Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 1
MMDMMÐ Mivikudagur 2. apríl 1997 Stofnað1919 42. tölublað - 78. árgangur ¦ Ólafur Magnússon, bóndi í Kjós, harðorður í garð umhverfisráðuneytisins Ráðherra stendur sig illa "Okkur þykir stjórnvöld standa illa að málum. Við erum rétt að byrja okkar baráttu. Alþingi á eftir að af- greiða sinn þátt og við bindum vonir við þingið. Kærur er ein leið, sem við ætlum að nýta okkur til fullnustu, þó það verði skrípaleikur einn. Það sem við munum leggja áherslu á, er að koma til almennings, hver stefna stjórnvalda er í umhverfismálum. Hún endurspeglast í þessu, hún end- urspeglast í athöfnum stjórnvalda varðandi Vikartindsslysið og hún endurspeglast í þeim vilja sem ¦ Verkafólk á Vestfjörðum Strangir fundir hjá sáttasemjara "Okkur var boðinn samningurinn sem hin skrifuðu undir og ósk um Trestun á verkfallinu. Við höfðum áður hafnað þessu og gerðum það aftur. Við lögðum fram hugmynd sem þeir höfnuðu. Það eru miklar Ifk- ur á að verkfall skelli á," sagði Karít- as Pálsdóttir, hjá Alþýðusambandi Vestfjarða, síðdegis í gær. Þá stóð yfir fundur hjá ríkissátta- semjara þar sem mættust vinnuveit- endur og verkafólk frá Vestfjörðum. Boðað verkfall hófst á miðnætti, svo framarlega sem samningar hafi ekki tekist í gærkvöldi eða nótt. Karítas sagðist ekki eiga von á öðru en verkafllið kæmi til framkvæmda. Þrír fulltrúar Alþýsambandsins fóru til Reykjavíkur í gær til fundar- haldanna. „Við höfum ekki efni á að hafa fleiri til að horfa á veggina í Karp- húsinu," sagði Karítas. Karítas sagði Bolvíkinga vera búna að fresta verkfallinu, boðunin hefði verið ólögmæt á Tálknafirði og deilt er um lögmæt verkfallsboðunar á Súðavík. Annars tekur verkfallið til allar annarra verkalýðsfélaga á Vest- fjórðum, frá Patreksfirði að Hólma- vfk. stjórnvöld hafa sett fram varðandi áform ESB um að draga um 15 pró- sent úr gróðurhúsalofttegundum, en íslendingar ætla einir og sér ekki að styðja. Ef Bandaríkjamenn ganga að því tilboði, sem eru góðar líkur á, eft- ir því sem ég best veit, þá verðum við einir eftir í þessum vestræna heimi, sem keyrum einhverja sérleið," sagði Olafur Magnússon, bóndi að Eyjum í Kjós, en hann hefur farið fyrir þeim sem berjast gegn álveri á Grundar- tanga. "Okkur finnst þetta óabyrgt af ís- lenskum stjórnvöldum. Guðmundur Bjarnason stendur sig afskaplega illa í embætti umhverfisráðherra. Um- hverfisráðuneytið er ekkert annað, í þessu máli, en afgreiðslustofnun fyr- ir iðnaðarráðuneytið. Það sér hver sem sjá vill að það vantar allan fag- legan metnað í þau störf sem unnin eru í umhverfisráðuneytinu. Holl- ustuvernd er handónýt og sinnir ekki því sem henni er ætlað. Samt er henni ætlað að annast mikilvægt eft- irlit með þeim verksmiðjum sem verða hér í Hvalfirði. Hollustuvernd hefur algjörlega brugðist varðandi Járnblendisverskmiðjuna." Ólafur nefndi sem dæmi að Holl- ustuvernd hefði ekki gert þær mæl- ingar sem henni var ætlað að gera varðandi Járnblendisverksmiðjuna. „Iðnaðaráðherra sló sér á brjóst og sagði að mengunarbúnaður og -varn- ir væru 99 prósent í lagi. Hvaðan hafði hann þessar upplýsingar. Jú, frá verksmiðjunni sjálfri." Ólafur sagði að gerð yrði krafa um vothreinsibúnað í væntanlegu álveri. „Þegar samkomulagið var gert voru bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuf lokkur við stjórnvöiinn, það hlýtur að vera krafan að Sjáifstæðisflokkurinn standi við samninginn og á meðan býður fólk þess með óþreyju að áframhald verði á brottflutningi fólks frá Kópavogshæii," segir Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður Alþýðuflokksins um stöðu vistfólks á Kópavogshæli. ¦ Ríkisstjórnin stendur ekki við samkomulag um Kópavogshælið Skert mannréttindi — segir Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaöur Alþýöuflokksins en hún heimsótti Kópavogshælið ásamt alþingismönnunum Sighvati Björgvinssyni og Rannveigu Guömundsdóttur. Fyrir nokkrum árum síðan. í tíð ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks var mórkuð sú stefna að leggja niður Kópavogshæli í núver- andi mynd og gera að endurhæfinga- deild fyrir Landsspítalann. Það þýddi brottflutning vistmanna út á aðrar stofnanir eða sambýli. Arið 1994 náðist samkomulag milli Rannveigar Guðmundsdóttir sem þá var félags- málaráðherra og Sighvatar Björg- vinssonar þáverandi heilbrigðisráð- herra um að hrinda áætluninni í framkvæmd. Þá var sett á stofn nefnd sem átti að skipuleggja fyrsta áfanga I l flutninganna, en gert var ráð fyrir að alls 37 manns flyttu og auk þeirra til- hlýðandi stöðugildi. "Þetta fór vel af stað og skapaði væntingar hjá vistmönnum og að- standendum þeirra en sú þróun að loka stórum sólarhringsstofnunum fyrir faflaða og flytja í smærri eining- ar er löngu orðin að veruleika í ná- grannalöndunum," segir Asta B. Þor- steinsdóttir en hún og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður heimsóttu endurhæfingadeild Kópa- vogshælis ásamt Sighvati Björgvins- syni í boði stofnunarinnar þar sem þeim var kynnt hver staða málsins væri í dag. "Eftir ríkisstjórnarskiptin vorið 1995 um vorið hefur það sýnt sig að núverandi félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa ekki sýnt þessu áhuga og áformin því ekki gengið eftir nema að afar litlu leyti," segir Asta. „Aðeins 27 manns hafa flutt á tveggja ára tímabili og eru það mikil vonbrigði að þessu skuli ekki vera fylgt betur eftir en hvorki hefur verið lokið við fyrsta áfanga né held- ur tekin ákvörðun um tvo næstu eins og gert var ráð fyrir. Þetta samkomu- lag er auðvitað bindandi gagnvart þessu fólki sem þarna býr, þetta er ekki nema sjúkrahús og það sam- ræmist ekki ákvæðum um búsetu í lögum um málefni fatlaðra né heldur nútíma mannréttindasjónarmiðum að fólk búi alla sína ævi á sjúkrahúsi. Þegar samkomulagið var gert voru bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur við stjórnvölinn, það hlýtur að vera krafan að Sjálfstæðisflokkur- inn standi við samninginn og á með- an býður fólk þess með óþreyju að áframhald verði á brottflutningi fólks frá Kópavogshæli." ¦ Áburðarverksmiðjan Nýtt fyrirtæki stofnað 10 milljónir í hlutafé "Það er í uppsliglingu fyrirtæki um ffamleiðslu á peroxíð, sem er bleiki- efni og kemur í staðinn fyrir klór. Þetta efni er umhverfisvænt, brotnar niður og verður að súrefhi og vatni," segir Pétur Jónsson, borgarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar Reykjavfkur, en hann kynnti starfs- mönnum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi hugmyndir um áform um framtíðarrekstur í Gufunesi. Verið er að stofna fyrirtæki, með 10 milljóna króna hlutafé, sem á að vinna að frekari rannsóknum á fyrir- hugaðri peroxíðframleiðslu. „Það var gerð könnun á þessu sem lofaði það góðu, að ákveðið var að stofna fyrir- tæki, til að halda áfram könnunum á stofnun alvöru vetnisperoxíðverk- smiðju." Atvinnumálastofa Reykjavfkur, Vatnsveitan, Aflvaki, markaðsskrif- stofa Landsvirkjunar, Burðarás, Iðn- lánasjóður og Áburðarverskmiðjan. "Þetta er það fýsilegur kostur að haldið verður áfram. Fyrirtækið verður stofnað um miðjan apríl. Það eru efasemdir um að í Gufunesi geti orðið olíuhreinsunarstöð. Verksmiðj- an verður trúlega auglýst til sölu um næstu mánaðamót og eðlilega eru starfsmenn hræddir um hvað um þá verður. Við hófum það líka, þó áburðarframleiðsla skili ekki hagn- aði, þá starfa þar á annað hundrað manns og við höfum áhyggjur af því hvað um þá verður. Það er þess vegna sem borgin, Vatnsveitan og at- vinnumálastofan taka þátt í þessu nýja fyrirtæki," segir Pétur Jónsson. ¦ Kannanir í Tékklandi 28 prósent vilja í Nató Aðeins 28 prósent Tékka myndu greiða atkvæði með inngöngu í Atl- antshafsbandalagið, ef kosið yrði nú, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á vegum Evrópusambandsins og kynnt í Brussel rétt fyrir páskana. Færri voru þó beinlínis andsnúnir inngöngu, eða ekki nema 20 prósent. Afgangurinn vildi ýmist ekki svara eða kvaðst ekki geta gert upp hug sinn til Nató. Tékknesk stofnun kannaði afstöð- una til Nató í sama mánuði og sam- kvæmt henni vildu 38 prósent að Tékkland yrði hluti af Nató. Þessar kannanir koma á óvart, þar sem stjórnvöld í Tékklandi sækja mjög fast að fá aðild að Nató, og er skemmst að minnast þegar þeir ósk- uðu aðstoðar fyrrverandi forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur í því efni. í báðum þessum könnunum var einnig könnuð afstaða Tékka til inn- göngu í ESB og niðurstaðan var snöggtum afdráttarlausari í því efni. I könnun ESB kom fram að 43 prósent vildu ganga í sambandið, en könnun tékknesku stofnunarinnar sýndi að 51 prósent vildu í ESB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.