Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Œtl SCB “Mér fannst þetta ekki ríma við það sem ég var að pæla, ég vil vinna mikið, reyna að þróast og vera mikið að, ekki bara hangsa og drekka brenni- vín.“ Hallur Ingólfsson, tónlistarmaður í Mogg- anum. “Erlend tryggingafélög sáu aðallega fyrir sér sölulúgu hjá okkur fyrir tryggingar sínar, sem við höfðum engan áhuga á.“ Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, í DT. “Hins vegar aðstoðaði ég eitt sinn organista utan af landi við að kaupa sér píanó." Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, (Mogganum. “Ég er ekki með próf í pönnu- kökubakstri, en það hefur alltaf þótt gott að geta bjarg- að sér.“ Guðmundur L. Friðfinnsson, bóndi og rit- höfundur á Egilsá í Skagafirði, í DT. “Enn fáránlegra er þó að bera sölu áfengis saman við sölu á mjólk eða smjöri. Menn verða ekki háðir mjólk. Og það er lítil hætta á að smjörætur þyrpist út af veitingastöðum síðla nætur, mengi umhverfið hvers kyns sóðaskap og fremji margs konar ofbeldisglæpi jafnvel mannvíg." Jón K. Guðbergsson í Mogganum. “Hví ekki að kaupa þrjá mán- uði í rithöfundi það myndi styrkja ritlistina verulega." Lárus Hinriksson í DT. “Því öll erum við alheimsver- ur og guðsneistinn býr í sér- hverjum manni.“ Helga Sigurðardóttir og l'ris Jónsdóttir í DT. 'FFTlliTl Eitt og hálft kfló af svínakjöti 325 grömm af svínaspekki 1 matskeið af hökkuðum hvítlauk og fjórar af grófu salti 2 matskeiðar Fennelfræ 1 teskeið cayenne pipar 1 matskeið af chilipiparflögum 2 teskeiðar malaður svartur pipar 2 matskeiðar pemod, sambuca eða annar áþekkur líkjör með anís- bragði. 1/4 bolli kalt vatn. Blandið öllu saman nema vatni og hakkið. Vætið í með vatninu og hnoðið vel. Troðið í garnir eða notið laust. Þessi uppskrift gefur fjögur kfló af sterkum ítölskum pylsum. IBandaríkjunum hafa fjöl- miðlar fjallað mikið um stað- hæfingar blaðamannsins og rithöfundarins Pierre Salinger um að breiðþota sem fórst við strendur Bandarkjanna í fyrra hafi verið grandað með flug- skeyti. Pierre þessi er fræg- astur fyrir að hafa verið blaða- fulltri John Fitzgerald Kenn- edy, hins ástsæla forseta sem féll fyrir morðingjahendi. Kennedy bar sigurorð af Richard Milehouse Nixon eftir að hafa bakað hann í sjónvarpseinvígi, þar sem glæsilega farðað andlit Kennedys andspænis fölum og sveittum Nixon skipti meiru en orðin sem féllu. Pierre Salinger var maðurinn sem „hannaði“ Kennedy fyrir hið mikilvæga sjónvarpsein- vígi og varð hluti af klassíkinni í áróðursfræðum. Angi af þekkingu Salingers náði alla leið til íslands, því einn af nemendum hans og síðar vinum var íslendingur, sem átti eftir að hasla sér völl í auglýsingabransanum hér heima, og ráða honum að mestu um tíma. Þad er Stefánungurinn, jazzpíanistinn og auglýsingameistarinn Ólafur Stephensen... Ein verst ræmda skýrsla á síðari tímum innan heilbrigð- iskerfisins er hin svokallað Gula skýrsla, sem var gerð undir for- ystu Símons Steingrímssonar verkfræðings árið 1993. Þegar þáverandi heilbrigðisráðherra Guðmundur Árni Stefánsson tók við henni var hann snöggur að setja hana niður í skúffu enda voru tillögur skýrslunnar með þeim hætti að ekki þótti koma til greina að hrinda þeim í framkvæmd. Skýrslan svaf síð- an svefninum langa þangað til Ingibjörg Pálmadóttir varð heilbrigðisráðherra og hófst handa um að hrinda henni í framkvæmd. í sjónvarpsþætti á sunnudaginn áttust þau við, Guðmundur Árni og Ingibjörg, og hin síðarnefnda harðneitaöi að nota Gulu skýrsluna óbreytta í viðureigninni við sjúkrahúsin á landsbyggðinni. Guðmundur Ámi var snöggur upp á lagið og svaraði að bragði: ‘Pað eralveg rétt. Þú tókst gulu kápuna og settir hvíta í staðinnt' Fátt varð um svör hjá heilbrigðisráöherr- anum við þetta... Flórgoðinn er merkileg fugla- tegund í útrýmingarhættu og á Alþingi óskaði líffræðing- urinn Össur Skarphéðinsson eftir því að Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra gerði grein fyrir áætlunum til að vemda þau fáu pör sem eftir eru. Af þessu tilefni orti Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, eftirfar- andi vísu: Össur er jafnan flínkur I sínu fagi, flórgoðans stofn hann hugsar um að vonum, um þennan stofn er þó allt I ágætu lagi, Alþýðuflokkurinn hverfurá undan honum... "FarSide" eftir Gary Larson Á Björn Halldórsson hjá fíkniefnadeildinni að svara til saka vegna máls Franklíns Steiner? Þegar mýsnar bregða á leik I skrifum Dags-Tímans um stóriðju á íslandi hefur undan- fama daga gætt sérkennilegs geð- klofa. Ritstjórinn, Stefán Jón Hafstein, hefur verið afar gagn- rýninn á áform stjómvalda um aukna stóriðju. Hann ritaði á dög- unum snöfurmannlega grein þar sem framkvæmd skoðanakönn- unar er sýndi mikinn stuðning við stóriðju var tekin til ítarlegrar skoðunar og bókstaflega tætt í sundur. I vikulokin þurfti hann hinsvegar að yfirgefa stassjónina fyrir norðan, til að stýra vel- heppnaðri landssöfnun fyrir hjart- veik böm á Stöð 2. Hinar norðlensku mýs notuðu þegar í stað tækifærið og bmgðu á léttan sprett í fjarvem hins þrifalega kattar í stóli ritstjóra. I Degi-Tímanum birtist á föstudag- inn bamslega einlægur leiðari sem minnti helst á skrif norður- kóreskra blaða á tímum hins ei- lífa og ástsæla leiðtoga, Kim II Sung, sem þau hófu reglulega í guða tölu. Höfundur leiðarans var Birgir Guðmundsson ritstjómar- fulltrúi, og er ekki óvanur per- sónudýrkun því hann ólst upp í Fylkingunni, þar sem guðinn hét León Trotský. Seinna fann hann svo róttækni sinni betri stað í Framsóknarflokknum, einsog gefur að skilja. Guðinn sem Birg- ir lét Dag-Tímann falia fram og tilbiðja á föstudaginn af einlægni fermingarbamsins var enginn annar en góðvinur hans og veiði- bróðir, Finnur Ingólfsson. Birgir byrjaði reyndar á því að gefa Stefáni Jóni velheppnað oln- bogaskot, þar sem lýst var frati á skrif hans um óvandaðar skoð- anakannanir. Engum duldist sendingin, og innan Framsóknar- flokksins er áreiðanlega litið á það sem vott um bæði kjark og snilld að nota leiðara Dags-Tím- ans til að gefa mátulega í skyn að með aðalritstjóranum og ritstjóm- arfulltrúanum séu nú ekki nema mátulegir kærleikar. En þvínæst tók gamli fram- sóknarmaðurinn við að lýsa Finni Ingólfssyni af skáldlegri innlifun sem fágætum kraftaverkamanni, og kvað hann líkastan laxveiði- manninum mikla er stæði lengi dags á árbakkanum og rifi hvert stóriðjuverið á fætur öðru úr dimmum djúpum líkt og laxa úr hyl, þar sem allir aðrir settu öng- ulinn beint í sinn eiginn aftur- enda. Þegar hér var komið sögu var leiðari Birgis Guðmundssonar gmnsamlega mikið tekinn að líkj- ast umsókn um stöðu aðstoðar- manns iðnaðarráðherra. Þá loks tók að renna víman af ritstjómar- fulltrúanum. En það varð ekki til að hugsunin yrði miklu skýrari. Eftir að hafa sungið stóriðjunni lof og dýrð birtist nefnilega undir lok leiðarans einsog skrattinn úr sauðarleggnum síðbúin áskomn til hins ástsæla ráðherra um að koma nú ekki með meiri stóriðju inn í landið! Einhvem tíma hefði skitsófrenía af þessu tagi dugað til að viðkomandi blaðamaður hefði annaðhvort verið sendur lóðbeint í viðtöl til sálfræðinga, ellegar til hvfldar og afslöppunar í Hveragerði á sameiginlegan kostnað skattgreiðenda og Blaða- mannafélags fslands. En kanski er önnur skýring á geðhvörfunum sem birtust í leiðara Dags-Tím- ans. Á þeirri stundu er flokkshan- inn gól hið þriðja sinni hefur Birgir Guðmundsson ef til vill minnst uppmna síns. Faðir hans er enginn annar en Guðmundur Sigvaldason, eldjallafræðingur, sem er ekki aðeins svamasti and- Haukur Valdimarsson, stuðningsfulltrúi: “Já, að sjálfsögðu.“ stæðingur álversins á Gmndar- tanga, heldur líka sá sem hefur andmælt því af mestri andagift og bestum rökum. í næsta stóriðjuleiðara Birgis kemur væntanlega í ljós hvor vinnur stríðið um samvisku rit- stjómarfulltrúans: pabbi gamli eða pabbi í ráðuneytinu. Jóna Lára Sveinbjörns- dóttir, nemi: “Já, tvímælalaust." Ingunn Sigurðardóttir, húsmóðir: “Þetta er allt mjög forvitnilegt mál sem verður að rannsaka." Tómas Ragnarsson, verslunareigandi: “Menn eiga að vera ábyrgir gerða sinna og koma með sannleikan fram í dagsljósið." Ásgeir Þórðarson skáld: Já, ef hann er sekur þá er gott, rétt og æskilegt að hann svari til saka.“ Hér birtist í fyrsta sinni nýr þáttur, Pælingar og bæl- ingar, sem verður hér einu sinni til tvisvar sinnum í viku næstu mánuði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.