Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ onnur sjonarmio Arangur Reykjavíkurlistans Árni Þór Sigurðsson borgarfull- trúi skrifar í Vikublaðinu um ár- angur Reykjavíkurlistans: Skólamál Skólaárið 1993-1994 voru fjórir grunnskólar einsetnir í Reykjavík af 28 skólum. Haustið 1994 bættust fjórir skólar í þann hóp og á yfir- standandi skólaári eru 14 grunnskól- ar einsetnir. Þannig hefur á skömm- um tíma náðst verulegur árangur í einsetningu grunnskólans en ljóst er að mikið verk er þar enn óunnið þar sem um helmingur grunnskólans er tvísetinn... Fræðsluráð Reykjavíkur, undir forystu Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa, hefur unnið metnað- arfulla áætlun um einsetningu allra grunnskóla í Reykjavík fyrir árið 2003... Dagvistarmál I dagvistarmálum setti Reykjavík- urlistinn fram afar metnaðarfulla en löngu tímabæra áætlun um fjöl- skylduvæna leikskólastefnu sem gæfi öllum börnum, eins árs og eldri, kost á leikskóladvöl í samræmi við óskir foreldra. Á tímum D-listans gátu foreldrar og sambúðarfólk ekki sótt um heilsdagsvist fyrir sín börn sem hafði í för með sér margvíslegt óhagræði. Reykjavíkurlistinn afnam þetta misrétti. Árið 1995 fjölgaði heilsdagsrýmum á leikskólum borg- arinnar um 400, árið 1996 fjölgaði þeim um 350 og á þessu ári mun þeim fjölga um nálægt 300. Þessi mikla fjölgun hefur að einhverju leyti verið á kostnað hálfsdagsrýma en á tímabilinu 1994-1997 hefur nettó fjölgun heilsdagsrýma verið um 800. Það er ljóst að þessar breyttu áherslur hafa gjörbreytt aðstöðu barnafólks í borginni og fá sveitarfé- lög geta nú státað af jafngóðri þjón- ustu í leikskólageiranum og höfuð- borgin getur... Atvinnumál Þegar Reykjavikurlistinn tók við meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur voru um 3500 manns á atvinnuleysisskrá í höfuðborginni. Atvinnu- og ferðamálastofa var sett á laggirnar til að búa betur að þessum mikilvæga málaflokki í stjórnkerfinu en verið hafði. Verkefni þessarar nýju stofnunar er að starfa að stefnu- mörkun, þátttöku í stærri málum sem snúa að ríkinu eða öðrum sveitarfé- lögum og fyrstu ráðgjöf gagnvart einstaklingum. Þá hefur stofnunin starfrækt viðskiptaráðgjöf sem ætlað er að stuðla að uppbyggingu atvinnu- lífs með ódýrri ráðgjöf til einstak- linga og fyrirtækja og hafa vel á þriðja hundrað aðilar nýtt sér þessa þjónustu.... Brýnasta verkefnið Eins og ljóst má vera hefur margt áunnist á þeim tæpu þremur árum sem Reykjavíkurlistinn hefur verið í meirihluta í borgarstjórn Reykjavík- ur. Ekki síst hefur verið unnið stór- virki í málefhum fjölskyldnanna, einkum þeirra sem eru með ung börn. Það er minnisvarði sem Reykjavíkur- listinn getur verið afar stoltur af... Árangur af starfi Reykjavíkurlist- ans hefur einnig skilað sér á mörgum öðrum sviðum. Þar ber hæst fjármál borgarinnar. Einnig má nefna um- Þess vegna er öruggur sigur Reykjavíkurlistans næstu borgarstjórnarkosningum brýnasta verk- efni félagshyggjufólks - hvar í flokki sem það stendur og hvar í landinu sem það býr. hverfismál, almenningssamgöngur, umferðaröryggismál, menningarmál, aðgengi fatlaðra og síðast en ekki síst jafnréttismál. Aðstandendur Reykja- víkurlistans þurfa því ekki að kvíða kosningabaráttunni þegar loforð og efhdir verða borin saman. Það er hins vegar afar mikilvægt að halda til haga öllu því sem áunnist hefur og koma því til skila til borgarbúa. Borgarstjórnarkosningarnar munu fara fram laugardaginn 23. maí 1998. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja allt kapp á að vinna borgina aftur en verkefni félagshyggjufólks er að tryggja að þeim markverða árangri sem náðst hefur nú þegar á kjörtíma- bilinu verði ekki glutrað niður. Þess vegna er öruggur sigur Reykjavíkur- listans í næstu borgarstjórnarkosn- ingum brýnasta verkefni félags- hyggjufólks - hvar í flokki sem það stendur og hvar í landinu sem það býr. Ragnar Axelsson, eða Rax, Ijósmyndari á Morgunblaðinu er að setja saman, ásamt Ey- þórí Sigmundssyni í Laxakort- um og fleirum, litla flugvél sem verður sérhönnuð til Ijósmynda- töku. Vélin verður mjög góð til flugs við fjallshlíðar og í gilum. Vélin var keypt ósamsett í Bandaríkjunum. r Ahaustdögum ársins 1995 var Guöbjörn Ólafsson ráðinn að Hafnarfjarðarbæ sem „ritari bæjarstjórnar og bæjar- ráðs". Það var gert að tilhlutan Jóhanns G. Bergþórssonar þeg- ar hann ásamt félögum úr Sjálf- stæðisflokknum myndaði meiri- hluta með Alþýðuflokknum í Hafnarfirði. Ráðning Guðbjörns var hinsvegar aðeins til sex mánaða og þeir eru auðvitaö löngu liðnir. í síðasta mánuði var svo samþykkt nýtt skipurit fyrir stjórnsýslu bæjarins og í kjölfar þess er búið að ganga frá ráðn- ingu Guðbjörns sem bæjarritara til frambúðar. Embættið er nokk- uð mikilvægt, enda er bæjarritari staðgengill bæjarstjóra, sem í dag er Ingvar Viktorsson. Með skipuritinu voru líka gerðar aðrar breytingar, því Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sem áður var bæjarritari, en settur í sérverkefni til að rýrha fyrir Guðbirni á sínum tíma, er nú orðinn starfsmanna- stjóri bæjarins, sem heyrir sam- kvæmt skipuritinu undir Guð- björn. Félagar Gunnars úr Al- . ¦ þýðubandalaginu, einkum Magnús Jón Árnason una því illa, og mun Magnús hafa lagt fram breytingartillögur við skipu- ritið. Þess má geta að Guðbjörn er enginn nýgræðingur þegar kemur að starfi bæjarritara, því hann gegndi því með miklum sóma á annan áratug upp úr 1970... Þó Guöbjörn Ólafsson hafi í upphafi verið ráðinn aðeins til sex mánaða, og ráðningin framlengd sjálfkrafa, gildir slíkt fyrirkomulag ekki um alla. Þegar tímabundnir ráðningarsamningar annarra hafa fallið úr gildi hafa þeir sjálfkrafa fallið af launaskrá. Þetta gildir til dæmis um stanga- veiðimanninn og myndhöggvar- ann Sverri Ólafsson sem hefur verið mesti skelfir Jóhanns Berg- þórssonar eftir myndun núver- andi meirihluta... Guðrún Helgadóttir fær á baukinn hjá formanni Al- þýðubandalagsins Margréti Frí- mannsdóttur vegna bókunar út- varpsráðs um Dagsljósmálið svokallaða, þar sem ávítur voru samþykktar. Margrét segir í Viku- blaöinu að bókunin sýni húmors og andleysi þeirra sem að henni standa og það sé sérstaklega leitt að þekktur húmoristi eins og Guðrún Helgadóttir hafi stutt bókunina sem formaður ráðsins lagði fram. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson segir að bókunin sé ritskoðun og sýni að það eigi að leggja ráöið niður... hinumegm "ForSidu" cftir Gnry Larson f i m m förnum vcgi Er rétt aö leggja TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í sparnaöarskyni? « : ; .. . ' Birna móðir: "Nei, það mynd." Smáradóttir, er fáránleg hug Vala Káradóttir, nemi: "Nei, auðvitað ekki. Hún er búin að sanna ágæti sitt." Ölafur Magnús Magnús- son, sölufulltrúi: "Nei. Hún er búin að sanna að hún er lífsnauðsynleg." Anna Dóra Hermanns- dóttir, jókakennari: "Nei, alveg örugglega ekki.' Gunnar Jónsson, smiður: "Nei, það ætti að kaupa þrjár til viðbótar. Eina fyrir hvern landsfjórðung." v 111 m q n n "Þessi sýning er því nokkuð misjöfn. Þetta er „leikarasýn- ing" og hún geldur fyrir að leikstjórinn virðist ekki halda nógu fast um taumana." Gunnar Stefánsson, leiklistargagnrýnandi DT, um sýninguna Köttur á heitu blikkþaki. "Maður þessi var greinilega vel við skál og því þótti ekki annað fært en að kanna inni- halds vagnsins og áthuga hvort virkilega væri verið að viðra hvítvoðung um miðja nótt í þessu ástandi." Úr dagbók löggunnar á Akureyri, en í Ijós kom að maðurinn var með persónulega muni í barnavagninum, en ekki barn. "Þetta er mjö'g skapandi, alltaf eitthvað nýtt að prófa, hægt að spjalla í rólegheitum á meðan um saumaskapinn og hvað sem er og veistu, líðanin er bara engu lík." Vigdís Stefánsdóttir, aö segja hvað sé skemmtilegt við bútasaum, í Mogganum. "Erum við, kristnir menn, ekki kallaðir til þjónustu friðar og sáttargjörðar? Er nokkurt verk- efni kirkjunnar mikilvægara en einmitt það?" Séra Karl Sigurbjörnsson að svara séra Flóka Kristinssyni, í Mogganum. "Er hugsanlegt að vara sé í upphafi boðin á hærra verði til þess að síðar sé hægt að bjóða hana á tilboðsverði? Þessi tilboðaþróun er ðneitan- lega merkilegt rannsóknarefni fyrir neytendur." Víkverji í Mogganum. Þar sem Víkverji er eflaust neytandi eins og viö hin, er skorað á hann aö taka sjálfan sig á orðinu og rannsaka máliö. "Ég held reyndar að menn séu ekki svo víðáttuvitlausir að reyna að bjóða okkur upp á svipað og iðja skrifaði undir." Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, í Alþýðublaðinu. "Rétt fyrir tólf, þegar meira að segja var búið að leggja fyrir þá á borð á hótelinu voru jieir sóttir án nokkurs fyrir- vara." Borgþór Kærnested um skyndilegan brott- flutning erlendu skipverjanna á Vikartindi. Langt, langt í fjarska - þar sem Norðanvindurinn ræður ríkjum og norðurljósin ríkja glitra eins og marglit tjöld á himninum - var einu sinni eyja sem hét eyja vindanna. Og þar bjó lítil stelpa sem hét Linda. Þetta er sagan af því þegar Linda hitti Vetur konung. Úr bókinni Linda hittir Vetur Konung, eftir Harald Sonesson sem kom út fyrir skömmu hjá Vöku Helgafelli,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.