Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 f r é t t i r ■ Vinsri menn sigruðu í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi Jafnaðarmenn í óvænti •Vinstri flokkarnir fengu miklu meira fylgi en búist var við. Jacques Chirac fórnar forsætisráðherra sínum í von um að sefa reiði kjói Þjóðernisfylking Jean- Marie le Pen fékk meira fylgi en nokkru sinni fyrr. Össur Skarphéðinsson spáir í frönsku kosningarnar og te manna, verði næsti forsætisráðherra Frakka. Herbragð Jacques Chirac, forseta Frakklands, sem rauf þing til að flýta þingkosningum um tíu mánuði virð- ist í fljótu bragði hafa misheppnast. Vinstri menn unnu óvæntan stórsigur í fyrri umferð kosninganna um síð- ustu helgi, og hlutu 42,1 prósent at- kvæða. Burðarásar þeirra, jafnaðar- menn og kommúnistar, höfðu til samans aðeins 87 þingsæti af þeim 577 sem kosið er um í Frakklandi. Stjómarflokkamir náðu aðeins 36,16 prósenta fylgi, og er af flestum spáð minnihluta þingsæta að lokinni seinni umferðinni um næstu helgi. Vaxandi líkur em því á að Lionel Jospin, leiðtogi jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra. Á mánudag fófnaði þó Jacques Chirac forsætisráðherranum, Alan Juppé, nánasta ráðgjafa sínum síð- ustu 20 árin, í úrslitatilraun til að bæta stöðu stjómarflokkanna nægi- lega til að þeir haldi naumum meiri- hluta að lokinni síðari umferðinni. Juppé er óvinsælasti forsætisráðherra Frakka síðustu þrjátíu ár. Með því að gera hann ábyrgan fyrir mistökum ríkisstjómar hægri flokkanna er ekki útilokað að herbragð Chiracs heppn- ist, því mikil dreifing atkvæða tor- veldar að spá um úrslit. Þátttaka var 67 prósent, sem að sönnu er dræmt, en þó talsvert hærra en menn ætluðu, og það dregur úr líkum á því að stjómarflokkamir nái að snúa taflinu. Þjóðemisfylking Jean Marie Le Pen, sem er öfgasinnaður hægri flokkur sem berst gegn innflytjend- um, náði langbesta árangri sínum í þingkosningum til þessa, og hlaut 15 prósent atkvæða. Það getur riðið baggamuninn fyrir vinstri menn, því í 133 kjördæmum af 577 innan Frakklands náðu frambjóðendur þjóðemisfylkingarinnar nægilega góðum árangri til að geta haldið áfram í seinni umferðina. Við kosn- ingamar fyrir þremur árum náðu þeir sama árangri í einungis fjórtán kjör- dæmum. Þó gert sé ráð fyrir að Þjóð- emisfylingin vinni einungis 2-3 þingsæti, þá veldur þetta því að at- kvæði þeirra falla dauð í þessum kjördæmum, en hefðu ella styrkt frambjóðendur hægri manna og auk- ið sigurlíkur stjómarflokkanna. @millifyrirsögn:París er líkleg til að falla Kosningakerfi Frakka byggir að jafnaði á tveimur umferðum. Nái einhver frambjóðendanna 50 pró- senta fylgi í fyrri umferðinni er þó seinni umferðin óþörf, og viðkom- andi telst kjörinn þingmaður kjör- dæmisins. Það gerist giska sjaldan, því að jafnaði eru mjög margir í framboði við fyrri umferðina, og dreifing atkvæða því mikil. Þeir frambjóðendur, sem ná 16,5 prósent- um mega bjóða sig fram við seinni umferðina, og sá sem hlýtur flest at- kvæði við hana er kjörinn. Langoft- ast hafa því aðeins tveir frambjóð- endur verið eftir við seinni umferð- ina, en einsog fyrr segir var árangur Þjóðemisfylkingarinnar slíkur, að frambjóðandi hennar verður þriðji maðurinn í vel á annað hundrað kjör- dæma. Það er til marks um afhroð stjóm- arflokkanna að þessu sinni, að lang- fæstir þungavigtarmenn þeirra náðu 50 prósenta fylgi í fyrri umferðinni. Valéry Giscard d’Estaing, fyrrver- andi forseta Frakklands, mistókst til dæmis í fyrsta skipti á þingmannferli sínum að ná þeim áfanga. Alan Juppé, fráfarandi forsætisráðherra, þarf sömuleiðis að bjóða sig fram í síðari umferðinni. Lionel Jospin, leiðtoga jafnaðarmanna (PS), Robert Hue, formanni kommúnista (PCF) og græningjaleiðtoganum Domin- ique Voyne er öllum spáð sigri í seinni umferðinni. Jean-Marie le Pen “Væntanleg aðild kommúnista að ríkis- stjórninni, og himin- hrópandi munur á stefnu þeirra og jafn- aðarmanna verður efa- lítið beittasta vopn Jacques Chirac og hans manna á þeim fáu dögum sem eru fram að seinni umferð kosninganna." er hinsvegar ekki í framboði. Niðurstaða fyrri umferðar kosn- inganna var hin versta sem mið- og hægri flokkamir hafa þolað síðustu þrjátíu árin. I París hefur staða þeirra veikst mjög, en höfuðborgin hefur jafnan verið afar sterkt vígi núver- andi stjómarflokkanna. Þar eru tutt- ugu og tvö kjördæmi, og stjómar- flokkamir unnu hvorki meira né minna en nítján þeirra í síðustu þing- kosningum. Spár benda hinsvegar til að fast að tíu þeirra gætu tapast til vinstri manna. Fimm ráðherrar stjómarinnar era í framboði í París, og þrír þeirra, þar af tvær konur, era líklegir til að tapa þingsætum sínum. Vísbendingar um sigur vinstri flokk- anna komu fram þegar við borgar- stjómarkosningamar í júní 1995, þegar jafnaðarmenn unnu góðansig- ur, og losuðu undirtök hægri manna á stjóm borgarinnar. Sundurleit samfylking Samfylking vinstri flokkanna verkar ærið sundurleit. Burðarás hennar era jafnaðarmenn undir for- ystu Lionels Jospin, sem næstum á síðustu mínútu var valinn frambjóð- andi þeirra gegn Jacques Chirac við síðustu kosningar og kom öllum á óvart með því að tapa naumlega fyr- ir honum. Jospin hefur reynst jafnað- armönnum miklu betri leiðtogi en nokkur þorði að vona. Hækjan, sem jafnaðarmenn verða að styðjast við ætli þeir að komast til valda, er kommúnistaflokkur Frakklands, og sigri vinstri menn kunna kommúnist- ar að hljóta örfá minniháttar ráð- herrasæti í ríkisstjóminni. Kommúnistaflokkurinn náði mest um 25 prósenta fylgi fyrir röskum tveimur áratugum. Gengi hans hefur fallið hratt, og þrátt fyrir að. Robert Hue gerði sér vonir um 12 prósenta fylgi fékk hann aðeins 9,6 prósent, sem er minna en 1993. Flokkurinn heldur enn í hamar og sigð, og enn geisa harðvítugar deilur um arfleifð stalínismans innan flokksins. Stefnu- skrá hans í kosningunum gerir hann tæpast eftirsóknarverðan til sam- starfs. Þar ber hæst kröfur um miklar skattahækkanir á fyrirtæki, lækkun virðisaukaskatts, sköpun 1,5 milljóna nýrra starfa á kostnað ríkisins, stöðv- un einkavæðingar ríkisfyrirtækja og þjóðnýting þeirra, sem þegar er búið að einkavæða. Þeir era jafnframt á móti frekari sameiningu Evrópu, og andsnúnir sameiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsins. Beittasta vopn Chiracs Áhrif kommúnista munu væntan- lega verða talsverð, nái Jospin að mynda ríkisstjóm. Þingsætum þeirra, sem vora 24, kann að vísu að fækka meðan jafnaðarmenn margalda styrk sinn í þinginu, en Jospin getur hins- vegar ekki verið án stuðnings þeirra. Hann yrði því væntanlega að láta kommúnistum eftir einhver minni- háttar ráðherrasæti, og þarmeð væru þeir í fyrsta skipti í þrettán ár komn- ir í ríkisstjóm Frakklands. Væntanleg aðild kommúnista að ríkisstjóminni, og himinhrópandi munur á stefnu þeirra og jafnaðar- manna verður efalítið beittasta vopn Jacques Chirac og hans manna á þeim fáu dögum sem era fram að seinni umferð kosninganna. Forset- inn mun hamra á því, að meðan kommúnistar eru algerlega á móti sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu sé það hinsvegar staðfastur ásetningur jafnaðarmanna að leiða Frakka til þátttöku í honum. Þetta, mun Chirac benda á, mun leiða til óvissu, og veikja Frakkland innanlands sem utan. Hann mun jafnframt benda á, að til að hægt sé að ná skilyrðum Maastricht samkomulagsins um að- ild að myntbandalaginu verði Frakk- ar óhjákvæmilega að ráðast gegn fjárlagahalla landsins, en jafnaðar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.