Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 5
! f ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ mennin iginn. sitja eftir ræðu um EES. fréttamyndir á skjánum og tilbúnir réttir í frystiborðinu. Eru stjóm- málamenn enn að vitna til heims- myndar Jónasar frá Hriflu í sinni orðarœðu ? “ “Hvalveiðiumræðan er brunnur frábærra yfirlýsinga af þessum toga en menn er þó orðnir varkárari. Eg vitna til umræðna þar sem stjóm- málamaður vitnaði til ummæla stýri- manns og útgerðartæknis og sagði: Ef við drepum ekki hvalinn, þá drep- ur hvalurinn okkur.“ Það sem slær mig er að menn eru enn að tala til íslendingsins sem ákveðinnar hugmyndar um hvemig við erum. Islendingurinn sem eftir stendur er veiðimaður og bóndi sem á allt sitt undir náttúmöflunum og verður að vinna þegar það gefur, þessi hugmynd er mjög rótgróin og föst í stjómmálaumræðunni. Nú þeg- ar rúmast stór hluti þjóðarinnar ekki innan þessarar ímyndar, til dæmis innflytjendur og afkomendur þeirra og ég hef gmn um að margt yngra fólk upplifi sig ekki svona, það samasamar sig frekar öðmm þáttum. Spumingar um yfirráð yfir auðlind- “Hvalveiðiumræðan er brunnur frábærra yfir- lýsinga af þessum toga en menn er þó orðnir varkárari. Ég vitna til umræðna þar sem stjórnmálamaður vitn- aði til ummæla stýri- manns og útgerðar- tæknis og sagði: Ef við drepum ekki hvalinn, þá drepur hvalurinn okkur.“ Það sem slær mig er að menn eru enn að tala til íslendingsins sem ákveðinnar hug- myndar um hvernig við erum. íslendingurinn sem eftir stendur er veiðimaður og bóndi sem á allt sitt undir náttúruöflunum og verður að vinna þegar það gefur, þessi hug- mynd er mjög rótgróin og föst í stjórnmála- umræðunni. Nú þegar rúmast stór hluti þjóð- arinnar ekki innan þessarar ímyndar, til dæmis innflytjendur og afkomendur þeirra og ég hef grun um að margt yngra fólk upp- lifi sig ekki svona, um eiga að horfa allt öðruvísi við okkur sem þjóð en öðrum iðnvædd- um þjóðum, af því að við erum veiði- menn og vissulega er sjálfsagt eitt- hvað til í því, en við verðum líka að leggja áherslu á menntað vinnuafl, ekki bara að hamast, þegar það gef- ur.“ Arnar velti fyrir sér t fyrirlestrin- um hvort nýr íslendingur sé að fœð- ast og hvað geti leyst þjóðarhug- myndina af hólmi. Hann segir að drög að svari sé að finna í breyttum viðskiptaháttumn þar sem neysla ímynda er að leysa neyslu fram- leiðsluvara að hólmi og sala og miðlun upplýsinga eru helstu vaxtar- broddarnir. Spámenn telja að þjóð- emishyggja sé að missa tökin en þráttfyrir það má sjá uppgang henn- ar um allan heim. I umrótinu leynast því ýmsar hœttur. Hvar birtast þessir árekstrar? “Þetta er að gerast um allan heim, þegar tök þjóðarímyndarinnar slakna á sjálfsmynd einstaklinga er hætta á að það sé slegið til baka með því að reyna að endurskapa ímyndina. Menn hafa velt því fyrir sér hvort það sé ákveðin menningarhyggja að taka við, hvort að hvíta, gamla og kristna Evrópa sé komið með nýtt ídentítet, þá er dregin lína um gömlu Evrópu og síðan hinn svarta íslamska heim. Það er því þessi tilhneiging til að draga menningarblokkir um heim- inn með rasískum formerkjum. Fræðimaðurinn Martin Barker hefur skrifað bók um þetta efni. Þegar lögð er áhersla á að þjóð eða þjóðríki séu fölsk eða óekta fyrir- bæri, vaknar sú spuming hvað sé ekta. I hugmyndinni um hvað er ekta, felst oft ný menningarhyggja. Hvaða nýi Islendingur er þar að verða til og er einhver að snúa sér að því að ávarpa hann í pólitískri orðar- æðu. Það hafa verið tilhneigingar í gangi hjá ákveðnum frelsunarfræð- ingum, að þjóð sé ekki náttúrulegt fyrirbæri. Það sé ekki hægt að skil- greina hana eingöngu út frá tung- unni, ekki trúarbrögðum, eða kyn- þáttum. En með því ertu ekki búin að leysa vandamálið, þar hefst það fyrir alvöru. Ég hallast að kenningum Benedikt Anderson, sem er gúrú í þessum fræðum, um að þjóðir séu ímynduð samfélög sem sameinist um hug- myndir, þegar verið er að tala til þjóðar er jafnffamt verið að móta hana. Fólk er farið að berjast um ímyndir, það er farið að gera kröfu um að eiga sess í sögu þjóða sinna. Þessi krafa er ættuð frá svörtum Bandaríkjamönnum og réttindabar- áttu homma og lesbía en síðan hafa aðrir hópar tekið upp merkin. Stjómmálamenn hér tala við fs- lendinga eins og við séum hópur fólks með sömu hagsmuni en það er ekki að öllu leyti rétt. Þegar verið er að berjast gegn vinnuvemdartilskip- unum Evrópusáttmálans, em það þá sameiginlegir hagsmunir allra eða er verið að halda á lofti einsleitri þjóðarímynd sem útilokar stóran hluta af okkur. Unga fólkið er farið að daufheyr- ast þegar stjómmálamenn ávarpa veiðimanninn, á sama tíma kvarta þeir undan því að unga fólkið tengist ekki frumatvinnugreinum og þekki ekki fiskvinnslu. Það þurfi því að kenna hana í skólakerfinu, svo fólk plasseri sig rétt. En fólk samsamar sig kannski frekar með OZ en fisk- vinnslu eða samsamar sig henni með öðmm hætti, til dæmis þvf sem snert- ir tækni og hugvit. Jafnvel fisk- vinnsla er ekki lengur bara spurning um að moka um afla og gera að. Nið- urstaðan er sú að hluti af orðaræðu stjómmálanna situr eftir og nær ekki lengur eymm nýrra kynslóða. Veiði- mannaímyndin sem er ákaflega macho veltir líka upp þeirri spum- 5 Táknrænn ástarskógur “Fyrsta gerðin af þessu leikriti varð til árið 1993, en síðan em til ótal gerðir," segir Kristín Ómars- dóttir rithöfundur um nýtt verk sitt Astarsaga 3 sem er verið að æfa í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Þar leiðir höfundur áhorf- endur inn í djarfan og ögrandi heim, táknrænan ástarskóg þar sem fólk er sífellt að villast og rata í, týnast og hverfa í ótal spurningar vakna meðan ráfað er um skóginn. Hvar liggja mörk ástar og vináttu, blíðu og hörku, draum og vemleika? Leikendúr eru Ami Pétur Guðjónsson, Þor- steinn Gunnarsson, þórhallur Gunnarsson en leikstjóri er Auður Bjamadóttir. “Ég hafði lesið grein um Öskjuhlíðina í Reykjavík eftir sambýliskonu mína og orðið fyrir áhrifum. Þetta byrjaði sem ævin- týraleikrit en endaði í blöndu af raunsæi og draumi, leikritið er byggt upp sem kokteill af þessu tvennu. Sögumaður verksins tengir raunsæisheiminn og draumaheiminn saman með ljóð- rænurn texta, sem má segja að sé bundið mál okkar tíma, það má segja að hann sé kokteilberið. Barbí og hin fatlaða vinkona hennar Barbie hefur eignast nýja vinkonu í hjólastól en sú kom á markaðinn í hjóla- stól með öllu meðfylgjandi þann 21 maí síðastliðinn og fékk hið hunangssæta nafn, „Share a smile Bekcy.“ Pólitískur réttrúnaður framleiðandans hefur þó enn ekki dugað til að seyja hommaútgáfuna af Ken á markað, þrátt fyrir þrálátan orðróm um meinta sam- kynhneigð hans. Hinsvegar segja ólygnir að snyrtivöruútgáfa Barbí sé vænt- anleg, með snyrtivörum bæði fyrir dúkkuna og eigendur hennar sem eru flest- ir á aldrinum sex til tólf ára. Út meö Hamsun Hin umdeilda bandaríska útgáfa af bókinni Veröld Soffíu er sérstaklega hugsuð til að ná til bama og unglinga en í henni hafa verið felldar burt all- ar tilvísanir til norskra höfunda og norskrar sögu. Jafnvel nóbelsverð- launahöfundurinn Knud Hamsun var látinn fjúka, en John Steinbeck kem- ur í hans stað, Wergeland er skipt úr fyrir Byron og Bjömsson fyrir Thomas Hardy. Þessi útgáfa bókarinnar er einnig hugsuð fyrir enskumælandi lönd í Evrópu og mun líklega fara í milljón- um eintaka. Þýðandinn Paulette Möller sem er búsett í Danmörku vildi ekki tjá sig um málið þegar norska blaðið Aften- posten setti sig í samband við hana, en hún vísaði á bókmenntalegan ráð- gjafa sinn Virginiu Allen Jensen, sem sagði ástæðu þessa vefá að bókin ætti að höfða til bama og unglinga og trú- lega hefði ekki verið farin þessi leið ef um væri að ræða bók fyrir full- orðna. “A Norðurlöndum hefði ekki verið um slíkt að ræða,“ segir Allen Jensen og bætir við að hún eigi erfitt með að sjá fyrir sér bandaríska unglinga slá upp Hamsun og Wergeland, hér séu engar einfaldar lausnir."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.