Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1997 Benjamín HJ. Eiríksson skrifar: Hinn 4. júní síðastliðinn birtist grein í Morgunbiaðinu cftir hæstarréttarlögmanninn Sigurmar Albertsson: Guðlast og grjótkast. Grein Sigurmars er um þjóðkirkjuna og hennar mál fyrr og síðar. Bkting greinarinnar sýnir skýrt, að borgar- arnir eru misjafnlega jafnir í augum ritstjóra Morgunblaðsins. Flestar greinar mínar um þessi efni neita þeir að birta. Grein Sigurmars ber mikinn svip fáfræði og takmarkaðra gáfna. Ég hefi ákveðið að fyrirgefa hið fyrra en hið síðara er ekki mitt að fyrir- gefa, þar sem þær eru honum að- fengnar. Greinin hefir breytt þeirri skoðun minni að lögvísi sé rökvísi. Vel má segja, auk þessa, að Sigur- mar hafi sér ýmislegt til afbötunar. Tilsýndar sýnist kirkjan í miklu óróa- ástandi. Hver er orsök þessa? Hvar er orsakarinnar að leita? Það mun leitun á guðfræðingi sem veit eitthvað raunverulegt um kenningagrundvöll hennar. En hann byggist á Biblíunni, sem guðfræðingarnir eru hættir að lesa. Jafnvel biskuparnir, þeir Sigur- björn Einarsson og Ólafur Skúlason, tala rugl þegar þeir hætta sér út í það að bera fyrir sig Biblíuna. Kennivaldið á að vera hjá biskup- unum. Forveri Ólafs í embætti, Sigurbjörn Einarsson, snýr út úr text- um Biblíunnar, eða hreinlega falsar þá, og það svo mjög, að farið er af stað með enn nýja biblíuþýðingu. Og hvernig stendur svo á þessum undar- legu viðhorfum Sigurbjarnar, læri- föður kirkjunnar, og hennar óróa? Svörin er að fínna í bókum mínum Ég Er og Hér og Nú og síðari blaða- skrifum. Vegna þess máls, sem ég ætla að fara að fjalla um, þá álít ég að það muni lesandanum gagnlegt að ég rifji málin svolítið upp. Sigurbjörn Einarsson, biskup Þjóðkirkjunnar 1959-1981 erfæddur að Efri-Steinsmýrí í Meðallandi. Ævisaga hans, skrifuð af Sigurði Magnússyni rithöfundi, byggð á samtölum hans við biskupinn, kom út árið 1988. Á blaðsíðu 28 stendur að Sigurbjörn hafi lesið um mann, sem „hafi selt sig djöflinum." Síðan segir svo: „í hugsunarlausu bráðræði bernsk- unnar afréð hann að eignast hlutdeild í þessari fágætu reynslu og seldi sig djöflinum með hátíðlegri yfirlýsingu, sem að vísu enginn heyrði nema hann sjálfur." Það er því ekkert leyndarmál sem þarf að hvísla, að Sigurbjörn biskup seldi sig hinu illa „með hátíðlegri yfirlýsingu." Og öll vitum vér, að Djöfullinn hefir fulla heyrn, ekki síð- ur en Guð. Þetta mál er því fullljóst. Sem ungur maður býður Sigurbjörn sig fram sem verkfæri hins illa. En þótt þetta sé skýrt, þá er samt annað í Ævisögunni óljóst: Hvernig hann hrökklaðist úr Guðfræðideildinni hér, hvernig námsferli hans í Svíþjóð lýkur. Doktorsnafnbótina fékk hann gefins hjá félögum sínum. Verki Sigurbjarnar, sem kennivaldi kirkjunnar, verður sjálfsagt gert við- hlítandi skil af þar til hæfum mönn- um. Ég hefi þegar lagt nokkurn skerf til þeirra rannsókna, einkum í áður- nefndum bókum og síðari blaða- skrifum. Þar sem þessi skrif eru ekki innan seilingar allra, set ég hér stuttan kafla úr Hér og Nú. Hann er úr kapítula, sem heitk Seldi. Svar til biskups. „Höfðingi þessa heims hafði staðið við sitt. Hann hafði rutt hon- um brautina og lyft honum þar sem þess þurfti með. Allt sem dr. Sigur- björn þurfti að gera var, að boða trúarjátninguna eins og Djöfullinn vildi hafa hana, trúarjátningu Djöfulsins, smeygja henni inn í kirkju Jesú Krists. Ur þessari trúar- játningu nefni ég aðeins fáein atriði: Orð Sigurbjarnar eða ályktanir mínar af lestri skrifa hans. Það er enginn djöfull til, ekkert að óttast. Enginn glatast. Etið og drekk- ið og verið glaðir. Allir menn frels- ast, verða hólpnir. Elskið hver annan. Þegar dr. Sigurbjórn segir þetta seinasta, þá er brosað utan dyra við kirkjuhornið, og bœtt við í lágum hljóðum: Nokkurnveginn ein- hvernveginn. Biblían er mannaverk, ekki Guðs. Guð talar ekki við menn, þótt Bibh'an segi það. Spámenn Biblíunnar eru ekki raunverulegir spámenn. Þeir segja engum neitt um hið ókomna, ókomna atburði, spá ekki um framtíðina, flytja ekki spádómsorð Guðs. Gamlatestamentið er ekki trúar- bók kirkjunnar. Það er mest þjóð- sögur. Dauði Jesú á krossi var ekki fómardauði heldur sýnikennsla. Ríki Guðs sem er í nánd er ekki i nánd. Jesús kemur ekki aftur. Eilifa lifið er ekki eilift lif, heldur eigind. (Eitt biskupsefnið, Karl Sigurbjörnsson, orðar þetta atriði svo, að eilífðin sé aðeins „mettað, þrungið andartak".) I grein sinni í Morgunblaðinu 1. sunnudag í aðventu, hinn 27. nóv- ember 1988, „Ríkið sem er í nánd", feitletraði biskupinn þetta orð: ekki. „Jesús kemur ekki aftur til þess að lifa jarðneska œvi upp á nýtt, hvorki undir sínu nafni né f gervi nýs mann- kynsfrelsara." Ég ætla að bæta því við, að á endurkomu Jesú er minnst oftar en 200 sinnum í Biblíunni, samkvæmt minni heimild. Og svo er það trúarjátningin („Og mun þaðan koma.") Djöfullinn er harður húsbóndi, svo að útaf fyrir sig vekur hið fáránlega niðurrif Sigurbjarnar á kenninga- grundvelli kirkjunnar ekki svo mikla undrun, heldur það, að Guðfræði- deildin og prestastéttin skuli þegja þunnu hljóði við hinum fáránlega embættisrekstri og boðun vantrúar, því að vegið er að grundvallarkenn- ingum trúarinnar. Ókennilegur andi kirkjunnar Sonur Sigurbjarnar, Séra Karl, gaf út bók árið 1993: Hvað lekur við þegar ég dey? Þar boðar hann Grein Sigurmars ber mikinn svip fáfræði og takmarkaðra gáfna. Ég hefi ákveðið að fyrirgefa hið fyrra en hið síðara er ekki mitt að fyrirgefa, þar sem þær eru honum aðfengnar. Greinin hefir breytt þeirri skoðun minni að lögvísi sé rökvísi. kenningar föður síns. Ég gagnrýndi bókina í grein sem ég fékk ekki birta í Morgunblaðinu, en í Pressunni hinn 2. des. 1993: Dauði og endurfæðing. Þeir feðgarnir trúa á „fagnaðar- erindi" dauðans en ekki fagnaðar- erindi lífsins. Jesús sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. Þetta sagði hann þegar hann var að kveðja læri- sveinana. Auk þess ætlaði hann að koma: „Eg kem til yðar - þér munuð sjá mig, því að ég lifi og þér munuð lifa." (Jóh.l4;19) Það er því eins skýrt og verða má, að bæði Jesús og lærisveinarnir áttu samkvæmt þessu að lifa lfkamsdauðann og það hér á jörð, því að Jesús ætlaði að neyta af nýjum ávexti vínviðarins með læri- sveinunum í ríki Föður síns.(Matt 26; 26) En ekki er vitað til þess að vínviðurinn vaxi annarsstaðar en hér á jörð. Þegar alls þessa er gætt, þá er ekki að undra þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis í kirkjunni. Þar hefir ríkt ókennilegur andi áratugurrí saman. Sum uppátæki Sigurbjarnar eru býsna undarleg. Þannig tók hann upp á því, að breyta beygingu nafns Jesú. Hin latneska beyging nafnsins var aldagömul í málinu. Mildasti Jesú, leiði ég þig, segir séra Hallgrímur. Sigurbjörn tók sig til og breytti fjölda sálma í Sálmabókinni, sálmum séra Hallgríms jafnt og annarra. En það eru fleiri sem geta en Sigurbjörn, og vilja ekki að hann eigi neitt hjá sér. Illugi Jökulsson flutti hugvekju í Sjónvarpinu um „orð Jesúsar", sem væru raunar öll eftir aðra, sagði hann. Menn hafa lengi talað um líkama og sál, svo sem ætti þetta hvort- tveggja saman með eðlilegum hætti, tvær verur. Sigurbirni fannst þetta ekki nógu gott. Nú er þetta orðið „sál og líf' í lítúrgíunni. Gallinn við það orðalag er, að líf er atburðarás eða eigind, sál aftur á móti vera. Þessi orð eru hvorki samstæður, andstæður eða þá hliðstæður. Þau eiga ein- faldlega ekki samleið. En hvernig stendur á þessum leik- araskap með hluti sem eiga að vera mönnum ókrenkjanlegir? Það er eins og einhver sé á ferðinni með öfugar klærnar. Og nú er hægt að fara að hyggja að svari til hæstaréttarlögmannsins. Grautargerð lögfræðingsins Hæstarréttarlögmaðurinn veit svo margt. Það er varla til sú vitleysa eða Meypidómur varðandi kirkjuna, sem hann þekkir ekki. Til dæmis veit hann að guðlast beinist ekki gegn Guði. Guðlastið „hefir í margar aldir þjónað þeim tilgangi einum að við- halda valdi, skoðanakúgun og tak- mörkunum á tjáningarfrelsi. Nægir að vísa til frægustu guðlastsdóma seinustu alda yfir Galileo, Bruno og Kópernikusi." Þetta er ekki nógu gott, satt að segja ótrúleg grautargerð hjá mennt- uðum og löglærðum manni. Ég er þeirrar skoðunar að nefndir dómar hafi alls ekki verið dómar fyrir guðlast, heldur dómar fyrir brot gegn kenningum og boðum kirkjunnar. Til dæmis er morð brot gegn kenningum kirkjunnar, en ekki guðlast. Guðlast held ég sé brot gegn einu af boðorðunum tíu, því þriðja: Þú skalt ekki leggja nafn guðs þíns við hégóma. Ég held að greining af þessu tagi hljóti að teljast til byrj- unaratriða lögfræðinnar. Annars vil ég benda á það, að páfinn studdist við viðteknar skoð- anir vísindamanna síns tíma. Nú hef- ir páfinn endurskoðað þessi mál, í ljósi nýrri og betri vísinda, sem sýnir að hann er mjög svo vísindalega hugsandi maður. Sigurmar fór á Biskupsstofu til þess að spyrjast fyrir um það, hvert væri inntak kristninnar. Honum er þá eftir allt saman ekki alls varnað. „Svör voru á ýmsa vegu, þar til ÉG stakk upp á þvf hvort það gæti ekki verið kærleikurinn? Því var tekið fagnandi á Biskupsstofu/og eins því sjónarmiði, að fyrirgefningin væri eitt aðal elementið í kærleikanum." Sannarlega, það er ekki seinna vænna að Biskupsstofan fari að átta sig á því, hvert sé inntak kristninnar. En er það þá þetta? Ég held að þess- um lærðu mönnum hafi skjátlast, og að sú skjátlun guðfræðinganna sé hreint ekki ný. Það verður víst ekki undan því vikist, að fara í byrjunaratriðin. Hvað eru kristnar þjóðir að gera með hegn- ingarlöggjöf, dómstóla, fangelsi og aftökur, ef lausn allra mála er svona einföld: Kærleikurinn og fyrirgefn- ingin? Umræddir lærdómsmenn virðast ekki vita svarið, hvorki hinir skriflærðu né lögvitringurinn. En svarið er ákaflega einfalt. Afbrot mannanna, syndirnar, eru tvenns- konar: Annarsvegar brot gegn boðum Guðs, hinsvegar brot gegn boðum manna, mannasetningum, brot gegn öðrum mönnum. Boðorðin tíu, boð Guðs, eru skýr: Þú skalt, þú skalt ekki. Og hann boðar refsingar fyrir brot gegn boðum sínum. Jesús boðaði kærleika og fyrirgefningu, og það jafn skil- yrðislaust og Guð Faðir sín boðorð. Þarna virðast vera árekstrar, hvað um þá? A að fyrirgefa - eða fyrirgefa ekki - morðingjanum? Þjófnum? Nauðgaranum? Þessir hafa brotið gegn skýrum boðum Guðs, ekki aðeins öðrum mönnum. Það er á valdi manna, yfirvaldanna, að meta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.