Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ mennm Mörgu hef ég fríðu fljóði fagnað, sem mitt hjarta kætti. En aldrei slíkri ég áður mætti ástargyðju af holdi og blóði. Vilji ég lýsa vexti og slíku verða æðstu heiti að lasti. Og ég mæli í augnakasti orðlaus drottins verkin ríku - Ljúf er röddin líkt og vaki Ijóð við streng í óði dýrum. Stuðlar falla í hlátrum hýrum hendingar i fótataki. Undir brúnum búa í friði bjartar stjörnur kulda og glóðar. Ættarmerki minnar þjóðar mærin ber í anda og sniði. meginmál:Þessi kona kann að unna, kann að vera ambátt, drottning. En ég fmn með ótta og lotning einnig hatrið mun hún kunna. Sögur hefir líf mitt leyndar lærdóm þeirra hugur geymir. Engum lengur galla gleymir glapsýn minnar fyrstu reyndar. Lyst til gulla hvarf í hretið hærra mark nú örvum set ég: Síðan dýran gimstein get ég geð jöfnu betur metið. Og ég vildi lán mitt leggja, í litla þétta hönd og hvíta, og í fjötrum feginn líta fram á götu okkar beggja. Einar Benediktsson skáld orti þetta Ijóð um Ólafíu Jóhannsdóttur, kvenréttinda- konu, en hún markaði spor í söguna á margvíslegan hátt og er hennar minnst ( Noregi fyrir að hafa verið hálfgerður dýrlingur sem fórnaði fé og kröftum til að hjálpa bágstöddum og sjúkum vændiskonum í skuggahverfum Oslóborgar í upphafi aldarinnar. Einar og Ólafía áttu I ástarsambandi á sínum yngri árum. Fyrstu íslensku súfragetturnar nefnist grein eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur en hún fjallar um æví Ólaflu og Þorbjargar Sveinsdóttur frænku hennar, og birtist í blaðinu á morgun. ¦ Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið, Köttur á heitu blikkþaki Amerískt - Já mjög amerískt - segir Baltasar Kormákur. Margrét Vilhjálmsdóttir: Óvanalega djúsí rulla. "Hann er drykkfelldur og á við vandamál að stríða í hjónabandinu, lokar konuna sína af og þau lifa engu kynlífi," segir Baltasar Kor- mákur um persónuna Brick en í kvóld frumsýnir Þjóðleikhúsið leik- ritið, Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams. Baltasar Kor- mákur og Margrét Vilhjálmsdóttir fara með tvö aðalhlutverkin. Leik- ritið fjallar um ólgandi fjölskyldu- uppgjör í hitasvækju Suðurríkjanna, meðan vifturnar snúast letilega í takt við tregafullan blús. Ósamkvæm en trú- verðug "Það er látið liggja að því að Rick sé hommi og hann virðist ekki vera fær um að losa sig úr þessari tilfinn- ingakreppu en þrátt fyrir aumingja- skapinn er þetta ljúfur náungi en dekraður," segir Baltasar. "Pabbinn er að deyja, moldríkur og Brick kærir sig ekki um arfinn meðan "Bricksem Baltasar leikur er dæmigerð persóna úr leikriti eftir Tennessee Williams," segir Margrét Vilhjálmsdóttir. "Hann veltir sér upp úr fortíðinni án þess að geta neinu um breytt, hann er eins og lif- andi dauður. Baltasar fell- ur við hlutverkið eins og flís við rass, enda er hann góður leikari." "Ég ætla að vona að það sé þess vegna," segir Baltasar og bætir við að Margrét sé mjög trúverðug sem Maggy. bróðir hans og mágkona búa sig undir að sölsa allt undir sig. Hann og aðrar persónur í verkinu eiga veiklyndið sameiginlegt, og þau eru ósamkvæm sjálfum sér en ákaflega trúverðug og þess vegna lifir verk- ið." Óvanalega djúsí rulla "Þetta er óvanalega djúsí rulla, skemmtileg innan gæsalappa. Það fer um mann," segir Margrét Vil- hjálmsdóttir sem fer með hlutverk Maggýar. "Persónurnar eru breysk- ar og ófyrirsjáanlegar, höfundurinn er snillingur í að túlka tilfinningar fólks og að sumu leyti minnir hann á Tjekov, persónurnar lifa í fortíð- inni, tala í kross og líða áfram án þess að geta lyft hendi til að hafa áhrif á framvinduna. Brick sem Baltasar leikur er dæmigerð persóna úr leikriti eftir Tennessee Williams, hann veltir sér upp úr fortíðinni án þess að geta neinu um breytt, hann er eins og lifandi dauður. Baltasar fellur við hlutverkið eins og flís við rass, enda er hann góður leikari." "Ég ætla að vona að það sé þess vegna," segir Baltasar. Vílar ekkert fyrir sér En Maggy sú sem þú leikur, er hún kunnugleg? "Ég á ekkert sameiginlegt með þessari konu, hún er fædd í í Miss- isippi og er auðvitað uppi á allt öðr- um tíma en ég," segir Margrét. Höfundurinn er snillingur i að túlka tilfinningar fólks og að sumu leyti minnir hann á Tjekov, persónurnar lifa í fortíðinni," segir Margrét Vil- hjálmsdóttir en hún og Baltasar Kormákur fara með aðalhlutverkin í verk- inu, Köttur á heitu blikkþaki sem Þjóðleikhúsið frumsýnir i kvöld. "Þau tala í kross og líða áfram án þess að geta lyft hendi til að hafa áhrif á framvinduna." "Hún er baráttujaxl og "surviver," og lætur ekki buga sig. Hún beitir allra bragða til að ná sínu fram og er gift inn í ríka fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn, "Big daddy," er að deyja úr krabbameini og maður- inn hennar er drykkjusjúklingur og vill ekki sofa hjá henni lengur. Hún hefur seiglu og er ólík öðrum per- sónum verksins og notar jafnvel lygina sér til framdráttar, vflar ekk- ert fyrir sér til að lifa af. Hún er að reyna að tryggja sína hagsmuni þeg- ar kallinn hrekkur upp af, þau eiga engin börn og hin systkinin láta hana finna það." "Ég vil ekki skilgreina hvernig eigi að leika hlutverk Maggyar en í túlkun Margrétar er hún mjög sann- færandi," segir Baltasar um frammi- stöðu Margrétar í hluverkinu. Erlingur Gíslason og Margrét Vil- hjálmsdóttir í hlutverkum sínu í leikritinu en Erlingur fer með hlut- verk fjölskylduföðursins. Besta verkið "Höfundurinn er að takast á við margvíslega hluti í verkinu, lífið í kringum okkur, hómósexúalisma og lygina en hann var sjálfur tvfkyn- hneigður og þekkir því vel til," seg- ir Margrét. "Þetta verk er að mínu mati besta verk höfundarins en ég hef lesið þau flest og séð nokkur á sviði." "Ég hef ekki stúderað Tennessee Williams neitt sérstaklega en get þó sagt að af þeim þremur, honum, Eu- gene O'Neill og Arthur Miller er hann í mestu uppáhaldi," segir Baltasar. "Tilfinningahliðin gengur mjög vel upp en þetta er ákaflega amerískt verk, mjög amerískt og kannski ekki skrítið að persónurnar séu markaðar af því þjóðfélagi sem þær eru sprottnar úr." Fullt erindi "Verkið á fullt erindi til fólks í dag og tekur á málum sem við erum sjálf að glíma við í daglega lífinu," segir Margrét. "Öfugt við það sem sumir halda fram þá eldast verk höf- undarins vel. Þetta verk hefur aldrei verið sýnt hjá atvinnuleikhúsuaum hér heima áður en það er búið að standa til hjá báðum húsuuum í minnsta kosti tíu ár." Stðan eru þau rokin enda fram- sýning framundan og mikið að^ír- ast, Baltasar segist reyndar fiéfa fengið frí frá æfingum um tíroa til að ferðast með Friðriki Þór Frið- rikssyni um Evrópu til að kynna myndina Djöflaeyjuna, en milli þess sem hann vinnur í leikhúsinu situr hann við skriftir um þessar mundir og skrifar kvikmyndahand- rit, eftir bók Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavfk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.