Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1997 ■ Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um Jón Sigurðsson forseta og spyr hvað samtíðin geti sótt að gagni í hugmyndabanka þjóðarleiðtogans? f'oringi Sumir sjá fortíðina í hillingum; finna samtíðinni flest til foráttu og líta á framtíðina sem ógnun við óbreytt ástand. Sumir eru svo ákaftr þjóðemissinnar að þeir leiðast út í að fegra fátæktarbasl fortíðarinn- ar, þennan sjálfsþurftarbúskap eymd- arinnar, sem nærri hafði gengið af þjóðinni dauðri. Sumir hugsa ósjálfrátt um íslenska menningu sem eins konar þjóðminjasafn, sem þurfi að loka af fyrir ágengni útlendinga. Aðrir hafa staðnað í hugtakanotk- un og þrætubókarlist sjálfstæðisbar- áttunnar á 19. öld við Dani og vilja kenna Dönum (útlendingum) um allt sem aflaga fór í móðuharðindum miðaldasögunnar og æ síðan. Það er oft stutt bilið milli einlægrar ættjarð- arástar og illkynja þjóðrembu og trú- arofstækis, eins og morðöldin á Balkanskaga við bæjardyr Vestur- Evrópu er nýjasta dæmið um. En til em líka þeir sem leggja allt annan skilning í lærdóma þjóðarsög- unnar. Þeir leggja áherslu á að Is- lendingum virðist ævinlega hafa famast best, þegar þeir vom í sem nánustum tengslum við umheiminn; en verst þegar þeir forpokuðust í ein- angmn. Þeir leggja áherslu á að ís- lensk menning er eins og sú jurt sem þrífst best innan um annan gróður. Hún stendur djúpum rótum í íslensk- um jarðvegi, en þarf líka að fá .áburð og Ijós og aðra virkt, af erlendum toga. Við skulum ekki gleyma því að flestir landar okkar sem fram úr skara í vísindum, listum og fræði- mennsku hafa leitað sér menntunar og starfsreynslu erlendis. Það er beirúínis sérkenni íslensks nútíma- samfélags og íslenskrar menningar að ræktunarmenn hennar leita sér fanga, örvunar, lífsreynslu og nýrra hugmynda, vítt og breytt um jarðar- kringluna. Það er hins vegar styrkur íslenskrar menningar, að hingað til að minnsta kosti, hafa þessir farand- verkamenn í víngarði menningarinn- ar snúið aftur heim og auðgað þannig íslenskt þjóðlíf með verkum sínum. Niðurstaða mín er sú að það sé háskalegur misskilningur að alþjóða- hyggja sé í andstöðu við ættjarðarást og þjóðrækni. Svart- hvít heims- mynd af því tagi er enn í dag versti ljóðurinn á ráði þeirra sem hæst hreykja sér á kostnað annarra sem þjóðemissinnar og ættjarðarvinir í umræðu dagsins um samskipti Is- lendinga við aðrar þjóðir. Minnumst þess að fegurstu ættjarðarljóðin voru ekki ort af forstandsbændum til sveita, heldur útlægum mennta- mönnum í Kaupmannahöfn, sem sóttu sér lífsmagn og fyrirmynd í er- lenda menningarstrauma. Það væri lítill amsúgur í flugi Nóbeiskáldsins hefði hann hokrað alla ævi í Mos- fellsdalnum. Framúrstefnumaður Órækasta sönnunin fyrir sann- leiksgildi þessara orða er líf og starf Jón Baldvin Hannnibalsson prestssonarins frá Hrafnseyri, Jóns Sigurðssonar. Tuttugu og tveggja ára að aldri hleypti hann heimdraganum til náms við Kaupmannahafnarhá- skóla. Heimili hans og helsti starfs- vettvangur var eftir það í Kaup- mannahöfn allt til æviloka. Það er umhugsunarefni fyrir okkur fslend- inga að dönsk stjómvöld tryggðu Jóni Sigurðssyni störf og styrki til fræðistarfa, án nokkurra pólitískra skilyrða. Það var fjárhagslegur stuðningur Dana og annarra erlendra vildarmanna, sem gerði Jóni Sig- urðssyni kleift að rækja leiðtogahlut- verk sitt í sjálfstæðisbaráttunni. I þeim efnum naut hann óverulegs stuðnings að heiman. Það er líka athyglisvert að nafn Jóns Sigurðssonar var hvergi að finna á boðsbréfum embættismanna- aðalsins, sem stóð fyrir þjóðhátíðinni 1874 í tilefni þúsund ára afmælis ís- landsbyggðar. Því var borið við að hann gegndi engu því tignarembætti, sem gerði hann veisluhæfan. Hlut- skipti hans var að þessu leyti hið sama og Einars Benediktssonar, helsta öndvegisskálds þjóðarinnar og einhvers stórbrotnasta persónuleika íslandssögunnar, sem þótti ekki veisluhæíúr við háborð fyrirfólksins á Þingvöllum, þegar minnst var þús- und ára afmælis Alþingis. Þótt Jón Sigurðsson lyki ekki hefðbundnu embættismannaprófi var hann lærður maður. Hann bjó yfir víðtækri þekkingu, ekki aðeins í þeim fræðum sem hann stundaði við háskóla, sögu og málvísindum, held- ur líka í þjóðfélagsfræðum og þá sér- staklega hagfræði. Reyndar hafa ný- lega verið færð fyrir því trúverðug rök að hann hafi verið fyrsti íslenski hagfræðingurinn, enda er hann af- kastamikill rithöfundur á því sviði. Af ritverkum hans má ráða að hann hefur tileinkað sér kenningar Adams Smiths (1723-1794) um handleiðslu hinnar ósýnilegu handar markáðar- ins. Hann hefur eirníig kynnt sér kenningar Ricardos (Í772-1822) um hagkvæmni alþjóðlegrar verkaskipt- ingar og yfirburði frjálsra milliríkja- viðskipta umfram ríkisforsjá, einok- un og vemdarstefnu, sem mótaði hugsun ríkjandi valdastétta um efna- hagsmál. Að þessu leyti var Jón Sigurðsson á undan sinni samtíð; framúrstefnu- maður í hugsun og róttækur umbóta- maður. Almennt má segja að Jón Sig- urðsson hafi fyllt flokk frjálslyndra umbótamanna í hugsun um þjóðfé- lagsmál, eins og ljóst má vera af hug- myndum hans og tillögum í mennta- og skólamálum. Þessar hugmyndir sótti hann til frjálslyndra heimspek- inga og hugsuða í Evrópu samtím- ans. Hætt er við að hugmyndir af þessum toga hafi verið flestum sam- tímamanna hans á endurreistu Al- þingi íslendinga ýmist lokuð bók eða dæmi um varasama róttækni. Sögulegur misskilning- ur Jón Sigurðsson heimtaði alfrjálsa verslun og engar refjar. A því máli hafði hann enga fyrirvara og féllst á engar undantekningar. Jóni var ljóst að fríverslun var ekki aðeins tæki til að bæta lífskjör þjóðarinnar heldur einnig tæki til að efla þéttbýlismynd- un í landi þar sem íhaldssamir land- eigendur réðu lögum og lofum. Við- skiptamálin voru ekkert aukaatriði á dagskrá Jóns forseta; þau voru mál málanna í huga hans ásamt skólamál- um, en þau voru í ólestri þá eins og nú. Hugmyndir Jóns Sigurðssonar um verslunarmálefni íslands birtast í fyrstu stjómmálaritgerðum hans. Þar em þau sá meginás, sem allt snýst um frá upphafi til enda. Enda hafa verið leiddar að því líkur, að hug- myndin um frjáls milliríkjaviðskipti hafi verið það, sem fyrst vakti áhuga Jóns á stjórnmálum. Eftirfarandi saga bregður birtu á þann almenna misskilning, sem verið hefur uppi um Jón Sigurðsson og kjamann í pólitískri hugmyndafræði hans. Ég nefni hana hér af því að hún snýst um málefni Vestfirðinga og hefur almenna skírskotun til álita- mála, sem uppi eru á okkar samtíð. Auk þess bregður hún Ijósi á skilning Jóns á eðli stjómmála sem list hins mögulega. Nokkm fyrir 1860 báðu franskir menn um leyfi til að reisa fisk- vinnslustöð við Dýrafjörð. Vitað var að Jón Sigurðsson var hlynntur þess- ari málaleitan Frakka, enda var það mjög í anda hans að grípa þau tæki- færi sem gáfust, til að opna landið fyrir erlendum viðskiptum og fjár- festingum. I þessu tilviki var honum sérstaklega annt um, að Islendingar lærðu að byggja slíkar stöðvar af Frökkum og lærðu að verka fisk eins og þeir. En til að styggja ekki stuðn- ingsmenn sína í kjördæminu og ann- ars staðar lét hann málið ekki til sín taka opinberlega, enda logaði landið í eldheitum umræðum um beiðni Frakka. Bændur fyrir vestan og í öðr- um sveitum landsins létu sitt ekki eftir liggja, heldur fordæmdu þeir ásælni Frakka á fundum og töldu sumir, að menningu og sjálfsforræði þjóðarinnar stafaði bráður háski af fyrirhugaðri fiskvinnslustöð. Leyfið var ekki veitt. Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur rekur þessa sögu í bók sinni Tíu þorskastríð 1415-1976. Hann grein- ir réttilega frá andstöðu bænda við ósk Frakka en telur Jón forseta hafa verið í hópi þeirra sem veittu Frökk- um harða andspymu. Og hælir hon- um óbeint fyrir staðfestu. En Bjöm fer mannavillt; hann raglast á Jóni Sigurðssyni alþingismanni frá Tandraseli og Jóni forseta. Og eignar hinum síðamefnda þingræðu hins fyrrnefnda um málið, eins og athug- un á Alþingistíðindum á þessum tíma leiðir í ljós. Þversögnin í ferli for- ingjans En hvemig má það vera að stjóm- málamaður sem aðhylltist svo róttæk sjónarmið og var jafnlangt á undan samtíð sinni og raun ber vitni í hin- um þýðingarmestu málum, náði þeim sess að verða óumdeildur leið- togi þjóðarinnar í baráttu hennar fyr- ir auknum stjómarfarslegum réttind- um - baráttu sem beint var út á við og gegn forræði dönsku valdastéttarinn- ar? Hvemig vora innviðir þessa örfá- menna eysamfélags, sem Jón Sig- urðsson vildi leiða til stjómarfarslegs sjálfsforræðis og efnahagslegra framfara, í takt við tímann í Evrópu á 19. öld? Lýsingarorðin sem hæfa því best era fjarska einhæf. Það var örs- nautt, staðnað, einangrað, þröngsýnt og íhaldssamt. Ráðandi stéttir vora íhaldssamir landeigendur og embætt- isaðall, í þjónustu Dana, sem einatt vora kaþólskari en páfinn í stjórn- sýslu og réttarfari. Landeigendur voru um 17% bú- andmanna; hinir vora leiguliðar. Þjóðfélagið var bundið í viðjar hafta, sem hindruðu allar efnahagsframfar- ir. Ríkjandi löggjöf um ábúð jarða og vistarband vinnuhjúa hafði þann yfir- lýsta tilgang að hefta fólksfjölgun Stefnumótun í ferðaþjónustu í Reukjauík ^ ^ Arleg rábstefna Atvinnu- og ferbamálanefndar Reykjavíkurborgar veröur haldin í Rábhúsi Reykjavíkur nk. míbvikudag þann 18. júní kl. 15:00. Ráðstefnan ber að þessu sinni yfirskriftina Stefnumót 2002. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun ásamt fulltrúum úr verkefnisstjórn kynna niðurstöður stefnumótunar í ferðaþjónustu í Reykjavík. Að kynningu lokinni verða opnar umræður. Ráðstefiian er opin aSilum íferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á ferðamálum Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.