Alþýðublaðið - 30.05.1997, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1997, Síða 2
2 13 r i ð ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 maðurinn FOSTUDAGUR 30. MAI 1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Veiðileyfagjaldið er réttlátt Þingmenn jafnaðarmanna hafa ítrekað flutt tillögur á Alþingi um veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Með veiðileyfagjaldi er átt við gjaldtöku í tengslum við úthlutun veiðiheimilda fyrir afnot af sameiginlegri auð- lind. Fyrirfram hafa menn ekki gefið sér hvaða form veiðileyfagjalds væri heppilegast með tilliti til áhrifa á ýmsa þjóðlífsþætti;. fjárhags- lega stöðu sjávarútvegs, hagvöxt, fiskveiðistjómun, gengisskráningu, viðsldpti með veiðileyfi, hagstjóm hérlendis, byggðaþróun, sam- keppnisstöðu atvinnuvega, útflutning, atvinnu, lífskjör, tekjudreifingu og ríkisfjármál. Ahugavert er að velta fyrir nýrri hugmyndafræði um auðlindagjald á aðrar auðlindir í eigu þjóðarinnar, svo sem vatnsorku. Hugmyndafræðin um veiðileyfagjald tengist flestu því sem mestu máli skiptir í stjómmálaumræðu hvunndagsins réttlæti og hagkvæmni, hagstjóm og tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Gmndvöllur veiðileyfagjalds er sú staðreynd að fiskstofnarnir kringum landið em eign allrar þjóðarinnar. Þótt nauðsynlegt sé að koma upp stýrikerfi til að stjóma veiðum, þ.e. til að hindra ofnýtingu fiskstofna og nýta þá á hagkvæman hátt, breytir það því ekki hverjir eiga fiskinn í sjónum. Eignarréttur þjóðarinnar á fiskimiðunum og fiskstofnunum er ótví- ræður og bundinn í lögum þótt útgerðin fái tímabundinn afnotarétt til að draga þann fisk úr sjó. Þessi tímabundni afnotaréttur felst í veiði- heimildum. Fiskimiðin em sameiginleg og því er óeðlilegt að arður af þeim renni eingöngu til fámenns hóps sem fær afnotaréttinn. Þannig em hugtökin veiðileyfagjald, auðlindagjald, veiðigjald eða leiga fyrir veiðileyfi samheiti yfir það að taka gjald við úthlutun veiðiheimilda. Það gildir um veiðiheimildir eins og annað sem er af skomum skammti að þær em ávísun á verðmæti. Þar sem ekki er unnt að hafa fijálsar veiðar hér við land, eins og var á ámm áður, vegna hættu á of- veiði og óhagkvæmum útgerðarháttum verður ríkisvaldið að úthluta veiðiheimildum eða stýra veiðum eftir öðm fastmótuðu skipulagi. Þegar ríkið skammtar þegnunum takmörkuð gæði verða þau fé- mæti ef þau ganga kaupum og sölum og em verðlögð á markaði. Einmitt þetta hefur gerst og vitaskuld er mjög brýnt og í alla staði eðli- legt að eigandi auðlindarinnar fái í sinn hlut raunvemlegt afgjald fyrir notkun eða nýtingarrétt annarra sem ríkið hefur úthlutað samkvæmt eigin ákvörðun. Veiðileyfagjald mun staðfesta þjóðareign á fiskimið- unum og slík skipan stuðlar einnig að skynsamlegri framþróun í efna- hagsmálum. Þetta er nátengt umræðu um hver eigi að njóta afraksturs sameig- inlegra auðlinda. Hagkerfi austantjaldsríkjanna gerði ráð fyrir ríkis- eign og ríkisnýtingu sem þungamiðju hagkerfisins. Það kerfi var óhag- kvæmt og brotnaði niður á örfáum ámm eftir að brestimir urðu öllum ljósir. Þannig verður um öll kerfi sem skapa forréttindi til fárra á kostn- að hinna mörgu, ekki hvað síst þegar um sameiginlegar auðlindir er að ræða. Fiskveiðiarður er umtalsverður í núverandi kerfi. Veiðiheimildir ganga kaupum og sölum á tiltölulega háu verði sem er sönnun fyrir því að innan sjávarútvegsins er til fé til að greiða fyrir aflaheimildir. Þau viðskipti eiga sér hins vegar stað án þess að almenningur fái nokkuð í sinn hlut þar sem veiðiheimildunum er úthlutað án endurgjalds. Ákveðnir einstaklingar og fyrirtæki eiga ekki að fá ókeypis aðgang að sameiginlegri auðlind. Það er óviðunandi að ríkið skuli skammta mönnum rétt til þess að selja og hagnast á annarra manna eign. Almenningi í landinu blöskrar það óréttlæti sem blasir við í núver- andi kerfi, þegar einstakir útgerðarmenn geta hagnast um margar millj- ónir króna á sölu eða leigu veiðiheimilda án þess að greiða nokkuð fyr- ir þann rétt að vera handhafi heimildanna. Spumingin er hvort eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, eigi að fá greiddan arð af eign sinni eins og eigendur annarra eigna fá eða hvort úthluta eigi kvótanum áfram á meintum sögulegum forsendum þannig að þeir sem hingað til hafi fengið hann fái hann áfram og þá endurgjaldslaust. íslendingar eiga bestu sjómenn í heimi og frábær fyrirtæki sem hafa alla möguleika til að þróast áfram bæði hérlendis og erlendis. Við þurfum að ná sátt um grundvallaratvinnuveginn og hún næst ekki nema með réttlæti, og veiðileyfagjaldið snýst um réttlæti. Skynsamlegt er að í byrjun sé um tiltölulega lágar greiðslur að ræða sem gætu hækkað eftir því sem sjávarútvegurinn hefur burði til að greiða. Ef genginu væri jafnframt beitt til að auðvelda sjávarútveg- inum greiðslu gjaldsins mundi annar útflutningsiðnaður styrkjast. Þá er hér komin samræmd efnahagsstefna sem: - skilar auknum hagvexti á næstu árum, - eflir sjávarútveginn og - er fylgt fram í samræmi við réttlætiskennd þjóðarinnar, eiganda fiskimiðanna. Vita þeir það fyrir vestan? Verkföll á Islandi hafa um árabil ekki snúist um kaup og kjör heldur miklu fremur sæmd og viðurkenn- ingu, enda hefur fólk það yfirleitt nokkuð gott hér. Kjaradeilumar hafa verið af tvennum toga: annars vegar hafa vel menntaðir en vanmetnir hópar háskólamenntaðs fólks bárist fyrir því að samfélagið viðurkenni mikiivægi starfa þeirra - kennarar, umönnunarstéttir, bolsévískir veður- fræðingar og aðrir sem eru í þriðja lið frá Gúttóslag. Hinn launadeiluhópurinn er öllu ógeðugri: verkföil hafa hér verið stunduð sem nokkurs konar hobbí hjá auðmannastéttum á borð við flugfólk og mjólkurfræðinga. Almennt launafólk hefur horft á þessar kjaradeilur álengdar með ólund, enda setur hið eilífa kjara- þvarg á Islandi leiðinlegan svip á samfélagið, gerir samfélagsumræð- una óbærilega á köflum - ekki líður sá dagur að maður þurfi ekki að hlusta á eitthvert væl í fréttatímum um bág kjör, blygðunarlausan bar- Priðji mqðtirinn | Guðmundur Andri Thorsson skrifar lóm, blákaldar launalygar. Þvætting um mannsæmandi laun. Nema nú hefur skyndilega brugðið svo við að allt í einu stendur venju- legt launafólk í kjarabaráttu. Þama fyrir vestan. Það er allt í einu verk- fall. Alvöru verkfall eins og voru þegar maður var lítill. Hvers vegna? Hvað veldur því að Vestfirðingar vilja endilega fá að semja sjálftr í stað þess að formaður trésmiðafé- lagsins í Reykjavík geri út um þetta við VSÍ? Andstæðar kenndir fara um mann þegar maður fylgist með verkfalls- átökum Vestfirðinga sem einna helst minna á gamlar frásagnir kreppu- komma. Maður hugsar: hví skyldi fólk á Vestfjörðum ekki eiga skilið að fá meira kaup en fólk annars stað- ar - hvers vegna ættu sömu lágu lágu lágmarkslaunin að gilda alls staðar á landinu? Hvers vegna ætti fyrirtæki sem ekki getur borgað fólki sínu hundrað þúsund kall á mánuði yfir- leitt að vera í rekstri? Og landverka- fólkið sem horfir upp á milljónimar fuðra upp í höndunum á sjómönnun- um að skemmta sér í landi - horfir mKSBk' - " m Pfti * : f j jdf upp á blindfulla stundarauðkýfinga þvælast landsfjórðunga á milli á einkaflugvélum í leit að partíi - hví skyldi það ekki heimta sitt úr því að fyrirtækin hafa svona augsýnilega bolmagn til að fjármagna slíka vit- leysu? Maður hugsar: þama er fólk sem sjálft grípur í taumana, fólk sem sjálft ætlar að móta örlög sín. Þeir vita það fyrir vestan. Hvað? Hvað vita þeir? Maður hugsar: þarna er fólk sem sjálft gríp- ur ítaumana, fólksem sjálft ætlar að móta ör- lög sín. Þeir vita það fyrir vestan. Það? Um hvað snýst þetta verkfall? Lé- legt kaup? Fátækt fólk? Vantar mjólk handa bömunum og fá þau ekkert nema tros mánuðum saman, er hung- ur og hallæri? Sveltur gamla fólkið? Em sjúklingar á götunni? Er þetta verkfall fólks sem ekki hefur efni á því að mennta börnin sín? Sem ekki hefur ráð á sómasamlegum húsum? Sem hefur engu að týna nema hlekkj- unum? Þeir kunna að vita það fyrir vestan en hvernig á ég að vita þessa hluti, búandi í landi þar sem em ekki fjölmiðlar sem telja það hlutverk sitt að upplysa mann um baksvið at- burða: á fjölmiðlum starfar fólk sem romsar upp úr sér bláberum tíðind- um, spyr fólk hvernig tilfinning eitt- hvað hafi verið og tekur viðtöl hvert við annað um tilfmningar sínar. Hvert er baksviðið? Hvergi á land- inu er sagðar hærri meðaltekjur en á Vestfjörðum. Framleiðni í íslenskum frystihúsum er sögð helmingi lægri en í Danmörku þar sem borguð em „mannsæmandi laun“. Getur þá kannski hugsast að frystihúsin séu illa rekin, skipulag þar sé í molum, nýting slæm á hráefni og mannskap - getur hugsast að með betra skipulagi væri hægt að losna við að flytja inn vinnuafl og jafnframt borga betri laun? Og að þetta eigi að vera gert í samstarfi þess fólks sem berst fyrir sögu sinni, mannlífi sínu, fjöllunum sínum, fyrir sjálfsmynd sinni, fyrir búsetu sinni - fyrir tilveru sinni. Hvemig sem því kann að vera var- ið þá er það ekki að öllu leyti skemmtileg reynsla að horfa á fólkið í verkfallsvörslunni „lifa sig inn í leikinn" einhvers staðar á Króknum eða í Hafnarfirði - einhvers staðar annars staðar en þar sem hann raun- veralega ætti að fara fram, og bera þar óbilgjamir útgerðarmenn og kappsamir verkfallsverðir jafna sök; vestfirsku hörkunni er sóað þar til einskis. Að sjá er þetta eins og fólk sem gefur dauðann og djöfulinn í allt. Þegar maður horfir á þetta glað- væra sundurlyndi losnar maður ekki við þá hryggðarkennd að hér horfi maður á fjörbrot byggðar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.