Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 með því að hindra hjónaband vinnu- fólks, sem ekki átti aðgang að jarð- næði, og koma í veg fyrir búferla- flutninga úr sveitum að sjávarsíð- unni. Tilgangurinn var að hindra þéttbýlismyndun og þar með fram- farir í efnahags- og menningarmál- um. Þessi þrælalög héldust í stórum dráttum fram á seinasta áratug 19. aldar. Það er ljóst af rituðum heimildum og bréfaskiptum Jóns við samtíma- menn að ríkjandi ástand var honum ekki að skapi. En hvers vegna beitti Jón sér ekki fyrir afnámi þrælalag- anna, sem heftu alla framfarasókn, hvað svo sem leið samstöðu um kröf- una um aukið sjálfsforræði Islend- inga sjálfra? Sannleikurinn er sá að á ýmsum sviðum hindruðu aukin áhrif Alþingis á þróun innanlandsmála, framþróun í landinu. „Afstaða Al- þingis til þess að losa um hönilur og höft vinnulöggjafarinnar eða endur- bæta ábúðarlöggjöfina var jafnan neikvæð á meðan danska stjómin var oft frjálslyndari í þeim málum. “ Var Jón Sigurðsson ekki stjórn- málamaður þeirrar gerðar sem ræðst ódeigur gegn valdastofnunum for- réttindastéttanna? Treysti hann sér ekki tii baráttu fyrir því að leysa fjötra vistarbandsins af hinum ánauð- ugu vinnuþrælum bændasamfélags- ins, vegna þess að við ofurefli væri að etja? Lýsir aðgerðaleysi hans stjómmálaskilningi hans, það er þeim hyggindum sem í hag- koma: Að það yrði að fara krókaleiðir að settu marki, til dæmis þannig að auk- ið verslunarfrelsi væri forsenda fyrir myndun þéttbýlisstaða, sem smám saman myndi draga úr ofurvaldi hinna íhaldssömu sveiíarhöfðingja, hvað svo sem liði boðum og bönnum stjómvalda. Eða taldi hann að nauð- synlegar þjóðfélagsumbætur yrðu að bíða stjómarfarslegs sjálfstæðis? Og þá myndi allt annað veitast að auki. Spumingar af þessu tagi leiða hug- ann að því sem kalla má þversögnina í pólitískum ferli Jóns Sigurðssonar. Hann var óumdeilanlega frjálslyndur umbótamaður ef starf hans og stefna er sett í samhengi samtímastjórnmála í Evrópu. En hið pólitíska umhverfi hans var staðnað bændaþjóðfélag, sem stóð ógn af hugmyndum leiðtog- ans um róttækar þjóðfélagsumbætur. Þakkarskuld við Dani? Ungur fræðimaður sem fjallar um líf og starf forsetans á nýlegri bók: Af blöðum Jónsforseta, Sverrir Jakobs- son sagnfræðingur, leysir þessa þver- sögn með eftirfarandi hætti: ,Jón Sigurðsson var leiðtogi sjálf- stæðisbaráttunnar, en hann var ekki foringi á sviði innanlandsmála. * Hvemig væri annars unnt að skýra j framgangsleysi hinna framsýnu til- lagna hans á sviði skólamála, að mik- ið erfiði þurfti til að fá Alþingi til að stofna einn bamaskóla í Reykjavík, að hvorki skyldu komast á búnaðar- skólar, sjómannaskólar né kaup- mannaskólar á meðan Jón lifði? Meira að segja fyrsti gagnfræðaskól- inn, sjálfur „realskólinn", sem Jón batt svo miklar vonir við, komst ekki á fyrr en 1880.“ Og hann bætir við: „Aðeins á sviði verslunarfrelsis var almennur stuðningur í landinu við stefnu Jóns, en hann náði raunar aðeins til verslunar við útlönd. ...ekki þarf að minnast á vinnulöggjöfina eða ábúðarlöggjöfina. Þar reyndi Jón ekki einu sinni að berjast fyrir þeim frjálslyndu sjónarmiðum, sem hann hlaut þó að aðhyllast. Jón Sigurðsson var leiðtogi hinnar íslensku þjóðar þegar hún barðist fyrir sjálfstæði frá Dönum, en þegar kom að innri mál- efnum sjálfrar þjóðarinnar var for- ystu hans hafnað. ...í innanlandsmál- pm var hann aftur á móti nœr ávallt í minnihluta og þar sem sjónarmið hans nutu mikils stuðnings til dæmis um stofnun búnaðarskóla, lögðust fé- leysi og almenn vanmáttarkennd á eitt til að tefja allar framfarir. Enginn áhugi var á þeim kerfisbreytingum um? Samtímamenn okkar sem eru andvígir aðild eða á báðum áttum í afstöðu sinni, orða þessa hugsun stundum svo, að stórþjóðimar muni svelgja hinar smærri. Hvaða skoðun ætli Jón forseti hefði haft á því? Eft- irfarandi ummæli hans frá 1866 gefa okkur vísbendingu um það: “Þú heldur að einhver svelgi okk- ur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í þvt að lifa einn sér, og eiga ekki við- skipti við neinn. Frelsið kemur að vísu mest frá manni sjálfum, en ekk- ert frelsi, sem snertir mannfélagið, kemur fram nema í viðskiptum, og þau em því nauðsynleg til frelsis." Sá sem hpr stendur þarf alla vega ekki að velkjast í vafa um, hver hefði verið afstaða þess frumkvöðuls frjálsra milliríkjaviðskipta, sem Jón Sigurðsson var, til EES-samningsins. Segja má að sá samningur sé stærsta skrefið sem við höfum stigið á þeirri leið, sem Jón Sigurðsson markaði í upphafi stjórnmálaferils síns með veigamestu dagskrárrritgerð sinni í Nýjum fe'lagsritum: Um verslun á Is- landi. Fólk og foringi Þegar við lítum yfir sögu sjálf- stæðisbaráttunnar á 19. öld og lífs- kjarabyltinguna sem orðið hefur á 20. öld getum við með sanni sagt, að hlutur Vestfirðinga í þeirri sögu er stór. Jón Sigurðsson forseti leiddi baráttu þjóðarinnar fyrir stjómarfars- legu sjálfstæði og viðskiptafrelsi. Segja má með nokkmm rökum að þegar forverar okkar á ísafirði urðu fyrstir manna á íslandi til þess að setja niður vél í bát, í upphafi þessar- ar aldar, hafi það táknað upphaf efna- hagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar á 20. öld. Að þar með hafi seinni áfangi sjálfstæðisbaráttunnar hafist fyrir alvöm. Framrás þessarar sögu var ekki stöðvuð með neinum byggðastofnun- um eða atvinnutryggingarsjóðum. En þessi vélvæðing veiðimannasamfé- lagsins var upphaf þeirrar þjóðfé- lagsbyltingar, sem lyfti íslendingum upp úr eymd sjálfsþurftarbúskaparins til lífskjara, sem þola enn samanburð við það besta sem þekkist í heimin- um. Upp frá því var útflutnings- og innflutningsverslun aðalatvinnuveg- ur fslendinga. Útflutningurinn stóð undir lífskjömm okkar, sem em að mestu leyti innflutt. Það er til marks um það hversu skjótt þjóðflutningana úr baðstofu í blokk bar að, að enn í dag finnst mörgum landanum inn- flutningur, sem byggir á útflutningi, allt að því óþjóðleg iðja. En spumingin er: Hefur lífskjara- byltingin breytt okkur sjálfum til dæmis á þann veg, að við séum síður hæf til að byggja og nema þetta hrað- býla land en þær kynslóðir sem á undan okkur gengu og minna bám úr býtum? Verður það hlutskipti okkar, sem nú erum rúmlega á miðjum aldri, að horfa á eftir atgerfisfólki af yngri kynslóð, sem sótt hefur sér al- þjóðlega menntun, til útlanda? Tíminn einn mun leiða það í ljós. Stytta Jóns Sigurðssonar á Austur- velli sem við alþingismenn eigum leið framhjá á daglegri göngu okkar, er glæsilegt minnismerki. “Hún horf- ir vökulum augum á Alþingishúsið til merkis um að vemdardýrlingur þjóð- arinnar vakir yfir sjálfstæði hennar. En hún getur verið minnismerki um fleira. Ef til vill minnir hún einnig á að það er ekki nóg fyrir þjóð að eiga framsýna leiðtoga. Hún verður líka að hlusta á þá“. Heimildir: Jón Sigurösson: Ný Félagsrit, 3. árg.: Um verzlun á Islandi. Khöfn 1843. Jón Sigurösson: Blaöagreinar. Menning- arsjóöur & Þjóövinafélag 1962. Jón Sigurðsson: Hugvekja til íslendinga: Úrval úr ritum og ræöum J.S. M & M 1951. Sverrir Jakobsson: Af blööum Jóns for- seta. AB 1994. Þorvaldur Gylfason: Brautryöjandinn. Þjóösaga 1997. sem voru nauðsynleg forsenda þeirr- ar þróunar, sem Jón Sigurðsson æskti.“ Imyndum okkur sem snöggvast að Jón Sigurðsson hefði lokið emb- ættiprófi og sest að í fásinninu heima sem sýslumaður í héraði bændahöfð- ingja eða ef til vill rektor lærða skól- ans (sem hann sótti um á sínum tíma en var hafnað). Hefði hann þrifist í nú emm uppi í hugmyndabanka þjóðarleiðtoga vors? Við vitum að í baráttu hans gegn útlendri einokun- arverslun var hann eindreginn frí- verslunarsinni. En vemdarstefnu- postular og einokunarsinnar okkar tíma kenna sig öðmm fremur við þjóðlega erfð sjálfstæðisbaráttunnar og hampa Jóni eins og ekkert væri. Og komast upp með það af því að kjaminn í boðskap hans hefur týnst í innihaldslítilli mærð um þjóðfrelsis- hetjuna, sem lyft hefur verið á stall þar sem við leggjum blómsveiginn ár hvert 17. júní. Og kennileiti þeirrar handleiðslu, sem Jón Sigurðsson veitti sjálfstæðishreyfingunni á 19. öld, em einnig horfin í þoku þrætu- bókarinnar um fyrirvara og fleyga seinni tíma rifrildisseggja. slíku umhverfi? Hefði hann náð því að rísa yfir „dægurþras og ríg“ og öðlast viðurkenningu sem lítt um- deildur þjóðarleiðtogi, ef hann hefði orðið að eyða dögum sínum í návígi við þröngsýna bændaforkólfa eða þjónustulundaða embættisbræður? Jón var frá upphafi sá alþingis- maður sem mest kvað að á þinginu. En hann hafði þar algera sérstöðu þar sem hann var búsettur erlendis. Þessi fjarlægð gaf honum vissan ljóma í augum íslendinga eins og hann gerði sér grein fyrir sjálfur. Þegar til tals kom að hann tæki við embætti á ís- landi segir hann : „Fara mundi fljótt af mér gyllingin þegar ég væri sestur að sem rektor", en hann taldi sig geta gert meira gagn ef hann væri ekki “mengaður við daglegt slabb og querelas þeirra Reykvíkinga.“ Stöndum við ekki í óbættri þakkar- skuld við Dani, sem gerðu Jóni Sig- urðssyni kleift að stunda fræði sín í hæfilegri fjarlægð frá hversdagsleg- um kritum smásálarskaparins í Reykjavík? Danir gerðu honum kleift að leita í smiðju helstu hugsuða samtímans í Norðurálfu og Ijáðu honum í leiðinni „gyllingu fjarlægð- arinnar", auk þess sem hann varð aldrei tunguheftur af því „samsæri þagnarinnar", sem einkennir embætt- ismenn í þjónustu valdastéttarinnar. Kannski við skuldum Dönum þakkir fyrir fleira en handritaheimt? Jón Sigurösson og samtíminn Hvaða vegamesti sækjum við sem Sá sem hér stendur þarf alla vega ekki að velkjast í vafa um, hver hefði verið afstaða þess frum- kvöðuls frjálsra milliríkjaviðskipta, sem Jón Sigurðsson var, til EES-samn- ingsins. Segja má að sá samningur sé stœrsta skrefið sem við höfum stigið á þeirri leið, sem Jón Sigurðsson markaði í upphafi stjórn- málaferils síns. Um þjóðemissinnann og þjóðfrels- ishetjuna em höfð mörg hástemmd orð í lögboðnu námsefni handa böm- um og unglingum, en um alþjóða- sinnann og hagfrelsisforkólfinn er lítið sem ekkert sagt. Þess vegna er flestum núlifandi Islendingum ókunnugt um afstöðu Jóns Sigurðs- sonar til efnahagsmála og frjálsra viðskipta. Hefðu þeir vitað betur, segir Þorvaldur Gylfason prófessor, í nýlegri grein, er óvíst hvort tekist hefði til dæmis að leiða bann við inn- flutningi landbúnaðarafurða í lög skömmu eftir 1930, enda hafði fmm- vörpum í þá vem verið hafnað á Al- þingi skömmu fyrir 1890. Bannið við innflutningi landbúnaðarafurða stendur enn að mestu leyti til mikils skaða fyrir neytendur og fyrir þjóðfé- lagið í heild, þrátt fyrir nýlegt Gatt- samkomulag. Innflutningsbannið er að nokkm leyti táknrænt fyrir það hugarfar, sem hefur mótað hagstjóm á íslandi allar götur síðan á kreppuár- unum. Hvaða afstöðu ætli Jón Sigurðsson hefði tekið til aðildar íslendinga að Evrópusambandinu á okkar dögum? Um það verður auðvitað ekkert full- yrt, því að Jón forseti stóð ekki frammi fyrir þeirri spumingu á hans tíð. En hugðarefni hans voru um margt býsna lík áhugamálum okkar nútímamanna. Og enginn fær um það efast að hann var eindregið fylgjandi frelsi í viðskiptum. En hvað með hættuna sem sumir telja að smáríkjum sé búin í allsherj- arbandalagi með íjölmennari þjóð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.