Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 6
ALPYÐUBLAÐIÐ m e n n i n MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Þorraveisla Hringssonar Eg fékk hugmyndina sumarið 1993," segir Þorri Hringsson en hann er með sýningu að Sjónarhóli við Hverfisgötu en við- fangsefni listamannsins að þessu sinni er matur. Þetta er ellefta einkasýning Þorra en hún opnaði síðastliðinn laugardag. "Matur, matargerð og vínsmökk- un er það skemmtilegasta sem ég geri," segir Þorri og umrætt sumar, þegar hann fékk hugmyndina að sýningunni segist hann hafa verið í heimsókn hjá kunningjafólki sínu. „Meðan ég beið eftir að kaffmu og fletti í gegnum nokkrar bækur rakst ég á matreiðslubók og þegar ég opnaði hana blöstu við mér ótrú- legar myndir. Þegar ég fletti upp út- gáfuárinu reyndist það vera árið 1944. Þá small eitthvað saman í höfðinu á mér sem ég hafði ekki brotið heilann um áður. Matur fyrir sjálfstæða Islendinga. Þorri segir að framsetning matarins hafi aðal- lega hrifið sig á myndunum, og skrautið og nálægð réttanna. Flatir og óraunverulegir litir frá þessum bernskuárum litljósmyndunar hafi einnig höfðað sterkt til hans. Þorri lætur sér fátt um finnast þótt það teljist varla nein nýlunda að mála mat því fyrir því er margra alda hefð. Eg hef samt á tilfinningunni að það sé eitthvað ferskt við það Auglýsing um framlagn- ingu skattskrár 1996 og viröisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið1995 í samræmi viö 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skatt- skyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. Samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breyting- um, um virðisaukaskatt, hefur verið tekin saman virðis- aukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1995 og liggur hún frammi. í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers virðisaukaskatt- skylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar fram í öll- um skattaumdæmum miðvikudaginn 12. mars 1997 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá um- boðsmönnum skattstjóra fyrir hvert sveitarfélag dagana 12. mars til 25. mars að báðum dögum meðtöldum. 12. mars 1997 Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Sigríður B. Guðjónsdóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Gunnar Karlsson. Skattstjórinn ÍAusturlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Bjömsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. sem ég er að glíma við. Niður- lenskir barokkmálarar gerðu marg- ir hverjir svakalegar myndir af mat en það var alltaf á hráefnisstiginu hjá þeim. Ég hef ekki áhuga á formrænum hliðum hráefnisins. Eg hef áhuga á útkomunni, eins og hvernig maður býr til Spghetti úr eggjum og hveiti og vínarpylsur úr undanrennudufti og svínafitu." En Þorri bendir á að það sé einnig til önnur og skvapkenndari hlið á málinu. „Hvaðan komum við. Ég hef alltaf verið heillaður af ættfræði og flestir Islendingar geta rakið sig meira en þúsund ár aftur í tímann. En úr hverju skyldum við vera. Ef við göngum út frá því að við séum að einhverju leyti afleið- ing þess sem við leggjum okkur til munns, hverjar eru þá forsendurn- ar? Fyrir pepsí og pítsukynslóðina er niðurstaðar mín kannski fárán- leg. Ég tilheyri nefninlega kjötfars og majóneskynslóðinni. Ég næ í skottið á brauðtertunum og sveskj- unum með svínakjötinu. Þetta er tilraun til að skilja kyn- slóð mína með því að skoða mann- vistarleifar foreldra minna, draum þeirra um alsæluna." Sæfinnur vatnsberi Álagahamur minn er slíkur - mínir afstyrmistötrar - að sagt er að það hafi aldrei sést á landi hér mannskepna svo háðuleg hann ég sem eitt sinn lofaði góðu er orðinn aumastur vatnsbera krossbera - og bænum öllum spurn hvaða örlög það hafi verið sem beygðu mig í duftið lfkt og orm já það er nú það... en þó ekki endilega rétt spurt því hver veit nema ég snúið hafi veröldinni á hvolf og ríki þar með yfir ykkur öllum eins og vatnið: kannski er Pípuhatturinn minn skældi sem kórónar það skrípi er þið hér sjáið - hökta upp hæðina með krossinn - kannski er hann ef öllu er á botninn hvolft tákn um tign mína Ljóðið um Sæfinn á sextán skóm, er úr bókinni Villiland eftir Jónas Þorbjarnarson sem kom út hjá Forlaginu fyrir jólin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.