Alþýðublaðið - 30.05.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
9
Hermann var sagður vera liðsforingi
af þýskum eða austurrískum ættum
og talaði ekki dönsku, heldur annað-
hvort þýsku eða ensku. Það varð að
samningum milli þeirra félaga að
Hermann útvegaði fjármagn en Han-
sen fengi land til umráða á Seyðis-
firði. Næsta vor var síðan stofnað fé-
lag til að reka togaraveiðar á gufu-
skipum, svo og dragnótaveiðar á
fjörðum og í landhelgi og aðra sam-
starfsemi í sambandi við veiðamar
og skyldi hlutafé vera 180,000 krón-
ur. í stjórn félagsins „Garðar" voru
þessir menn tilefndir: C.B. Hermann
í Esbjerg framkvæmdastjóri og for-
maður, I.M. Hansen konsúll á Seyð-
isftrði, St. T. Jónsson úrsmiður,
Kristján Kristjánsson læknir, Þor-
steinn Erlingsson ritstjóri og cand.
jur. Björgvin Vigfússon sem lög-
fræðilegur ráðunautur.
E/S Diana, danska mælinga- og rannsóknarskipið við ísland. A þessu
skipi var Matthías Þórðarson leiðsögumaður um nokkurra ára skeið.
um. Fleira var í svipuðum dúr.
Um síðir var félagið til gjaldþrota-
skipta, vorið 1901. Þá um sumarið
eignaðist Þorsteinn Erlingsson eign-
arrétt á einum kúttara, Fönixborg, fór
með skipið til Bíldudals og seldi
hann Pétri Thorsteinsson. Þar settist
skáldið að og varð ritstjóri vikublaðs
sem hét Amfirðingur.
Eignir félagsins voru seldar langt
undir kostnaðarvirði, t.d. vom íshús-
in seld til niðurrifs. Talið var að út-
lendir hluthafar hafi tapað fullri
hálfri milljón króna á þessum félög-
um
Grímuklætt fyrirtæki
Á Seyðisfirði voru harðvítugar
deilur um fyrirtækin sem Garðarfé-
lagið og „The Deep Sea Fishing
Company" settu á laggirnar. Þor-
steinn Erlingsson ritstýrði Bjarka
eins og áður sagði en Skafti Jósefs-
son Austra sem sagði til að byrja með
erfitt að átta sig á því hvort félagið
sem væri „margslags samsteypa"
væri útlent eða innlent. Gekk á með
ótrúlegum svívirðingum milli þess-
ara blaða og vom málefni útgerðarfé-
lagsins ekki lítill hluti af þeim deil-
um. Verður ekki frekar farið út í þá
sáima að sinni.
Staðreyndin er sú að um nokkurra
ára skeið höfðu þrír athafnamenn
reynt að fá útlendinga til að leggja
fram fjármagn í þessum tilgangi, þeir
Einar Benediktsson, Páll Torfason
frá Önundarfirði og I.M. Hansen - og
heppnaðist Hansen einum það. Hitt
mistókst honum að stjórna fyrirtækj-
unum nægilega vel og að einnig að fá
snjalla menn til samstarfs.
Matthías segir: „ Meðstjórnend-
urnir voru undantekningalaust menn
sem ekkert vit höfðu á rekstri slíks
fyrirtækis, sem þessa og hafa að lík-
indum ekki haft aðrar hærri hugsjón-
ir - sumir hverjir að minnsta kosti -
en að fá eitthvað í aðra hönd og helst
svo rnikið sem mögulegt var. Hins-
vegar hefur það einkum vakað fyrir
Hansen með kosningu meðstjórnend-
anna að fá aðeins málamynda stjórn,
grímuklæða fyrirtækið, sem var út-
Nelly, einn af kútterum Íslands-Færeyjafélagsins sem m.a. var við síld-
veiðar við Norðurland.
Evrópsk spilling ?
Á aðalfundi Garðarfélagsins sem
haldinn var á Seyðisfirði 24.júlí 1899
mætti Hermann sem umboðsmaður
fyrir alla hluti félagsins. Matthías er
greinilega hneykslaður á mörgu víð-
víkjandi félaginu og segir frá því að
Hansen hafði selt hús sitt félaginu
fyrir 10 þúsund og síðan lánað þrem-
ur stjórnarmönnum, Kristjáni, Stef-
áni og Þorsteini 1000 krónur hverj-
um fyrir þeirra hlut í félaginu. Stjóm-
in ætti að fá 4800 kr. þóknun á ári en
annars var öllum gjörðum félagsins
haldið leyndunt fyrst um sinn. Mán-
uði síðar var stofnað félag í London
sem kallað var, The Deep Sea Fis-
hing Company" með 600.000 kr,
hlutafé og átti það félag að kaupa alla
hluti í Garðarfélaginu. I stjóm breska
félagsins vom fulltrúar Garðarfélags-
ins og umboðsmenn í Englandi.
Lýsir Matthías því hvemig fjár-
reiður rugluðust í hinu nýja félagi
með allra handa kúnstum. Einstaka
stjómarmenn og umboðsmennimir
fengu stórfé, t.d. fyrir að hafa komið
hlutum Garðarfélagsins inn í breska
Byggingar í Sandgerði.
manna, breskra og hollenskra sem
hófust handa með ýmsum bygging-
um og framkvæmdum eystra. Innan
félagsins var mikil tortryggni og ríg-
ur og stjórnarmenn á stöðugu flakki
milli landa. En þrátt fyrir innbyrðist
óeirðir og stjómarbyltingu virtist
hagur félagsins standa með blóma
um hríð. Félagið átti þrjá togara og 8
kúttara sem voru á veiðurn frá Aust-
urlandi og fiskuðu prýðisvel. En það
var stefnt helsti hátt á of skömmum
tíma er samtímis skipakaupum var
farið út í framkvæmdir við bryggju-
smíði, vörugeymsluhús, kæli- og
frystihús, vélaverkstæði, verka-
mannaskála og m.f). Þessar miklu
framkvæmdir lentu margar í ólestri,
skipulagi var verulega áfátt, bygg-
ingar margar hálfláraðar og stjóm-
endur vissu stundum ekki sitt rjúk-
andi ráð, segir Matthías.
Gífurlegt magn af kola sem kútt-
amir fiskuðu eyðilagðist þar sem þeir
höfðu ftskað í trausti þess að íshúsin
yrðu fullklámð í tíma þannig að tug-
þúsunda kr. verðmæti fóm forgörð-
félagið. Hansen konsúll hafði tekið á
móti 30 þúsund kr. sem hann hafði
ekki gjört skil fyrir, tekið íbúðarhús-
ið sem hann seldi félaginu til íbúðar
fyrir sjálfan sig og fjölskyldu án þess
að hafa borgað krónu, - og notað kol,
steinolíu, matvæli og þess háttar af
byrgðum félagsins án þess að gjöra
skil. Meira að segja hið ástsæla
skáld sleppur ekki: „Þorsteinn Er-
lingsson meðstjórnandi félagsins
hafði farið skemmtiferð suður að
Miðjarðarhafi og verið þar mánuðum
saman á fjelagsins reikning og feng-
ið 1200 kr. styrk til útgáfu blaðsins
„Bjarka'* o.fl. Allt þetta og meira til,
var ausið út af stofnfje félagsins áður
en það byrjaði rekstur sinn.“
Erlent vinnuafl -stefnt
á hausinn
C.B. Hermann framkvæmdastjóri
kom til landsins með fjölda verka- Geymsluhús, verslunar- og íbúðarhús og bryggja með sporbraut út á Hólma.
lent, sem íslenzkt og með því að ná
íslenzkum réttindum."
Við upplausn Garðarfélagsins
1901 og nauðungarsölu á skipum fé-
lagsins og öllum eignum þess rým-
uðu atvinnumöguleikar að miklum
mun eystra. Matthías flutti þá aftur til
Reykjavíkur.
Sandgerðsk útgerð af
erlendu bergi
Matthías Þórðarson frá Móum
hafði ekki sagt skilið við erlent kapi-
tal í íslenskri útgerð þegar hann hætti
hjá Garðarfélaginu á Seyðisfirði. í
millitíðinni hafði hann m.a. starfað
hjá dönsku landhelgisgæslunni á
skipum hérlendis, staðið í margs
konar verkefnum tengdum erlendum
fiskmörkuðum. I Danmörku hafði
hafist til vegs Lauritzen konsúll sem
smíða lét ein 20 skip til sfldveiða í
Norðursjó laust eftir aldamótin.Hann
var vinur konungs og kom með hon-
um í íslandsheimsóknina 1907 og
skip úr flota hans veiddu þorsk frá
Patreksfirði og síld frá höfnum Norð-
anlands. En er Lauritzen konsúll
stofnaði Islands-Færeyjafélagið í
kjölfarið var Matthíasi falið að að
velja útgerðarstöð til reksturs útgerð-
ar á mótorbátum og veita þeim for-
stöðu þegar þeir kæmu til Islands
árið eftir.
„Mjer var ljóst, að til þess að
stunda veiðar á mótorbátum þurfti
útgerðarstöð, þar sem haganlegt væri
til sóknar, auðvelt að afla sjer nauð-
synja og leggja aflann á land. Kon-
súll Lauritzen gaf mjer ótakmarkað
umboð til að velja staðinn. Jeg vildi
helst hafa hann á Reykjanesskagan-
um, en datt þó í hug Grundarfjörður,
en hvarf þó frá því ýmsra hluta
vegna. Svo voru Vestmannaeyjar og
Akranes, en hafnleysi á báðum stöð-
unum aftraði mjer frá því, að ráðast í
byggingar þar. Eftir nána yfírvegun
valdi jeg Sandgerðisvík í Miðnes-
hreppi og leigði svo land til bygginga
á mannvirkjum og reksturs útgerðar
og verslunar hjá eiganda jarðarinnar
Sandgerðis, Einari Sveinbjömssyni.“
Þarna urðu miklar framkvæmdir
og uppbygging svosem á hafnarað-
stöðu, vörugeymsluhúsum, íbúðar-
húsum, fisk- og salthúsum - og einir
14 bátar komu frá Danmörku.
Þessi tilraun tókst ekki sem skyldi,
vélarnar í bátunum reyndust afar illa
enda er þetta í byrjun mótorbátaald-
arinnar. Bæði þorskveiðar við Suður-
land og sfldveiðar fyrir Norðurlandi
brugðust og var ákveðið að slíta fé-
laginu og selja eignir þess.
Erlent áhættu
fjármagn
Eignimar gengu nú ekki Islending-
um úr greipum þannig að segja má
að Ijárfestingin hafi um síðir borgað
sig - fyrir Islendinga. En hér sannast
hið fomkveðna að fáir njóti eldanna
sem fyrstir kveikja þá. Þær tilraunir
sem gerðar vom með stórfellda út-
gerð voru fyrst og fremst á vegum út-
lendinga - á viðskiptatungumáli
dagsins í dag væri talað um erlent
áhættufjármagn.
Eignirnar á Sandgerði vc til að
byrja með keyptar af Pétri Thor-
steinsson, sem seldi Matthíasi Þórð-
arsyni fyrst helminginn og síðan all-
an reksturinn. Matthías var sjálfur
við stjómvölinn allan tímann.
Matthías rak útgerðina um nokk-
urra ára bil með sæmilegum hagnaði.
En árið 1913 í árslok, seldi hann
Lofti Loftssyni og Þórði Ásmunds-
syni útgerðarmönnum í Akranesi
Sandgerðisútgerðarstöðina þar setn
þeir byrjuðu útgerð og verslun í árs-
byrjun 1914. Högnuðust þeir veru-
lega á rekstrinum þar sem fiskverð
hækkaði snarlega í ófriðnum mikla
1914-18. Segja má að síðan hafi
Sandgerði lifað vel af. Erlenda
áhættufjármagnið gagnaðist þannig
vel um síðir. -óg