Alþýðublaðið - 30.05.1997, Síða 11

Alþýðublaðið - 30.05.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 ■ Hallgrímur Guðfinnsson trillukarl: Við vorum blekktir! Á vordögum 1990 samþykkti Al- þingi íslendinga lög um stjóm fisk- veiða. Með lögum þessum var eig- endum báta undir 6 tonna stærð gef- inn kostur á að velja á milli kvóta sem tæki mið af veiðireynslu eða áframhaldandi krókaleyfi. Kvótinn átti að vera illskárri Sá böggull fylgdi þó skammrifi að krókaleyfisbátunum sem urðu 1135 talsins um það er lauk, voru mæld út aðeins um það bil 4200 tonn. Veiddu þeir fjórðungi meira skyldi pottinum skipt í þeim hlutföllum sem hver hefði aflað. Eftir að hafa sætt geðþóttaákvörð- unum og dagskipunum Halldórs Ás- grímssonar í 8 ár við stjórn fiskveiða, skyldi engan undra þó meðaldúllarar og fiskimenn þar yfir teldu það ill- skárri kost að taka kvóta. Það var enda gefið í skyn í lagatextanum að eftir gildistíma laganna 1. september 1994 ættu viðkomandi kost á að fara inn í banndagakerfið aftur ef það væri einhver kostur (orðrétt:„skuli ekki á gildistíma laganna eiga kost á krókaleyfi") Niður fyrir hungur- mörkin Vissulega var hvorugur kosturinn góður og á bryggjum og í beitninga- skúrum á öllum sjávarplássum þessa lands létu menn þau orð falla að engu væri líkara en ráðamenn vildu þenn- an atvinnuveg feigan, þó menn undr- Karlinn í brúnni. A vorin er það grásleppan. Hallgrímur er meðal örfárra nútíma „útvegsbænda" því hann sinnir dálítið búskap á veturna í Biskups tungum með Geirþrúði konu sinni og í samvinnu við tengdaföður sinn, Sighvat Arnórsson bónda á Miðhúsum. En annars stundar Hallgrímur sjóinn eins og hann mögulega getur. i Líf á skakinu. Hallgrímur hefur gert út í fimmtán ár á Faxaflóa, Breiðafirði og ísafjarðardjúpi. Tjaldur var áður gerður út frá Reykjavík. Skip fyrir ströndu. í (safjarðardjúpi. uðust og tryðu ekki slíkri fúl- mennsku. Á þeim tíma sem liðinn er hafa veiðiheimildir kvótabátanna verið skertar um 30% ár hvert og eru nú komnar langt niðurfyrir öll hungur- mörk, en krókaleyfisbátamir hafa haldið álíka meðalafla og áður. Það er beðið um réttlæti Nú skal enginn ætla að sá er þetta skrifar ætli hlut krókamanna of góð- an. Margra þeirra bíður enn óleystur vandi. Krókabátamir eru eingöngu bundnir við hámarksafla á þorski, steinbítur og ýsa telja t.d. ekki með. Þorskaflahlutdeild þeirra er úr sögu- legu lágmarki þorskafla, veiði- reynslu sem aflað var þegar allir aðr- ir forðuðust þorsk. Vissulega var tilkoma Jöfnunar- sjóðs þakkarverð, en við úthlutun úr honum era þó meðaltöl og jöfnuður bannorð. Þeir sem mest hafa fá mest. þeir sem mesta hafa þöifina fá minnst. Að framansögðu má ljóst vera að það er sanngimiskrafa að hlutur smá- báta á kvóta verði réttur, enda er það vandalaust í vaxandi fiskgengd og öllum þeim möguleikum sem úthafs- flotanum hafa opnast. Við biðjum urn réttlæti. Það voru ekki sjómenn á smábátum sem ofveiddu þorskinn á Islandsmiðum. Okkar glæpur var jú aldrei annar en taka mark á stjóm- völdum. Höfundurinn Hallgrímur Guöfinnsson, er ættaöur frá Reykjafirði á Ströndum. Hann á Tjald ís. 6 sem er fimm tonna súöbyrö- ingur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.