Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 ■ Neskaupstaður Bestu sjómenn í heimi Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað: Síldarvinnslan hefur verið almenningshlutafélag í 40 ár. Vatna- skil hjá hinu norðfirska stórfyrirtæki á afmælisári Sfldarvinnslan í Neskaupstað mun vera í hópi sex stærstu fyrir- tækja í íslenskum sjávarút- vegi,ásamt Samherja, HB, Vinnslustöðinni, Granda og ÚA. Sfldarvinnslan er meðal stærri liluthafa í SH (6,5%) og á einnig smærri hlut í SÍF h/f (1,5%). Auk þess á félagið hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar h/f SR-mjöIi, Trygg- ingamiðstöðinni, Oliuverslun ís- lands og fleiri fyrirtækjum. Fyrir- tækið stendur traustum fótum á hlutabréfamarkaði. Sfldarvinnsl- an hefur að nokkru leyti farið aðrar leiðir en sum hinna stórfyr- irtækjanna á síðustu árum, hún hefur lagt áherslu á að styrkja sig heima fyrir meðan önnur fyrir- tæki hafa farið í útrás til útlanda og í margvíslega sameiningu. Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri er hér tekinn tali: Súdan’innslan hefur verið í lölu- verðum fjárfestingum á sl. árum, hverjar eru þœr helstu? -Það sem ber vafalaust hæst í þeim efnum eru kaup okkar á nýjum sérút- búnum rækjufrystitogara fyrir fjórum árum, endurbygging loðnuverk- smiðjunnar á s.l. ári með uppsetn- ingu á nýjum þurrkurum til fram- leiðslu á hágæðamjöli og á þessu ári gangsetning nýs frystihúss sem er sérstaklega tæknivætt til frystingar á uppsjávarfiskum, síld og loðnu. Með þessu nýja frystihúsi teljum við okk- ur vera að stíga ákveðin skref inn í framtíðina með því að byggja nýtt hús frá grunni og taka í notkun alla þá sjálfvirkni og tækni sem best þekkist í dag. Gamla húsið var yfir 50 ára gamalt og markaðurinn, bæði í Evrópu og í Ameríku hefur verið að gera nýjar kröfur sem erfitt hefði ver- ið að mæta nema með miklum til- kostnaði á gamia staðnum auk þess sem að ekki hefði verið hægt að koma við nútíma tækni við fram- leiðsluna. Þœr breytingar sem orðið hafa á veiðum og vinnslu eru gífurlegar á síðustu misserum, hverjar eru ykkar sérstöku áherslur? Þær endurspeglast að nokkru leyti í þessum fjárfestingum sem ég nefndi. Aherslan hefur verið lögð á að auka verðmætasköpunina í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiskum og að hasla okkur völl á nýju rekstrar- sviði sem er veiðar og sjófrysting á rækju. Við höfum verið að endur- byggja nótaskipin þannig að þau geti komið með ferskt hráefni að landi ýmist til framleiðslu á hágæðafiski- mjöli sem fer til fóðurframleiðslu fyrir laxeldi eða til að frysta í miklu magni í hinu nýja tæknivædda frysti- húsi. Hér áður fyrr fluttum við tölu- vert út af fiski á fersfiskmarkaðina í Evrópu en eftir að verðin lækkuðu þar verulega, breyttum við um stefnu og fórum í staðinn að frysta bolfisk út á sjó jafnhliða frystingu í landi. Við teljum að sjófrysting hafi ákveðna kosti og landvinnsla ákveðna kosti. Hvorttveggja á rétt á sér og ekki er ólíklegt að þessar tvær vinnsluleiðir muni eiga vaxandi sam- leið í framtíðinni. Nýja frystihúsið er afar vel tæknivætt í frystingu á upp- sjávarfiskum og við gerum okkur vonir um að við verðum mjög vel samkeppnisfær í framleiðslu á síld og loðnu fyrir markað sem gera kröf- ur um mjög ódýra matvöru. 360 manns að störfum Breyttist vinnuaflsþörfin eftir að nýja húsið var tekið í notkun, og ,,Þá hefur fyrirtækið notið góðs af hinum félagspólitíska bak- grunni í bæjarfélaginu, en meirihluti bæjar- stjórnar sem hefur ver- ið við völd í yfir hálfa öld, hefur ævinlega lagt áherslu á öfluga atvinnustarfsemi og þannig stutt Síldar- vinnsluna.“ hversu margir eru nú vinnandi hjá fyrirtœkinu - í landi - og á sjó? Með nýja frystihúsinu eykst af- kastageta í loðnufrystingu mikið eða úr 60 tonnum á sólarhring í 300 tonn á sólarhring. Við gerum hins vegar ráð fyrir lítilli aukningu í mannskap frá því sem verið hefur, þegar við höfum náð fullum tökum á þessum nýju framleiðslulínum. Við höfum átt við ákveðna byrjunarörðugleika að etja, enga stórvægilega en það tekur ákveðinn tíma að leysa þau vanda- mál sem upp hafa komið. Við erum einnig með gamla húsið áfram í rekstri og hyggjumst nota það í tvö ár til viðbótar. Hjá Síldarvinnslunni starfa nú um 360 manns, þar af um 100 á sjó. Fyrirtœki í sjávarútvegi hafa verið að sameinast og stokkast upp - eruð þið einangraðir frá þessari þróun eða œtlið þið að taka þátt í henni? Hvað nœst? -Nei við erum ekki einangraðir frá þessari þróun. Við höfum hins vegar valið aðrar áherslur. Reyndar má líka halda því fram að við höfum verið með þeim fyrstu sem fóru að kaupa í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Það eru næstum sex ár síðan við keyptum helmingshlut í útgerðarfyrirtæki í Reykjavík sem gerði út eitt af öflug- ustu nótaskipum landsins og fimm ár síðan við stofnuðum fyrirtæki ásamt Seyðfirðingum til reksturs á ísfisk- togara. A þessum tíma var sáralítið um sameiginlegt eignarhald í sjávar- útvegsfyrirtækjum milli staða eða landssvæða. Á síðustu árum hafa vissulega átt sér stað umfangsmiklar sameiningar í sjávarútvegi Við höfum farið aðrar leiðir og staðið í verulegri innri upp- byggingu. Að hluta til er ástæðan sú að við erum þegar með margar stoð- ir undir rekstrinum og góða áhættu- dreifingu. Þörfin hjá okkur að sam- einast öðrum t.d í því skyni að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn hefur því ekki verið fyrir hendi hjá okkur eins og hjá sumum öðrum. Nú er hins vegar ákveðnu innra uppbyggingar- starfi að verða lokið í bili og við get- um farið að huga að öðrum hlutum. Við höfum fram að þessu haft nóg með að hagræða og styrkja núver- andi rekstrargrundvöll og byggja upp sterka eiginfjárstöðu. Margir óttast að hér sé um einok- unartilhneygingu að rceða - ert þú hrœddur við slíkt? Það má bæði sjá ýmislegt jákvætt og ýmislegt neikvætt við þessa þró- un. Það er jákvætt að eftir því sem einingamar em stærri og sterkari þeim mun meiri áherslu er hægt að leggja á vömþróun og nýsköpun. Stærri fyrirtæki geta tekist á við stærri verkefni og nýjungar sem fela í sér áhættu. Fyrirtækin verða að vera það burðug að þau geti tekið áhættu af nýsköpunarverkefnum og tapað á þeim. Öðruvísi verður engin fram- þróun í atvinnugreininni. Það sem er neikvætt er hins vegar ef völd og áhrif í mikilvægri atvinnu- grein færast á of fáar hendur. Byggð- arlög geta skaðast veralega ef öll stefnumörkun og stjómun á sér stað fjarri vettvangi. Best er að aðilar heima fyrir eigi sterk ítök í fyrirtæk- inu og beri á því ábyrgð jafnhliða því sem utanaðkomandi fjárfestar eiga í því og gera eðlilegar arðsemiskröfur og veita því aðhald. Ábyrgðin á rekstrinum verður að vera á staðn- um. Eg held að það hafi verið afar óheppilegt hér áður þegar Samband- ið sáluga rak frystihús og útgerðir í plássum um land allt og heimamenn voru í raun firrtir allri rekstrarábyrgð. Svipaða sögu má segja um SR-verk- smiðjunnar þegar að ríkið rak þær. Heimamenn þurfa að axla ábyrgð og verða að skilja að þeir geta ekki bara treyst á aðra. Ströng innri uppbygg- ing Sjávarútvegsfyrirtœkin standa vel á markaði, hvernig stendur Síldar- vinnslan sig íþeim samanburði? -Síldarvinnslan hefur staðið ágæt- lega á hlutabréfamarkaði. Við fóram tiltölulega snemma, upp úr 1990, á hinn svokallaða opna tilboðsmarkað og árið 1994 var félagið skráð á Verðbréfaþingi Islands. Hlutabréf í félaginu hafa hækkað veralega í verði á undanförnum áram jafnhliða því sem afkoman hefur farið batn- andi og félagið styrkst fjárhagslega. En hvað segir Síldarvinnslan á Síldarvinnslan á afmælisári Síldarvinnslan hf í Neskaupstað var stofnuð 11. desember 1957 þannig að fyrirtækið verður fertugt á þessu ári. Tilgangur félagsins var í upphafi að reisa og reka síldarverksmiðju, sfldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað. í upprifjun í ársskýrslu fyrirtækisins á afmælisárinu er sagt frá því að helsta ástæðan fyrir stofnun Sfldarvinnslunnar hafi verið aukin sfld- veiði úti fyrir Austfjörðum, en er síldin fór að veiðast upp úr 1950 háði það söltuninni að engin síldarverksmiðja var á staðnum. Sfldarverk- smiðjan sem byggð var skilaði góðum arði og lagði grunn að hinu öfl- uga fyrirtæki sem átti eftir að starfa á flestum sviðum íslensks sjávar- útvegs. Fyrirtækið hefur oftssinnis verið brautryðjandi í atvinnugreininni, t.d. keypti Síldarvinnslan fyrsta skutttogara íslenska flotans og afkasta- mikil loðnu- og síldveiðiskip. í skipaflotanum eru einnig fjölveiðskip með búnað til að frysta afla um borð, auk hefðbundins frystitogara og rækjufrystitogara. Nöfn þriggja manna hafa ævinlega verið samofin útvegssögu Norð- firðinga, þeirra Bjama Þórðarsonar bæjarstjóra, Lúðvíks Jósefssonar ráðherra og Jóhannesar Stefánssonar framkvæmdastjóra. Þeir vora líf- ið og sálin í útgerð og fiskvinnslu um miðja þessa öld og um áratugi. „Við höfum iokið að mestu ferli innri uppbyggingar fyrirtækisins í bili og getum nú vel skoðað nýja möguleika til landvinninga bæði innanlands og utan.“ Blængur, er nýjasta skip norðfirska flotans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.