppilegri leið fyrir sósíalískt ísland, sem þeir töldu þá skammt í að yrði að veruleika. Þess í stað töldu þeir æskilegt að við tæki "lýðræðisleg stjórn verkamanna og bænda." Þetta kemur fram í bréfi, sem Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, fann á safni í Moskvu árið 1992, en bréfið skrifuðu þeir félagar til Norð- urlandadeildar Alþjóðasam- bands kommúnista, Kom- intern, undir lok ársins 1931. Einar og Brynjólfur voru þá ungir menn sem trúðu því stað- fastlega að byltingaralda væri í aðsigi. I bréfínu rekja þeir at- burði sem þá höfðu skekið ís- land, verkföll, djúpa kreppu og þingrof. Þeir töldu atburðina svo alvarlega, að ekki væri ólíklegt að þeir væru upphafi byltingaröldu. Mat þeirra Einars og Brynj- ólfs var ekki fjarri lagi, því ár- inu síðar varð mikil ólga með- al verkafólks á íslandi, sem náði hámarki með Gúttóslagn- um 9. nóvember 1932, og tveimur árum síðar settist að völdum stjórn verkamanna og bænda, þó ekki væri hún bylt- ingarstjórnin, sem tvímenning- arnir höfðu vænst. Sjá miðopn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.