Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 skoðan ■ Kjartan Helgason lífeyrisþegi skrifar um samninga VR við stórkaupmenn Þá fór Þórarinn að gjósa Sælt er að vera lítillátur og hógvær datt mér í hug er ég heyrði um samn- inga VR við “stórkaupmenn”. Fóm- fýsin virtist þama ríða við einteym- ing. Þama var óskum almennings mætt af sanngimi og hvað vildi al- menningur svo meira? Var ekki hægt að leysa allt með þessu? Vom þetta ekki fordæmissamningar? Eða hvað? Ekkert fárast yfir hærri töxtum, yfir- vinnu, bónusgreiðslum eða hvað það allt heitir. Var ekki komin þama “óskajóninn” sem þurfti að “klóna”? Aldeilis ekki. Þórarinn fór í fýlu og Davíð, sem hafði reyndar gefið upp boltann varð orðlaus að heita mátti. Fordæmið var í hámarki. Engu var hægt að lofa af hálfu ríkisvaldsins. Líkan Þórðar, þjóðhaga, var í voða. Auðvitað var þetta alveg rétt hjá Davíð eftir þær hrellingar sem ís- lendingar höfðu mátt þola daginn áður í Osló. Allt var í óefni. íslend- ingar höfðu ekki lengur frú Brundtland að gæla við. Kominn þar allt annar harðjaxl í forystuna, sem jafnvel lét sér detta í hug að ræna okkur Snorra. Við hverju gátu menn búist af slíkum “ribböldum”. Það vom þó ekki nema 120 milljónir sem bám í milli. Hvað samningamenn okkar vom búnir að fara langt niður í tillögum sínum fylgdi ekki sögunni. Ef dæma má eftir Morgunblaðinu í Jafnaðarkonur Þriðji kvöldverðarfundur ársins verður haldinn fimmtu- dagskvöldið 13. mars kl. 19-21 á Litlu Brekku í Banka- stræti. Að súpumáltíð lokinni mun Björn Friðfinnsson flytja fræðsluerindi undir yfirskriftinni íslenskar konur og Evr- ópumálin. Allar konur velkomnar! Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna Menntamálaráðuneytið Þýðingarsjóður Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bók- menntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæða- kröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1997 nemur 7.6. milljónum króna. Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í af- greiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 4. apríl 1997. morgun mun það hafa verið óviðun- andi. Svo kom “óskajóninn” og skrifaði undir, eins og vandinn væri enginn. A stundum skilur maður ekki þetta sambandsleysi í toppunum þegar tek- ið er tillit til þess hve tölvutæknin og íjarskiptin eru komin á hátt stig. En það er nú svo að menn skilja ekki að það getur verið dýrt að hugsa upphátt þegar mest á ríður. Þannig á ég von á að þetta hafi ekki verið sambands- leysi milli Davíðs og “óskajónsins”. Heldur hitt að Davíð hafi slegið þessu upp í kæruleysi og sagt “óska- jóninum” að slá til. Það væri alltaf hægt að krafla sig út úr þessu og reyndar var þetta ekki slæmt útspil pólitískt séð. Það var hægt að hressa upp á fylgi flokksins eitthvað með þessu. Þetta kostaði ekki neitt fyrir “stór- kaupmenn”, því enginn var á þessum taxta. Góð viðskipti, það. “Stórkaup- menn” sluppu við öll verkföll og blóðþrýstingurinn hjá þeim eins og best var á kosið. En þá fór Þórarinn að gjósa. Taldi að þama hefði verið Hins vegar finnst mér líka ilia farið með Davíð, svona líka mætan mann. Hann hafði hugsað sér að hafa það gott á Bessastöðum en missti þar af strætisvagninum. Allt var í óefni. íslendingar höfðu ekki lengur frú Brundtland að gæla við. farið á bak við sig, að ekki sé talað um aðra. Ósamið væri allt að einu fyrir meirihluta þjóðarinnar. Mikið rétt. Sáttasemjarar voru eins og illa gerðir hlutir en lögin Höllu- staðabóndans höfðu fengið eldskím með láði. Svona getur Framsókn ver- ið þægileg í samstarfi. Að maður tali ekki um framsýn. Það er svo mergur- inn málsins, sem mér finnst einna skrítnast að flokkur “óskajónsins” skuli ekki skilja hve merkilegt verk hann hefur unnið. Eiginlega er hann búinn að setja alla launataxta á upp- boð. Lágmarkslaun hafa verið tryggð og nú skal hver og einn semja fyrir sig og að ekki sé talað um að leita sér “Stórkaupmenn” sluppu við öll verkföll og blóðþrýstingurinn hjá þeim eins og best var á kosið. En þá fór Þórarinn að gjósa. Sáttasemjarar voru eins og ilia gerðir hlutir en lögin Höllustaða- bóndans höfðu fengið eldskírn með láði. Svona getur Framsókn verið þægileg í samstarfi. atvinnu. Þetta er eiginlega að nálgast ástandið á ámnum 1929-1932. Er það ekki það sem spekingar þjóðar- innar stefna að og syrgja mest, að ekki skuli hafa verið fest í sessi? Eða hvað var það sem olli heimskrepp- unni miklu á þessum ámm? Halda menn virkilega enn að hún haft kom- ið af himnum ofan? Ástand heims- mála virðist því miður bera keim af helstu sjúkdómseinkennum þeirra ára. Atvinnuleysi vex óðfluga. Gjald- miðlar tapa raungildi sínu. Verð- bréfabrask er vaxandi. Þeir sem eitt- hvað eiga aflögu kaupa. Vakna svo einn góðan veðurdag, svona eins og þeir á Stöð 3, við að þetta er allt búið. Að vísu er ferlið dálítið hægara þessi ár. Fjármálamenn em búnir að finna upp ýmis ný brögð, til dæmis að kaupa töp og selja almennings- eignir til að bjarga sér. Ekki dugar það þó, að því er virðist. Þannig dæmir Hæstiréttur að ranglega hafi verið að málum staðið hjá Vífilfelii og Framsóknarflokknum. Þeir vilja að sjálfsögðu ekki fá yfir sig Evrópu- dóma, sem munu nú vera orðið yfir- vald Hæstaréttar, samanber greinar- gott erindi Sigurðar Líndals, lagapró- fessors og sagnfræðings. Er þetta ekki að verða svolítið fólkið fyrir “meðaljóninn”? Eg bara spyr. Mér finnst óskajóninn ekki eiga skilið vanþakklæti Þórarins V. Hins vegar finnst mér líka illa farið með Davíð, svona líka mætan mann. Hann hafði hugsað sér að hafa það gott á Bessastöðum en missti þar af strætisvagninum. Ætlaði að taka sér hvfld að vonum. Enda búinn að standa sig vel í tólf ár í borgarstjóm, stjóma tiltölulega ósamstæðum flokki og svo framvegis. Hann var svei mér verðugur umbun sinna launa. Framsókn er að klúðra málunum. Framsóknarmenn eiga harma að hefna, búnir að selja sér samvinnu- hreyfingar eignimar fyrir slikk. Landsbankinn búinn að taka á sig ómældar skuldir og liggur við að hann hafi ekki borið barr sitt síðan. Var ekki bara vitleysa að slíta Viðeyj- arsamkomulaginu? Það er þýðingarmikið fyrir hvem stjómmálamann að læra sínar lexíur vel. Reyndar eins og annarra í þjóð- félaginu. Mér finnst annars, eins vel og Davíð hefur komið fram fyrir al- þjóð, að það sé synd hve máttarvöld- in geta verið honum óhagstæð. Svo er Flóki mættur, afturgenginn. Hvar ætlar þetta að enda? Er von að menn spyiji og vilji fá eitthvað haldbetra í stjómun landsins. ■ Sýningin í Listasafninu á að endurspegla Það besta Grimm í fangi Beru Sýningin, Ný aðföng stendur enn yftr á Listasafni Islands en á henni er að finna úrval verka eftir starf- andi listamenn sem bæði hafa verið keypt eða gefin safninu á síðustu tveimur ámm. Sérstök nefnd sér um innkaup á vegum safnsins en verkin sem hún velur eiga að endurspegla það besta sem gerist í íslenskri myndlist. Á sýningunni er meðal annars að finna verk eftir Daníel Magnússon, Jón Óskar, Húbert Nóa, Þorvald Þorsteinsson, Halldór Ásgeirsson, Brynhildi Þorgeirsdótt- ur og Ólöfu Nordal. Sýningin er sú síðasta sem Bera Nordal setur upp áður en hún heldur til starfa í Mal- mö Kunsthall. Bera Nordal heldur hér á mynd af Grimm sem er góðkunningi Al- þýðublaðsins og skilgetið af- kvæmi Hallgríms Helgasonar myndlistarmanns. Sambandsstjórn SUJ Sambandsstjórn Sambands ungra jafnaðarmanna heldur fund laugardaginn 8. mars, kiukkan 14.00 í Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði, Strandgötu 32. Seturétt eiga framkvæmdastjórnarmeðlimir, fulltrúar úr máistofum, formenn félaga og einn fulltrúi félags fyrir hverja 20 félagsmenn. Framkvæmdastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.