Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 MÞYÐV6I1B19 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Heyrið kallið Enn einu sinni hafa sameinaðir jafnaðarmenn unnið stórsigur í Evrópu. Kosningaúrslitin í Frakklandi sýna svo ekki verður um villst að sókn jafnaðarmanna heldur áfram. Vissulega eru margvís- legar sértækar aðstæður í Frakklandi sem valda miklu um umskipt- in og hafa áhrif á framhaldið. Þannig verður eins konar tvíveldi við lýði í Frakklandi með forsetanum annars vegar og jafnaðarmönn- um hins vegar. Þetta er óheppilegt og óeðlilegt fyrirkomulag en breytir engu um niðurstöður kosninganna: Úrslitin sýna fyrst og fremst að kjósendur vilja gjörbreytta stefnu, frá hægri stefnu þeirri sem síðustu misseri hefur verið við lýði í Frakklandi. Jafnaðmenn eru á sigurbraut. Þó aðstæður í hverju landi séu um margt ólíkar fer ekki hjá því að sterkur meðbyr með jafnaðarmönnum fer um lönd og þjóðir. Sigrar Verkamannaflokksins í Bretlandi og Sósíalistaflokksins í Frakklandi og sá vaxandi meðbyr sem þýskir sósíaldemókratar njóta er að sjálfsögðu sömu pólitískrar ættar. A Islandi hafa menn beðið allt frá stofnun lýðveldisins eftir að veruleg umskipti verði í landstjóminni. Tveir harðvítugir mið- hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, hafa á lýðveldistímanum farið með völdin, ýmist sitt í hvom lagi með smáflokkum jafnaðarmanna eða saman. Samtímis höfum við Islendingar búið við þá pólitísku þver- stæðu að meirihluti þjóðarinnar hefur aðhyllst jafnaðarstefnu í margvíslegu formi. í nágrannalöndunum hafa stóm jafnaðar- mannaflokkarnir náð að spanna hina ýmsu strauma jafnaðarstefn- unnar hverju sinni með þeim árangri að flest þessara þjóðfélaga em fyrst og fremst sósíaldemókratísk, - em mótuð af jafnaðarstefnu meira en íslenska samfélagið. Það er alveg auðsætt að til að ná tilsvarandi árangri hérlendis og jafnaðarmönnum er að takast út um alla Evrópu þarf pólitísk upp- stokkun að koma til á Islandi, jafnaðarmenn þurfa að sameinast. Og það em einmitt skilaboð kjósenda til íslenskra vinstri manna úr skoðanakönnun sem birt var nú um helgina. Samkvæmt niðurstöðum þjóðmálakönnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands sem gerð var fyrir þingflokk jafnaðar- manna myndu tæplega 46% sem afstöðu taka kjósa lista sam- einaðra jafnaðarmanna, þ.e. ef þrír listar væm í framboði. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi tæplega 37% og Framsóknarflokkurinn 18% samkvæmt könnuninni. Hér em mikil tíðindi á ferð og í samræmi við það álit sem kjós- endur hafa áður látið í Ijós í skoðanakönnunum, þeir vilja upp- stokkun flokkakerfísins, þeir vilja sameiningu jafnaðarmanna. Og nú hlýtur spurningin áfram að vera sú til hinna virku sveita stjóm- málasamtakanna: heyrið þið kallið? Æ fleiri stjómmálamenn hafa áttað sig á nauðsyn þess að sam- eina jafnaðarmenn í einum samtökum. Alþýðuflokkurinn hefur lagt sig í líma við að ná fram árangri í sameiningarmálinu og með sam- starfi hans við Þjóðvaka, samstarfinu í Grósku og með þeim við- ræðum sem víða fara fram um þessar mundir em sífellt auknar lík- ur á því að þessi viðleitni skili árangri. En oft reynir mjög á þolinmæði sameiningarmanna og stundum finnst þeim félagamir í öðrum samtökum jafnaðarmanna heyra helsti illa kallið sem hvaðanæva berst - og bregðist seint og hægt við. Það á ekki síst við um suma hluta Alþýðubandalagsins sem virðast heyra fremur illa. En þó má sjá að hnötturinn snýst, - líka þar. Sá hluti Alþýðubandalagsins sem hæggengastur hefur verið þegar samstarf, sameiningarmál og uppstokkun ber á góma, Al- þýðubandalagið í Reykjavík, sendi frá sér ályktun á dögunum. Þar segir að stefna beri að sameiningu þingflokka Alþýðubandalags og Alþýðuflokks eftir næstu kosningar með það fyrir augum að flokk- arnir sameinist í lok næsta kjörtímabils, ef skapist til þess málefna- legar forsendur. Með öðrum orðum að sameining kæmi til greina eftir sex ár eða svo! í fljótu bragði gæti virst sem hér sé verið að leggja til að frysta sameiningarferlið, en þegar betur er að gáð má sjá nokkra þíðu í þessari ályktun; ályktunin kemur frá þeim félagsskap sem hingað til hefur aðhyllst pólitíska einangrunarstefnu, í öðru lagi er alténd opnað á þann möguleika að flokkarnir sameinist, í þriðja lagi sýnir ályktunin að jafnvel þeir innan Alþýðubandalagsins sem hingað til hafa verið andvígastir sameiningu jafnaðarmanna eru nú reiðubún- ir að álykta um kosti sameiningar . En eftir hverju er að bíða? Verði málefnalegar forsendur til þess eftir næstu kosningar og eftir sex ár, eru þær ekki síður fyrir hendi núna. Það er ekki eftir neinu að bíða? Þetta hafa auk Alþýðuflokks og Þjóðvaka, margir forystumenn Alþýðubandalags og Kvennalista skilið og hvatt til. Þetta vilja kjósendur. Tækifærið er núna. Heyrið kallið! skoðonir Samstarf um að móta framtíðina Það vantar skýrar línur í íslenska pólitfk. Sérstaklega vantar skýrar lín- ur í vinstri væng stjómmálanna. Þar hefur Alþýðubandalagið verið eini fasti punkturinn en Alþýðuflokkur- inn verið óstöðugur þar. A hægri vængnum hefur Sjálfstæðisflokkur- inn verið einn. Þegar bomir em sam- an pólamir tveir í íslenskum stjóm- málum hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft yfirburðastöðu þar sem hann hefur getað dregið yfir til sín ýmist Alþýðuflokk eða Framsóknarflokk. Það hefur hins vegar þurft mikið til þess að bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn samtímis hafi snúið sér til vinstri og myndað ríkis- stjóm með Alþýðubandalagi. Má minna á að síðan núverandi kjör- dæmaskipan var tekin upp árið 1959 hefur Alþýðuflokkurinn verið 17 ár í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en aðeins 4 ár í stjóm með Alþýðu- bandalaginu. Þessi þarf að breyta. Til þess að pólitísk viðhorf vinstra meg- in við miðju móti þjóðfélagið í ríkara mæli en verið hefur þurfa A - flokk- Pqllborð | Kristinn H. Gunnarsson skrifar amir að stilla saman strengi sína. Það em þeir flokkar sem þurfa að ná sam- an. An þess að ég vilji gera lítið úr Kvennalista og Þjóðvaka, þá er það svo. Þjóðvakinn er fylgislaus og Kvennalistinn er á báðum áttum og verður að fá tíma til að gera það upp við sig hvað skuli gera. Verði það niðurstaða Kvennalista að starfa með öðmm er ekki vafi á því snúa sér að A - flokkunum. Að því gefnu að flokkamir tveir komist gegnum þann erfiða hjalla sem málefnir em og það með trú- verðugum hætti getur slíkt bandalag stefnt á það að verða stærsta stjóm- málaaflið í landinu. Þá verður það verkefni þeirra að móta framtíðina fremur en að mæta henni. Þetta em möguleikamir, en leiðin þangað hefur reynst vandfundin. Ég tel að búa eigi svo um hnútana að flokkarnir muni í náinni framtíð starfa saman, mynda blokk. Nauð- synlegt er að flokkamir komi sér saman um málefnagrundvöll, sem þeir sameiginlega standa á bak við og bera fram. Þeir þurfa líka að koma sér saman um hvemig þeir standa að framboði. Þar kemur vel til álita að flokkamir beri fram sameiginlegan lista, hins vegar er það ekkert skil- yrði. Bendi ég á svipað samstarf flokka á Norðurlöndum í pólitískum blokkum en innan hverrar blokkar eru margir framboðslistar. í stað þess að huga að sameiningu flokk- anna er líklegast til árangurs samstarf þeirra um ríkisstjómarstefnu. Málefnasáttmálinn er helsti þrösk- uldurinn. Það þarf mikinn tíma og marga menn til þess að ná saman um öll helstu málin, því um margt eru stefnur flokkanna ólíkar og skortur á samstarfi þeirra undanfama áratugi hefur dregið stefnurnar hvora frá annarri. Það skal enginn láta sér detta í hug að þetta verk verði unnið á fáum vikum. Það þarf að nota allan þann tíma sem til reiðu er fram að næstu Alþingiskosningum því það þarf ekki bara að sannfæra samn- ingamennina heldur fjölmarga efa- semdarmenn í báðum flokkum. Það þarf líka að fara lið yfir lið yfir öll heilögu málin því það þarf að gera ef búa á til nýtt testamenti úr þeim gömlu. Það á að byrja á því sem helst dregur flokkana saman, áherslur um lífskjör, jafnrétti og lýðræði em góð- ur gmnnur til að standa á. Flokkamir eiga sameiginlega taug varðandi áhersluna á öfluga velferðarþjónustu, þeir ættu að geta orðið sammála um launastefnu og stefnu í skattamálum. Þeir eiga báðir að vinna að því að skattakerfið jafni lífskjörin jafnframt því að skattamir standi undir velferð- arþjónustunni, þeir eru báðir sam- mála um þýðingu bótakerfis í því skyni, svo sem bamabætur, vaxta- bætur og húsaleigubætur og flokk- arnir leggja mikið upp úr því að upp- fylla þarfir fjölskyldunnar fyrir þjón- ustu. Jafnrétti milli kynja og þjóðfé- lagshópa og jafnrétti eftir búsetu eru viðfangsefni þeirra að minnsta kosti að eigin sögn. Báðir leggja rækt við lýðræðisleg viðhorf og valddreifingu í þjóðfélaginu og má benda á þróun- ina í Evrópu sem öll er í átt til vald- dreifingar og er studd af vinstri mönnum. f Bretlandi hefur Blair lof- að Skotum og Walesmönnum eigin þjóðþingum með umtalsverðum völdum svo eitthvað sé nefnt. I Finn- landi hefur verið komið á þriðja stjómsýslustiginu og víða eru að aukast völd héraða og sveitarstjórna. Ég tel að A- flokkamir ættu að taka upp fána lýðræðisins sem dreg- ur fram skýra valkosti. Verðugt fram- lag til þess væri sú stefna að kjósa oddvita framkvæmdavaldsins, for- sætisráðherrann, beinni kosningu og gera það skilyrði að ráðherra verði ekki jafnfram alþingismaður. Með þessu fyrirkomulagi er boðið upp á skýra valkosti og stjómmálaflokk- amir verða að fylkja sér saman sem saman eiga og fyrir kjósendur em lagðir skýrir valkostir varðandi rflds- stjóm og stefnu hennar. Það er af nógu að taka þegar leitað er að snertiflötum. Spumingin er bara hvort menn vilja reyna. Sjálfstæðis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.