Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Oruggt umhverfi Á síðustu tveimur árum hef ég ver- ið varamaður í Umferðamefnd Reykjavíkur. Á þessum tíma hef ég kynnst mörgu nýju og fróðlegu viðfangsefn- inu er varðar umferðamál. í umferða- nefnd hef ég einnig kynnst mörgu ágætu nefndarfólki sem sýnt hefur mikinn áhuga á framfaramálum í umferðarmálum borgarinnar undir góðri stjóm formansins Margrétar Sæmundsdóttur sem að mínu mati hafði mjög góða yfirsýn á þeim fjöl- mörgu málum sem inná borð hennar kom. En því miður þá datt ég nú út úr nefndinni þegar gerðar vom skipu- lagsbreytingar hjá borginni og Um- Pallborð i Rúnar Geirmundsson skrifar ferðanefnd var sameinuð Skipulags- nefnd og kann ég formanninum svo og öðmm nefndarmönnum bestu þakkir fyrir góða viðkynningu og samstarfið á þessu stutta trmabili er ég sat í nefndinni. Þó sakna ég þess að fá ekki tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanatöku á þeim framkvæmd- um sem gerðar em hér í hverfinu okkar Árbæjar, Ártúnsholts- og Sel- áshverfi. Eins og kunnugt er þá var hverfa- kort númer 7 kynnt hér í hverfinu síðastliðið vor, og voru taldar upp þær tillögur að endurbótum á göngu- leiðum skólabama sem samþykktar höfðu verið í umferðamefnd og borgarstjóm er koma áttu til fram- kvæmda á árinu 1997. Tillögumar vom forgangstillögur í ellefu liðum, sjö í Sláshverfi tvær í Árbæjar- og tvær í Ártúnshverfi, sem teknar höfðu verið út úr tillögum sem Gutt- ormur Þormar vann fyrir nefndina þar sem hann at- hugaði alla þá staði sem kvartað hafði verið yfir og skoðaði allar ábendingar sem borist höfðu frá íbúum. Tillögur til úr- bóta í Seláshverfi vom í átján liðum, tólf liðum í Árbæjarhverfi og tólf í Ártúnsholti. Það var mitt mat að all- ar þessar tillögur væru þarfar og ættu allar að koma til framkvæmda strax en því miður var kostnaður of mikill, upp á tæpar 15 milljónir og þess vegna þurfti að forgangsraða og fylgdi nú í fyrsta skipti nákvæm kostnaðaráætlun upp á kr 2.7.millj- ónir og ákveðin verkefnalisti yfir þær framkvæmdir sem ljúka átti á liðnu ári. Því miður virðist sem einungis hluta þess sem átti að gera hafi verið komið í verk. Verkefnalisti þessi var einnig birtur í Árbæjartíðindum í apríl 1996 og hafa hverfisbúar fyllst vel með og sumir komið að máli við mig, þar sem ég var nú í umferða- nefnd, og spurt mig hverju það sætti að ekki hafi tekist að ljúka við það sem samþykkt hafði verið að gera, og einnig hvort framhald yrði á því að gerður yrði nýr verkefnalisti og ný kostnaðaráætlun fyrir 1997. Einnig “verða þær umbætur sem ekki komu til framkvæmdar á síðasta ári dregnar frá kostnaði ársins í ár”. Þessum spumingum. svo og öðmm í þessa veru, get ég því miður ekki svarað og verð að vísa þeim til Skipulagsnefndar sem vonandi er á sömu skoðun og gamla Umferða- nefndin hafði á öryggi gönguleiða skólabama og nánasta umhverfi þeirra. Árbæjarskóli er stærsti gmnn- skóli landsins með um níuhundmð böm innan dyra og þó að hverfið sé ágætlega í stakk búið hvað varð- ar umferðarör- yggi þá em samt fjölmargir hlutir sem þarf að laga. Það er skoðun mín að íbúar þessara hverfa verði að vera vakandi yfir því að fram komi nýr listi yfir framkvæmdir í hverfunum fyrir þetta ár og svo það næsta. Þannig vonumst við til að ná því markmiði að gera umhverfið í kringum skólana í hverfinu okkar eins ömggt og hægt er. Árbæjarskóli er stæsti grunnskóli landsins með um níuhundruð börn innan dyra og þó að hverfið sé ágætlega í stakk búið hvað varðar umferðaröryggi þá eru samt fjölmargir hlutir sem þarf að laga. Vikublaðið greindi frá því að framboð Rúnars Geirmunds- sonar útfararstjóra til formanns í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur hefði leitt til þess að sitjandi for- maður, Gunnar Ingi Gunnarsson. sem jafnframt er formaður samn- inganefndar heilsugæslulækna, hefði ákveðið að draga sig í hlé. Vikublaðið kvað augljóst að þar hefði útfararstjórinn jarðað lækn- inn... Mikill hugur er víða á vinstri vængnum til aukinnar sam- vinnu og eitt af því sem nýkjörin stjóm Alþýðuflokksfélagsins ræddi á fyrsta fundi sínum var að kanna vilja manna til að breyta hinu hefð- bundna fyrsta maí kaffi Alþýðu- flokksins í fyrsta maí kaffi jafnaðar- manna. Ákveðið var að kallsa hug- myndina óformlega meðal annars við forystu Alþýðubandalagsfélags- ins í Reykjavík. Á fundinum var annars Ingvar Sverrisson vara- borgarfulltrúi kjörinn varaformaður, og blaðakonan Kolbrún Berg- þórsdóttir var gerð að ritara... öskva gjörsigraði sem kunnugt er í kosningum til Stúdentaráðs fyrir skömmu, þegar Vaka, félag stúdenta til hægri, beið mesta af- hroð í sögu sinni frá þvi Jóhann Hafstein síðar forsætisráðherra stofnaði það á fjórða áratugnum. Fráfarandi formaður Stúdentaráðs er Vilhjálmur Vilhjálmsson en hæstaréttarlögmaðurinn faðir hans og alnafni var einmitt á sínum tíma einn af forystumönnum vinstri manna í Háskólanum. Eplin halda áfram að falla í grennd við eikum- ar, því þegar Vilhjálmur hættir sem formaður í næstu viku bendir allt til að þá verði Haraldur Guðni Eiðs- son kjörinn formaður Stúdenta- ráðs. Faðir hans er gamall f hettu íslenskra stjómmála, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins og um- hverfisráðherra, Eiður Guðnason sendiherra í Osló... r Iprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var Gunnar J. Birgisson spútnikinn sem komst nokkuð óvænt í öruggt sæti á list- anum. Hann stefnir að því að hækka sig um nokkur sæti í næsta prófkjöri og stefnir á að verða einhvem tíma í framtíðinni borgarstjóraefni flokksins. Gunnar hefur stundum þótt mistækur á kjörtímabilinu, og fulllitið fara fyrir honum á köflum. Síðustu mánuði hefur hann þó sótt sig i veðrið, og verið einna harðastur Sjálfstæðis- manna í gagnrýni á nýtt aðalskipu- lag. Stuðningsmönnum hans þykir þó nauðsynlegt að hann veki á sér frekari eftirtekt meðal Sjálfstæðis- manna áður en kemur að prófkjöri, og telja að það verði hann að gera með máli, sem falli vel í kramið innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir hyggjast því undirbúa fyrir hann til- lögur um að borgin hefji umfangs- mikla einkavæðingu, og telja að slíku máli verði tekið með velþókn- un innan flokksins, og því verða drjúgt (prófkjöri. i sama streng mun faðir hans taka, en það er enginn annar en gamall borgar- stjóri Sjálfstæðismanna, Birgir ís- leifur Gunnarsson núverandi Seðlabankastjóri... "FarSido" eftir Gary Larson -------— Meðal stangaveiðimanna er litið á uppbyggingu Þrastar El- liðasonar á laxveiði í Rangánum sem hálfgert kraftaverk, en upp- gangur laxveiða í ánum í kjölfar mikilla sleppinga á seiðum á tæp- ast sinn líka annars staðar f heim- inum. Rangámar eru nefnilega til- tölulega kaldar og laxlitlar, og voru löngum aðaliega þekktar fyrir ur- riða. Nú er Þröstur að hefja land- vinninga annars staðar á landinu því hann hefur tekið að sér við annan mann uppbyggingu Breið- dalsárinnar, og hyggja Austfirðingar gott til glóðarinnar. Fyrir utan góða bleikju er áin líka þekkt fyrir drjúga laxveiði sem hefur nokkuð dalað seinni árin, en ekki er að efa að fyrir atfylgi Þrastar mun hún skjót- ast í grennd við aflatoppinn. Sá sem er með Þresti í dæminu er Skafti Ottesen, sem rekur Hótel Bláfell á Breiðdalsvík. Hann mun eiga að sjá um atlæti eriendra veiðimanna á hótelinu en Þröstur að laða þá til landsins auk þess sem hans hlutverk verður að fylla ánaafgóðum laxi... fimm q förnum v c g i Á að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum? Gunnar Jónsson, smiður: “Mér finnst það kerfi sem er í dag gott, en það mætti samt selja bjór og léttvín í mat- vöruverslunum.” Kristjana Sigurðardóttir, nemi: “Alveg tvímælalaust.” Halla Pálsdóttir, húsmóðir: “Nei, það er nóg að hafa vín- búðir.” Óskar Bergsson, húsasmiður: “Já, það er sjálfsagt réttlætis- mál.” Ólafur Ólafsson, lífeyrisþegi: “Já, auðvitað á að selja bjór og léttvín í matvörubúðum.” v i t i m e n n “Og þetta líkar hægri mönn- um, nýnanistum og öðrum þjóðernissinnum ekki enda voru hermennirnir hetjur í þeirra augum en ekki morð- ingjar. ” Hlynur Hallsson í DT í gær. “Auðvitað held ég með lands- byggðarliðum þegar þau keppa. Og nú er mitt fólk, lið Menntaskólans á Egilsstöðum, komið í undanúrslit og ég held með þeim. En svona lands- byggðaráróður á maður nátt- úrulega ekki að láta heyrast.” Sigfús Vilhjálmsson, hreppstjóri og útvegs- bóndi á Brekku í Mjóafiröi, i DT í gær. “Þú getur t.d. haft auknar tekjur í júlí til áramóta og í júní árið eftir færðu allt í einu stórhækkaðan skatt.” Davíð Oddsson í Mogganum í gær. “Markmiðið hjá þeim var að koma höggi á mig svo ég færi ekki í samkeppni. Þetta er því ekkert annað en fjárkúgun.” Tryggvi Sveinbjörnsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Össurar hf., í Viðskiptablað- inu. “Ég er eðlilega hundfúll yfir því þar sem ég er búinn að eiga fast sæti í liðinu og hef verið að bíða í fjóra mánuði eftir þessum stórleik. Ég tel mig ekki hafa spilað mig út úr liðinu heldur vill þjálfarinn gera breytingar.” Agúst Gylfason, knattspyrnumaður hjá Brann í Noregi, í DV í gær. “Ég segi að það sé hagfræði andskotans ef hægt er að núa mönnum því um nasir að hafa rangt við. Þetta er rógburður af verstu gerð því hér getur fólk haft ágætar tekjur því það má vinna mikið. Það hefur aldrei drepið neinn að vinna en okkur er velt upp úr þessu af því að aimenningur kaus okkur vinsælasta fyrirtæki árs- ins í Frjálsri verslun.” Jóhannes í Bónus um “gæaðakönnun” VR, i samtali við DV. Menn eru vitaskuld ósáttir við vinnubrögð af þessu tagi. Hins vegar eru þetta vinnubrögð sem við könnumst við frá Flugleiðum. Þær geta haldið sín hefðbundnu brosnámskeið en þegar kemur að því að fjalla um mál starfsfólksins þá tekst þeim alltaf að klúðra því.” Jakob S. Þorsteinsson, formaður Flug- virkjafélags (slands, í DV vegna uppsagna sjö flugvirkja. BiEmEnmn Hámenntaða virðum ve'r vora lærdómshróka. sem eru andleg fgulker ótal skólabóka. Úr kvæðinu Eftirköst eftir Stephan G. Stephansson skáldbónda f Kanada.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.