Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1997 MMDVBLtfllB Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Brakandi snilld sjávarútvegs- ráðuneytisins! Sigurðarmálið dró fram í dagsljósið margvíslega veikleika á stjómsýslu íslendinga. Alvarlegasti ljóðurinn, sem birst hefur til þessa er vangeta tveggja íslenskra ráðherra til að geta með persónulegum samtölum við kollega í Noregi leyst ágreining sem í eðli sínu var upphaflega ekkert annað en tæknilegt smámál. Nú hefur hinsvegar komið í Ijós, að Sigurðarmálið virðist mega rekja til mistaka innan sjávarútvegsráðuneytisins. Þessi mistök em svo alvarleg, að rrkisstjóm íslands hlýtur fyrr en seinna að standa frammi fyrir þeirri spumingu, hvort hún verði ekki að greiða útgerð Sigurðar allan kostnað, þarmeð talið veiðitap og sektir, sem hljótast af klúðri ráðuneytisins. Astæðan fyrir þessari spumingu Alþýðublaðsins er eftirfar- andi: Ein helsta lykilstofnun ráðuneytisins, er Fiskistofa. Hún sendir skipum, sem veiða á Jan Mayen svæðinu, nákvæmar leiðbeiningar um hvemig eigi að haga samskiptunum við Norðmenn. Þær em svo ítarlegar, að þar er lýst hvemig eigi að hringja inn tilkynningar um afla og ferðir viðkomandi skips. Nú er komið í Ijós, að upplýsingamar frá sjávarútvegs- ráðuneytinu vom ekki réttar. í DV fyrir helgi greindi Magn- ús Jónasson yfirstýrimaður á nótaskipinu Sighvati VE frá því, að í leiðbeiningum ráðuneytisins væri mönnum sagt að nota landsnúmer Noregs, þegar skipin tilkynntu sig af Jan Mayen svæðinu. Það var hinsvegar fyrir einskæra tilviljun, segir yf- irstýrimaðurinn, að menn fundu sjálfír út, að þessar upplýs- ingar vom ekki réttar. Nauðsynlegt væri að sleppa landsnúm- eri Noregs. Leikur þá á tveim tungum, að upplýsingar ráðuneytis Þor- steins Pálssonar vom rangar? Að sjálfsögðu ekki! Ráðuneyt- ið gerði sér sjálft grein fyrir hversu alvarleg mistök þess vom, því nær samstundis og taka Sigurðar var orðin að milliríkja- deilu sendi það leiðréttingu á leiðbeiningum sínum til að komið yrði „...í veg fyrir frekari árekstra við strandgæslur annarra þjóða,“ einsog sagði í leiðréttingarbréfinu. Hvemig getur þá Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, firrt ráðuneytið ábyrgð, einsog hann gerir á forsíðu Alþýðublaðs- ins í dag? Er Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sam- mála þeirri fullyrðingu Fiskistofustjóra, að töku Sigurðar megi rekja til þess að skipstjórinn hafi ekki kunnað á tækin sín? Þorsteinn Pálsson hefur að sönnu gætt þess vendilega að halda sig fjarri fjölmiðlum meðan málið var í hámæli, en það er ekki hægt að sætta sig við að undirmaður hans reyni að hvítþvo hann af formlegri ábyrgð með þessum hætti. í þessu máli virðist aðeins einni spumingu ósvarað: Hvað munu íslenskir skattborgarar þurfa að greiða útgerð Sigurðar VE mikið þegar upp er staðið fyrir klúður sjávarútvegsráðu- neytisins? skoðanir Kann sama og ekkert í finnsku Velviljuð alhugasemd frá Svavari Gestssyni alþingismanni Lengi hefur það verið lil siðs að formenn og jafnvel líka aðrir forystu- menn Alþýðuflokksins yrðu sendi- herrar að loknu starfi í forystu flokks síns. Frá upphafi hafa fjórir formenn Alþýðuflokksins orðið sendiherrar og sá fimmti er á leiðinni. Auk þeirra man ég eftir tveimur öðrum þing- mönnum Alþýðuflokksins sem hafa orðið sendiherrar. Þeir formenn Al- þýðuflokksins sem hér um ræðir eru: Stefán Jóhann Stefánsson Haraldur Guðmundsson Benedikt Gröndal Kjartan Jóhannsson og svo núna Jón Baldvin Hanni- balsson. Hinir tveir sem ég man eftir eru Guðmundur I. Guðmundsson og Eiður Guðnason. Ef eitthvert starf er eins og inngangur að sendiherraemb- ætti á Islandi þá er það formennska í Alþýðuflokknum; það að gegna for- mennsku í Alþýðuflokknum er eins og að taka próf í því að verða sendi- herra. Raunar má segja að allir sem hafa hætt formennsku í Alþýðu- flokknum á starfsaldri hafi orðið sendiherrar með tveimur undantekn- ingum. Gylfi Þ. Gíslason er önnur sem hafði geymt sér meðan hann var ráðherra prófessorsembætti uppi í háskóla í fimmtán ár og tók við því er hann lét af ráðherrastarfi. Því embætti gegndi hann svo með því að vera formaður í Alþýðu- flokknum og alþingismaður um ára- bil. Hin undantekningin er Hannibal Valdimarsson sem var rekinn úr Al- þýðuflokknum. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að mér kemur í hug að sómakærum krötum sem eru margir til þyki óþægilegt að Jón Baldvin sé að taka við sendiherra- starfi; maðurinn sem hefur talað ver um sendiherra en allir aðrir íslend- ingar samanlagt og man ég þó eftir kjaftinum á undirrituðum. Og er þá langt til jafnað. Þykir þessum sóma- kæru krötum væntanlega betra að vita ef einhver annar hefur fallið fyr- ir freistingunum ef freistingar skyldi kalla að verða töskuberi fyrir ís- lenska ráðamenn í útlöndum. Þessum sómakæru krötum verð ég þó að valda vonbrigðum: Fréttir um póli- tískt andlát mitt eru stórlega orðum auknar. Ég er og verð á fullu enda hálfum áratug yngri en Jón Baldvin og því ekki komið að mér enn því enn skortir mig nokkuð á virðuleik- ann í aldri þó ekki komi annað til. í annan stað kann það að vera svo að einhveijir þeirra sem vilja stuðla að samvinnu A- flokkanna vilji kveðja undirritaðan af vettvangi. Það Pallborð B ^ Svavar I Gestsson skrifar sýnist mér byggjast á þeim viðhorf- um til sameiningar sem ég kalla núll- lausnina; þar sem allt á að strika út um hugsjónir, stefnumál og pólitísk- ar skoðanir. Og sögu. Slík sameining í annan stað kann það að vera svo að einhverjir þeirra sem vilja stuðla að samvinnu A-flokkanna vilji kveðja undirritaðan af vettvangi. Það sýnist mér byggjast á þeim viðhorfum til sameiningar sem ég kalla núlllausnina; þar sem allt á að strika út um hugsjónir, stefnumál og pólitískar skoðanir. Og sögu. er dauðadæmd; verði sameining eða samvinna á hún að birtast í ólgandi lífi allra þeirra sjónarmiða sem standa að viðkomandi flokkum. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt um það að Alþýðubandalagsmenn vilji strika sig út áður en þeir ganga til samvinnu við Alþýðuflokkinn. Það sama á við um Alþýðuflokkinn að því er ég best veit. En í þriðja lagi kann svo að vera að þeir sem ekki kalla sig beint vini mína í forystusveit Alþýðuflokksins og Þjóðvaka gætu vel hugsað sér þá lausn að senda mig í burtu. Þeir hafa lengi stritast við það verkefni. Með litlum árangri. Svo mun enn. I fjórða lagi má svo minna á það að þingmenn Alþýðubandalagsins hafa ALDREI verið kallaðir til stór- embætta. I þeirri vafasömu sögu skil- um við auðu. Og skömmumst okkar ekki fyrir það. Svo hef ég hugsað mér að beijast fyrir og með Alþýðubandalaginu næstu árin. Kýs Alþýðubandalagið í næstu kosningum. Algerlega blygð- unarlaust. Þó Alþýðubandalagið bjóði fram eitt og sér. Og með óháð- um. Alþýðubandalagið er nefnilega besti stjómmálaflokkur á íslandi um þessar mundir eins og fimmti hver kjósandi hefur ákveðið með viðhorf- um sínum að undanfömu. Svo kann ég lítið í finnsku. Nema pergele sem er ekki nærri nógu gott fyrir sendiherra. í trúnaðarbréfi sendiherra íslands í Finnlandi kemur fram að ég sé vinur Alþýðublaðsins. Það er rétt og skal hér með kvittað fyrir. Því ég er vin- ur prentfrelsisins sem sneiðist mjög um í þessu landi eins og kunnugt er. En með þökkum, samt, fyrir upp- hefðina. Svavar Gestsson formaöur þingflokks At- þýöubandalagsins og óháðra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.