Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 6. mars 1997 31. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Hörð orðaskipti um yfirgang Norðmanna gagnvart ísienskum skipum Halldór tekur svari Norðmanna - segir Össur Skarphéðinsson. Ráðherra mætir Norðmönnum eins og kurteis drengur. “Er utanríkisráðherra að taka undir með Norðmönnum þegar þeir beita valdi til að reka burt íslensk skip af hafsvæði við Smuguna, sem áður var talið alþjóðlegt?” spurði Össur Skarp- héðinsson, eftir að hafa hlýtt á svör Halldórs Asgrímssonar, utanríkisráð- herra, við spumingu hans á Alþingi, um hvemig ráðuneytið hefði tekið hljóðlátri, einhliða útfærslu Norð- manna í Smugunni. En breytingin minnkar hið alþjóðlega svæði um röska fimm þúsund ferkílómetra. Halldór sagði að Norðmenn hefðu ekki breytt gmnnlínupunktum, eins og þingmaðurinn hélt fram, heldur hefðu þeir aldrei sýnt mörkin fyrr en á tveimur sjókortum sem vom fyrst gef- in út á síðastliðnu sumri. “Það var ekki búið að ákveða neina grunnlínu- punkta af þeirra hálfu og þau sjókort sem kunna að hafa verið til áður vora væntanlega gerð af skipstjómarmönn- um eða öðmm aðilum,” sagði ráðherr- ann. Forsagan er, að á síðastliðnu sumri tók norska strandgæslan skyndilega upp á því að reka burt íslensk skip sem vom að veiðum í norðausturhomi Smugunnar. Þegar gengið var eftir skýringum af hálfu utanríkisráðuneyt- isins komu loðin svör, sem fólust í því að benda á tvö sjókort sem gefin vom ■ Borgarleikhúsið æfir nýtt verk eftir Sigurð Pálsson Völundarhús Sigurðar Ofsafengið andrúmsloft, svefnleysi, spenna. “Þetta fjallar um fólk og drauma, átök milli fólks sem á sér drauma,” segir Sigurður Pálsson en æfingar hafa staðið yfir um hríð á verkinu Völundarhús eftir Sigurð í leikstjóm Þórhildar Þorleifdóttur. Verkið verð- ur fmmsýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins þann fjórtánda mars. Vettvangur leikritsins er verk- smiðjuhús, tekist er á um húsið og hvemig eigi að nota það. “Aðalpersóna verksins, Völundur, leikinn af Pétri Einarssyni, er veit- ingamaður í Reykjavík,” segir Sig- urður. “Hann dreymdi á yngri ámm um að verða arkitekt en er nú um sjö- tugt og ákveðinn í því að láta vissan draum sinn rætast. Leikhópur ungs fólks hefur aðstöðu í húsinu og aðal- persóna þeirra, ung kona, leikin af Halldóm Geirharðsdóttur er stjúp- dóttir Völundar. í kjallaranum heldur til þrenning sem er með ákveðna Verkið fjallar um drauma og fólk, átök milli fólks sem á sér drauma,” segir Sigurður Pálsson rithöfundur. starfsemi og draumar þessa fólks rekast saman enda rúmast þeir ekki í húsinu. Bakgmnnur verksins er Reykjavík tuttugustu aldarinnar og vissir hlutir tengjast sögu borgarinn- ar og þjóðfélagi dagsins í dag. Meira vildi Sigurður ekki segja um verkið enda segir hann að sínu hlut- verki sé nú lokið, þau þau Þórhildur hafi gengið frá endanlegri útfærslu á verkinu áður en æfingar hófust. “Þetta er þriðja verkið eftir mig sem Þórhildur setur upp og ég er mjög ánægður með að það sé í henn- ar höndum, okkar samstarf hefur alltaf gengið vel og aldrei neinn skugga borið þar á.” Þetta er sjötta leikrit Sigurðar sem fer á fjalimar en það fyrsta var sýnt við stofnun Nemendaleikhússins fyr- ir tuttugu ámm. Síðasta verk hans, Hótel Reykjavík var sýnt í Borgar- leikhúsinu árið 1990. ■ Sjónþing Bjarna Þórarinssonar Mikill lærdómur fyrir mig - segir Bjarni Þórarinsson sem varð fimmtugur fyrir viku og hefur því haft í nógu að snúast tvær síðustu helgar. Bjarni Þórarinsson sjónháttarfræðingur hefur haft í nógu að snúast að’undanförnu. “Það er búið að vera fullt hús, bæði var góð aðsókn að Sjónþinginu og eins að afmælishófi mínu þegar ég varð fimmtugur,” segir Bjami Þórarinsson sjónháttafræðingur. “Það vom mikil ræðuhöld í afmælinu og svo sýndi ég ur nýrri kvikmynd Gestaboð Co/pí hljómsveitin Inri lék fyrir gesti.” Bjami hélt Sjónþing fyrir hálfum mánuði og stendur sýning á verkum hans enn yfir í Nýlistasafninu. “Á sjónþinginu flutti ég ítarlegan fyrirlestur um bendivísfræði þar sem ég lagði gmnn að nýrri menntastofn- un á íslandi og auk þess opnaði ég myndlistarsýningu. Síðan vom spjallborðsummræður með þáttöku ýmissa lista og fræðimanna. Meðal þáttakenda vom Halldór B. Runólfs- son, Úlfhildur Dagsdóttir, Áslaug Thorlacius, Ragna Hermannsdóttir, Helga Þórsdóttir, Gunnar Jóhannes Ámason, Kristinn Hrafnsson, Guð- mundur Oddur Magnússon sem stjómaði umræðunum og ég sjálfur en ég hélt einnig ítarlegan íyrirlestur. Sjónþingið var haldið undir hatti, Sjáver, Sjónþing, fsvís en fyrirbærið sjáver er einskonar íslenskun á al- þjóðlega heitinu gallerí. Þetta er mitt níunda Sjónþing en ég skilgreindi í fyrsta sinn fyrir gestum hvað Sjón- þing er. “Nýtt menningarfyrirbæri, vettvangur nýjunga í listum, hönnun, heimsspeki, vísindum. Opið fyrir nýju verksviti og hugviti hverskonar. f senn sýningarvettvangur, birtingar- vettvangur, rannsóknarvettvangur, starfsvettvangur og viðskiptavett- vangur með samskiptaflæði á sviði menningar og mennsku hverskonar. Sjónþingið núna var mikill lærdómur fyrir mig og ég á eftir að vinnu úr því öllu sem þar kom fram,” segir Bjami að lokum. út sama sumar. Þar var gmnnlína lög- sögu Svalbarða miðuð út ffá Abelöy, sem er þrettán ferkílómetra klettaeyja við Kong Karls land, og við það skerst stórt svæði af Smugunni, þar sem drjúgur afli var áður tekinn. Jafnframt vísuðu Norðmenn til hæstaréttardóms í Noregi, þar sem kortin höfðu verið lögð fram. Össur Skarphéðinsson sagði hinsvegar að án tillits til rétt- mætis aðgerða Norðmanna, þá þyrftu þeir að þjóðarétti að gera öðmm aðil- um, ekki síst íslendingum grein íyrir slíkum breytingum. Það hefðu þeir ekki gert. “Ég get ekki skilið ráðherrann öðm vísi en svo, að hann sé að taka undir með Norðmönnum. Það setur málið í allt annað ljós. Ég get ekki annað en álitið að ráðherrann telji Norðmenn hafa verið í fullum rétti þegar þeir ráku íslensk skip af hafsvæði, sem all- ir töldu áður alþjóðlegt,” sagði Össur. Hann bætti því við að verst væri að þegar gengið væri á rétt íslendinga með þessum hætti hefði utanríkisráð- herra farið einsog kurteis drengur með húfuna í höndum og tekið vondar skýringar Norðmanna góðar og gildar. Utanríkisráðherra mótmælti þing- manninum, og kvaðst aðeins hafa ver- ið að lýsa staðreyndum. Hvort sem Össuri Skarphéðinssyni líkaði betur eða verr hefðu ekki verið til opinber sjókort af svæðinu áður. Engar við- miðunarlínur hefðu verið ákveðnar áður. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.5 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild tii handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu skv. 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 3. Tillaga stjórnar félagsins um brcytingu á gr. 1.3 samþykkta þess sem fjallar um tilgang félagsins. Gerir tillagan ráð fyrir _ að auk jarðborana og verktakastarfsemi verði félaginu heimi að kaupa og selja fasteignir, stunda lánastarfssemi og hvers kyns önnur viðskipti, scm miða að því að auka arðsemi þess. Gerð er tillaga um að fella niður 3. málsgrein greinar 4.2 í samþykktum félagsins um lögmæti aðalfundar. 4. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Skipholti 50d, 4. hæð, frá og með 11. mars 1997, og á fundarstað við upphaf aðalfundar. Hluthafar eru eindregið hvattir til að scekja aðalfundinn eða fela umboðsmanni að mæta fyrir sína hönd, svo fundurinn verði lögmcetur. Gengið er frá umboðum fyrirþá hluthafa sem þess óska á skrifstofu félagsins fram til aðalfundar. Stjórn Jarðborana hf. mj Mtt JARÐBORANIR HF

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.