Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 1
MPYÐMMÐ Fimmludagur 26. júní 1997 Stofnað 1919 82. tölublað - 78. árgangur ¦ Leigjendasam- tökin og Öryrkja- bandalagið Kært vegna reiknings Leigjendasamtökin hafa sent kæru á hendur hússjóði Öryrkjabandalags- ins til kærunefndar húsaleigumála. Deilan er til komin vegna reiknings sem hússjóðurinn sendi konu sem hafði búið í fáa mánupi í íbúð sem er í eigu húissjóðsins. I leigusamningi var ekki ákvæði um frágang íbúðar- innar, en eftir að konan flutti út fékk hússjóðurinn málningafyrirtæki til að mála íbúðina á kostnað konunnar. Þessi vildi hún ekki una og leitaði til Leigjendasamtakanna. „Það er skelfilegt hvað þetta fólk er hrætt og niðurbrotið," sagði Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna, þegar hann var spurður hvort skjólstæðingar Ör- yrkjabandalagsins eigi ekki erfitt með að leita réttar síns, þar sem áður hefur komið fram í Alþýðublaðinu að fólkið óttast að missa íbúðirnar reyni það að standa á rétti sínum. í því til- viki sem kært hefur verið vegna, hef- ur konan falið Leigjendasamtöknum að annast sitt mál. Jón Kjartansson segir að einnig sé verið að athuga með húsgjöld í húsi sem Öryrkjabandalagið á, en hann segir grun um að húsgjöld séu til muna hærri en kostar að reka sam- eignina, en húsgjöld eiga ekki að kosta viðhald og alls ekki til að safna í sjóði. Það er fleira sem hvílir ú leigjend- um. Örorkubætur hækkuðu um fjóg- ur prósent en á sama tíma hækkaði húsaleiguvísitala um 5,5 prósent. Það þýðir að íbúðir í eigu sveitarfélaga, Öryrkjabandalagsins og fleiri hækka sem því nemur. ¦ Helgarpósturinn Sorrí Stína! Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að Alþýðubandalagið hafi ekki haft áhrif á skrif Helgarpóstsins um Jón Olafsson og segist harma að þetta mál, sem kann að hafa bitnað á máls- aðilum og fjölskyldum þeirra, skuli hafa verið tengt við Alþýðubandalag- ið með þeim hætti sem gert hefur verið í fjölmiðlum. Þá segir að Alþýðubandalagið eigi ekkert sökótt við Jón Olafsson. ¦ Skýrsla um kosti og galla við að færa húsbréfin í bankanna bendir til að kostnaður hækki og umstang lántakenda verði meira. Sérfræðingar fengnir í verkið. Starfsmaðurinn harð- neitaði að tala við þá - sé ekki ástæðu til að ræða við eitthvert fólk út í bæ, sagði starfsmaður Húsnæðisstofnunar Sigurður Friðriksson, sem er starfs- maður Húsnæðisstofnunar með aðset- ur í félagsmálaráðuneytinu, neitaði að tala við þá sem stjórn stofhunarinnar, fól að gera úttekt á kostum þess og göllum að færa húsbréfakerfið til bankanna. Þögn Sigurðar hafði áhrif á gerð út- tektarinnar. í inngangi hennar segir: „Starfsmaður nefndarinnar gaf ekki kost á því að rætt væri við hann um það mál. Því kann að vera að fyrirhug- uð framkvæmd af hálfu nefndarinnar sé eða verði á einhvern hátt frábrugðin því sem gert er ráð fyrir í þessari áfangaskýrslu." „Það var skipuð nefnd til að vinna þetta mál sérstaklega og ég sá ekki ástæðu til að ræða við einhverja menn út í bæ, sem voru að gera það sama og nefndin er að fjalla um," sagði Sigurð- ur Friðriksson. - En það var stjórn Hásnœðisstojh- unar sem lét vinna þessa skýrslu, breytti það engu fyrir þig? „Ég fékk enga beiðni frá stjórninni um að ræða við þetta fólk. Enda er ég lausráðinn við þetta og hef ekki heim- ild nefndarinnar til að ræða við ein- hverja aðila út í bæ." - Varþessi ekkifarið á leit við þig? „Nei, enda er ég bundinn þagnar- skyldu við nefndina og það beytir mig enginn þrýsting til þess," sagði Sig- urður. Varðandi flutning húsbréfakerfisins komast skýrsluhöfundar, sem er VSÓ ráðgjöf að eftirfarandi: ,J3kki verður séð að mikilvægur árangur náist með því einu að flytja afgreiðslu og þjón- ustu húsbréfadeildar til viðskipta- banka og sparisjóða. Slfk breyting nær skammt til frekari framþróunar hús- næðislána og er helsti veikleiki hennar að hún er ekki til þess fallin að lækka kostnað við rekstur húsbréfakerfisins. Þvert á móti mun kostnaður geta auk- ist." Þetta er ekki allt. I skýrslunni segir að verði kerfið flutt yfrr til bankanna sé hætta á að afgreiðslutími umsókna lengist og að kostnaður eða umstang lántaka geti orðið meiri en er í dag. Við lestur skýrslunnar er fleira sem vekur athygli og fátt kemur fram sem rökstyður áætlanir um flutninginn. Tökum dæmi: „Þessu til viðbótar gæti heildarkostaaður í kerfínu aukist vegna tveggja þátta. I fyrsta lagi ef viðskiptabankar og sparisjóðir þurfa að innheimta þóknun vegna aukinnar ábyrgðar sem þeir bera í breyttu fyrir- komulagi. í öðru lagi ef fasteignasalar þurfa að hækka sína þóknun vegna aukinnar umsýslu við að þjóna kaup- anda og seljanda vegna lántöku í hús- bréfakerfinu." Og áfram: ,J3ins og fram kemur hér að framan mun þessi stofnkostnaður ekki leiða til lækkunar á rekstrarkostnaði í framtfðinni. Þvert á móti gæti hann orðið hærri." Jóhann G. Möller látinn f gær lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur Jóhann G. Möller frá Siglu- firði. Hann var um langt skeið einn af ötulustu félögum Alþýðu- flokksins, og var áratugum saman í forystusveit flokksins í Norður- landi vestra. Jóhann fæddist á Siglufirði þann 27.maí, 1918, og ól allan aldur sinn þar. Hann var virkur í félagsmálum, sat í bæjarstjórn fyrir Alþýðu- flokkinn í um 30 ára skeið, og var meðal annars oddviti bæjarstjórn- ar. Hann sat í fjólda stjórna og nefnda á vegum Alþýðuflokksins, þar á meðal lengi í stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins. Eftirlifandi eiginkona hans er Helena Sigtryggsdóttir. Þeim varð sex barna auðið, og af þeim eru fimm á lífi. Kveðjuathöfn verður í Foss- vogskapellu mánudaginn 30. júní klukkan 11. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði Utilokað að selja íbúðirnar en bærinn á fjölda íbúða sem eru í leigu „Við höfum innleyst fimm íbúðir á þessu ári, fjórar í fyrra og ætli það verði ekki 10 til 12 íbúðir á þessu ári og í fyrra. Það er útilokað að við selj- um þær, það kaupir þær enginn. Kerf- ið er ekki þannig uppbyggt að það bregðist við þessum vanda. Þetta er ekki allsstaðar svona, þetta ástand er í þeim byggðarlögum þar sem íbúum fækkar," sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, þegar hann var spurður hversu margar félagsleg- ar íbúðir Seyðisfjarðarbær hefur þurft að innleysa. Samtals á Seyðisfjarðar- bær nú um tuttugu félagslegaríbúðir. „Þetta ástand er þar sem fólk hefur ekki trú á að það borgi sig að fjárfesta. Það er talsverður baggi á sveitarfélag- inu meðan ástandið er svona og við getum ekki selt íbúðirnar. Það stóðu íbúðir tómar en nú höfum við getað leigt þær allar. Leiguverðið er það lágt að það stendur ekki undir kostn- aði, ekki einu sinni þó lánað sé til fimmtíu ára á eitt prósent vöxtum. Það er verið að greiða af það háum upphæðum." Fasteignaverð á Seyðisfirði er lágt, eða um helmingur af brunabótamati. „Fólk virðist ekki hafa trú á að fjár- festa úti á landi. Það vill frekar fjár- festa í hlutabréfum eða fasteignum á öruggum stöðum. Þeir sem eiga sínar íbúðir hér og geta ekki selt eru fjötraðir en kosturinn við að vera í kerfinu er sá að það er hægt að láta leysa sig út og fá það sem greitt hefur verið. Við höfum sloppið betur en margir aðrir, en það stefnir í að þetta íþyngi okkur verulega ef við náum ekki að selja íbúðirnar, þar sem leigan stendur ekki undir kostnaði." Þorvaldur segir að búið sé að sverta kerfið og því sé fólk ekki spennt fyrir að kaupa íbúðir í því. ,JFólk er hrætt við þetta kerfi, það er flókið og það er þungt. Eg hygg að það sé lfka vegna þess að það er enginn ventill til að taka svona högg. Það eru sveitarfé- lógin sem sitja upp með skaðann. Mér þykir fráleitt að kerfið sé þannig upp- byggt að við erum skyldug til að inn- leysa íbúðirnar á framreiknuðu verði, það er sama hvort eftirspura er engin og íbúðirnar hrannist upp hjá sveitar- félögunum."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.