Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 MMVBLHBIfi Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hvað gerir Þorsteinn? Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskveiði á næsta fis- vkeiðiári verði 218 þúsund tonn, sem er rúmlega 30 þúsund tonnum meiri veiði en á þessu fiskveiðiári. Það eykur útflutn- ingsverðmætið um hátt í fjóra milljarða króna. Óvíst er hvað sjávarútvegsráðherra gerir í framhaldinu. Fer hann eftir ráðgjöf ftskifræðinga eða tekur hann mark á fullyrð- ingum skipstjóra um að óhætt sé að veiða meira en Hafrann- sóknastofnun ráðleggur? Engu skiptir hvaða kost hann velur, það verður aukin þorskveiði, sama hvað Þorsteinn Pálsson ger- ir. Ljóst er að ráðherrann leyfir ekki minni veiði en fiskifræðing- amir leggja til. Þá er spurt, lætur ráðherrann viðbótina renna endurgjaldslaust til þeirra sem ráða yfir kvóta fyrir og í sama hlutfalli og kvótinn er nú, eða nýtir ráðherrann aukninguna til að jafna þau áhrif sem langvarandi niðurskurður hefur haft? Trúlegast er að Þorsteinn Pálsson verði hinum sterku vinum sínum trúr og afhendi þeim til frjálsrar ráðstöfunar þann viðbót- arkvóta sem nú má veiða, samkvæmt mati fiskifræðinga. Fiskveiðar byggjast upp á mismunandi sóknarmunstri. Hluti flotans er minni skip og bátar sem eiga gott með að sækja á grunnmið á meðan hluti flotans er byggður upp af stórum og af- kastamiklum verksmiðjuskipum, sem eru hentug til veiða á djúpmiðum, bæði innan lögsögunnar og utan hennar. Ein afleið- ing mikils niðurskurðar á þorskveiðum á síðustu árum, er að strandveiðiflotinn er mun minni en áður var og fækkar bátum ár frá ári. Bátarnir hafa aflað mest af því hráefni sem landvinnslan hefur haft og um leið hafa þeir skapað atvinnu fyrir fiskverkun- arfólk í landi. Með ótrúlegri fækkun í bátaflotanum hefur atvinnutækifær- um í mörgum sjávarplássum stórlega fækkað. Aukinn þorsk- kvóti gefur ráðherranum möguleika á að bæta upp það sem tap- ast hefur, það er að gefa bátaflotanum möguleika á að leigja við- bótarkvótann gegn vægu gjaldi. Með því styrkjast byggðimar og spomað er við óæskilegri þróun, sem er að leiða til þess að fiski- skipaflotinn verði sífellt einhæfari. Trúlega verður þessi leið ekki farin, heldur hin er líklegast að kvótanum verði úthlutað eins og nú er. Með því geta þær útgerð- ir, sem hafa hagnast um ótrúlegar fjárhæðir, með leigu og sölu á kvóta, hagnast enn meir en hingað til. Með því yrði viðhaldið veiðileyfagjaldi sem greiðist til rétthárra stórútgerða, en ekki til þjóðarbússins. Þetta er í annað sinn, á jafn mörgum ámm, sem aukning verður í þorskveiðum. Því fer hins vegar fjarri að aflinn nú verði í námunda við það sem hann var þegar kvótakerfið var sett á, á árinu 1984. Þá var þorskaflinn um 300 þúsund tonn en fór mest í hátt 400 þúsund tonn 1987. Síðan hefur verið mikill samdrátt- ur, allt þar til í fyrra. Það er því eðlilegt að spumingar vakni um hvort sú mikla friðun sem verið hefur, hafi ekki skilað meiri ár- angri en svo, að við emm enn að veiða hátt í 100 þúsund tonn- um minna af þorski en við gerðum við upphaf kvótans. Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa sagt að ekkert útlit sé fyrir að vemlega breytinga sé að vænta á næstu ámm. Til þess vantar sterkan árgang í þorskstofninn. Það er því vandi að ákveða hvemig takmörkuðum kvóta verður ráðstafað. Það er hægt að nota aukninguna til að milda áföll og það er hægt að nota tækifærið til að auka enn á óréttlætið. skoðonir Eru allir að sofna Til skamms tíma var gefið út tíma- ritið Gegn atvinnuleysi. Þetta var gott og fróðlegt tímarit. En mikil- vægast var þó að þama var á ferðinni nánast eina lífsmarkið í landinu um að menn sættu sig ekki við atvinnu- leysi. f blaðinu var haldið uppi stöð- ugum áróðri gegn þessu þjóðfélags- meini og sú krafa reist að atvinnu- leysisvofunni yrði vísað á dyr í ís- lensku samfélagi. Blaðinu var haldið úti af miklum dugnaði og eljusemi en svo fór að lokum að útgáfunni var hætt. Án efa hefur peningaskortur og sofandaleg vinnubrögð valdið mestu um enda ekki hægt að ætlast til þess að menn reki atvinnustarfsemi á hug- sjóninni einni. En þetta segir okkur talsvert um afstöðu manna til at- vinnuleysis. Frétt fyrir fáeinum árum Fyrir fáeinum árum hefði það þótt meiriháttar frétt og þjóðarvá að yfir Pallborð Ögmundur Jónasson skrifar sex þúsund fslendingar væru at- vinnulausir. Mönnum hefði bmgðið í brún eins og reyndar gerðist þegar fjöldaatvinnuleysi hóf innreið sína hér á landi í byrjun áratugarins. Ekki er að undra, því frá lokum seinna stríðs hefur atvinnuleysi ekki verið meira hér á landi en um 1% að jafn- aði ef undanskilin em síðustu ár sjö- unda áratugarins. Nú er hins vegar staðreyndin sú að yfir sex þúsund manns em án atvinnu og það sem verra er flestir láta sér fátt um ftnn- ast. Ástæðumar em eflaust margar. í fyrsta lagi virðast menn vera að venj- ast tilhugsuninni um viðvarandi at- vinnuleysi. Því heyrist jafnvel fleygt að 40% atvinnuleysi sé ásættanlegt í samanburði við önnur lönd sem búi við miklu meira atvinnuleysi. Mjög svipað hefur gerðist í Evrópu undir lok áttunda áratugarins og á fyrstu ámm þess níunda. Þá framkallaði at- vinnuleysi mikil og sterk viðbrögð í fyrstu en síðan hjöðnuðu þau. Spáði Thatcher falli Ég minnist þess að sem fréttamað- ur á Sjónvarpinu spáði ég í bama- skap mínum ríkisstjóm Margrétar Thatcher illum örlögum, jafnvel falli, þegar atvinnuleysið tók að aukast stig af stigi, og fór síðan hraðvax- andi; í fyrstu skiptu hinir atvinnu- lausu hundmðum þúsunda síðan milljónum. Og ekki vildi ég trúa því að breska þjóðin myndi til lengdar sætta sig við ríkisstjóm sem leiddi annað eins böl yfir samfélagið og fjöldaatvinnuleysi með efnahags- stefnu sinni. Ég reyndist heldur betur glám- skyggn. Ég gleymdi að reikna með því að enda þótt hinir atvinnulausu skiptu milljónum þá voru hinar millj- ónimar miklu fleiri sem höfðu vinnu. Og þær vildu ekkert af hinum vita, fannst þeim ekki koma við að aðrir væm atvinnulausir. Sofandaháttur, sinnuleysi og eigingimi kann að ein- hverju leyti að skýra hvers vegna fólk lætur sig ekki atvinnuleysi skipta í ríkari mæli en raun ber vitni. Ef til vill mun vitneskjan um til- kostnað af atvinnuleysi breyta þessu aftur en mestu máli skiptir þó að end- urvekja félagslega samábyrgð í þjóð- félaginu. Önnur ástæða kann hreinlega að vera sú að fólk telji að við atvinnu- leysi verði ekki ráðið með beinum aðgerðum. Menn geti ekki gert ann- að en skapa atvinnurekstrinum hag- stæð skilyrði, eins og það yfirleitt er orðað, með skattalækkunum og öðm ámóta, og þá hljóti að rætast úr. Þessi stefna nefndist Reaganomics og gekk engan veginn upp. Hér á landi hefur Innan opinbera kerfisins hafa verið meiri mögu- leikar, þegar að hefur kreppt í atvinnulífi, að halda fólki í vinnu en hjá einkaaðilum, sérstak- lega þeim sem reka smá og veikburða fyrirtæki. Nú er það hins vegar boðað að hin járnköldu lögmál markaðar skuli gilda alls staðar, einnig innan aimannaþjónust- unnar. Ef okkur er alvara Allt þetta er mikilvægt að menn hugleiði af alvöm, ekki síst þeir sem vilja kenna sig við félagshyggju. Ef við meinum það í alvöm að höfuðá- herslu beri að leggja á að útrýma at- vinnuleysi þá verður einnig að gera það í verki. Við skulum ekki gleyma því að atvinnuleysi er hægt að út- rýma því atvinnuleysi er fyrst og fremst skipulagsvandi en ekki nátt- úrulögmál. Menn þurfa að nýta fjár- muni á markvissan hátt á þeim svið- um þar sem saman fara óunnin verk og nægilegt framboð á vinnuafli. Hér má til dæmis nefna umönnunargeir- ann. Þetta kallar á markvissa sam- tengingu stefnumótunar í mennta- og atvinnnumálum en þegar til lengri tíma er litið mun heildarstefnumótun til atvinnuuppbyggingar skila ár- angri. Gleymum því aldrei að það er dýrara að hafa fólk atvinnulaust en í vinnu að ekki sé minnst á þau verð- mæti sem forgörðum fara með því að nýta ekki vinnufúsar hendur. Fyrsta skrefið hlýtur þó að vera að gera sér grein fyrir því hvað það er í þeirri stefnu sem nú er rekin sem beinlínis stuðlar að atvinnuleysi og snúa þar við blaðinu. stórfelldur skattaafsláttur til fyrir- tækja á liðnum árum og nú síðast til fjármagnseigenda enn aukið á kjara- misréttið í landinu og eftir sem áður búa Islendingar við fjöldaatvinnu- leysi. Þörf á stefnu sem skapar störf f rauninni er rekin hér argasta at- vinnuleysisstefna og er reynt að fá launafólk til að skrifa upp á þá stefnu. Atvinnurekendur hafa hamr- að á því að eina leiðin til að bæta kjörin sé að fækka fólki, þannig náist framleiðniaukning sem síðan gefur þeim sem eftir starfa í fyrirtækjum og stofnunum meira í aðra hönd. Þetta hefur verið sagt beint út við samningaborðið og á prenti af við- semjendum launafólks og gildir þá einu hvort þeir halda á málum fyrir opinbera aðila eða einkaaðila. Sú stefna að gera opinberan rekst- ur sem líkastan atvinnurekstri á einkamarkaði hnígur einnig í þessa átt. Innan opinbera kerfisins hafa verið meiri möguleikar, þegar að hef- ur kreppt í atvinnulífi, að halda fólki í vinnu en hjá einkaaðilum, sérstak- lega þeim sem reka smá og veik- burða fyrirtæki. Nú er það hins vegar boðað að hin jámköldu lögmál mark- aðar skuli gilda alls staðar, einnig innan almannaþjónustunnar. Þessi stefna mun þegar fram líða stundir lpirSa til ankins atvinnnlevsis. Krafa um úrbætur Verkalýðshreyfingin í Evrópu hef- ur hvatt til þess að dagurinn í dag, 28. maí, verði notaður um gervalla álfuna til að minna ríkisstjómir og ekki síður allan almenning á mikil- vægi þess að halda uppi einarðri bar- áttu gegn atvinnuleysi. Hin evrópska verkalýðshreyfing setur í dag fram ákall og kröfu um að menn taki á at- vinnuleysisvandanum af miklu rneiri alvöm og festu en gert hefur verið. Það er vissulega umhugsunarefni að sjá og heyra í fjölmiðlum að auk- in hagsæld og uppgangur einkenni efnahagslíf í álfunni. Á sama tíma er skráð atvinnuleysi, og þar era þá ekki taldar með þær milljónir sem ekki era á skrá, í Evrópusambandinu tæp- ar 18 milljónir og fer fjölgandi. Þannig er atvinnuleysi í Þýskalandi komið yfir fjórar og hálfa milljón og hefur aldrei verið meira síðan í byrj- un fjórða áratugarins. Það var þá sem Adolf Hitler komst til valda. Við slíkar aðstæður er ekki tími til að leggja sig. Hvemig sem á málin er litið þá mega menn ekki sofna á verðinum. Hin evrópska verkalýðshreyfing setur í dag fram ákall og kröfu um að menn taki á atvinnuleysisvand- anum af miklu meiri alvöru og festu en gert hefur verið. Höfundur er formaöur BSRB og alþíngismaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.