Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. mars 1997 ÍIMIMfMD 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Aufúsugranni Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjómarinnar, dvaldi á íslandi í opinberri heimsókn í síðustu viku. Heimsóknin var liður í að efla og treysta samskipti landanna tveggja, en þrátt fyrir landfræðilega nálægð hafa þau síðustu áratugina verið of lítil. Á stundum hafa þau heldur ekki verið nógu góð, og satt að segja hefur ríkt nokkur stirfni í samskiptum okkar um fiskveiðar þjóð- anna. í tíð síðustu ríkisstjómar var reynt að efla samstarf við Græn- lendinga, meðal annars á sviði ferðamennsku, og Halldór Blöndal lagði sig fram um að eiga samvinnu við þáverandi kollega sinn á Grænlandi, Ove Rosen Olsen. Það tókst vel. Millum þjóðanna var gerður samningur um samstarf á sviði ferðaiðnaðar sem varð báð- um þjóðum til hagsbóta. Við þurfum enn frekar að efla þessa sam- vinnu, enda er ljóst að í framtíðinni verða bæði ísland og Grænland ofarlega á baugi þeirra sem vilja sjá ósnortin hrjóstur og víðemi, sem óvíða er lengur að finna nema í þessum löndum tveimur. Án efa getum við því í framtíðinni átt gott samstarf um sameiginlega markaðssetningu á löndunum gagnvart erlendum ferðaskrifstof- um.. Helsti ávinningur varðandi samstarf við Grænlendinga í fram- tíðinni hlýtur þó að liggja á sviði fiskveiða og vinnslu. Við höfum um árabil haft mikinn hag af löndunum grænlenskra rækjutogara hér á landi. Ekki má heldur gleyma því, að Grænlendingar hafa ekki verið smámunasamir varðandi staðsetningu íslenskra rækju- skipa á Dohmbanka, þar sem markalínan millum lögsagna land- anna er íslenskum skipstjómarmönnum ekki alltaf ljós...En okkur hefur ekki tekist að ná góðu samstarfi við Grænland um veiðar á grálúðu, karfa og loðnu. Nú ríður á að breyta því, ekki síst vegna þess að framundan em kaflaskil, þar sem gott samstarf við Græn- lendinga skiptir íslendinga höfuðmáli. Ástæðan er þessi: í haust er þríhliða loðnusamningur íslend- inga, Grænlendinga og Norðmanna úti. fslendingar verða þó að segja honum formlega upp, ella framlengist hann sjálfkrafa um tvö ár. Alþýðublaðið tekur heilshugar undir þá skoðun Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ, sem hann setti fram í Alþýðublaðinu fyrir skömmu, að það sé íslendingum fyrir bestu að segja samningnum upp. í framhaldinu eiga þeir að freista þess að ná sem bestu sam- starfi við Grænlendinga um nýtingu loðnustofnsins, og tvíhliða loðnusamningur landanna tveggja er leið sem ber að íhuga í fullri alvöm. Það kann að hljóma þverstæðukennt, en líklega er uppsögn loðnusamningsins farsælasta leiðin til að ná lendingu í óloknum deilum við Norðmenn um fiskveiðar. fslendingar réttu hinum góðu grönnum sínum í vestri samstarfs- hönd í tvennum skilningi í síðustu viku. Heimboðið, og virðingin sem Lars Emil Johansen var sýnd, undirstrikaði án tvímæla þá hlýju sem við íslendingar bemm til Grænlendinga. En um leið var heimsóknin notuð til að sýna formanni grænlensku landsstjómar- innnar vilja íslendinga til samstarfs. Alþingi tók höndum saman, og afgreiddi á einum degi samning, sem heimilaði Grænlendingum veiðar á átta þúsund tonnum af loðnu í íslensku lögsögunni þegar á yfirstandandi vertíð. Á móti kemur að vísu heimild til okkar að reyna veiðar í tilraunaskyni á loðnu innan lögsögu þeirra, en engar líkur era á að það gagnist íslendingum. Með samningnum í síðustu viku var því sameinað Alþingi fyrir hönd allra íslendinga að sýna Grænlendingum í verki viljann til að treysta samstarfíð millum þjóðanna tveggja. Nú er það ríkisstjóm- arinnar að halda verkinu áfram, og tryggja samstöðu grannþjóð- anna þegar kemur að stærri ákvörðunum á hausti komanda. skoðanir Greiðslur til öryrkja lækki ekki við töku ellilífeyris Nú er til umfjöllunar í heilbrigðis- nefnd Alþingis frumvarp frá okkur Össuri Skarphéðinssyni sem, ef að lögum verður, mun hafa það í för með sér að greiðslur til öryrkja lækka ekki við það eitt að þeir fari af ör- orkulífeyri á ellilífeyri við 67 ára aldur, eins og nú er. Samkvæmt núgildandi lögum hafa greiðslur til þeirra sem fengið hafa örorkulífeyri lækkað við það eitt að þeir verða 67 ára og hefja töku ellilíf- eyris. Skýringar á því eru þrjár. í fyrsta lagi er skerðingarprósenta ellilífeyris 30 prósent, en örorkulíf- eyris 25 prósent gagnvart öðrum tekjum en lífeyrisgreiðslum. I öðru lagi hefst skerðing grunnlífeyris elli- lífeyrisþega við lægri tekjumörk en grunnlífeyris örorkulífeyrisþega. I þriðja lagi er tekjutrygging öryrkja hærri en tekjutrygging ellilífeyris- þega. Tekjutrygging öryrkjans lækk- Pqllbord | Asta R. Jóhannesdóttir skrifar ar um 703 krónur á mánuði við það að hann verður 67 ára og fær greidd- an ellilífeyri. Ef öryrkjar eiga að halda óbreytt- um greiðslum frá almannatrygging- um eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri þarf að gera þær breytingar sem við leggjum til í frumvarpinu. Einnig má benda á, þótt ekki sé tekið á því í frumvarpinu, að fram- reikningur örorkulífeyris samkvæmt EES- samningnum leiðir oft til hlut- fallslega hærri greiðslna en ellilífeyr- isþegar fá með búsetunni einni sam- an. Því kunna greiðslur til öryrkja að lækka við það að hefja töku ellilíf- eyris. Við tökum ekki á þessu í frum- varpinu enda um mun stærra og flóknara mál að ræða og á við um þá sem flytjast milli landa á EES- svæð- inu. Framfærslukostnaður lækkar ekki með aldr- inum Framfærslukostnaður öryrkja lækkar ekki við það eitt að hann nái 67 ára aldri. Öryrki, sem verið hefur óvinnufær lengi, jafnvel stóran hluta ævinnar og búið við fötlun af ein- hverju tagi, má búast við að fötlunin ágerist og kostnaður við að draga fram lífið aukist því frekar en minnki. Því er ósanngjamt að lækka greiðslur almannatrygginga til ör- yrkja við það eitt að þeir ná 67 ára aldri og hefja töku ellilífeyris. Marg- ir öryrkjar öðlast aldrei rétt til greiðslu úr lífeyrissjóði og að því Ár hvert hefja 3-400 ör- yrkjar töku ellilífeyris svo að það eru ekki neinar óyf- irstíganlegar hindranir í veginum fyrir fjárveitinga- valdið að ieiðrétta þetta óréttlæti með því að sam- þykkja frumvarp okkar Össurar. leyti standa þeir höllum fæti gagn- vart öðrum ellilífeyrisþegum, sem eiga uppsöfnuð réttindi á greiðslum úr lífeyrissjóðum. Öryrkjar sem starfa á vemduðum vinnustöðum fá ekki að greiða í líf- eyrissjóð, sem er ekki sanngjamt. Því þarf að breyta. Aðeins þyrfti örlítið aukið fjármagn frá ríkinu til vemd- uðu vinnustaðanna, svo það væri unnt. Það hefur komið fram í könnun á vegum Heliosverkefnisins að vemdaðir vinnustaðir skila ríkinu meiri verðmætum en sem nemur framlagi þess til þeirra. Leiðrétting er réttlætismál Árið 1993 var gerð breyting á al- mannatryggingalögunum og þá varð tekjutrygging öryrkja ákvörðuð held- ur hærri en ellilífeyrisþega. Mönnum bar þá saman um að þeir þyrftu meira til framfærslu, meðal annars af þeim ástæðum sem að framan greinir. Þau rök breytast ekki þó þeir eldist og nái ellilífeyrisaldri. Jaðarskattamir em einnig mjög miklir á þessum hópi. Það er mjög mikið réttlætismál fyrir fatlaða og aðra þá sem hafa lifað við skerta starfsorku að þessi breyting verði að lögum. Greiðslur til öryrkja úr al- mannatryggingunum einum em það lágar að það jaðrar við að vera undir framfærslumörkum. Ár hvert heíja 3-400 öryrkjar töku ellilífeyris svo að það em ekki nein- ar óyfirstíganlegar hindranir í vegin- um fyrir fjárveitingavaldið að leið- rétta þetta óréttlæti með því að sam- þykkja fmmvarp okkar Össurar. Lögin um almannatryggingar em í endurskoðun og hafa verið lengi, en þar til að gagngerar breytingar verða á þeim þarf að taka sérstaklega á þessu réttlætismáli. Höfundur er þingmaöur þingflokks jafnaöarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.