Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 ú t I ö n d ■ Þorleifur Friðriksson skrifar um martröð Magnúsar Norðdahls, Alþýðublaðið og Pólland Lifi Alþýðublaðið og I Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason. Þeir töldu atburðina svo alvarlega að ekki væri ólíklegt að þeir yrðu upphaf byltingaröldu á næsta ári. Vinur er sá ertil vamms segir Ekkert blað á jafn dúpar rætur í sálu minni og Alþýðublaðið, nema ef vera kynni Þjóðviljinn sálugi og Mogginn. Þessi harðgerðasta urt ís- lenskrar blaðaflóru er lík geldinga- hnappi sem dafnar á vindblásnum mel en skrælnar í danskri mold, urt sem neitar að deyja þótt hinn kostur- inn virðist snöggtum auðveldari. Með hliðsjón af sögu Alþýðublaðsins má kalla með ólíkindum að það skuli hjara og á stundum náð að verða blað sem höfðaði og höfðar til fleirri en innvígðra flokksmanna. Tímabil Hrafns Jökulssonar var eitt af þessum gullaldartímabilum sem einkenndist af glaðværð, ádeilu og háði og um- fram allt af góðum pennum, en sjald- an af þyngslum og leiða. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég beið blaðsins eftir að hinn ástsæli rit- stjóri Þjóðviljans sáluga var sestur í sæti Krumma. Fyrsta reynsla þykir mér benda til þess að helsta áhugamál ritstjórans, helst til þröngur heimur löggjafarsamkundunnar, ætli að drekkja þeirri íjölbreytni sem ein- kenndi Krummatímabilið. Vá er fyrir dyrum félagi Össur ef þér tekst ekki að halda í þá góðu penna sem Hrafn hafði laðað til samstarfs. Reyndar ætlaði ég ekki að skrifa um þetta, lét það samt eftir mér, vegna aðdáunar á baráttu hins smáa fyrir lífi sínu og ótta við að merkilegt ferli sé senn á enda. Auk þess blund- ar í mér sú von að blaðið geti orðið sá vetvangur frjálsra skoðanaskipta og mótvægi við ægivaldi hæ- gripressunnar sem það hefur stundum virst ætla að verða. Þótt slík skeið hafi hvorki orðið mörg né löng í bráð- um 80 ára sögu blaðisins virtist eitt vera að renna upp, líkt og gerðist í tíð Finnboga Rúts. Af martröð Magnúsar M. Norðdahls Nei um þetta ætlaði ég ekki að rita, heldur um Pólland. Tilefnið er grein Magnúsar M. Norðdahls í Alþýðu- blaði föstudaginn 21. febrúar síðast liðinn undir fyrirsögninni “Alþýðu- blaðið lengi lifi”. Eins og ævinlega einkennist grein Magnúsar af skýrri framsetningu, jafnvel þótt hann taki sér fyrir hendur hið ómögulega. Að þessu sinni skýrir hann frelsi ís- lenskrar þjóðar með aðstoð Hendriks heitins Ottóssonar og martraðar eftir Póllands ferð. Magnús hafði sofnað út frá bók Hendriks Vegamót og vopnagnýr, þar sem hann var að fjalla um Alþýðusambandsþingið 1926 og átökin um inngönguna í II Alþjóða- sambandið. Niðurstaða þingsins varð sem kunnugt er að samþykkt var að Alþýðusamband íslands gengi í nefnt alþjóðasamband. Þessi ákvörðun skerpti enn frekar andstæður innan ís- lenskrar verkalýðshreyfingar, enda var til þess ætlast. Tillagan um að Alþýðusambandið sækti um aðild að Alþjóðasamband- inu hefur verið skýrð út frá tveimur meginforsendum sem hvorug útilokar hina: Annars vegar er nærtækt að leita skýringar í fjárhagslegum ávinn- ingi sem menn þóttust sjá við að ganga í alþjóðleg samtök sósíalde- mókrata. I draumrofunum hallaðist Magnús að þessari skýringu og þakk- aði sínum sæla fyrir þann fjárhags- vanda Alþýðublaðisins sem hefði “forðað Islandi úr bjamarfaðmi Moskvuvaldsins og frá þeim örlögum sem síðar urðu Póllands”. Erlend áhrif eru ekki einhlít skýr- ing á inngöngunni í Alþjóðasamband- ið. Mörgum forystumönnum Alþýðu- sambandsins þótti flokkurinn vera orðinn hálfgert pólitískt .hráæti. og vildu fyrir hvem mun marka starf- semi flokksins skýrari stefnu. Aðild að Alþjóðasambandi sósíaldemókrata var spor í þá átt. Að sínu leyti lögðu kommúnistar sitt lóð á vogaskálamar svo að línur skýrðust. En hvað nú ef til þessa uppgjörs hefði ekki komið á ámnum 1926-1930? Er hugsanlegt að kommúnistar hefðu getað lagt undir sig verkalýðshreyfinguna, gert bylt- ingu og skapað alræði öreiganna að hætti Kremlveija? Sumarið 1992 var ég við fræðistörf austur í Moskvu og fann þar merki- legt bréf frá þeim Brynjólft Bjama- syni og Einari Olgeirssyni til Norður- landadeildar Komintems frá árslok- um 1931. f bréft þessu gerðu þeir grein fyrir þeim atburðum sem skek- ið höfðu íslenskt samfélag að undan- fömu, verkföll, djúp kreppa og þing- rof. Þeir töldu atburðina svo alvarlega að ekki væri ólíklegt að þeir yrðu upphaf byltingaröldu á næsta ári. Það merkilega við þetta bréf em þó ekki upplýsingamar, heldur að þeir virðast hafna “alræði öreiganna” með öðram orðum sovéka módelinu en töldu þess í stað æskilegt að við tæki “lýðræðis- leg stjóm verkamanna og bænda”. Eins og menn þekkja reis einhvers konar byltingaralda hér 9. nóvember 1932 og tveimur ámm síðar settist að völdum stjóm verkamanna og bænda, þótt hún væri ekki sú byltingarstjóm sem Einar og Brynjólfur gerðu ráð fyrir í desember 1931. Pólland Sem fyrr er ég komin langt ffá efn- inu sem var og er Pólland í martröð míns ágæta fóstra. Það er nefnilega svo að ég á svipaðar minningar frá Stettin og Magnús, þótt enn hafi borgin ekki birst mér í martröð. Þang- að kom ég fyrst pólskra borga í febr- úar 1979. Þar var ég þuklaður af fögr- um sígaunastúlkum sem kynntu mig fyrir fomri list þjóðar sinnar “hokka- no baro”, með þeim afleiðngum að ég hef ekkert til peningaveskis míns spurt síðan þá. Þar kynntist ég einnig pólskum svartamarkaðsbröskumm sem höndluðu með pólsk sloty fyrir krónur á tíföldu opinbem gengi. Svo fimir vom þeir í íþrótt sinni að oftar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.