Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. JULI 1997 Það erfullkomnað. ALÞYÐUBLAÐIÐ oz I i n g q r. I deilunni við Norðmenn um nótaskipið Sigurð kom endanlega í ljós, að stefna Halldórs Asgrímssonar við Norðmenn gekk ekki upp. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sem hefur lengi haft illan bifur á linum tökum utanríkisráðherra síns gagnvart Norð- mönnum, tók málið í sínar hendur. Hann beitti þeim aðferðum sem hann lærði af Jóni Baldvin meðan þeir sátu saman í ríkisstjóm, þegar Norðmenn komust ekki upp með moðreyk. Enginn árangur Málið veikti hinsvegar stöðu Hall- dórs Ásgrímssonar verulega. I hvert skipti sem forsætisráðherra kom fram í sjónvarpi voru þjóðinni um leið færð þau skilaboð, að utanríkisráðherrann dugi ekki, þegar í harðbakkann slær. Það er hinsvegar ósanngjarnt að Halldór Ásgrímsson sitji einn uppi með skömmina af stöðunni gagnvart Norðmönnum. Fyrir því liggja tvær ástæður: I fyrsta lagi var það ekki hann, sem upphaflega var frumkvöðull sem hef- ur verið aðalsmerki samskiptanna við Norðmenn. Þann höfundarrétt á Þor- steinn Pálsson. Það var hann, sem í upphafi Smuguveiðanna ætlaði að banna Islendingum veiðarnar, og hafði látið fullbúa reglugerð án lagastoðar sem gaf honum vald til þess, án þess að láta utanríkis- ráðuneytið vita. Alþýðuflokkurinn snéri áform Þorsteins niður á síðasta augnabliki. I kjölfarið var málið tekið úr höndum Þorsteins Pálssonar, og hann fékk ekki að koma nálægt því meðan Alþýðuflokkurinn sat í ríkis- stjórn. Það var líka Þorsteinn, sem strax í upphafi núverandi ríkisstjórnar átti samtöl við Halldór Ásgrímsson, þar sem mótuð var stefnan gagnvart Norðmönnum. Illu heilli byggðist hún á þeim viðhorfum Þorsteins sem fyrri ríkisstjórn hafnaði, og fól í sér að árangursríkasta aðferðin í samskipt- um við Norðmenn væri að kasta fyrir róða hörku Jóns Baldvins, og taka upp „mjúku línuna" sem sjávarút- vegsráðherrann hafði fylgt. Tvímenningarnir töluðu sannfær- ingu í hvorn annan og komu úr sam- tölunum með byr brakandi sjálfs- trausts undir vængjum. Svo vissir vom þeir um væntanlegan árangur, að báðir féllu í þá freistni, sem síðar hefur reynst þeim dýrkeypt, að láta í veðri vaka að eina ástæðan fyrir því, að ekki tókst að semja við Norðmenn væri þvergirðingsháttur Jóns Baldvins Hannibalssonar. I kjölfarið lét Halldór Asgrímsson uppi, að hann hefði góð sambönd í Noregi frá vem sinni í Norðurlandaráði. Menn tóku þessi boð þannig, að hann teldi þau án efa nýtast til að gera samninga við Noreg á tiltölulega skömmum tíma. Allir þekkja framhaldið. Hið eina sem tvímenningamir hafa aftur og aftur uppskorið er langt, norskt nef. Samningatækni Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar hefur skilað minnu en engu, og hefur nú vakið verðskuldaða gremju Islend- inga. Menn hafa heldur ekki gleymt digurbarkalegum yfirlýsingum þeirra frá bernskudögum stjómarinnar. Ráðherra í felum í öðru lagi varðaði mál Sigurðar VE ekki aðeins utanríkisráðuneytið, heldur ekki síður sjávarútvegs- ráðuneytið. Á mikilvægu skeiði deil- unnar skaraðist hún raunar enn frekar við verksvið Þorsteins Pálssonar, því hann er einnig dómsmálaráðherra. Því til skýringar þarf að rifja upp að fimm klukkustunda afdrifarík biðstaða kom upp, meðan lið norsku strandgæsl- unnar var um borð í Sigurði VE, og beið boða frá yfirmanni sínum. Forsætisráðherra sagði hiklaust, að hin endanlega ákvörðun um töku skipsins hefði verið tekin af norskum ráðherra. Án vafa vissi Davíð Oddsson hvað hann var að segja. Yfirmaður norsku gæslunnar er kollega Þorsteins. Á vömm þeirra, sem fylgjast grannt með stjórnmálum brann því eftir- farandi spurning: Hvar var sjávar- útvegsráðherrann meðan stóð á Sigurðardeilunni? I dapurlegri smæð sinni er svarið einfalt: Þorsteinn Pálsson fór í felur og lét ekki á sér kræla meðan á Sigurðarmálinu stóð. Hann birtist ekki í dagsljósi fyrr en það var rækilega afstaðið. Þannig slapp hann með skrekkinn en skildi Halldór Asgrímsson eftir í súpunni. Hugtakið pólitísk heilindi öðlast sannarlega nýja dýpt í samskiptum innan núverandi ríkisstjórnar. Karl í krapinu Þegar hápunktur deilunnar var liðinn hjá lá ljóst fyrir, að þjóðin hafði hafnað þeirri linkind sem var aðal stefnu Þorsteins Pálssonar og Halldórs Asgrímssonar. Þetta skildi sjávarútvegsráðherrann mæta vel, og brást við því með sínum hætti. Meðan Halldór lá við á Austfjörðum og sleikti sár sín, skaut Þorsteini skyndi- lega upp úr djúpunum, og var nú sem nýr maður Á öllu íslandi fannst nú ekki nokkur maður, sem var harðari í afstöðu sinni gagnvart Norðmönnum. I hverjum fréttatímanum á fætur öðmm kom ráðherrann skyndilega í leitimar með efri vörina titrandi af réttlátri reiði: Norðmenn skyldu að minnsta kosti ekki komast upp með neinn moðreyk gagnvart sjávarút- vegsráðuneytinu! Nú var Þorsteinn orðinn karl í krapinu, og til að sýna þjóðinni að hann væri sannarlega ekki á meðal þeirra sem fengju skj£fta í hnén frammi fyrir Norðmönnum tilkynnti hann að miklu harðari reglugerð yrði nú sett um veiðar Norðmanna við Jan Mayen en áður. Þegar fjölmiðlar spurðu, hversvegna hann hefði ekki gert það miklu fyrr gat ráðherrann b 02 I i n ekki skýrt það öðm vísi en grípa til óvenju þunnrar aulafyndni og segja herðinguna vera vinargreiða gagnvart Norðmönnum. Lánsfötin í sjávarútvegsráðuneytinu skildu starfsmenn hans gerr en ráðherrann sjálfur, að svar af þessu tagi var hvorki fallið til að efla virðingu ráðuneytisins né ráðherrans. Þeir létu því koma fram að nauðsynlegt væri að herða regluverkið, af því tugir dæma væm um brot Norðmanna á samkomulaginu um loðnuveiðamar. Það vom hinsvegar engar fréttir fyrir neinn, nema ef vera skyldi sjávar- útvegsráðherra. Þessi röksemdafærsla vekur hinsvegar spurningu, sem Þor- steinn Pálsson mun þurfa að svara: Hversvegna greip Þorsteinn Páls- son, dómsmálaráðherra og yfirmaður Landhelgisgæslunnar, ekki til neinna aðgerða gegn Norðmönnum í fyrra, fyrst Þorsteini Pálssyni, sjávarút- vegsráðherra var ljóst, að þeir vom sekir um tugi brota á reglum um veiðarnar? Hversvegna var reglugerðin ekki hert, fyrr en forsætisráðherrann var búinn taka taka völdin af utanríkis- ráðherranum, og innleiða á nýjan leik þá stefnu sem Jón Baldvin Hanni- balsson hóf til vegs í viðskiptunum við Norðmenn? Svarið felst væntanlega í því, að það er meira að segja mnnið upp fyrir Þorsteini Pálssyni að stefnan sem hann mótaði fyrstur manna gengur einfaldlega ekki upp. Hann er lflca nógu reyndur til að skilja, að eina leiðin til að halda haus gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem blöskrar linkindin gagnvart Norðmönnum er að verða að minnsta kosti jafn- grimmur og forsætisráðherra. Þess- vegna hefur hann fengið föt Davíðs að láni og talar nú og hegðar sér einsog hann gagnvart Norðmönnum. Tímaritið Fjölnir kemur út á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, einsog Alþýðublaðið hefur kyrfilega komið til skila. Forkólfur þess er Gunnar Smári Egilsson, höfundur Bessastaðabókanna og ritstjóri með meiru. Fjölmargir þekktir ritsnillingar koma að ritinu, og á meðal fjárfesta er islenska kvikmyndasamsteypan þar sem Friðriks Þór Friðriksson er fremstur meðal jafningja. Yfirlýstur tilgangur ritsins er að ráðast gegn hverskonar klíkum og stofnunum sem hafa grafið um sig í þjóðfélaginu og ritstjórinn Gunnar Smári telur þörf á að taka í , karphúsið. Af þvi tilefni er haft eftir Friðriki Þór að útgáfudagurinn hafi ekkert með þjóðhátiðardag Bandaríkjanna að gera, heldur sé verið að minnast þess að á þessum degi fyrir nokkrum öldum síðan hafi síðasta galdrabrennan farið fram... HjáStöð2 ersérstök þýðingadeild, þar sem milli 20 - 30 þaulreyndir þýðendur koma við sögu. Fyrir skömmu var auglýst eftir yfirmanni að deildinni, og nú er búið að ráða i starfið góðkunningja lesenda Alþýðublaðsins, Hjörleif Sveinbjörnsson sem skrifar um kínverska menningu og þjóðlíf annan hvern fimmtudag í blaðið. Fyrir utan að vera mæltur á mörg tungumál stundaði Hjörleifur nám um fimm ára skeið í Peking, og vann sér það meðal annars tit frægðar undir lok menningarbyltingarinnar að verða Pekingmeistari í handsprengjukasti á íþróttamóti háskólanna þar í borg... Nú er sumarútgáfa höfuðrits islenskra stangveiðimanna, Sportveiðiblaðið komið út, i enn vandaðri búningi en nokkru sinni fyrr. Aðstandendur þess vita svo sannarlega hvað þeir eru að skrifa um. Annar þeirra, Gunnar Bender hefur árum saman haldið úti vinsælum veiðidálki í DV og er nú ásamt Þresti Elliðasyni með Staðarhólsá og Hvolsá í Dölunum á leigu. Hinn er Snæbjörn Kristjánsson, sem er einn af þekktustu stangveiðimönnum landsins. Til vitnis um það má nefna að fyrir skömmu brá Snæbjörn sér í Norðurá og kom til baka með aðeins fjórtán laxa... Iveiðibransanum verður lítið hreistur fljótt að stórum fiskum. Fyrir skömmu bar svo til að mjólkurbílstjóri ók mjólkurbíl sínum á 80 kilómetra hraða á vegi sem lá skamma hríð meðfram bökkum frægrar veiðiár, skammt ofan ósa. Þetta var snemma í júni, rétt eftir opnun, og laxinn var ekki enn farinn að ganga. Dávæn bleikja var uþp við bakkann í eltingarleik við lítið síli í vatnsborðinu og varð af mikið busl og skvettugangur. Bílstjórinn hafði ekki mikil tök á því að skoða þetta nákvæmlega, en taldi skvetturnar gefa til kynna að þarna hefði lax verið að stökkva. Vinkona hans úr sveitinni eldar ofan í veiðimenn í veiðihúsi við ána, og hann hringdi umsvifalaust í hana, og sagði tiðindin. Hún sagði bróður sínum í nálægu þorpi að líklega væri komin smálaxaganga í ána. Bróðirin sagði vini sínum sem var fréttaritari merks fjölmiðils á staðnum. Frá þessu var skilmerkilega greint í miðlinum, en þá voru bleikjan og sílið orðin að hörkugöngu stórlaxa og Kkur á mikilli veiði næstu daga... 30? Zufpð l Zippp?. .Zíppuk? ^f rZipp^r/ intimegm "FarSlde" eftfr Gary Larson Tilraunir prófessorsins til þess að skrásetja tungumái bjarndýra fóru í vaskinn með hroðalegum afleiðingum. i rn m fornum vogi Er rétt að ráða Guðjón Þórðarson sem landsliðsþjálfara: Árni Hjörvar Arnason: Magöalena Bragadóttir: Valdimar Ólafsson: Agnar Bjarnason: Já, tvímælalaust. Já, ég er hlynnt því. Já, hann er besti kosturinn. Já. Vilhjálmur Haildórsson: Já, ég held það. v i 11 m c n n Ég þoli ekki að tapa. Ólafur Þórðarson, fyrirliði meistaraliðs Skagamanna, i Sjónvarpinu eftir tapleik gegn Leiftri. Óskýrmæltir. Valdimar Kristinsson að skrifa um frændur okkar, Dani, í Mogganum. Málið er heldur ekki svo ein- falt að menn bara deyi skyndi- lega af völdum tóbaksneyslu. Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, í Mogganum. Ég afþakkaði boðið, var of mikill loyalisti í mínum gamla flokki til að gerast liðhlaupi en ég neita því ekki að tilboð- ið kitlaði mig og þá ekki síst í Ijósi þeirra merkilegu póli- tísku tíðinda að þeir Albert og Guðmundur Joð settust í eina pólitíska sæng. Með mig á eft- irsér!! Ellert B. Schram að segja frá þegar Albert Guðmundsson bauð honum þriðja sæti á lista Borgarflokksins í Reykjavik, í Mogganum. Ég var ekki kommúnisti, allir vissu það. Spasskí f Mogganum. Hann er óstöðugur og getur verið dyntóttur, en ekki veikur. Og ég veit hreint ekki hvort hann er nokkuð sérvitrari en ég. Spasskí að ræða um Fischer í Mogganum. Það hafa allir staðið fullkom- lega við bakið á Loga á því tímabili sem hann hefur verið landsliðsþjálfari og borið hef- ur verið fullt traust til hans. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambandsins, í Mogganum. Það er ekkert annað, fullt traust, ja, jæja. Ég tel mig hafa náð mjög góð- um árangri sem þjálfari gegn- um tíðina og læt ekki bugast. Logi Ólafsson í Mogganum. Líka með landsliðið? Nú verður allur hans ferill rifjaður upp, árás, nauðgun og fangelsisvist. Þessi maður er íþróttinni til skammar. Ómar Ragnarsson í DV, að ræða um Tyson. Þegar fflarnir fljúgast á bitnar það á grasinu. Afrískt máltæki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.