Alþýðublaðið - 30.05.1997, Qupperneq 8
8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997
■ Áhætta
Erlent fjármagn
í íslenskri útgerð
Á fyrstu árum aldarinnar voru margir íslendingar óhræddari en síðar varð við erlent áhættufjármagn í atvinnurekstri. Meira að segja
þjóðieg skáld voru sögð vera ,,leppar“ erlendra auðhringa. Vítamínssprautur í atvinnulífi. Gluggað í ævisögu Matthíasar Þórðarsonar
skipstjóra frá Móum
Matthías Þórðarson frá Móum. Frumkvöðull í íslenskum sjávarútvegi. Þorsteinn Erlingson stjórnarmaður í Garðarfélaginu. Fór í Miðjarðarhafs-
ferð á kostnað fyrirtækisins.
Matthías Þórðarson frá
Móum á Kjalarnesi var systur-
sonur Matthíasar Jochumsson-
ar. Hann fór snemma til sjós,
varð skipstjóri á unga aldri og
setti mark sitt á þróun sjávar-
útvegs á íslandi. Fullyrða má
að hann hafi verið brautryðj-
andi á mörgum sviðum í at-
vinnugreininni m.a. sem fyrsti
ritstjóri Ægis og stofnandi
Fiskifélags íslands. í lok
seinna stríðs árin 1946-47 kom
út ævisaga Matthíasar sem
skráð var af honum sjálfum í
tveimur bindum. I þessari
grein er sagt frá nokkrum
þáttum sem koma fyrir í þess-
ari merku ævisögu. Við bein-
um sérstaklega sjónum okkar
að þátttöku útlendinga í at-
vinnurekstri, - á tímum sem
slíkt var ekki bara nýlunda
heldur og bannað með lögum.
Haustið 1897 fluttist Matthías með
konu og bam til Seyðisfjarðar, þar
sem hann hafði afráðið ásamt Magn-
úsi Einarssyni kaupmanni eystra að
festa kaup á kúttara í Englandi sem
gera átti út frá Seyðisfirði. Um vet-
urinn keyptu þeir Magnús gott skip „
William Wright" og sigldi hann á því
austur vorið 1898.
„Þetta vor var hafísrek fyrir Norð-
ur- og Austurlandi. Þegar jeg kom
upp undir Hvalbak, var útlitið hið
versta. Upp undir land að sjá voru
hafþök af ís svo hvergi sá í auða vök.
Þó heppnaðist mjer loks loks að
mjakast á litlum seglum gegnum ís-
inn til Seyðisfjarðar."
Helmingur skipshafnarinnar hafði
verið ráðinn áður en skipið kom en
flestir voru óvanir þilskipum. Örðugt
reyndist að ráða menn til viðbótar af
því menn á Seyðisfirði voru alveg
óvanir skútumenn. Matthíasi tókst
þvf ekki að fullráða á skipið og flest-
ir voru óvaningar sem ráðnir voru.
Sumarið reyndist mjög aflarýrt
fyrir Austfjörðum og hafísinn, lands-
ins fomi fjandi, lá við landið og inni
á fjörðum fram eftir vorinu. Til við-
bótar því var fiskverðið lágt. það
lægsta sem það komst í 50 ár. Þrátt
fyrir þetta allt tókst Matthíasi að fá
meðalafla og halli var lítill á útgerð-
inni. Skipið sigldi um haustið 1898
til Kaupmannahafnar. Þar var skip-
inu lagt og síðan selt til Svíþjóðar.
Matthías tók sér far með litlu vöra-
flutningaskipi til Seyðisfjarðar, fékk
hörð veður og mótvind auk þess sem
skipið skemmdist. Það var 40 daga á
leiðinni frá Höfn. Nokkru síðar réðst
Matthías til starfa hjá Garðafélaginu.
Fjölþjóölegur
síldarbær
Matthías flutti til Seyðisfjarðar
árið 1897 og bjó þar í 4 ár, en árið
1901 flutti hann aftur til Reykjavík-
ur. Það er semsagt ein öld frá því að
Matthías kom til Seyðisfjarðar og
hann Iýsir nokkuð uppgangi bæjarins
í bók sinni:
„Fæstir íslendingar höfðu heyrt
Seyðisfjarðar getið að neinu fyrr en
löngu eftir miðja nítjándu öld, að sú
fregn barst um landið að Norðmenn
hefðu fundir þar fiskitegund nokkra
sem kölluð er sfld og sjeu komnir á
mörgum skipum með tunnur og salt
og famir að veiða hana þar í firðin-
um. Þetta skeði laust fyrir 1870. Það
var Otto Wathne skipstjóri frá
Mandal í Norvegi, er hafði verið í
föram með norskum og sænskum
skipum víða um heim og einnig hafði
gert ferðir til íslands sem uppgötvaði
síldina og tók sjer aðsetur á Seyðis-
firði, ásamt nokkrum öðrum af
landsmönnum sínum er fylgdu með
honum eða komu á eftir.“
Um það leyti sem Matthías kom til
Seyðisfjarðar hafði sfldveiðin og at-
vinnurekstur tilheyrandi náð há-
marki, þar var þá íshús og frystihús,
þarna var menningarlíf meira en ann-
ars staðar, sparisjóður hafði starfað
lengi og margvísleg fyrirtæki og
starfsemi var þar eystra,, Otto
Wathne var 'lifið og sálin í þessum
framkvæmdum og forgöngumaður,
einvaldur höfðingi Austurlands í höf-
uðstað fjórðungsins, Seyðisfirði, sem
hann hafði skapað, segir Matthías.
Bærinn skiptist í þrjá hluta; Aldan,
Búðareyri og Vestdalseyri. Það sem
einkenndi þessa sundurlausu bæjar-
hluta var einkum það að íbúamir
skiptust eftir þjóðemi: á Öldunni
bjuggu mest Danir, á Búðareyri
mestmegnis Norðmenn en Vestdals-
eyrin var fyrst og fremst byggð af ís-
lendingum. Málið sem talað var í
kaupstaðnum var aðallega norsk-
danska. „Islenzkunnar gætti lítið sem
ekki neitt, nema hvað blöðin, fyrst
Austri og svo Bjarki, sem komu út
einu sinni í viku, vora á íslenzku og
fólk á Vestdalseyri og út með firðin-
um talaði innbyrðis mikið til óbjag-
aða íslenzku.“
Evrópskt- útgerðarfé-
lag fyrir einni öld
Um það leyti sem Matthías kom
austur var verið að stofna sérstætt út-
gerðarfélag, Garðafélagið. Aðal-for-
göngumaður þess var I.M. Hansen
norskur maður sem hafði komið til
Islands með Otto Wathne og stýrði
verslun hans eystra auk þess sem
hann var breskur konsúll. Hann fór
að versla fyrir eigin reikning árið
1896, og fór út næsta vetur til Frakk-
lands og Belgíu til að leita að fjár-
magni í stórútgerð sem hann vildi
stofna á Seyðisfirði. Ekki tókst hon-
um að ná árangri í þessari ferð, en
fyrir hendingu hitti hann mann fyrir
utan leikhús í Kaupmannahöfn ári
síðar, C.B. Hermann sem þá var ný-
búinn að stofna togarafélag í Esbjerg.
Fyrsta Fiskiþing árið 1913. Matthías hafði forgöngu um stofnun Fiskifélags íslands ásamt nokkrum frammá-
mönnum í íslensku þjóðlífi. Fremri röð frá vinstri: Bjarni Sæmundsson, Tryggvi Gunnarsson, Hannes Hafliða-
son, Matthías Þórðarson, Magnús Kristjánsson og Magnús Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur ís-
leifsson, Páll Bjarnason, Ólafur Jónsson, Matthías Ólafsson, Jón Jónsson, Þorsteinn Gíslason og Arnbjörn
Ólafsson.