Alþýðublaðið - 06.05.1997, Page 7

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 a n d I q t Steindór Steindórsson frá Hlöðum Fæddur 12. ágúst 1902 — Dáinn 26. apríl 1997 Steindór Steindórsson, skóla- meistari frá Hlöðum, samein- aði í lífi sínu og starfi, marga eðliskosti sem fásénir eru í einum og sama manninum. Kyrrláta einbeit- ingu vísinda- og fræðimannsins; tjáningarhæfni og þolinmæði og hlý- hug hins góða kennara; eldmóð og baráttugleði hins umdeilda stjóm- málamanns. Þessa ólíku eðliskosti sameinaði hann í heilsteyptum per- sónuleika, sem reynst hefur þriggja manna maki að atorku og afköstum. Við eram mörg sem kynnst höfum Steindóri á ólíkum æviskeiðum eða í nánd við ólík verksvið hans og telj- um okkur standa í þakkarskuld ýmist við vísindamanninn, fræðimanninn, rithöfundinn eða hinn pólitíska eld- huga. Við höfum kynnst því, hvert með sínum hætti, að þar var engirin meðalmaður á ferð, þar sem Steindór skólameistari fór. í meira en aldarijórðung var Steindór Steindórsson í fylkingar- brjósti baráttusveitar jafnaðarmanna á íslandi. Hann var einn þeirra sem reyndist best þegar mest á reyndi. í stjómmálabaráttu sinni var Steindór stefnufastur, fylginn sér, kjarkmikill og ódeigur til baráttu. Hann var að- sópsmikill og vopnfmiur í ræðu og riti. Andstæðingamir sóttu aldrei gull í greipar hans. Þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir í sam- skiptum Steindórs og Alþýðuflokks- ins lét hann málstaðinn aldrei gjalda mannlegra misgjörða. Það lýsir því vel, hvem mann hann hafði að geyma. Á flokksþingi Alþýðuflokks- ins 1976 var hann kjörinn heiðursfé- lagi flokksins. Það sýnir hvem hug ný kynslóð jafnaðarmanna bar til Steindórs. Hún fann til skyldleika við hinn síunga baráttumann. Það þarf ekki lengi að lesa ævi- sögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, „Sól ég sá“ til að skynja, hver gæfumaður hann hefur verið í lífí sínu og starfi, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skammt af andbyr og mótlæti. Lengi skal manninn reyna. Ég spái því að þegar þeir, sem nú em ungir, fara að rýna í söguþráð seinni hluta 20. aldar og skilja þar kjamann frá hisminu muni vegur fræðimannsins og rithöfundarins frá Hlöðum fara vaxandi í augum eftir- komenda. Hann hefur reynst ham- hleypa til verka. Þau verk bera hon- um fagurt vitni um ókomna tíð. Þær em margar ævisögumar. En þær em ekki margar ævisögur sam- tímamanna Steindórs, þar sem horft er yfir sviðið af jafn háurn sjónarhól og þar sem sér til allra átta. Óborinn íslendingur á nýrri öld mun eiga vandfundið annað heimildarit jafn haldgott til skilningsauka á samtíð okkar og Sólarsögu Steindórs. Bemska Steindórs að Möðmvöll- um og Hlöðum í Hörgárdal í upphafi aldar á meira skylt um aldarhátt og aðbúnað við ævisögu séra Jóns eld- klerks í Skagafirði á 18. öld en upp- vaxtarskilyrði unglinga í íslenskri sveit undir lok 20. aldar. Sólarsaga Steindórs er saga at- gervismanns, sem vegna meðfæddra hæfileika og óslökkvandi mennta- þorsta brýst úr viðjum fátæktar til mennta, dyggilega studdur af mikil- hæfri móður. Þannig nær hann að rækta meðfædda hæfileika að því marki, að hann skipar sér í fremstu röð vísinda- og fræðimanna okkar á þessari öld. En maðurinn var ekki einhamur. Starf kennara og skólameistara við Menntaskólann á Akureyri er hverj- um manni fullboðlegt ævistarf. En Steindóri var það ekki nóg viðnám kraftanna, þótt síst hafi hann van- rækt kennslu og skólastjóm, eins og gamlir nemendur bera vitni um. Samhliða kennslustarfinu var hann einn afkastamesti vísindamaður okk- ar í náttúrafræði og gróðurrannsókn- um á þessari öld. Á nær hverju sumri frá 1930 fram á áttunda áratuginn ferðaðist hann um landið, ýmist einn eða í góðum félagsskap annarra náttúravísindamanna við gróðurrannsóknir og kortagerð. Þeir staðir era fáir á íslandi, hvort heldur er í mannabyggð eða öræfatign, þar sem hann hefur ekki skilið eftir sig spor. Á vetuma vann hann úr rannsókn- um sínum og heimildum og birti í fjölda rita, ýmist í íslenskum fræði- ritum eða erlendum. Og hann lét ekki staðar numið við rannsóknir sínar á hinni íslensku flóra heldur stundaði einnig samsvarandi rann- sóknir á Grænlandi og fór rannsókn- arferð til Jan Mayen 1957. Ritverk Steindórs Steindórssonar era mikil að vöxtum og einatt að- gengileg og skemmtileg aflestrar. Höfundareinkenni hans birtast í skýrri hugsun og einfaldleika í fram- setningu. Hann spillir lítt ritsmíðum sínum með þarflausri orðagleði en heldur hugsuninni tærri. Fyrirferðar- mest eru ritverk hans um grasa- og náttúrafræði, landfræði og landlýs- ingu, auk ferða- og þjóðháttasagna. Hann hefur einnig reynst mikilvikur við að búa til útgáfu og ritstýra önd- vegisverkum á borð við Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Páls- sonar, Ferðabók Sveins Pálssonar og Ferðabók Ólafs Ólavíusar, fyrir utan landkynningar- og leiðbeiningarit eins og Landið þitt og Vegahandbók- ina. Mitt í öllum þessum önnum fann hann tíma aflögu til að ritstýra tíma- ritinu Heima er bezt í um aldarfjórð- ung. Það var alþýðlegt tímarit sem hlaut miklar vinsældir og útbreiðslu um landið, meðan hann stýrði þar penna. Trúlega hefur sá sem þetta skrifar fyrst kynnst rithöfundinum Steindóri Steindórssyni á síðurn Heima er bezt, í hléum frá heyskapn- um í Ögri forðum daga. Þegar þetta er allt tíundað, ásamt bókmennta- gagnrýni, greinum í tímaritum og blöðum og þýðingum á ritverkum erlendra fræðimanna, sem gistu Is- land fyrr á tíð, - skilst mér að Stein- dór skilji eftir sig á sjöunda hundrað ritverk. Geri aðrir betur. Þetta eitt útaf fyrir sig væri hverj- um vísinda- og fræðimanni fullboð- legt ævistarf. En því fer fjarri að þá sé allt talið, sem Steindór hefur haft fyrir stafni urn dagana. Hann var líf- ið og sálið í margvíslegum félags- skap þar sem sjálfboðaliðar lögðu rækt við góðan málstað eins og t.d. í Skógræktarfélagi Eyjafjarðar, Rækt- unarfélagi Norðurlands, Sögufélagi Akureyrar, Ferðafélagi Akureyrar og Norræna félaginu. Sérstök ástæða er til að minnast verka hans við að rækta frændsemi við Vestur-íslend- inga t.d. með Vestur-íslenskum ævi- skrám. Við jafnaðarmenn, sem erum ekki allir eins og Össur innvígðir í töfra- heim náttúravísindanna, kynntumst annarri hlið hins mikilvirka eldhuga: stjómmálamanninum Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Sjálfur hefur Steindór lýst því í ævisögu sinni, hvemig kjör sveimnga hans á uppvaxtarárum beindu huga hans að hugsjón og úrræðum jafnaðarstefn- unnar, sem mannúðar- og mannrækt- arstefnu. Hafnarstúdentinn mun hafa kynnst betur verklagi og árangri jafnaðarmanna í Danmörku á náms- áranum. Alla vega var hann sann- færður jafnaðarmaður að lífsskoðun þegar hann sneri heim frá Kaup- mannahöfn og tók til starfa við Menntaskólann á Akureyri árið 1930. Þeirri hugsjón hefur Steindór reynst trúr í gegnum þykkt og þunnt til hinsta dags. Hann lét fyrst að sér kveða sem frambjóðandi í baráttu- sæti við bæjarstjómarkosningamar á Akureyrir 1946. Hann vann þá góð- an kosningasigur og vakti athygli annarra jafnaðarmanna um land allt fyrir vasklega framgöngu. Steindór var bæjarfulltrúi jafnaðarmanna á Akureyri 1946-’58 og í bæjarráði Iengst af, auk þess sem hann starfaði lengur eða skemur í fjölda nefnda á vegum Akureyrarbæjar. Náttúru- fræðingurinn lét rnikið að sér kveða í virkjunarmálum, bæði í rafveitu- stjóm og í stjóm Laxárvirkjunar. Reyndi þá mjög á staðfestu hans f ill- vígum deilum í héraði við óbilgjamt landeigendavald. Steindór var landskjörinn vara- þingmaður 1946-’49 og alþingis- maður ísfirðinga á sumarþinginu 1959 þegar kjördæmabreytingunni var ráðið til lykta, en hún var að- dragandi viðreisnarstjómanna 1960- 1971. I meira en aldarfjórðung var Steindór virkur í forystusveit Al- þýðuflokksins og lét jafnan að sér kveða svo eftir var tekið í flokkstjóm og á flokksþingum. Það sem hér hefur verið tíundað af störfum kennarans, skólameistarans, vísindamannsins, fræðimannsins, ritstjórans og stjómmálamannsins Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- urn nægir til að sýna að hann hefur á langri og farsælli ævi verið margra manna maki til verka - og hefur þó hvergi nærri öllu verið til skila hald- ið. Öll þessi störf vann hann með þeim hætti að fáir hefðu betur gert. Verk hans rnunu lengi halda nafni hans á loft, löngu eftir að hann er nú allur. Frá því ég tók við formennsku í Alþýðuflokknum 1984 hef ég oft átt leið um Akureyri og aðrar byggðir í Norðurlandi eystra, ýmist til funda við félaga okkar þar eða til almennra fundahalda. Oftar en ekki hefur hinn aldni skólameistari kvatt sér hljóðs og skilið eftir í huga mínum meitlaða hugsun, sem bar vott mannviti hans og sívökulum áhuga. Fyrir þá fundi er ég þakklátur. Maður sem svo margt hefur lifað og svo miklu hefur áorkað öðram til hagsbóta og ánægju - slíkur maður er gæfumaður. Við jafnaðarmenn um land allt minnumst okkar mikilhæfa baráttu- félaga að leiðarlokum og sendum ættingjum hans, vinum og vanda- mönnum samúðarkveðjur norður yfir heiðar. Ég kveð hann með orð- um annars víðfrægs Hafnarstúdents, Skúla fógeta, sem sagði: Ljúft er hrós fyrir liðna stund, lifð’ eg í Höfn með gleði. Hafðu heila þökk fyrir allt og allt. Jón Baldvin Hannibalsson Elsku afi minn. Mig Iangar til að kveðja þig með nokkram orðum, orðum sem vart fá lýst því þakklæti og elsku sem ég ber til þín. Loks hefur þú fengið hvfldina eftir langa og farsæla ævi. Mig langar til að minnast þín sem höfuð fjölskyldunnar. í lítilli fjöl- skyldu sem okkar er samheldnin mikil og góð. Þú barst hag okkar fyr- ir brjósti og hin síðari ár voru bama- bömin þér efst í huga. Alltaf var hægt að leita til þín, þú leystir úr öllu eða bendir á bestu leiðir í smáu sem stóra. Bamabömin leituðu mikið til þín bæði með hugðarefni sín og lær- dóm, það var síðast nú í desember sem dóttir mín var að leysa heima- verkefni fyrir skólann að hana vant- aði nafn á fjalli í Noregi. Öll tiltæk landakort voru dregin fram en ekki fannst nafnið. Þá brá hún á það ráð að hringja í þig að kveldi til upp á Sel og vandamálið var leyst á stund- inni. Ég man hvað þú varst ánægður þegar hún Nanna litla fæddist, þér fannst þú aldrei hafa séð jafn fallegt bam. Verst þótti þér að fá ekki að sjá hana stækka, þar sem sjónin daprað- ist og hvarf að lokum. Oft spurðir þú hvort hún væri ekki alltaf jafn falleg. Þann 10. ágúst 1995 var með stærri dögurn í lífi þínu. Þá fæddist lítill drengur og hún Hildur þín gerði þig að langalangafa. Ekki fannst þér nafnið slæmt sem honum var gefið, Jökull, en þú kallaðir hann alltaf Vatnajökul því það var manndóms- nafn í þinum huga. Það era ekki margar vikur síðan þú baðst mig að lýsa honum Jökli fyrir þér. Ég reyndi að gefa þér sem besta rnynd af hon- um. Þér fannst á lýsingu minni að hann mundi líkjast þér og bera þetta mikla og fallega nafn. Að lokum langar mig að þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína og kveð þig, elsku afi minn, með orðum Ólafar skáld- konu á Hlöðum. Senda auð ég veröld vil sem velkist snauð á kili. Enginn dauði að sé til aðeins nauð í bili. Hvfl þú í friði. Þin sonardóttir Kristín. Kveðja frá Jafnaðarmannafélagi Eyjafjarðar Steindór Steindórssón frá Hlöðum lifði langa ævi, sem spannar nánast alla þá öld, sem nú er að líða, og hef- ur verið stórkostlegasta umbrota- og framfaratímabil í sögu landsins. Frá unga aldri tók Steindór Steindórsson virkan þátt í mótun þeirrar sögu og spor hans, sem seint rnunu fymast, liggja víða. Afrakstur langrar starfsævi hans er slíkur, að hann má með sanni kallast tröllaukinn, og úti- lokað er að gera honum viðhlítandi skil í stuttri kveðjugrein. Þegar frá líður munu ef til vil síðast fymast þau spor, sem hann skilur eftir sem fræðimaður, rithöfundur og kennari á sviði náttúruvísinda. En áhugi hans náði þó yfir miklu stærra svið. Rit- störf hans um hverskyns þjóðlegan fróðleik og sagnfræði era mikil að vöxtum. En síðast og ekki síst var hann til hinsta dags einlægur og bar- áttuglaður liðsmaður jafnaðarstefn- unnar. Steindór Steindórsson var einn af stofnendum Jafnaðarmannafélagsins á Akureyri árið 1924. Samleið hans með jafnaðarstefnunni hefur því var- að í 73, eða litlu skemur en öll saga Alþýðuflokksins, sem stofnaður var 1916. Með honum er því kvaddur einn af síðustu framheijum jafnaðar- stefnunnar á Islandi. Hann átti sæti í bæjarstjóm Akureyrar fyrir Alþýðu- flokkinn 1946- 1958, var nokkram sinnum í framboði til Alþingis hér fyrir norðan og tók sæti sem vara- maður á þingi 1947. 1959 var hann fenginn f framboð fyrir flokkinn vestur á ísafirði og tókst með eftir- minnilegum hætti að vinna þar sæti á sumarþinginu það ár, þótt sú barátta væri fyrirfram talin vonlaus. f flokksstjóm Alþýðuflokksins sat hann 1950-1972 og var gerður að heiðursfélaga í flokknum 1976. Steindór Steindórsson tók virkan þátt í félagsstarfi jafnaðamtanna á Akureyri allt frarn á síðustu ár. Það aftraði honum ekki undir lokin þótt sjónin væri farin að bila, því að hugsun hins níræða öldungs var enn- þá skörp, hugsjónin hárbeitt, minnið með ólíkindum og orðsnilldin meiri en flestum öðrurn mönnum er gefin. Steindór hafði mjög ákveðnar skoð- anir á mönnurn og málefnum og lá aldrei á þeim. Hann vék aldrei af þeirri leið, sem hann taldi rétta, og það var ekki síst þegar á móti blés í baráttunni sem styrkur hans birtist skýrast í eldheitum hvatningarræð- um til samherjanna. Nú hefur sláttumaðurinn slyngi, sem enginn fær leikið á, fellt að velli þennan hnarreista öldung. Við vitum að hann beið hins hinsta kalls af þeirri karlmennsku og djörfung, sem einkenndi alla hans löngu ævi. Eyfirskir jafnaðarmenn kveðja Steindór Steindórsson frá Hlöðuni með djúpri virðingu, aðdáun og þökk. Skarðið sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt, en minningu hans heiðram við best með því að halda áfram hátt á lofti þeirri hug- sjón, sem var honum alla ævi svo kær, hugsjón jafnaðarstefnunnar. F.h. Jafnaðarmannafélags Eyja- fjarðar, Finnur Birgisson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.