Alþýðublaðið - 28.05.1997, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðonir Þetta er okkur til skammar Það kom skýrt fram í utandag- skrárumræðu á Alþingi á síðasta degi þingsins um málefni bama- og ung- linga hve stuðningi við bamafjöl- skyldur er ábótavant á íslandi. Fjöl- skyldan hefur setið á hakanum í ís- lensku þjóðfélagi. Lág laun, þungir skattar, langur vinnudagur og óvið- unandi gæsluúrræði em aðstæður sem við þekkjum og mörg böm sjá um sig sjálf öll æskuárin meðan for- eldrar vinna langan vinnudag. Hér á íslandi hefur ekki verið mörkuð op- inber fjölskyldustefna fram að þessu en það mál er nú falsællega í höfn, því Alþingi afgreiddi stjómartillögu um opinbera fjölskyldustefnu með dyggum stuðningi stjómarandstöðu nú í þinglok. Pallborð | Rannveig Guðmundsdóttir skrifar Sú tillaga á upphaf sitt hjá okkur jafnaðarmönnum og það hefur tekið á þriðja ár að ná henni fram svo sam- þykkt hennar er mikið fagnaðarefni. Þegar málefni barna og unglinga voru flutt undir félagsmálaráðuneyt- ið fyrir þremur ámm voru gerðar skipulags- og lagabreytingar sem voru framfaraskref. Bamaréttamefnd Sameinuðu þjóðanna lýsti ánægju með með ýmsa þætti í okkar bama- og unglingastarfi á síðastliðnu ári en gerði lfka alvarlegar athugasemdir við aðra. Hvað er að? Bömum sem orðið hafa fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi er ekki tryggður stuðningur og meðferð af hálfu hins opinbera þó skýr fyrirmæli séu um það í bamasáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem við höfum staðfest. Hóp- meðferð, áfallahjálp eða langtíma- meðferð er ekki í boði fyrir þessi böm enda lagaákvæði óljós. I svari á Alþingi við fyrirspum Jóhönnu Sig- urðardótttur kom fram að á síðustu fimm ámm hafi bamavemdamefndir fengið 465 mál til meðferðar vegna meints kynferðislegs ofbeldis og að hlut eigi að máli 560 böm yngri en 16 ára. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þolendur ofbeldis eigi kost á sálfræðiaðstoð eða öðmm þeim félagslegum stuðningi sem nauðsynlegur er. Ofbeldi fer vaxandi. Að því er virðist tilefnislausar árásir em daglegt brauð og alvarlegt of- beldi veldur örkumli og jafnvel dauða. Agallar á okkar löggjöf hafa skapað ákveðið úrræðaleysi bama- vemdaryfirvalda, heilbrigðisyfir- valda og lögreglu. Alvarlegar hegðunartmflanir bama verða æ algengari og ef ekki er bmgðist við er hætta á að einstak- lingur leiðist síðar út í ofbeldi, afbrot og andfélagslega hegðun. Það er heimilt að svipta 15 ára ungling frelsi með fangelsun eða varðhaldi hér á Islandi. I bamasáttmálanum er sér- staklega mælt fyrir um að bami sem er svipt frelsi sínu skuli haldið að- skildu frá fullorðnum. Við höfum ekki getað uppfyllt þetta ákvæði. A undanfömum árum hafa um 3 ung- lingar verið dæmdir til refsivistar á hverju ári og sá hópur hefur tvöfald- ast síðastliðin tvö til þrjú ár. Ófremdarástand á geðdeild Bama og unglingageðdeildin sem er eina úrræði sinnar tegundar hér- lendis getur sinnt tíunda hluta þeirra tilfella sem á þjónustu hennar þurfa að halda. í fyrra varð deildin að vísa frá sér bömum með einhverfu þrátt fyrir að nú greinast fleiri slík böm en áður. Vandanum var vísað til Grein- ingarstöðvar ríkisins. Fyrir einu og hálfu ári veitti heil- brigðisráðherra 12 milljónum króna til deildarinnar til að setja upp leið- beiningastöð fyrir foreldra ungra vímuefnaneytenda. Staðsetningin kom mjög á óvart vegna þeirra erfið- leika sem fyrir voru á Bama- og ung- lingageðdeild. Þetta átti að vera rós í hnappagat ríkisstjómarinnar og kynnt á Alþingi sem átak í fíkniefna- vömum. Nú hefur komið í ljós að áformuð leiðbeiningastöð fór aldrei af stað, að verið er að koma henni á laggir þessa dagana í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn og verður hún staðsett á heilsuvemd- arstöðinni við Barónsstíg, þama fór því dýrmætur tími forgörðum. Mikill fjárhagsvandi steðjar að Bama- og unglingageðdeildinni og hún á þess ekki kost að sinna hlutverki sínu sómasamlega. Það er illa komið þegar bömum með geðræn vandamál er vísað frá í stómm stíl eins og gerst hefur á liðn- um misserum. Yfirlæknir deildarinn- ar hefur sagt upp störfum vegna óviðunandi ástands og lækningafor- stjóri Landspítalans bregst hart við orðum aðstoðarmanns heilbrigðis- ráðherra sem hefur reynt að vísa vandanum á geðdeildina. Lækninga- forstjórinn segir hjálp fyrir börn með geðræn vandamál of litla og það verði að auka geð- og sálfræðihjálp. Svo verðum við hissa Þegar ekki er tekið á geðrænum og félagslegum vanda ungra bama í tíma er hætt við að hann birtist okkur síðar með sorglegum afleiðingum. Við höfum flotið að feigðarósi varð- andi stuðning við börn í vanda. Stuðningur við foreldra er mikilvæg- ur og af skomum skammti. Tak- mörkuð fjölskylduráðgjöf er í boði. A ári fjölskyldunnar veitti félags- málaráðuneytið fjármagni til til- raunaverkefnis - fjölskylduráðgjafar- innar Samvistar - í samvinnu við Reykjavík og Mosfellsbæ. í tillög- unni um opinbera fjölskyldustefnu er áhersla lögð á fjölskylduráðgjöf en allt snýst þetta mál um peninga, pólitíska forgangsröðun og áherslur þegar upp er staðið. Alþingi hefur hækkað sjálfræðisaldurinn. Það breytir ekki ábyrgð foreldra, þeir hafa verið framfærsluskyldir gagn- vart bömum sínum til 18 ára aldurs þó forsjá þeirra hafi eingöngu náð til 16 ára aldurs. Það er nauðsynlegt að foreldrar geti haft yfirráð og eftirlit með böm- um sínum lengur en til 16 ára aldurs, til að vemda þau gegn aðsteðjandi hættu. Ekki til að gera ungmenni ábyrgðarlaus heldur vegna þess að ábyrgðin er ekki einungis bamanna heldur foreldranna og samfélagsins alls. En hækkun sjálfræðisaldurs leggur hinu opinbera skyldur á herð- ar. Við verðum að koma upp þeim meðferðarstofnunum sem þörf er á fyrir aldurshópinn 16 til 18 ár og við eigum að setja í hegningarlög að dvöl á meðferðaheimili komi til við- bótar við refsiákvæði samkvæmt lög- um og hætta að senda óharðnaða unglinga inn í fullorðinsfangelsi. Ef við fjárfestum í stuðnings- meðferð- ar- og fyrirbyggjandi aðgerðum mununt við uppskera margfallt, því ómældur er sá samfélagskostnaður sem hlýst af því þegar fjöldi ungs fólks eyðileggur sjálfa sig eða aðra. En dýrmætast er þó að afstýra þeirri sorg sem er samfara því þegar bam eða unglingur glatast. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingfiokks Jafnaðarmanna. Mikill hiti er innan Þjóðvaka í kjöl- far yfirlýsingar Svanfríðar Jón- asdótturum pólitísk endalok hreyf- ingar fólksins en Svanfríður er vara- formaður hennar. Þau fáu orð sem Jóhanna Sigurðardóttir lét hafa eftir sér í Alþýðublaðinu og Degi- Tímanum í gær benda til að eining sé ekki innan Þjóðvaka um afstöðu Svanfríðar. Ekki er langt liðið siðan Jóhanna lýsti yfir í þætti Kristjáns Þorvaldssonar á Rás 2, að hún gæti alveg eins hugsað sér að ganga í Alþýðubandalagið en Al- þýðuflokkinn. Þessi ummæli Jó- hönnu fóru fyrir brjóstið á mörgum enda ekki mjög heppileg fyrir sam- starf Þjóðvaka og Alþýðuflokks sem hefur verið með ágætum. Yfirlýsing Svanfríðar, sem kippir í raun stoð- um undan framhaldslifi Þjóðvaka sem pólitískra samtaka, er talin svar hennar og skoðanasystkina við yfirlýsingu Jóhönnu. í fyrrakvöld var svo boðað til sérstaks herráðsfund- ar hjá helstu kanónum Þjóðvaka, sem fór fram í Þórshamri, einu af húsum Alþingis. Fundinn sóttu með- al annars frambjóðendur flokksins utan af landi, einsog Sveinn Allan Morthens af Norðurlandi vestra og Runólfur Ólafsson af Vesturlandi, og spunnust heitar umræður um málin... Hér á landi er nú staddur vaskur hópur ungra manna, sem eiga það sameiginlegt að vera útskrifaðir úr viðskiptadeild Harvard háskóla auk þess að vera hver í sínu heimalandi orðnir umsvifamiklir i viðskiptum, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hópnum er indverjinn Uday Kempka sem er sonur ræðismanns íslands á Indlandi, en ræðismaður- inn er sérstakur vinur forseta Is- lands, herra Ólafs Ragnars Grims- sonar. Kempka hjónin voru meðal annars heiðursgestir hans við inn- setningu forsetans í embætti á sið- asta sumri. Unga fólkið er að kynna sér atvinnulíf og stjómmál á íslandi, og heimsótti í fyrradag Alþingi, þar sem gestirnir áttu fjörugan fund með þingmönnunum Geir H. Haar- de, Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Össuri Skarphéðinssyni. I gærfór hópurinn og skoðaði fyrirtæki, og eftir heimsókn í íslenska erfðagrein- ingu hf til Kára Stefánssonar fyrr- verandi læknaprófessors við Harvard, töldu þeir einsýnt hvert þeir ættu að ráðleggja fjárfestum að senda fé sitt á næstunni... itt kvöldið brá hópurinn frá Harvard sér út á lífið, og fór meðal annars á veitingastaðinn Astró, þar sem fyrir augu bar fjölda ótailegra fegurðardísa. Gestgjafar þeirra kváðu þetta dæmigert úrval íslenskra kvenna, og létu að sjálf- sögðu hjá líða að upplýsa, að þarna voru á ferðinni keppendur úr Feg- urðarsamkeppni Islands, með glæsilegum vinkonum sinum. Islenskir sagnfræðingar vita greini- lega að lífið gengur ekki aðeins út á þurrar skræður og membrana. Skipuleggjendur íslenska Sögu- þingsins, sem byrjar í dag, munu að minnsta kosti sjá til þess að gestir verða ekki þurrbrjósta meðan á þinginu stendur. A þremur hinna fjögurra daga sem þingið stendur yfir er nefnilega gert ráð fyrir ágæut hléi síðla dags fyrir hanastélsboð fyrirmanna. Fyrsta daginn er kokum sagnfræðinganna dillað með léttum veigum í boði Sveinbjörns Björns- sonar háskólarektors, þvínæst er það hlutskipti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að kæta geð þeirra áður en haldið er til leik- lesturs á leikritinu Sperðli í Ráð- hússalnum, en loks er það sjálfur verndari fræðanna, Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, sem býður til samdrykkju síðasta kvöld- ið. Væntanlega verður þó ekki hald- ið miklu að vísindamönnunum í það sinnið því daginn eftir slítur Björn þinginu með ræðu, og vill væntan- lega að ailir séu með góðri rænu undir henni... Daníel: “Mamma mín.“ Kristinn Aron: Aníta Katrín: “Mamma, og pabbi pínulítið." “Mamma min ræður." Líney: “Bara mamrna." Margrét Birna: “Mamma og pabbi.“ v i t i m c n n Ég er auðvitað ánægður með sigurinn og hann var sann- gjarn. Ef við hefðum nýtt öll færin hefðum við unnið 10:3.“ Ivan Golac, þjálfari Skagamanna, í Mogg- anum. “Eftir lokun veitingastaða og þar sem salerna eru garðar og runnar fullir af fólki að letta á sér. Sóðaskapurinn af þessu er augljós og borginni til minnkunar. “ Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, í Mogganum. “Njarðvíkurbær var blómlegt byggðarlag, þar sem mikið líf og mikil uppbygging átti sér stað, en nú grúfir hér yfir dauð hönd sem ekkert hefur gert síðastliðin 3 ár og ef ekk- ert verður að gert fer þetta byggðarlag í skítinn eftir nokk- ur ár.“ Ingigerður Guðmundsdóttir Njarðvíkingur I Mogganum. “Við fengum ekkert í staðinn fyrir þessa sameiningu nema niðurlægingu. “ Ingigerður Guðmundsdóttir Njarðvíkingur í Mogganum. “Já, Þjóðvaki hefur lokið hlut- verki sínu.“ Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalist- ans, að svara spurningu DT, um hvort Þjóðvaki hafi lokið sínu hlutverki. “Nei, það held ég ekki.“ Magnús Aðalbjörnsson, annar varaþing- maður Þjóðvaka á Norðurlandi eystra, að svara sömu spurningu í sama blaði. “Það held ég að hljóti að vera óumdeilt." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, að svara sömu spurn- ingu í sama blaði. “Ég held að Þjóðvaki hafi aldrei haft neitt hlutverk.“ Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, að svara sömu spurningu í sama blaði. I heiftarlegum stjómmálaátökum fylgir honum sú deyfð sem einkenn- ir krikketleik á síðsumardegi. Aneurin Bevan, breskur stjórnmálamaður, um flokksbróður sinn Clement Attlee, for- sætisráðherra Breta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.