Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 8
MMMBLMD Þriðjudagur 6. maí 1997 56. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ¦ Söguleg ræða Svavars Gestssonar á sameiginlegum fundi A-flokka Svavar vill samelnlngu A-flokkanna Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins segir að liðsmenn A- flokkanna og aðrir á vinstri vængnum eigi að vinna saman að því að ná meirihluta í næstu þingkosningum. Hann telur að gagnkvæm virðing fyrir sögu og viðhorfum flokkanna sé lykilatriði. "Ég vil að við setjum markið svo hátt að við sem hér höldum fund í dag vinnum, ásamt endurnýjaðri verka- lýðshreyfingunni, hreinan meirihluta í næstu kosningum. Ég vil að við göng- um saman til næstu kosninga, staðráð- in í að byggja saman upp nýtt ísland á nýrri öld," sagði Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins í ræðu sem hann hélt á sameiginlegri baráttuhátíð Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins sem haldin var fyrsta mai' á Hótel Borg. Ræða Svavars var söguleg að því leyti, að hann tók í máli sínu mjög af- dráttarlausa afstóðu með því, að freist- að verði að stórefla samvinnu jafnað- armanna í vinstri flokkunum og utan þeirra líka. Hann vakti athygli á því, að innan beggja flokkanna væri mikill vilji til að vinna saman, og sameinast: „I báðum félögunum er vilji til sam- fylkingar og samvinnu; sameiningar ef vel gengur. Þið takið eftir því, að ég hef aftur og aftur í þessari ræðu talað um „sameiningu." Eg tala um samein- ingu allra." Svavar sagði, að saga sundrungar væri orðin bæði flokkun- um og íslenskri alþýðu dýr.og sagði að undir engum kringumstæðum mættu menn „skemmta skrattanum, það er íhaldinu, með því að nota tækifærið til að sundrast þegar við þykjumst vera að sameinast." Hér átti Svavar við ýmsar flokksstofnanir á vinstri vængnum, sem urðu til undir nafni sameiningar en leiddu að mati hans í raun til sundrungar. Svavar sagði að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið hefði hvort um sig hefðir og sögu, sem yrði að virða. Gagnkvæm virðing væri und- irstaða árangurs í viðleitni til samein- ingar. Árangurinn væri hinsvegar prófsteinn á flokkana og vinstri vænginn: „Við erum í miðju prófi. Eg vil að við setjum markið svo hátt Bíll ársins 1997 ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 JliíMlUl BEINN SlMI 553 1236 að við, sem hér höldum fund í dag, vinnum ásamt endurnýjaðri verka- lýðshreyfingu hreinan meirihluta í næstu alþingiskosningum. „Allir þurfa að vera með, markmiðið væri sameining," sagði Svavar, en kaflar úr ræðu hans birtast á morgun í Al- þýðublaðinu. STEFANSBLOM ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 l!ÍMLaN BEINNSlMI 553 1236 Heilsum sumri, hreinsum lóöina fl r% rro Y\ C| ^u er vetur ur Dæ °9 rus,i0 ur göröunum á að fara sömu leiö. Tökum vl.Cl. fLCLLLCL höndum saman meö hækkandi sól og fegrum lóðimar okkar fyrir *3 *t "\ sumarið. j Sérstakir hreinsunardagar eru frá 3. til 11. maí. Ruslapokar verða \Y\ O | afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir LM.LiM.1. • hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirða fulla poka. Eftir það er aðeins hægt að losa sig við garðaúrgang og annað rusl sem ekki kemst í ruslafötuna í endurvinnslustöðvum Sorpu. Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar alla daga frákl. 12:30 til 19:30. Nc.ndurvinnslustöðvar eru á fjórum stöðum: Við Bæjarflöt austan Gufunesvegar. ^4 Við Jafnasel í Breiðholti. ^l Við Ánanaust gegnt Mýrargötu. ^l Við Sævarhöfða gegnt malbikunarstöðinni. Stöðvarnar við Ánanaust og Bæjarflöt eru opnar alla virka daga frá kl. 8:00 til 19:30. Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann þinn Borgarstjórinn í Reykjavík - hreinsunardeild gatnamálastjóra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.